Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 10
10 Útlönd Útlönd * Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. Útlönd Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir Frá hersýningu á Rauða torginu á sextíu ára afmeeii byitingarinnar, 7. nóvember 1977 — sem þáverandi leiðtogi Brezhnev fylgdist með. Ætli Andropov leiðist hersýningar? vamarstööu, bæði heima fyrir sem :og gagnvart umheiminum. Fram- kvæmd NATO-áætlunar í Evrópu nú á næstu vikum er mjög mikill ósigur fyrir forystuna í Kreml. Beria leiðist ballett Hvort sem Andropov er illa kvefað- ur eða hreinlega að hugsa stíft hvemig hann eigi að bregðast við aðgeröum í vestri nú á næstunni þá velta menn engu að síður vöngum yf- ir því hvaö sé að gerast bak við tjöld- in í Kreml. Það hefur aldrei áður gerst að leiötogi hafi misst af hersýn- ingunni á Rauöa torginu á byltingar- afmælinu. Innan vestrænnar stjórnmálafræði er grein sem kallast ,,Kremlfræöi”, þ.e. greining á atferli forystunnar í Sovétríkjunum. Menn reyna að leysa gátur um valdasamspil eða átök út frá myndum eða textum, ræðum og yfirlýsingum, þingum og ráðstefnum kommúnista o.s.frv. Til dæmis myndu menn skoða uppröðun foryst- unnar á myndum sem teknar eru við tækifæri eins og hersýninguna á Rauða torginu. Áður en Brezhnev dó var alltaf athugaö hver jir stóöu næst honum á myndum. Þannig geta litlar visbendingar gefið til kynna miklar breytingar. Frægt er dæmiö um fyrirsögn í The New York Post fyrir þremur áratugum, sem sagði: „Kannski að Beria leiðist ballett”. Tilefni fréttarinnar voru vangavelt- ur um Lavrenti Beria, yfirmann sovésku leyniþjónustunnar. Beria hafði ekki mætt ásamt forystunni við sýningu hjá Bolshoi ballettinum í júlí 1953. The New York Post birti þá hina frægu fyrirsögn, en heimurinn fékk aldrei aö vita vissu sína, þ.e.a.s. hvort Beria leiddist ballett, því aö hann hafði verið fangelsaður og drepinn. Hvort sem Andropov leiöast her- sýningar eða ekki — þá er ljóst aö á næstu dögum verða miklar vanga- veltur um hvers stjarna rís hæst á himninum í Kreml. H.Þ. Ef til vill er Yuri Andropov alvar- lega veikur. Ef til vill ekki. Fyrir hálfum mánuöi hætti hann við opin- bera heimsókn til Búlgaríu. Síöast- liðinn laugardag var hann ekki viðstaddur opinber hátíðahöld í Moskvu í tilefni af byltingarafmæl- inu né hersýningu á Rauða torginu á mánudag. Fjölmiðlar skýrðu frá því aö Andropov væri kvefaöur. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Sovétríkj- anna er ekki viðstaddur hina árlegu hersýningu á Rauöa torginu 7. nóvember. Fjarvistir Andropovs gefa tilefni til ýmissa vangaveltna bæði erlendis sem og heima fyrir. Vangavelturnar snúast um það hvort Andropov, sem er 69 ára, sé raunverulega veikur og ef svo sé, hver sé við stjómvölinn nú. Það vekur grunsemdir að smá- kvefpest geri það að verkum aö leiðtoginn sé fjarri opinberu lífi hálf- an mánuö. Þetta er í fyrsta sinn jafn- framt sem fjölmiðlar í Sovétríkjun- um skýra svo vel frá heilsufari leiðtogans og vekur það grunsemdir um aö það sé verið að undirbúa fólk undir langvarandi fjarvistir. Leonid Brezhnev dó þremur dögum eftir hersýninguna á Rauöa torginu fyrir ári. Þá hafði verið ýjað aö veikindum hans í nokkuö langan tíma. Á hinn bóginn hafa sovéskir fjölmiölar reynt að draga upp þá mynd undan- farið að Andropov væri enn við stjómvölinn þrátt fyrir „kvefið”. Hefur ekki sést síðan í ágúst Andropov hefur ekki sést meðal starfsmanna erlendra sendiráða í Moskvu síðan 18. ágúst. Það er sagt að hann sé slæmur til heilsunnar al- mennt vegna nýmasjúkdóms en erlendir gestir, sem ræddu við hann sl. sumar, sögöu að hann hefði verið hinn hressasti. Ef Andropov er ekki mjög sjúkur hlýtur hann að koma fram á sjónar- sviöiö mjög fljótlega til aö draga úr Lavrenti Beria, yfirmaður sovósku leyniþjónustunnar, sem iifiátinn var í júlí 1953 af keppinautum innan flokksins. efasemdum og ugg um hver haldi nú um stjórntaumana. Nú, þegar mikil spenna ríkir í samskiptum austurs og vesturs er mjög óheppilegt aö leiðtoginn sé fjarri. Pennastrikið dugir ekki! Því miöur getur nýr leiðtogi ekki notaö pennastriksaöferð Alberts til að krota yfir mistök eða aögerðir for- vera síns í utanríkismálum. Andro- pov sem tók við völdum fyrir einu ári fékk mikið af vandamálum í vega- nesti. Afganistan er sýnilega mesti „höfuðverkurinn" sem hann erfði. Þar berjast hundrað þúsund sovésk- ir hermenn án afláts. Trúlegt er að einhver valdaátök eigi sér staö bak við tjöldin í Kreml og að Adropov eigi undir högg aö sækja við fyrrum stuðningsmenn Brezhnevs og íhaldssöm öfl innan miðstjómarinnar. Andrei Gromyko utanríkisráðherra gegnir að sjálf- sögðu stóru hlutverki en hann er 74 ára og á lengstan starfsferil að baki á sviði utanríkismála. Samskipti leiðtoga og hers eru mjög mikilvæg í alræöisríkjum. Trú- legt er að eitthvað hafi kastast í kekki í því sambandi í Sovétríkjun- um undanfarið. Árásin á kóresku farþegaþotuna bendir til að öfl innan hersins séu aö sækja í sig veðrið. Þau hin sömu öfl og harðlínumenn í flokknum eru talin hafa heft fulltrúa Andropovs í samningaumleitunum við Bandaríkin í afvopnunarmálum. Fyrirhuguð endurnýjun á meðal- drægum kjamorkuvopnum NATO í Evrópu hefur verið efst á baugi í sovéskum utanríkismálum undan- farintvö ár. Ekki haft árangur sem erfiði Sovétmenn hafa ekki haft árangur sem erfiði að koma í veg fyrir að NATO hrinti áformum sínum í fram- kvæmd. Ef eitthvaö er, hafa tilraunir Sovétmanna til að hafa áhrif á evrópsk stjómmál haft gagnstæð áhrif. Ihaldsöfl unnu sigra bæði í Vestur-Þýskalandi og í Bretlandi á þessu ári. Eitthvaö virtist þiðna í kuldalegum samskiptum stórveld- anna sl. sumar þegar þau undir- rituðu nýja samninga varðandi kom- sölu og ákveðnum viðskiptahöftum var aflétt. Enginn árangur hefur þó orðiö í afvopnunarmálum og ýmis- legt bendir tÚ að Sovétforystan sé orð- in leið á þófinu og finnist í öll skjól fokið eins og árásin á kóresku farþegaþotuna gæti bent til. Síöan í september hafa samskiptin i því kólnað mjög. Sovésk stjómvöld hafa gert sér mikinn mat úr innrás- inni í Grenada og Reagan er kallaður öllum illum nöfnum þar eystra nú. Allt bendir til að flokkurinn sé að undirbúa sovéska alþýðu undir vem- lega spennu í samskiptum við vestrið. Viðreisn efnahagslífsins, eitt af höfuðmálum Andropovs, á erfitt upp- dráttar í því kalda stríöi sem nú er. Sovésk stjómvöld eru komin í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.