Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Page 30
30
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
IÐUNN
ÖLVUR
SVONA
ERU DÝRIN
Fróði og allir
hinir grisl-
ingarnir
eftir Ole Lund Kirkegaard
Ot er komin hjá Iöunni bókin Fróði
og allir hinir grislingarnir, saga og
myndir eftir danska höfundinn Ole
Lund Kirkegaard. Bókin hefur
undirtitilinn Snargeggjaður reyfari
handa bömum og öðru skynsemdar-
fólki. Þetta er sjöunda bók höfundar-
ins sem út kemur á íslensku. Þorvald-
ur Kristinsson þýddi. — Fróði var síð-
asta bók höfundar en hann lést áður
en henni var lokiö. Fjölskylda hans
samdi síðasta kaflann eftir frumdrög-
um höfundar.
Um efni sögunnar segir á kápu-
baki: „I húsinu á hominu á Fróöi
heima. Hann er sjö ára og nýbyrjaður
í skólanum. Hann á líka kærustu. Það
er hún Stína. Svo gerast óttalegir at-
burðir í nágrenninu. Þjófur á hlaupa-
hjóli geysist um hverfið á kvöldin og
hrellir íbúana. Þá taka grislingamir í
götunni til sinna ráöa. . . og brátt
kemur margt skrýtið í ljós.”
— Fyrri sögur Kirkegaards hafa
notið mikilla vinsælda og geta má
þess að Kópavogsleikhúsið sýnir um
þessar mundir söngleikinn Gúmmí-
Tarsan sem gerður er eftir einni sög-
unni. — Fróði og allir hinir grisl- j
ingamir er 90 blaðsíður. Oddi prent-
aði.
K.M. PEYTON
Jlatnþards
setrið
Flambardsetrið
eftir K. M. Peyton
Flambardsetrið, unglingabók eftir1
K. M. Peyton, er komin út hjá Máli og
menningu. Þetta er sjöunda skáldsag-
an eftir þennan breska höfund sem
kemur út á íslensku. Silja Aðalsteins-.
dóttir þýddi.
Söguhetjan, Kristína Parsons, er tólf
ára þegar hún flytur til Russells
móðurbróður síns á ættarsetrið Flam-
bards. Síöan hún varð munaðarlaus á
barnsaldri hefur hún ævinlega búið hjá
frænkum sínum og henni finnst kvíð-
vænlegt að flytja nú á stað þar sem
karlar ríkja. Ekki bætir úr skák að
frænkur hennar telja fullvíst að Russ-
ell ætli að gifta hana eldri syni sínum,
Mark, til að komast yfir auöinn sem
hún á í vændum þegar hún verður
myndug. Russell er sjálfur búinn að
sóa sínu fé í hesta og veöreiðar.
Þetta er söguleg skáldsaga, gerist í
upphafi þessarar aldar, og átök
gamals og nýs tima koma vel fram í
bókinni. Sagan er afar 'spennandi og
fólki og atvikum lýst á lifandi hátt.
Bókin er 192 bls., unnin í Hólum.
Káputeikningu gerði Sigurður Valur
Sigurösson.
Mánasilfur
lokabindið komið út
Iöunn hefur gefið út fimmta bindi af
Mánasilfri, safni endurminninga sem
Gils Guðmundsson hefur valiö. Er
þetta lokabindi safnsins. I fimmta
bindi eru minningaþættir eftir 34 höf-
unda en alls er í safninu efni eftir 152
höfunda, allt frá sautjándu aldar
mönnum til núlifandi manna. Skrá um
efni og höfunda alls safnsins er aftast í
fimmta bindi en hverjum þætti fylgir
stutt æviágrip höfundar. Elstur þeirra
sem efni eiga í þessu bindi er séra Þor-
steinn Pétursson sem uppi var á
átjándu öld en yngstur Þorsteinn
Antonsson, fæddur 1943, og er hann
jafnframt yngstur þeirra endur-
minningahöfunda sem teknir hafa
verið í safnið.
Um efni fimmta bindis segir svo á
kápubaki m.a.: „Hér er að fmna áður
óprentaða frásögn um eitt mannskæð-
asta snjóflóð á síðari tímum og
minningar um skæðustu drepsótt á öld-
inni. Hér eru einnig þættir með léttari
svip: sagt frá metingi um skáld og sjó-
menn á hafi úti, framboðsfundi þar
sem íhlutun kjósanda beindi málum í
óvænt efni, fyrstu söngför íslensks kórs
til annars lands. Hér segja skáld frá
minnisstæðri æskureynslu, húsfreyjur
og ljósmæður frá striti og áhyggjum,
hér er sérkennileg ástarsaga og
minning frá fyrstu kynnum sveita-
drengs af Reykjavík, — og er þá fátt
talið.” — Mánasilfur, fimmta bindi, er
rúmlega 300 síður. Oddi prentaði.
Tölvur
Útgefandi er Setberg
Þetta þarftu að vita um Tölvur heitir
nýútkomin bók sem er fyrir böm og
unglinga. Otgefandi er Setberg.
Á síöustu árum hefur orðiö tölvubylt-
ing. Tölvur tengjast næstum öllum
þáttum hins daglega lífs, bæði í leik og
starfi. Tími tölvunnar er upp runninn
— einnig hér á Islandi, og í þessari bók
gefst tækifæri til að kynnast þessu
undratæki. Dæmi um nokkrar kafla-
fyrirsagnir í bókinni: Tölvubyltingin.
Forrit og gögn. Stórtölvur, millitölvur
og örtölvur. Upplýsingasöfnun og
vinnsla gagna. Tölvur í iðnaði. Vél-
menni. Talað viðtölvur.
Tölvu-bók Setbergs skýrir á einfald-
an og aögengilegan hátt hvernig tölvur
eru samsettar og hvernig þær nýtast til
margs konar verkefna.
Fjölmargar litmyndir eru efninu til
skýringar, en þýðandi er Lárus
Thorlacius.
Meðan eldarnir
brenna
eftir Zaharia Stancu
Iöunn hefur gefið út skáldsöguna
Meðan eldarnir brenna eftir rúmenska
sagnaskáldið Zaharia Stancu. Kristín
R. Thorlacius þýddi. Sagan f jallar um
sígaunaættbálk nokkurn sem stjórn-
völd í Rúmeníu reka í einangrun á
gróöursnauðum auðnum landsins.
Þetta gerist á tímum seinni heims-
styrjaldar. I ættflokknum eru hundrað
sálir og stjórnvöld neyða ættar-
höfðingjann til aö halda með fólk sitt
austur á bóginn. Að baki þeim geisar
stríöið, framundan bíður þeirra auön
og dauði. Það vita sígaunarnir ekki en
af næmleika sínum lesa þeir dauðadóm
sinn í augum allra þeirra sem þeir
mæta og reka þá áfram tilausturs.
Zaharia Stancu er eitt kunnasta og
virtasta sagnaskáld Rúmena á þessari
öld. Eitt frægasta verk hans er sagan
Berfætlingar sem út hefur komiö á ís-
lensku. Sagan Meðan eldarnir brenna
er afar litrík frásögn af harðri baráttu
minnihlutahóps fyrir lífi sínu á hinum
mestu umróts- og skelfingartímum
þegar flest siðaboð eru í upplausn. I
kynningu forlags á kápubaki segir:
„Með frásagnarsnilld sinni heldur
höfundurinn lesendum sínum í stöð-
ugri spennu á meðan eldamir brenna
við búðir sígaunanna. Sagan lýsir
logandi ástríðum, hyldjúpri örvænt-
ingu og blindri sjálfsbjargarhvöt.
Þetta meistaraverk er átakanleg
harmsaga hins nafnlausa fjölda sem
dæmdur er til tortímingar í grimmdar-
æði stríðs og styrjalda.”
Meðan eldarnir brenna er stór saga,
344 bls. Hún er gefin út meö styrk úr
Þýðingarsjóði. Oddi prentaði.
Litla rauða
rúmið
eftir Áslaugu Ólafsdóttur
Ut er komin hjá Máli og menningu
ný íslensk bók fyrir yngstu börnin:
Litla rauða rúmið. Höfundur er Aslaug
Olafsdóttir, kennari á Kirkjubæjar-
klaustri, en myndirnar geröi Ragnhild-
ur Ragnarsdóttir.
Eiginlega er litla rauða rúmiö aðal-
persónan í sögunni. Það er orðið
gamalt rúm því að þrír bræður Asu eru
búnir að sofa í því og kunnu ágætlega
við sig. Nú er komið að Ásu. En henni
finnst svo þægilegt að sofa hjá pabba
og mömmu og aiveg ástæðulaust að
flytja sig. Þangað til Pési kemur. Hann
vill endilega fá að sofa í litla rauða
rúminu.. . .
Litia rauða rúmið er sett og prentað
hjá Formprenti, en útliti hagaöi
Repró, Valgeir J. Emilsson.
I Litla
rauöa
rúmió
Dýrin og
maturinn þeirra
og Skoppa
Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér
2 barnabækur í safninu: Skemmtilegu
smábarnabækurnar, sem hafa verið
sígildar barnabækur í áratugi og átt
miklum vinsældum að fagna, m.a. hjá
mörgum skólamönnum, sem notað
hafa þær við smábarnakennslu. Bækur
þessar eru:
1. Dýrin og maturinn þeirra, endur-
sögð úr dönsku af Stefáni Júlíussyni
rithöfundi og kemur nú út í fyrsta sinn.
Hún er 14. bókin í safninu. Dýrin og
maturinn þeirra er prentuð í 4 litum,
bráðskemmtileg og mjög vel til hennar
vandað. Bókin er þar að auki vel til
þess fallin að auka þekkingu lítilla
barna á f jölda dýra, sem myndir eru af
í bókinni. Bókin er unnin í Prentsmiðj-
unni Odda h/f.
2. Skoppa er 11. bókin í þessum flokki í
þýðingu Vilbergs Júlíussonar skóla-
stjóra. Hún hefur komið út áöur en
verið ófáanleg í mörg ár. Hún er einnig
prentuð í litum í Prentverki Akraness
h/f.
Aðrar bækur í þessum bókaflokki
eru: Bangsi litli, Benni og Bára, Bláa
kannan, Dísa litla, Græni hatturinn,
Láki, Leikföngin hans Bangsa litla,
Kata, Stubbur, Stúfur, Svarta kisa og
Tralli.
Við guð erum vinir
eftir Kari Vinje
Kari Vinje lýsir í bókinni köflum í
hinu daglega amstri hjá Júlíu og
móður hennar og leikfélögum. Þar flétt-
ast inn ýmsar spurningar úr heimspeki
barnanna, Júlía vill fá að vita allt um
lífið og tilveruna, sem móðir hennar og
aðrar sögupersónur glíma við að
svara. Öllu þessu er lýst á hinn eðlileg-
asta hátt og snýst því bókin á stur.dum
ekki síður um fullorðna fólkiö en
börnin. Kari Vinje er norskur
verölaunahöfundur og skrifar einkum
fyrir börnin. Eftir hana hefur komið út
á íslensku bókin Kamiila og þjófurinn,
en bókina Viö guð erum vinir þýddi
Margrét Hróbjartsdóttir. Bókin er
myndskréytt af Borghild Rud, en Búi
Kristjánsson teiknaði káupumynd.
ÍARl VINJE
VÍÐ GUÐ ERUM VINIR
Prentverk Akraness annaðist bóka-
gerðina.
eftir Sigmund
Erni Rúnarsson
Ut er komin hjá bókaforlaginu
Svart á hvítu ljóðabókin Ostaðfest
ljóð eftir Sigmund Emi Rúnarsson.
Náttúran er umfjöllunarefni þess-
arar bókar. Skáldiö leggur land undir
fót, finnur sér myndir í öllum
blæbrigðum þess. Og jafnan er
manneskjan með í för.
Ostaðfest ljóð er önnur ljóðábók
Sigmundar Emis Rúnarssonar. Arið
1980 sendi hann frá sér ljóöabókina
Kringumstæður.
Sigmundur er norðanmaður,
fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann
starfar nú sem blaöamaður sunnan
heiða, við Dagblaðið Vísi í Reykja-
vik.
Óstaðfest Ijóð
Svona eru dýrin
eftir Joe Kaufman
Setberg hefur gefiö út barna- og
unglingabókina Svona eru dýrin, eftir
Joe Kaufman. Áöur hafa komið út í
þessum bókaflokki Svona er tæknin,
Svona er heimurinn og Svona erum
við.
Þessi nýja bók, Svona eru dýrin,
fjallar um dýr og fugla, villt dýr og
tamin, lífshætti og hegðun, líkamsgerö
og útbreiðslu. Hvaða dýr er stærst?
Hvaöa farfugl flýgur lengst? Hvaö átu
stóreðlurnar? Hve langt getur kengúra
stokkið? Hvenær var farið að temja
hesta? Hvað er beltisdýr? Hvaða dýr
hefur andarnef, sundfit og loðinn feld?
Svona eru dýrin vekur athygli á
ýmsu forvitnilegu í fari dýranna í
kringum okkur og fræðir okkur um
framandi dýr í fjarlægum löndum.
Skemmtilegar myndir og fróðlegt les-
mál. Bókin er í stóru broti og ríkulega
myndskreytt. Þýðandi: ömólfur
Thorlacius.
MÁNA
silfur
SAFN ENDURMINNINGA
CILS GUDMUNDSSON
VALDI EFNIO