Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Greiðslukort: Vantar almenna /ögg/öf Nú eru tveir aöilar hérlendis sem bjóöa upp á svokölluö greiðslukort til notkunar á innanlandsmarkaöi. Þetta er tiltölulega nýr greiðslumáti hér á landi en þó hafa Eurocard greiöslukort verið í notkun hér inn- anlands sl. 3 ár. Notkun greiöslu- korta eykst stööugt og er líklegt aö nú séu 12.000 -14.000 manns sem hafa slík kort undir höndum. Víöaerlend- is hafa greiðslukort verið um langan tíma í notkun. I Svíþjóð er t.d. nokk- uö mikið um greiöslukort. Þar geta menn valiö um margs konar greiöslukort. Auk hinna hefðbundnu greiðslukorta er hægt aö fá sérstök kort í einstökum verslunum eöa olíu- félögum. Taliö er aö um 2 milljónir greiöslukorta séu í notkun þar. En fyrir greiöslukortin er ekki hægt aö kaupa allt sem mann dreymir um aö kaupa því aö alltaf kemur að því að borga þarf reikninginn. Þetta virö- ist nefnilega vera vandamál í Sví- þjóö. Þar skulda greiöslukortahafar nú 3 1/2 milljón sænskra króna. Þetta hefur veriö vandamál í langan tíma og 1980 var skipuö nefnd sem á aö f jalla sérstaklega um vandamál í kringum notkun greiöslukorta. Nefnd þessi kemur meö niöurstöður sínar um næstu áramót. En nú þegar hefur veriö ákveðiö aö heröa verði' eftirlit með því aö korthafar fram- vísi skilríkjum, sama hversu háa upphæö er um aö ræöa. Fram að þessu hefur verið skylt aö framvísa persónuskilríkjum við kaup fyrir yfir 500 s. kr. Einnig hefur verið lagt til að viöskiptavinir gangi í gegnum eins konar reynslutímabil áöur en þeir fá greiöslukort svo sýnt þyki aö þeir séu færir um aö nota slikan greiðslumáta. Sömu vandamál hér? Hvort búast má viö þessum vandamálum hér á landi er erfitt aö segja um aö svo komnu. Nú er ein-1 ungis hægt aö velja á milli tveggja tegunda. Ef korthafi gerist brotleg- ur í notkun annars kortsins fá báöir aöilar upplýsingar um þaö, þannig aö samvinna er milli þessa tveggja aðila hvaö þetta snertir. En erlendis eiga korthafar auðveldara meö aö hafa mörg kort undir höndum sam- tímis án þess aö greiðslukortaeig- endurnir viti um þaö. Einnig er ekki víst að fleiri greiöslukortum veröi komiö í notkun hérlendis. Margar hliðar Þessir tveir aöilar sem bjóöa upp á greiðslukort eru nú komnir í haröa samkeppni og keppast um aö afla : viöskiptavina. Enn sem komið er — sem tryggir hagsmuni korthafa bjóöa þeir söluaöilum sínum mis- munandi kjör og er líklegt aö Kredit- kort, en greiöslur söluaöila til þeirra eru nokkuö hærri en hjá Visa, muni endurskoöa þær reglur fljótlega. En eins og flestir vita þurfa söluaöilarn- ir aö greiða frá 2% - 5% af þeirri veltu sem þeir fá inn í gegnum greiöslukort. Ekki er fráleitt aö hugsa sér aö þessi nýja greiðslubyrði kaupmanna komi til meö að bitna á vöruveröinu. Þaö þýöir aö notkun greiöslukorta kemur til meö aö hafa áhrif til hækkunar vöruverðs fyrir alla, einnig þá sem ekki nota slík kort. Að sjálfsögðu verður aö gera allt til þess aö svo veröi ekki og aö vöruverð hækki ekki undir neinum hátt. Flestir eru líklega sammála um þaö en óvíst er hvenær slík lög- gjöf lítur dagsins ljós. Samningur við korthafa Sá sem fær leyfi til aö nota greiöslukort verður aö samþykkja samning um notkun þeirra sem er aö sjálfsögðu eðlilegt. En ef litið er nán- ar á þessa samninga virðist margt mega oröa skýrar. Ef viö lítum nán- ar á samning þann sem Visa Island býöur sínum viöskiptavinum upp á má meðal annars lesa: ,,Korthafi er ábyrgur fyrir öllum úttektum sem kort hans hefur veriö notað til enda þótt undirskrift hans vanti.” V/SA ISLANd) UMSOKNUM VISA-GREIDSt.UK.ORT Það eru margir sem þegar hafa fengið sér greiðslukort og fjölmargar um- sóknir bíða afgreiðslu. kringumstæöum af völdum greiöslu- korta. En þaö eru margar hliðar á þess- um málum sem lítil reynsla er komin á. Ein þeirra er réttur korthafa og trygging fyrir því aö ekki sé tekið út á kortið án vitundar korthafa. Vantar almenna löggjöf En sem komið er hefur þaö veriö á valdi greiöslukortafyrirtækjanna aö ákveöa reglur um notkun þeirra, sér- staklega hvaö varöar hagsmuni kort- hafa. Korthafarnir sjálfir hafa engu ráöiö um þær og er ekki fráleitt aö korthafar hreinlega myndi meö sér samtök til að endurskoða núgildandi reglur og kæmu á framfæri hugsan- legum endurbótum. Þóröur Olafsson hjá bankaeftirlitinu telur aö ríkis- valdiö eigi aö setja löggjöf í því skyni aö tryggja hagsmuni korthafa og þeirra sem tengjast þeim á einhvern „Visa Island hefur heimild til aö færa korthafa til skuldar allar út- tektir sem berast á kortnúmer hans.” „Visa Island ber hvorki ábyrgð á því ef hafnað er móttöku korts sem greiðslu hjá söluaöila, né því tjóni sem leitt getur þar af „Glatist greiöslukort ber korthafa aö tilkynna þaö Visa Island eða næsta umboðsaöila Visa hvar sem er í heiminum. Sé tilkynningin gefin símleiðis, skal staöfesta hana skrif- lega innan 3ja da’ga. Þegar skrifleg yfirlýsing þar um hefur borist ber korthafi eftir þann dag ekki ábyrgð á misnotkun kortsins, og getur fengiö nýtt kort útgefið sér aö kostnaöar- lausu.” „Veröi kortið afturkallaö án þess aö um samningsbrot sé aö ræöa af hálfukorthafamunVisaísland end- urgreiða árgjald hlutfallslega.” Af þessu má sjá aö korthafi er ábyrgur ef undirskrift hans vantar. Þetta gerir auðvitað korthafa erfitt f yrir ef einhver hefur notað kort hans í leyfisleysi. Viö erum reyndar ekki sérfræðingar í notkun greiöslukorta en eölilegt þykir okkur aö korthafi þurfi ætíö aö framvísa skilríkjum og skrifa nafn sitt undir. Þetta væri í verkahring söluaöila aö sjá um aö þessu væri framfylgt. En í vissum sértilfellum eru kvittanir teknar gildar þó aö undirskrift vanti og ætti því aö gera grein fyrir slíkum tilfell- um sérstaklega. Einnig virðist sem söluaðila sé heimilt aö hafna viötöku kortanna. Þetta getur veriö bagalegt í mörgum tilfellum. Hér mætti gera nánari grein fyrir slíkum tilfellum í samningnum. Aö sögn forráða- manna Visa er nægilegt að tilkynnt sé símleiöis ef kort hefur glatast og senda síðar skriflega tilkynningu um þaö. En hvers vegna er ekki skýrt nákvæmlega frá því í samningnum? Visa virðist einnig geta afturkallaö kort þótt eigendur þeirra hafi ekkert til saka unnið. Þetta gætu hugsanleg samtök korthafa sjálfsagt kannaö nánar. Ef við lítum svo nánar á skil- mála þá sem Kreditkort sf. bjóða upp á en þeir eru mun smærri í sniö- um en hjá Visa ísland. Þar má m.a. lesa: „Korthafi skuldbindur sig til aö greiöa að fullu allar úttektir eins og þær koma fram á úttektarseöli, sem hann undirritar viö úttekt.” Reglumar um glataö kort eru mjög svipaðar og hjá Visa Island. Og hafa forráðamenn Kreditkorta sf. sagt aö símhringing gildi og skrifleg . tilkynning seinna. En ekki er þó get- iö um þaö í samningnum. Af samningi Kreditkorta sf. má skilja aö undirskrift þurfi aö fylgja úttektarseöli, en sem ekki virðist vera þörf hjá Visa Island. Ennfremur er ekki getið um neitt þak á hugsanlegum óleyfilegum út- tektum á stolnu korti. En slíkar regl- ur eru víst algengar erlendis. Korthafar láti frá sér heyra Það má vera aö þessir samningar séu í reynd ekki slæmir, en í fljótu bragöi virðist sem ýmislegt megi oröa nákvæmar. Og nú eykst notkun þessara korta dag frá degi og er ekki óeðlilegt aö korthafar láti frá sér heyra ef þeim finnst eitthvað athug- unarvert viö þá skilmála sem aðilar greiðslukortanna setja þeim. Að lok- um þykir rétt aö benda korthöfum á aö fara ekki óf geyst í jólakaupin, þaö gæti kostaö þá kortin og aukinn skuldabagga. -APH. I Jólaglögg á aðventu Sá siöur aö dreypa á jólaglögg á aðventunni á nú vaxandi vinsældum aö fagna hérlendis. I flestum versl- unum er hægt aö kaupa tilbúna kryddblöndu sem blandað er saman við rauðvínið og rúsínum og döölum bættútí. Þettaeraösjálfsögðumjög einföld og fljótleg aöferö. En fyrir þá sem ekki kjósa auð- veldustu leiöina birtum viö hér sænska uppskrift sem ku hafa gefist velþarytra. Glögg 3 flöskur rauövín 2 heilar kanelstangir 6-7 heilir negulnaglar 1 msk. kardimommuduft 11/2 dl sykur börkuraf sitrónu 1- 11/2 dl koníak, viskí eöa vodka eöaannarspíri 3 dl púrtvín eöa svipað vín 100 g möndlur 2- 3 dl rúsínur Hitiö upp hálfa flösku af rauövíni í litlum potti og látið kanel, negul- nagla, kardimommuna, sítrónubörk- inn (niöur rifinn) og sykurinn saman viö. Látið þetta standa í minnst eina klst. Síöanerþettasiaöístærripott. Rúsínum, möndlunum og afgangin- um af víninu bætt út í. Að lokum hit- aö upp (aö 70°C) og borið fram í glös- um meö skeið í svo aö hægt sé aö veiða upp rúsínumar og möndlurn- ar. Þessi uppskrift nægir fyrir 10-12 manns. -APH Jólatrésdúkur Fyrir þá sem ekki hafa enn búiö til jólatrésdúk, gæti þetta veriö góö hug- mynd. I dúkinn er notaöur strigi, 1,30 x 1,30 m. Efnið er brotið saman og 65 cm mældir frá miöju hans í hálfhring og síðan klippt út. Kanturinn faldaður meö boröa. Myndin af jólasveinunum er í rétt- um hlutföllum en ekki réttri stærö. Þaö ætti ekki að vera svo erfitt aö teikna þessa hluti f ríhendis meö mynd- irnar til hliðsjónar. Rétt stærö á jóla- sveinunum er ca 28 cm. Þaö er bæöi hægt aö nota filtefni eða efnisafganga í jólasveinana, kettina og trén. Ef filt- efni er notaö er hægt aö líma þaö á dúkinn en ef efnisafgangar eru notaðir verðuraðsaumaþáádúkinn. Aösjálf- sögðu er hægt aö nota saumavél viö þaö verk og best er aö sauma fyrst stóru hlutina á dúkinn og síðan þá litlu. í APH Ert þú undir áhrifum LYFJA? Lyt sem hafa áhrif á athyglisgáfu og viöbragösflýti eru merkt meö RAUÐUM VIÐVÖRUNAR^ ÞRÍHYRNINGI y^EPOAR Tónfist á hveiju heimili umjóliii Rétt stærð á jólasveinunum er 28 cn. jg hlutarnir eiga aö vera um 4 cm Svona lítur dúkurinn út fullgerður og komlnn undlr jólatréö. frá kanti dúksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.