Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 40
40 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. Andlát Guðnl A. Jónsson úrsmiður lést 5. desember sl. Hann fæddist 25. septem- ber 1890 á Gunnfríðarstöðum í Langa- dal í Austur-Húnavatnssýslu. Guðni lærði úrsmíði hjá Jörgen Frank Michelsen á Sauðárkróki. Árið 1916 sigldi Guðni til Danmerkur til fram- haldsnáms við Den danske Urmager- skole í Kaupmannahöfn. Eftir fjögurra ára dvöl í Danmörku flutti Guðni til Islands og setti á stofn úrsmíöavinnu- stofu og verslun í Austurstræti 1. Guðni var einn af stofnendum Ursmiðafélags Islands. Eftirlifandi eiginkona Guöna er Olafía Jóhannesdóttir. Eignuðust þau þrjár dætur. Otför Guöna var gerö frá Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30. Björg Jóhannesdóttir, Sunnuvegi 27, áður Bakkastíg 3, lést aö morgni 17. desember. Sigríöur Hansdóttir lést á heimili sinu, Sólheimum 27, þann 15. desember. Magnús Hafliðason frá Hrauni í Grindavík, andaðist á Elliheimilinu Grund aðfaranóttl7. desember. Geir Þórarinsson vélstjóri, Hafnargötu 69 Keflavík, andaðist í Borgarspítalan- um laugardaginn 17. desember. Egill Sigurður Kristjánsson bankarit- ari, Einarsnesi 46, andaöist 19. desember í Borgarspítalanum. Sveinborg Björnsdóttir Austurbrún 4, andaöist i Landspítalanum 17. desember. Guðbjörg Jónsdóttir, Eiðsvallagötu 9 Akureyri, er andaðist 16. desember,, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 13.30. Skapti Davíðsson trésmíöameistari, síðar bóndi í Utey, Laugardal, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 21. desember kl. 13.30. Oskar Sveinsson frá Siglufirði verður' jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 20. desember nk. kl. 15. Jón Eiríksson frá Meiðastöðum, Kleppsvegi 40, veröur jarðsettur frá Otskálakirkju í Garði fimmtudaginn 22. þm. kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.45. Ferðalög Áramótaferð Ferðafélags- ins í Þórsmörk Brottför kl. 08 föstudaginn 30. desember og komið til baka sunnudaginn 1. janúar. Góð aðstaða til ánægjulegrar dvalar í Skagfjörðs- skála. Svefnpláss í fjögurra til átta manna herbergjum, setustofa, miðstöðvarhitun og gasljós. Boðið er upp á kvöldvökur og ára-, mótabrennu. Byrjið nýtt ár í Þórsmörk með glöðu fólki. Allar upplýsingar á skrifstofu Fl, öldugötu 3, og þar eru einnig seldir farmiðar. öruggara er að tryggja sér far tímanlega. Ath.: Ferðafélagið notar allt gistirými í Skag- fjörðsskála um áramótin fyrir sína farþega. Ferðafélaglslands. Tilkynningar Útgáfuplötur Grammsins 1983 Hljómplötuverslunin grammið hefur! o ALLTAFÍGANG svNrjaK rafgfyn1AR Sn»ðsho,aa83722 ,Sim»r83748 og 8372 o nýlega flutt sig um set og hefur nú aðsetur á Laugavegi 17. Þar er á boðstólum f jölbreytilegt úrval af íslenskum og erlendum hljómplötum. Grammið flytur nú inn: hljómplötur með ýmsum tegundum rokk-, jass- og klassískrar tónlistar. Auk þess flytur Grammið inn bækur varðandi tónlist og' annaðefni. Hljómplötuútgáfan Grammið gefur út 7 hljómplötur á þessu ári: 1. Tappi Tíkarrass: Miranda er ný LP-hljóm- plata frá þessari vinsælu hljómsveit sem vakið hefur mikla athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Rokk í Reykjavík og Nýtt lif. Plata þessi var tekin upp fyrr á þessu ári í Southem Studios í London og hefur verið vandað vel til útgáfu þessarar. Platan er væntanleg á markaöinn mánudaginn 19. desember. 2. Hljómsveitin Vonbrigði sendi fyrir nokkru frá sér sina fyrstu LP-plötu, Kakófóníu, sem vakið hefur mikla athygli. Vonbrigði er nú ein athyglisverðasta nýbylgjuhljómsveit á Islandi en er einnig farín aö vekja verðskuld- aða athygli erlendis því hljómsveitin lék nýlega á samnorrænni tónlistarhátíð í Stokkhólmi og þessi nýja plata hefur nú einnig verið gefin út í Bretlandi af út- gáf ufyrirtækinu Shout Records. 3. Þorlákur Kristinsson hlaut frábærar viðtökur fyrir LP-plötu sína The Boys from Chicago. Þorláki til aðstoðar á plötunni er hljómsveitin Ikarus, en sérlegur gestur er Megas sem syngur 4 af 21 lagi plötunnar. Hin 60 minútna langa plata skiptist í tvö horn,. 'fyrri hliðin inniheldur söng og kassagítarspil Þorláks en á þeirri seinni keyrir hann rokkiö upp við undirleik Ikarusar. 4. Hljómsveitin Kukl sendi frá sér smáskífu með lögunum Söngull og Pönk fyrir byrjendur. Hljómsveitina skipa einstaklingar sem verið hafa í framlínu islenskrar rokktón- listar um langt skeið, Björk Guðmundsdóttir, Einar öm, Sigtryggur Baldursson, Birgir Mogensen, Einar Melax og Guðlaugur Ottarsson. Kukl mun hijóðrita nýja LP-plötu í • byrjun næsta árs í London, sem gefin verður út hjá útgáfufyrirtæki Crass. 5. Hljómsveitin Þeyr gaf út litla plötu með lögunum Lunaire, Positive Affirmations og The Walk. I gullgerðarlist eru 5 frumefni og sem grundvöll alls hefur oft verið talað um „the law of fives”. Hvort hljómsveitin Þeyr hafi með þessari plötu höndlaö frumefnin fimm og láti tónlistina lúta fimmundarlög- máli skal ósagt látið. Ef svo er ekki þá er hún alla vega nærri því. Annars er platan tileinkuð tunglinu og hvers vegna ekki? 6. Hljómsveitin Purrkur Pillnikk sendi frá sér 5. plötu sína á árinu. Það er LP plata sem ber heitið Maskínan. A henni er að Bnna upptökur af hljómleikum svo og önnur sjald- gæf og illfáanleg lög. Purrkur Piilnikk var alltaf tónleikagrúppa og því ekki úr vegi að hafa síðasta afkvæmi hennar ættað frá þeim tónleikum sem hún spilaði á. Maskínan spannar ailt frá þriðju tónleikunum til þeirra siðustu og er m.a. komið viö á Englandsferð Purrksins og síðustu tónleikunum á Mela- velli. Nýir tónar og nauðsynlegir. 7. Þá er að geta 45 snúninga 12 tommu plötu hl jómsveitarinnar Q4U sem ekki ætti að þurfa að kynna. Platan nefnist Q1 og er fyrsta plata þcssarar hljómsveitar sem vakti fyrst verulega athygli fyrir leik sinn í kvik- myndinni Rokk í Reykjavík. Sími AA-samtakanna Eigir þú við áfengisvandamál að striða þá er' sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag- lega. 80 ára afmæli Fríkirkjunnar í Reykjavík I tilefni 80 ára afmælis Fríkirkjunnar í Reykjavík hafa verið gefnir postuh'nsvasar með mynd af kirkjunni. Ágóði af sölu þeirra rennur í orgelsjóö kirkjunnar. Vasamir eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Islenskum heimilisiðnaði, Hafnar- stræti 3, Ágústu Sigurjónsdóttur, Safamýri 52, s. 33454, Áshildi Daníelsdóttur, Hjallavegi 28, s. 32872, Bertu Kristinsdóttur, Háaleitisbraut 45, s. 82933. Einnig í kirkjunni á viötaistima prestsins. Grafíkmyndir Guðmundar Einarssonar frá Miðdal Nú hafa verið gefnar út níu eftirprentanir af grafíkmyndum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal (1895-1963). Um er að ræða myndir af löngu horfnum bæjum, útróðravörum og merkum stöðum í gömlu Reykjavík, svo sem Sölvhóli, Hákoti, Selsvör og gamla vitanum við Vitastíg. Myndimar em í gjafamöppu og fylgir örk með upplýsingum um Ustamanninn og kort af Reykjavík með og viðfangsefnin merkt þar á. Þetta er 2. útgáfa myndanna en Guðmundur gaf sjálfur út eftirprentanirnar árið 1956. Upplag er mjög takmarkað og er áhuga- fólki bent á eftirfarandi sölustaði í Reykja- vík: Skólavörðustíg 43, Galleri Langbrók v/Lækjargötu (í Torfunni), Islenskan heimiiisiðnað, Hafnarstræti 3. Einnig má panta möppuna í síma 91-12223 milli klukkan 18 og 20, fram að áramótum. Utgefandi er Lýdía Pálsdóttir. Skíðalyftur — Skálafelli Fjölskylduafsláttur Skíðasvæðið Skálafelli býður nú upp á fjöl- skylduafslátt í skíðalyfturnar í Skálafelh. Er það í formi þess að forsvarsmaöur fjöl- skyldu greiðir fuUt gjald en aðrir fjölskyldu- aöUar fá verulegan afslátt. Kortin verða seld í eftirtöldum sportvöra- verslunum: UtUíf, Vesturröst, Sportval, Skátabúðinni, Bikarnum. Á skíðasvæðinu í SkálafeUi verða í vetur Um helgina Um helgina Hvernig vakti prinsinn Sjónvarpsefnið undanfarin mánu- dagskvöld hefur verið vel samansett og oftast öllu betra en það sem boðið er upp á á sunnudagskvöldum. Þá hættir þeim i sjónvarpinu oft til að setja saman þunga dagskrá, hvort sem það er viljandi gert eða ekki. Sunnudagskvöld eiga að mínu áliti ekki aö vera neitt extra leiðinlegri í. sjónvarpinu en önnur kvöld. Blanda eins og sjónvarpið bauö upp á í gærkvöldi var góð. Fréttirnar standa alltaf fyrir sínu og síöan Tommi og Jenni, sem ég sleppi aldrei ef ég mögulega get. Ingólfi Hannessyni fer mikið fram í íþrótta- ■ þættinum. Hann talar orðið af meira öryggi en áður og býður auk þess upp á fjölbreytt efni. Sérstaklega var gaman að sjá karate-íþróttina og japanska risann í körfuboltanum. Sá Þyrnirós? þurfti nú ekki að teygja sig til að koma boltanum i körfuna enda 2,39 metraráhæð. Það má glotta af og til aö þættin- um ,,Allt á heljarþröm”. Osköp er hann nú samt vitlaus og aumur arf- taki þáttanna um ráðherrann og ráðuneytisstjórann. Myndin um Grimmsbræður var virkilega ljúf og góð eins og allt þaö sem kom frá þeim. Þeir bræður gættu velsæmis í öllum sögum sínum enda ekki víst aö sögumar hefðu orð- ið eins vinsælar ef þeir hefðu ekki að- eins lagað þær til fyrir prentun. 1 myndinni kom fram að þegar' þeir heyrðu söguna um Þymirós fyrst heföi prinsinn ekki náð að vekja hana með kossi í fyrstu tilaun. Hefði hann þá notið hennar. Hún hefur þá að sjálfsögðu glaðvaknað enda búin að lúra þama karlmannslaus í heila öld. Þetta vildu þeir bræður ekki að kæmi fram i þeirra útgáfu og létu fyrsta kossinn nægja. Hefur þaö sjálfsagt átt betur við á þeim tímum. Á útvarpiö-rás 1 — hlustaöi ég lítið i gær fyrir utan fréttirnar. Eg heyrði jú nokkur „fríkuð” lög og „fríkaöar” kveðjur í Lögum unga fólksins og aðeins í Þórunni Elfu lesa útvarps- ( söguna „Laundóttir hreppstjór- ans.” Er mér sagt að það sé mjög athyglisverð lesning. Rás 2 náði ég aðeins í á hlaupum — enda ekkert útvarp í „básnum” mínum. En ef ég fæ ekki lítið útvarp í jólagjöf þá kaupi ég mér eitt eftir jól, aðeins til þess að geta hlustað á þessa þrumurás í vinnutímanum það gera jú flestir hvort eð er.. . Kjartan L. Pálsson starfræktar 8 skíðalyftur, sem samtals geta flutt 3.700 manns á klst. I haust hefur verið unnið við endurbætur á. Skálafellsvegi sem hér segir: 2/3 leiðarinnar hafa verið breikkaöir í fulla 6 metra. Brekka sú er var erfiðasti kafli leiðarinnar var lækkuð og vegarstæöið fært til suðurs og breikkaö í 6 metra. Bílastæði hefur verið stækkað og ekið í það fyllingarefni. Svæðið er nú sem næst 8000 fermetrar og rúmar ailt að 3—400. Ný jólasnælda Komin er á markað snældan Askasleikir jóla- sveinaforingi og Stekkjastaur. Þeir félagar tala saman, leika og syngja ýmis kunn lög við heimafengna texta er þeir hafa sungið á jóla- skemmtunum á liðnum árum en Vökull hinn margfróði er sögumaður. Höfundar og flutningsmenn era Ketill Larsen og Jóhannes Benjamínsson. Án vörugjalds og 11 jólalög Skifan gaf nýveriö út sina fyrstu safnplötu og ber hún nafnið An vöragjaids. Nafn plöt- unnar kemur til af niðurfellingu vöragjalds af hljómplötum sem kom til framkvæmda í október síðastliðnum og hefur haft mjög góð áhrif á alla plötusölu í landinu. Flest öll lag- anna á plötunni era erlend, en einnig era tvö íslensk lög. Annað þeirra er glænýtt og hefur aldrei komið út á plötu áður. Það er iag Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Dancer. Hitt lagið er Stefnumót með Guömundi Rúnari Lúðvíkssyni og hef ur áöur komið út á plötunni Gallabuxur sem kom út í haust. Af erlendum lögum má helst telja Say It Isn’t So með Daryl Hall & John Oates, Who’s That Girl með Eurythmics, Just Got Lucky með Jobox- ers, Cant’t Shake Loose með Agnethu Fáltskog og Life Gets Better með Graham Parker. Þá hefur Skífan endurútgefið jólaplötu Brunaliðsins, Með eld í hjarta og ber hún nú nafnið 11 jólalög. Meðal helstu laga á plötunni má nefna Það á að gefa bömum brauð, sungið af Ragnhildi Gísladóttur. Hvít jól, sungið af Sigrúnu (Diddú) Hjálmtýsdóttur.jÆppalúði, sungið af Þórhalli (Ladda) Sigurðssyni, Jóla- iólasveinn, sungið af Ragnhildi Gísladóttur og Oli lokbrá, sungið af Magnúsi Kjartanssyni, Ragnhildi Gísladóttur og Pálma Gunnars- syni. Þroskahjálp á Reykjanesi Laugardaginn 26: nóvember sl. var stofnað Þroskahjálparfélag á Reykjanesi. Félagið, fékk nafnið Þroskahjálparfélagið á Reykja- nesi. Starfssvæði þess er Kjósar-, Kjalarnes-, Mosfells-, og Bessastaðahreppur og kaupstað- irnir Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur og Selt jamarnes. I stjóm félagsins voru kosin: Jón Sævar Alfonsson form., Hrafn Sæmundsson vara- form., Karl Harrý Sveinsson gjaldkeri, Hall- dóra Sigurgeirsdóttir ritari, Jóhanna H. Sigurðardóttir meðstj. I varastjórn: Vilhjálmur S. Bjamason, Dagný Karlsdóttir, Bergur Þorleifsson, Ásta Þorsteinsdóttir og Jón Bjami Þorsteinsson. Nýkjörinni stjórn var falið að leggja áherslu á kynnúigu á félag- inu fram að fyrsta aðalfundi sem fyrirhugað- ur er í apríl nk. Innan félagsins eru 5 starfs- svæði og fyrirhugaðir eru fundir á hverju svæði fyrir sig. Starfssvæðin eru: 1. Kjósar-, Kjalames- og Mosfellshreppur. 2. Seltjamarnes. 3. Kópa- vogur. 4. Garðabær og Bessastaðahreppur. 5. Hafnarfjörður. Hvert starfssvæði á einn aðalmann og einn varamann í stjórn. Um tilgang félagsins seg- ir í lögum þess: Tilgangur félagsins er að viðurkenndur verði réttur þroskaheftra til að starfa og lifa sem eðlilegustu lífi í samfélag- inu. Félagið er aðildarfélag í Landssamtökun- um Þroskahjálp og era 24 félög sem starfa innan þeirra samtaka. Jólamarkaður að Eddufelli 4 Opnaður hefur verið jólamarkaður að Eddu- felli 4 og er boðið þar upp á úrval af jóla-> skrauti, kertum, leikföngum, ýmsum gjafa- vörum, jólatrjám og greni, furuvörar, á sér- stöku verði, og margt fleira. Um áramótin verður flugeidasala í kjailara hússins. Eftir áramót verður opnaður handklæðamarkaður. Eigendur markaðsins era bræðumir Gústaf og Hallgrimur Valberg. Aðalfundur Sambands hljómplötuframleiðenda Á aðalfundi Sambands hljómplötuframleið- enda, sem nýlega var haldinn í Reykjavík, var fagnað þeirri ákvörðun f jármálaráðherra að fella niður vöragjald af hljómplötum. Er ijóst að verðlækkun sú sem varö á hljómplöt- um af þessum sökum hefur haft í för með sér um 40—50% aukningu á sölu hljómplatna. Er það skoðun hljómplötuframleiðenda að hljómplatan standi mjög vel að vigi á jóia- gjafamarkaði í ár þar sem hún er allt aö helmingi ódýrari en meðal bók. Á aðalfundinum var ný stjórn sambandsins kjörin, en hana skipa: Jón Olafsson formaöur og meðstjórnendur eru Olafur Haraldsson og Pétur Kristjánsson. I varastjóm era Rúnar Júlíusson og Svavar Gests. Tilgangur sambandsins er að vera sameiginlegur vettvangur hljómplötufram- ieiðenda í hagsmunamálum félagsmanna. Brýnasta verkefnið framundan er aö sam- þykkt verði á Alþingi framvarp til laga um breytingu á höfundalögum varðandi gjald af tónböndum. Gjaldi þessu sem að hluta til mun renna til hljómplötuframleiðenda, er ætlað að vega upp á móti tekjutapi sem hljómplötu- framleiðendur verða fyrir vegna svonefndrar heimilisfjölföldunar. Átt er við það þegar plata er keypt í hljómplötuverslun og síðan lánuð skólafélögum eða vinum sem taka viðkomandi plötu upp á segulband. Slíkt gjald er þekkt meðal nágrannaþjóða okkar og hef ur tilkoma þess gefiö í öUum tilvikum mjög góða raun. Stofnuð hefur verið hjálparsveit skáta á Akranesi Nýja sveitin hefur aðsetur í Skátahúsinu á staðnum en félagar hjálparsveitarinnar era um30 taisins. Á stofnfundi hjálparsveitarmnar, laugar- daginn 26. nóv. síðastliðinn, var kosin bráða- birgðastjóm sem sitja skal fram að aðalfundi í febrúar á næsta ári. Stjórnina skipa þeir Heimir B. Janusson, Alexander Eúíksson, Kristján Guðmundsson, Helgi Grímsson og Olafur G. Baldursson. Líkt og aðrar hjálparsveitir skáta á hin nýja hjálparsveit aðUd að Landssambandi hjálparsveita skáta auk 16 annarra sveita víðs vegar um landið. I tilefni af stofnun Hjáiparsveitar skáta á Akranesi færði LHS henni að gjöf ýmsan nauösynlegan útbúnað sem aö gagni kemur í starfi hennar. Hjálparsveit skáta á Akranesi er einn hlekkurinn í nauðsynlegri þjónustu hjálpar- sveitanna við almenning og tekur ennfremur þátt í störfum Almannavama á neyðartím- um. Tímarit Andvari fyrir árið 1983, tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, er kominn út og aðalgrein hans að þessu sinni ævisöguþáttur dr. Kristjáns Eldjáms, fyrram forseta Islands (1916—82), eftir Bjarna Vil- hjálmsson þjóðskjalavörö en annað efni rits- ins eftirtalið: Finnbogi Guðmundsson: Um varðveislu hins foma menningararfs (erindi flutt á vegum háskólans í Öðinsvéum 1981); séra Bolli Gústavsson: Siðbótarmaður (kvæöi í minningu Marteins Lúters); Hermann Páls- son: Eftir Njálsbrennu; Aðalgeir Kristjáns- son; „Aður manstu unni eg mey” (úr bréfum og dagbókarbrotum Gisla Brynjúlfssonar skálds um ástamál hans og Ástríðar Helga- dóttur biskups); Grimur Thomsen: Þrjú bréf til Gríms Jónssonar amtmanns (Aðalgeir Kristjánsson bjó tilprentunar); JónL.Karls- son: Áhrif kulda á þróun og viðhald menningar; Jón Sigurðsson: Efnahagur i öldudal (grein að mestu samhljóða erindi sem höfundur, Jón Sigurðsson hagrannsókna- stjóri, flutti á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands Islands í vor er leið); Þórður Kristleifs- son: Prestsdóttirin frá Reykholti og hag- yrðingurinn frá Jörfa (um hjúskaparmál Ragnheiðar Eggertsdóttur á Fitjum í Skorra- dal og Sigurðar Helgasonar frá Jörfa í Hnappadalssýslu); séra Bjöm Halldórsson: Tvö bréf (þessi bréf hins þjóðkunna skáld- klerks í Laufási eru annað frá 1863 til Þorláks Jónssonar á Stóra-Tjömum í Ljósavatns- skarði en hitt frá 1882 til Jóns Árnasonar bókavarðar og þjóðsagnasafnara); séra Eiríkur J. Eiriksson: Nicolai Frederik Severin Grundtvig (erindi flutt á tveggja alda afmæli hins merka danska skálds, menning- arfrömuöar og stjómmálamanns i haust). Þetta er hundraðasti og áttundi árgangur Andvara. Ritstjóri hans er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavöröur og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Ritið er 111 bls. að stærð, prentað í Alþýðuprentsmiöjunni. Menningarsjóður BELLA Ertu nú farin að fitna aftur ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.