Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRÍÐJUDÁGÚR 2Ó. bESElMÖÉfe' Í9ÍB3.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi:
„ Við veröum ab halda
öllum
ferlum
Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna.
DV-ljósm. GVA.
sam-
skipta
opnum..”
— Hverjum augum lítur þú á þá
stöðu sem samskipti stórveldanna eru
nú í, aö afloknum Genfar-viðræðum
um meöaldræg kjarnorkuvopn?
„Eg tel það mjög óheppilegt að
Sovétmenn skuli hafa yfirgefið
samningaborðið. Hins vegar er gott aö
líta til baka og skoða í sögulegu ljósi þá
atburði, sem nú hafa átt sér staö. Þeg-
ar Helsinkisáttmálinn var undirritað-
ur árið 1975 voru engir vopnaðir herir
sem áttu í útistöðum tengdir viö-
komandi stórveldum. Á þeim liölegaj
átta árum sem síöan eru liðin hefur
atburðarásin breyst og tii dæmisl
nefni ég veru sovéskra herja í Eþíópíu,
Kampútseu og innrás Sovétríkjanna í
Afganistan sem var hápunktur þróun-
arinnar til versnandi sambúðar stór-
veldanna,” segir Marshall Brement
sendiherra.
,,Þá vil ég benda á það að á sama
tíma og Helsinkisáttmálinn var undir-
ritaður voru Sovétmenn búnir að taka
ákvörðun um uppsetningu SS-20 eld-
flauganna en þau vopn stuðla að
óstööugleika í vopnajafnvæginu. SS-20
eldflaugamar eru meö þrjá kjarna-
odda hver og hreyfanlegar, þannig að
auðvelt væri að koma þeim eldflaugum
sem staðsettar eru í Austur-Asíu yfir
að landamærum Evrópu á skömmum
tíma og það skapar vanda í samninga-
viðræðunum. SS—20 draga 5000 kíló-
metra sem er miklu meiri fjarlægð en
þær eldflaugar drógu sem SS—20 eru
sagðar koma í staðinn fyrir. Uppsetn-
ing þessara eldflauga, sem hófst 1977,
er að sjálfsögðu í mikilli mótsögn við
Helsinkisáttmálann.
Varðandi þá ákvörðun Sovétmanna
aö slíta viðræðunum í Genf lit ég á það
sem áróöursbragð — gert í pólitískum
tilgangi. En sinna eigin hagsmuna
vegna munu þeir neyðast til að snúa
aftur aö samningaborðinu.
Núll-lausnin, sem þeir höfnuðu, var
tímamótamarkandi tilboö af okkar
hálfu. Þetta yrði sanngjöm lausn og
mjög í anda afvopnunar, sérstaklega
með tilliti til eftiriits.
Sovétmenn eru að reyna að ógna
okkur með því að slíta samninga-
viðræðunum. Þeir halda að þeir geti
komist upp með það að staðsetja hátt
á fjórða hundrað SS—20 eldflaugar án
þess aö nokkur hreyfi mótmælum. ”
Segist Brement sendiherra mjög
hissa á því að fólk skuli ekki mótmæla
stööugum vígbúnaði Sovétríkjanna á
sama hátt og það mótmælir aðgerðum1
NATO. „Eg furða mig á því að fólkj
skuli ganga út frá þeirri forsendu vísrii
aö ekki sé hægt aö hafa áhrif á sovéski
stjómvöld með mótmælum. Maðuri
skyldi ætia að íbúar borga í Vestur-’
Evrópu væru ekkert ýkja ánægðir með
aö vera skotmörk sem SS—20 er beinti
að.”
— I ljósi hvers skýrir þú þá þróun
sem átt hefur sér stað í sovéskum
vamar-og utanríkismálum?
„Sovétríkin skoða sig sem framvörö
sögulegra átaka sem endurspeglast í'
útþenslustefnu þeirra, langt út fyrir
áhrifasvæði sín og það sem kallast gæti
eiginleg hagsmunasvæði þeirra.
Uppbygging sovéska flotans hefur
verið með eindæmum og er hún greidd
dým verði. Sovétríkin em með þriöju
hæstu þjóöartekjur í heimi en afkoma
almennings er meö afbrigðum léleg.
Utgjöld Sovétríkjanna til varnarmála
sæta jafnframt furöu meö tilliti til þess
að ennþá hafa þau stærsta landherinn.
Meöan Krúsjeff var við völd var
sovéski herinn minnkaöur úr 5,7
milljónum niður í 3,2 milljónir. I tíð
Breshnevs var stærð hersins komin
upp í 4,8 milijónir,” segir Brement og
bætir við að Krúsjeff hafi verið
merkilegri leiðtogi en margir geri sér
grein fyrir. „Eftir að stríðinu lauk,”
segir hann, „drógum við mikið úr
hefðbundnum herafla okkar, eins og
Krúsjeff reyndar líka, en eftir að þeir
hófu uppbyggingu aftur getum við ekki
annað en svarað. NATO er varnar-
bandaiag en ekki árásarbandalag.
Sovétmenn ættu að vita að okkur dytti
ekki í hug aö ráöast inn í Sovétríkin.
Njósnarar þeirra ættu aö geta sagt
þeim það. Vígbúnaöur okkar er Svörun
við vígbúnaði þeirra en við erum hins
vegar háð því að almenningur sam-
þykki útgjöldokkar til vamarrrála.”
— Svo viö víkjum aftur að stöðu
mála nú — er j)pö skoðun þín að um
spennu-ástand sð að ræða?
„Ef þú átt vio spennu-ástand í þeim
skilningi að g/undvallarhagsmunum
okkar sé ógnað, þá áh’t ég að svo sé
ekki. Þetta ástand lyktar af áróðri af
hálfu Sovétforystunnar en hún mis-
reiknar sig hrapallega ef gengið er út
frá því að hægt sé að ógna okkur til að
gera tilslakanir. Astandiö hefur oft
verið verra,” segir Brement og vísar
til hafnbanns þess sem Sovétríkin
settu á Berlín 1948, Kóreustríðsins 1950
og Kúbudeilunnar 1962.
, JEf við lítum aftur til ársins 1975,”
heldur Brement áfram, „þegartímabil
détente” var í hámarki, sögðu Sovét-
menn að nú hefðu skapast aöstæöur
þar sem ekki yröi snúið aftur eða með
öðru orðalagi að kalda stríðinu væri að
fullu lokið. Slíkt hefði ef til vill orðið
raunin hefði hinni stööugu, óþörfu
hernaðaruppbyggingu þeirra ekki
verið haldið áfram. Innrásin í
Afganistan fyrir fjórum árum batt
hins vegar fullkomlega endahnút á
„détente”. Eg vann í Hvíta húsinu í
forsetatíð Jimmy Carters og get fullyrt
aö áður en Sovétmenn gerðu þessa
innrás voru tvö andstæö sjónarmiö um
hvemig skyldi bregðast við utanríkis-
stefnu Sovétríkjanna innan öryggis-
ráðsins en eftir innrásina voru menn í
megindráttum alveg sammála. Það
kom fram í kosningaslagnum árið 1980
— þar var ekki ágreiningur milli
Carters og Reagans um hvemig
stefnan skyldi vera gagnvart
Sovétríkjunum heldur hve háum upp-
hæðum skyldi varið til að framfylgja
henni. Innrásin í Afganistan gerði
einnig út um SALT n samninginn.
Annars er þessi innrás geðveiki líkust
og sjálfsagt afleiðing slæmrar ráð-
gjafar forystunnar í Kreml. Þetta
Aganistanmál hefur kostað Sovétríkin
miiljaröa og mun halda áfram að
verða þeim dýrkeypt.”
— Hverju vilt þú svara gagnrýni á
bandarísk stjómvöld fyrir afskipti af
málum í rík jum Suður-Ameríku?
„Viö viljum stööva útbreiöslu bylt-
ingarafla í „bakgarðinum” hjá okkur.
Ef skæmliðar komast til valda í E1
Salvador, svo ég nefni eitt dæmi, þá
getum viö átt von á því í Banda-
ríkjunum að ein til tvær milljónir komi
bókstaflega gangandi upp að dymm
hjá okkur — en það er skemmri leiö f rá
San Salvador til Texas en frá New
York til Los Angeles. Hvernig ætli
Islendingum þætti að fá sama hlutfall,
eða eitt til tvö þúsund manns af ólíku
þjóðerni, inn í land sitt áeinubretti?
Afskipti okkar af málefnum ríkja á
þessum slóöum brjóta ekki í bága við
alþjóðalög,” segir hann aöspurður.
„Hins vegar ofbýður mér hvemig
mannréttindi eru víða fótum troöin og
samkvæmt skýrslum frá sendiherra
Bandaríkjanna í E1 Salvador era
stöðug mannréttindabrot þar andstæð
hagsmunum okkar og við eigum bágt
með að líöa framhald þessa.”
— Hverju svarar þú gagnrýni
Helmut Schmidt, fyrrum kanslara, um
að bandarísk stjómvöld eigi ekki síður
sök á því að enginn árangur hefur
náðst í afvopnunarmálum en sovésk
stjómvöld?
„Eg er ekki sammála Schmidt.
Ræðan hans í vestur-þýska þinginu,
þegar eldflaugamar voru samþykkt-
ar, var mjög góð. En með tilliti til þess
að flokkur Schmidt, sósíaldemókratar,
hefur nú snúið baki við ákvöröuninni
um staðsetningu nýju eldflauganna
getur Schmidt, sem var nú upphafs-
maður þessarar hugmyndar, ekki
verið á skjön við flokk sinn og
gagnrýndi því þennan þátt hinnar tví-
hliða ákvörðunaraðmínumati.”
— En fyrst búast heföi mátt við
gagnrýni sem þessari, af hverju vora
afvopnunarviðræður um meðaldræg
vopn takmarkaðar við stórveldin tvö
en ekki marghliða með tilliti til mikil-
vægis ákvörðunar þessarar í evrópsk-
umstjórnmálum?
„Marghliða afvopnunarviðræöur
eru mjög erfiðar frá tæknilegu sjónar-
miði og held ég að það sé aöalorsökin.
Hins vegar vil ég benda á að Rich-
ard Burt, aöstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem fer með málefni
Evrópu, á mikið hrós skiliö fyrir skipu-
lagningu á ráðgjöf af hálfu Evrópu-
leiðtoga í þessum afvopnunarviö-
ræðum. Eg held það sé óhætt að
fullyrða að sérhvert atriði sem var til
umræðu var borið undir viðkomandi
leiötoga í Evrópu eins og Hans-
iDietrich Genscher, utanríkisráðherra
Vestur-Þýskalands gæti borið vitni
um.”
— Hvaö finnst þér um kröfur
sovéskra stjórnvalda um að
undanskilja ekki kjamorkuvopn Breta
og Frakka í afvopnunarviöræöum um
meðaldræg kjamorkuvopn?
fyrsta lagi em þau
kjamorkuvopn hluti af varnarkerfum
viðkomandi ríkja en ekki af vömum
Atlantshafsbandalagsins í heild. Hlut-
verk þessara vopna eru varnir
viökomandi ríkja, þ.e. Bretlands og
Frakklands. Þetta em „strategísk”
vopn og þeim á ekki að beita gegn
innrás Sovétríkjanna inn í Vestur-
Þýskaland.”
— Hvað finnst þér um hugmyndir
um að NATO verði ekki á undan til að
beita kjarnorkuvopnum og gefi út yfir-
lýsingu þar aö lútandi?
„Yfirlýsingu til handa hverjum?
Mundu Sovétmenn trúa slíkri yfir-
lýsingu? Hverjum gagna yfirlýsingar
af þessu tagi? Höfum hugfast að
nýlega skutu Sovétmenn niður far-
þegaflugvél frá Kóreu, sem í vom m.a.
bandarískir farþegar, og gáfu út þá
yfirlýsingu að hér hefði veriö um slys
aðræða.
Af hverju skyldu þeir ekki hafa not-
fært sér beina sambandið milli Moskvu
og Washington, áður en ákvörðun var
tekin um þennan ömurlega glæp. Það
em sífellt bandarískar flugvélar úti
fyrir ströndum Sovétríkjanna og þeim
er fullkunnugt um það. Þetta var svo
ömurlegt atvik aö það er næstum óvið-
eigandi að tala um slökun spennu i
kjölfarþess.”
— En slíkt er engu að síður
nauösynlegt? Eða hvaðleggurþútil?
„Við verðum áfram að vera sam-
vistum við Sovétríkin og við verðum að
koma okkur upp ákveðnum hegðunar-
reglum í samskiptunum. Það er mjög
mikilvægt að halda öllum ferlum sam-
skipta opnum og lækka aðeins kalda-
stríðsrostann. En sjaldan hefur
sovéskur leiðtogi veriö eins harðorður í
okkar garð og þegar hann flutti ávarp
28. september sl. til að verja árásina á
kóresku þotuna. Á þessu stigi málsins
lít ég svo á aö það sé í verkahring
Sovétríkjanna að gera samskiptin
auðveldari.”
— Telurðu að einhverjar tilslakanir
verði gerðar af hálfu NATO ef dráttur
verður á að Sovétmenn láti sjá sig við
samningaborðið í Genf ?
„Nei. Það yrði til mikiis skaða ef viö
fæmm núna aö gera tilslakanir til að
þóknast pólitískum hagsmunum Sovét-
ríkjanna. Markmið þeirra var aö
koma í veg fyrir að uppsetning nýju
eldflauganna hæfist. Þeim varð ekki
að ósk sinni og sú staðreynd er tákn um
styrk NATO. En auövitað væri
æskilegt að það hefði verið hægt að
hverfa frá uppsetningu nýju eldflaug-
anna en eingöngu með því móti að
Sovétmenn hefðu samþykkt núll-
lausnina eða brotthvarf allra meðal-
drægra kjamorkueldflauga. Og enn
æskilegra væri að sjálfsögðu ef núll-
lausnin yrði að algildum vemleika en
slíkt er óhugsandi í náinni framtíð, þótt
Útlönd Útlö
Mikil togstreita ríkir í
samskiptum stórveldanna þessa
dagana. Ef nokkurn tíma hefur rikt
gagnkvæmt traust á milli viðkom-
andi aðila þá er þaö ekki núna.
Sovétmenn slitu viöræöunum í Genf
um meöaldræg kjarnorkuvopn í lok
nóvember og hótuðu nokkrum dög-
um síðar að sami háttur yrði hafður
á varðandi START viðræðumar
svonefndu, þar sem fjallað er um
langdræg kjarnorkuvopn stórveld-
anna. I byrjun desember hittust
utanríkis- og varnarmálaráðherrar
aðildarríkja NATO á árlegri ráð-
stefnu sinni i Brussel og óskuðu
hverjir öðrum til hamingju meö að
Atlantshafsbandalagið hefði staðist
eldraun þá að hrinda áætlunum
sínum um endumýjun kjamorku-
vopnanna í Evrópu í framkvæmd. I
yfirlýsingu ráðherranna í lok
Brusseifundarins voru markmið
bandalagsins um að starfa í þágu
friöar og frelsis ítrekuð, sem og
ætlun þess að beita aidrei vopnum
NATO nema gegn árás. Ennfremur
sagði að það væri ekki markmið
vestræns varnarsamstarfs að ná
yfirburðum en nauðsynlegt væri að
tryggja öryggið með jafnvægi milli
heraf la austurs og vesturs.
Það er ljóst að fuiltrúar aðildar-
ríkja NATO líta svo á að það sé í
verkahring Sovétforystunnar að
stíga næsta skref til samningaum-
leitana þótt yfirmaður sovéska her-
ráðsins, Nikolai Ogarkov mar-
skálkur, hafi lýst því yfir að með
staðsetningu nýju eldflauganna í
Vestur-Evrópu hafi NATO firrt
Sovétríkin öllum öörum valkostum
en að yfirgefa samningaborðið og
Viðtöl: Herdís
fyrr eðasíðarverðislíktaðgerast.”
— Ogímillitíöinni?
„Ætli það sé ekki best að orða þaö
svo að í millitíöinni höldum við friöinn
á meðan við höldum stöðugleika í víg-
búnaði. Við getum ekki staðiö
aögeröalaus andspænis stööugri
uppsetningu SS—20 eldflauga.
En skammtímamarkmið okkar er
stjórnun vígbúnaðar og langtíma-
markmiö er afvopnun. Stjómun víg-
búnaðar þýöir aö við stefnum að því að
losa okkur viö þau vopn sem þjóna
engum tilgangi vegna stöðugleikans.”
— Og hverjar eru leiöimar að
þessum markmiðum nú? Eða hvemig
verður gagnkvæmt traust uppbyggt
eða grundvölluraðviöræðum lagður?
„Eg hef ekki þær væntingar að ég
búist við einhverjum grundvallar-
breytingum hjá sovéskum stjórn-
völdum. Utþenslustefnan er innbyggð í
sovéskt stjómkerfi. Spurningin er um
hvaöa aðferðir þeir nota.”
— Áttu við spuminguna um óbeina
eða beina innrás í önnur ríki?
„Já. Þeir geta notað efnahagslega
aðstoð við önnur ríki til aö auka áhrif
sín. Slíkt er hægt að líða en innrásir
f ullum fetum eru óþolandi.
Ef til vill bind ég mestar vonir viö að
lausn málanna liggi á einhvem hátt
meöal almennings í Sovétríkjunum og
að fólkiö þar geti ekki sætt sig viö
stöðugt skert kjör vegna stöðugs víg-
búnaöar. Slíkt hafði áhrif á Krúsjeff á
sínum tíma. Núna er sveiflan öllu
hættulegri og ég er ekkert sérstaklega
bjartsýnn.”
— Hverjar em horfurnar á
næstunni?
„I þrjátíu og átta ár hefur friöur ríkt
í Evrópu og það mætti segja mér að
slikt nálgaðist að vera einsdæmi í sögu
álfunnar. Þennan langvarandi frið nú
megum við þakka vestrænu varnar-
samstarfi. I síöari heimsstyrjöldinni
létu 55 milljónir lífið. Fólk gleymir
jafnvel sh'kum staðreyndum á
skemmri tíma en fjórum áratugum.
Friðarhreyfingar em góöra gjalda
verðar en þær endurspegla í þessu
tilfelli aö fólk gleymir eða jafnvel gerir
sér ekki grein fyrir að hin minnsta
hætta á stríði er of stór áhætta.
En NATO er sterkt á leiðtogasviðinu
og hingað til hefur okkur tekist vel upp.
En óskhyggjan ein sér fær engu
áorkað.”