Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 22
22 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. 20 tegundir af silfurplett gjafavöru á mjög hagstæöu veröi. Búsáhöld og gjafavörur Glæsibæ, sími 86440. SMÁAUGLÝSINGADEILD Þverholti 11. Sími27022. VERÐUR OPINI um jóiahátíðina sem hérsegir: FÖSTUDAG 23. DES.J OPIÐ TIL KL. 18. LOKAÐ •.aðfangadag, • jóiadag og * annan íjólum. OPIÐ þriðjudag 27. des. kl. 9-22. Gleðilegjól! Gleðilegjól! Slysavarnarfélaginu launuð björgunarstörf — vegna þýska skipsins Kampen sem fórst 1. nóvember undan suðurströndinni Otgeröarfyrirtæki þýska skipsins Kampen, sem fórst undan suöurströnd Islands þann 1. nóvember síöastliöinn, færði Slysavarnafélagi Islands aö gjöf tíu þúsund mörk í þakklætisskyni fyrir björgun skipverjanna. Þýski sendiherrann á Islandi afhenti Haraldi Henrýssyni forseta SVFl björgunarlaunin fyrir hönd þýsku út- gerðarinnar. Haraldur Henrýsson sagöi viö þetta tækifæri aö peningarnir yröu notaðir til að tryggja og efla öryggi sjómanna á hafi úti. Hann sagöi einnig að þessi gjöf væri virðingarvottur viö alla þá, sem á einhvern hátt tóku þátt í björgunaraögeröunum og þar nefndi hann sjómenn, starfsmenn strand- stööva, starfsmenn flugumsjónar, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík, og björgunarsveit bandaríska varnar- liösins. Þá minnti hann á mikilvægi til- kynningaskyldunnar þar sem þaö kæmi aö góðum notum aö vita hvar skip væru stödd svo hægt væri aö senda þauá vettvangef slysyröu. -GB. Þýski sendiherrann afhendir Haraldi Henrýssyni, forseta Slysavarna- fólagsins, ávisun upp A tiu þúsund mörk frá eigendum þýska skipsins Kampen. DV-mynd GVA. i Hljómsveitin Mezzoforte hált tvenna hljómleika í Hðskólabíói á sunnudag. Þeir fyrri voru haldnir á vegum Flugleiða fyrir ýmsa hópa fólks sem aö öllu jöfnu eiga ekki kost á að sækja skemmtanir af þessu tagi. Þeir síðari voru öllum opnir og var húsfyllir eins og nærri má geta. Myndin er tekin á fyrri hljómleikunum. DV-mynd GVA. NÝMIÓLK — annállaf samlagssvæðinu „Þetta er eins konar malbiksannáll, sagt frá því helsta sem gerst hefur á samlagssvæöinu á heilu ári,” sagði Jónas Guömundsson rithöfundur í viö- tali viö DV en nú hefur komiö út bókin Nýmjólk sem er safn blaðagreina sem birst hafa í DV, Tímanum og víðar á síðasta ári. Að sögn Jónasar hefst ann- állinn um þaö bil sem veriö er aö hleypa til og endar um borö í gull- skipinu. Kápa bókarinnar er nýstárleg, í mjólkurfernulíki, og segir á kápunni aö innihaldiö sé „geymsluþolið”. En varðandi þaö hversu bókin er seint á ferö sagöi Jónas aö sér væri fariö eins og bóndanum sem eilíft væri aö tapa á mjólkurfrkamleiðslu. Þó heföi bókin ekki teppst í f jallasköröum eöa fengið vont flugveöur eins og mjólkin sem send er daglega meö skrúfuþotu til Vestfjarða. Þaö er bókaforlagiö Skákprent sem gefur út bókina. -óbg. 0 Jónas Guðmundsson rithöfundur með bókina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.