Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 44
44 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þessi gerðarlega stúlka, Elín Þóra Friðfinnsdóttir, datt svo sannarlega i lukkupottinn i april síðastliðnum. Hún var kjörin úr fjölmennum hópi til að vera aðstoðarstúlka við myndina Skilaboð tii Söndru. Það sem réð úrslit- um við valið eru Snoopy gleraugun. Undir hettunni erhún með flugmanns- húfu úr ekta kálfsskinni úr siðari heimsstyrjöldinni. Talið er að það hafi ekki spillt fyrir heldur. Jafnvel þó að myndiprentist vel er ekkihægtað sjá sumarbústað sem er vinstra megin, fyrir utan myndfiötinn. Á spjaidinu sem Elin heldur á stendur hins vegar stórum stöfum BÚSTADUR. Uppljóstranir DV í Victory-V mál- inu svonefnda, um aö umtalsvert magn af svæfingalyfjum og ööru eitri væri aö finna í sælgætistegund þeirri, hefur haft ýmsar afleiðingar í för meö sér. Fyrir þaö fyrsta hafa heilbrigðis- yfirvöld bannað frekari dreifingu á Victory-V sem flutt hefur verið til landsins í áratugi viö góöar undirtekt- ir. Þá má geta þess aö ýmsir sælgætis- innflytjendur, meö vörur á boðstólum sem hafa upphafsstafina V, kvarta nú • sáran yfir því aö fólk sé hætt aö kaupa þær og má þar nefna hálstöflurnar VICK sem eiga fátt sameiginlegt meö Victory-V nema ef vera skyldi V-ið. Sala á VOLVO-bifreiðum eða vasaklút- um hefur aftur á móti ekki minnkað vegna þessarar umræöu. Hér meö er því komið á framfæri aö VICK-hálstöflur eru ekki þaö sama og eiturtuggurnar Victory-V. -EIR. Victory-V og Vick eru ekki sömu ættarþrátt fyrir V-ið. VICTORY-V OG VIÐSKIPTAUFIÐ 'N*. Diykkjumem íhlekkjum Mexikanskur prestur heldur því! fram að hann hafi f undið upp nýtt með- ferðarafbrigði fyrir drykkjumenn. Presturinn, sem sjálfur er fyrrverandi ofdrykkjumaður, hlekkjar sjúklingana viö vegg á meðferðarstofnun sinni, „...þá komast þeir ekki á barinn,” seg- ir hann. Ignacio Ortega Aguilar, en svo nefn- ist presturinn, opnaði meðferðarstofn- un sína í júnímánuði sl. og telur starfs- liðið þrjá sjálfboðaliða auk prestsins sjálfs. Þræða þeir félagar götur Mexíkóborgar og hirða upp drykkju- menn sem liggja, standa eða biða utan viö bari borgarinnar. „Það þýðir ekk- ert annaö en aö nota hlekki því þrátt fyrir góöan vilja verður löngunin í áfengi oft yfirsterkari og þá halda þeim engin bönd — nema ef vera skyldu járnhlekkir,” segir Ignacio Ortega Aguilar. Hann viðurkennir þó fúslega aö nokkrir sjúklingar hafi sloppið frá sér með því að saga í sund- ur hlekkina, „en það sannar mál mitt að þessum mönnum halda engin bönd”. Mariano Grande, bareigandi i Gerona ó Spáni, heldur áfram að hrista hana- stólið sitt og lætur mótlæti eða afskiptaleysi bandarisku geimferðastofn- unarinnar ekki á sig fó. Fyrir rúmum 10 órum lagði hann inn umsókn hjá stofnuninni um að fó leyfi til að reisa veitingahús ó tunglinu og selja þar drykki og annað. Þrótt fyrir að árin sóu nú að verða eiiefu hefur hann enn ekkert svar fengið. Bandaríkjamenn slást um Cabbage Patch Kids-dúkkumar en... KELLY SHEENA BÝR í HAFNARFIRDI — hjá mömmu sinni sem er 10 ára „2 særst, 10 handteknir, tusku- dúkkuæði geisar í Bandaríkjun- um....” var meðal þess sem lesa mátti í Sviðsljósinu sl. miðvikudag. Bandaríkjamenn standa í biðröðum framan við verslanir sem selja Cabbage Patch Kids-dúkkumar og fáfærrienvilja. Engar tvær dúkkur eru nákvæmlega eins og þeim fylgja ættleiðingarskjöl svo og heillaóska- skeyti á afmælisdögum. Heyrst hef- ur um Bandaríkjamenn sem fljúga yfir hafið til Englands til að ná sér í dúkku en á meðan á öllu þessu stend- ur situr Kelly Sheena í rólegheitum hjá mömmu sinni í Hafnarfiröi, en Kelly er einmitt CPK-dúkka. „Mamma og amma fóm til New York í vor og ég bað þær um að kaupa handa mér tuskudúkku,” seg- ir Halla Dóra Halldórsdóttir, 10 ára, sem á heima við Hjallabraut í Hafnarfirði. ,,Ég vissi ekki fyrr en núna aö Kelly væri svona merkileg dúkka, ég hef passað vel upp á hana en þykir nú samt vænna um hann Blámann, páfagaukinn minn.” Kelly Sheena fylgdu aö sjálfsögðu skjöl af mörgum gerðum og stærð- um, ættleiðingarskjal, fæðingarvott- orð auk ættartölu þar sem á eru þrykkt fingraför listamannsins sem bjó dúkkuna til og fótaför Kelly sjálfrar. Þær mæögurnar við Hjallabraut- ina hafa fram aö þessu haldið að þær væm þrjár í fjölskyldunni, en eru nú allt í einu orðnar f jórar eftir að upp komst um Kelly Sheena. „Ætli ég reyni ekki líka að ættleiða Blá- mann,” sagði Halla Dóra og lagði Keilyinnírúm. -EIR.; 4C Kelly Sheena í örmum móður sinnar, Höllu Dóru Halldórsdóttur. Framarar héldu upp á afmælið Knattspyrnumenn úr Fram komu saman knattspyrnudeildar Fram, cn deildin var upp deUdarskipting hjá Knattspyrnufélag- fyrir stuttu ttt að halda upp á 20 ára abueii stofnuð 2. desember 1963. Þaö ár var tekin inu Fram, sem var 75 ára á árinu. Knattspyrnudeildin bauð öllum þeim mönnum, scm hafa setið í stjórn knatt- spyrnudeUdarinnar og forráðamönnum i knattspymuhreyfingunni til hófs til að minnast afmcllsins. Hér á siðunni cru tvœr myndir sem teknar voru í hófinu. A efri myndinni má sjá Þorkel Þorkclsson, fyrrum formann knattspymudcildar, Alfreð Þorsteinsson, fyirum formann Fram, HUmar Guðlaugs- son, formann Fram og Sæmund Gíslason sem hefur átt sæti í stjóm knatt- spyrnudeUdar og aðalstjóra Fram. A neðri myndinni era uokkrir knatt- spyrnumenn nr herbúðum Fram að ræða saman. Það eru bræðumir Þorbcrgur og Jóhannes Atlasynir, Baldur Jónsson, Simon Kristjánsson og Martcinn Geirsson. -SOS/-Myndir EirUtur Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.