Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20, DESEMBER1983.
29
IMýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
í jólaskapi
eftir Árna Björnsson
Bókin lýsir þeim margvíslegu og gjör-
ólíku athöfnum sem menn hafa öldum
saman iökað á jólunum. Ámi Björns-
son þjóðháttafræðingur lýsir á sinn
skemmtilega og fræðandi hátt sögu
jólahalds frá heiðnum sið í forneskju
til okkar daga. Sérstaklega eru
dregnar fram þær meiriháttar breyt-
ingar sem orðið hafa á jólasiðum Is-
lendinga síðustu hundrað árin og út-
lendar fyrirmyndir þeirra. Kemur
þar ýmislegt óvænt í ljós.
Inn í frásögnina er fléttaö verkum
skálda að fornu og nýju sem tengjast
jólunum með einhverjum hætti, svo
sem ljóöum, sögum, þulum, þjóðsög-
um og köflum úr fomsögum.
Bókin er ríkulega myndskreytt með
nær fjömtíu litkrítarmyndum og
teikningum eftir Hring Jóhannesson
listmálara.
Bókin er prentuð i Prentstofu Guð-
mundar Benediktssonar.
Litgreiningu annaðist Prentmynda-
stofan hf., bókband Amarfell.
Hlutskipti
manns
eftir André Malraux
Bókaforlagið Svart á hvítu hefur
gefið út Hlutskipti manns eftir André
Malraux. Skáldsaga þessi hlaut Gon-
court-verðlaunin frönsku árið 1933,
sama ár og hún kom út á frummálinu.
Sagan er spennandi frásögn af at-
burðum sem áttu sér stað í Sjanghæ í
Kína árið 1927, en þá gerður kommún-
istar uppreisn í borginni og náðu henni
á sitt vald. Um það leyti voru þeir í
bandalagi við þjóðernissinna Tsjang-
kæ-sjeks, en áður en lauk breyttist sú
samvinna í blóðug átök uppreisnar-
herjanna innbyrðis. Inn í þessa sögu
fléttar höfundurinn atburðum úr lífi
höfuðpersónanna og hugleiðingum
m.a. um ástina og hlutskipti mannsins
sem auka gildi sögunnar umfram flest-
ar algengar stríðslýsingar. Höfundur-
inn, André Malraux, tók þátt í borgara-
styrjöldinni á Spáni við hlið lýðveldis-
sinna og vann sér frægðarorð í franska
hernum svo og andspyrnuhreyfingunni
í Frakklandi á árum seinni heimsstyrj-
aldarinnar og hann varð menningar-
málaráðherra Frakka í stjórnartíð De
Gaulles forseta. Hlutskipti manns,
sem er eitt helsta verk höfundarins, er
þýdd af Thor Vilhjálmssyni. Kápu-
myndin er eftir Halldór B. Runólfsson
en bókin er 280 blaðsíður aö stærö og
unnin hjá Prentsmiðjunni Odda.
HLitTlMIPII
MANM
DANS-
LEIKUR
ODDUR
BJÖRNSSON
eftir Odd Björnsson
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur
gefið út sjónleikinn Dansleik eftir Odd
Björnsson sem fyrsta rit í nýjum
bókaflokki útgáfunnar: Islenskum
leikritum. Er þetta fimmta bók Odds
Bjömssonar, en hann hefur einnig
samið fjölmörg leikrit sem flutt hafa
verið í útvarpi og sjónvarpi og á leik-
sviði enda í hópi afkastamestu leik-
höfunda okkar nú á dögum.
Þjóðleikhúsiö frumsýndi Dansleik
1974. Sönglögin sem flutt eru í leikn-
um samdi Atli Heimir Sveinsson, leik-
stjóri var Sveinn Einarsson, fyrrver-
andi þjóðleikhússtjórí.
Dansleikur er 80 bls. að stærö með
stuttum eftirmála höfundar. Bókar-
auki er nótur að sönglögum Atla
Heimis Sveinssonar í sömu röð og þau
koma fyrir í leiknum.
Dansleikur er unninn í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar. Káputeikningu gerði
Sigurður örn Brynjólfsson. Útgáfu-
nefnd bókaflokksins Islenskra leikrita
skipa: Gunnar Eyjólfsson leikari
(fulltrúi Menntamálaráðs Islands),
Stefán Baldursson leikhússtjóri
(fulltrúi Leiklistarráðs) og Þorvarður
Helgason rithöfundur (fulltrúi Félags
islenskra leikritahöfunda).
Ástin grípur
unglingana
eftir Ármann Kr. Einarsson
Bókaútgáfan Vaka hefur sent frá sér
bókina Þegar ástin grípur unglingana
eftir Ármann Kr. Einarsson. Ármann
hefur um árabil verið einn vinsælasti
barnabókahöfundur landsins og haslar
'hann sér nú nýjan völl á sviði unglinga-
bókmennta.
I forlagskynningu á bókarkápu segir
meðalannars: Þaö gerist margt óvænt
á því skeiði, þegar ástin grípur
unglingana. Aðalsöguhetja þessarar
bókar, Jón Valur, kynnist þessu eins og
aðrir, en það er ekki síst skólasystir
hans, Hanna Lísa, sem veldur því að
nýjar tilfinningar kvikna í brjósti
hans.
Þessi nýja saga verðlaunahöfundar-
ins Ármanns Kr. Einarssonar gerist í
íslenskum útgerðarbæ. Þótt ýmsir
komi við sögu er athyglinni aðallega
beint aö unglingum á viökvæmu
þroskaskeiði, en sá hópur er hug-
myndaríkur, hress og skemmtilegur.
MEIRIHÁTTAR ÚRVAL PLAKATA OG MYNDA.
'Zoiti
LAUGAVEGI 21 REYKJAVÍK, SlMI 14256