Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 3
DV. FOSTUDAGUR 20. JANUAR1984. 3 Höfnln á Patreksfirði: Vinnan svo mikil að flytja þarf inn erlendan vinnukraft. DV-mynd Þ6.G. Atta ástralskar ffiski áPatró Mitt í uppsagnavertíð annarra frystihúsa komu ó þriðjudag átta ástralskar stúlkur til vinnu í Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar. Jens Valdimarsson sagði að á staðnum væri nægur fiskur, aöallega þorskur, og næg vinna. „Viö sögðum þaö i haust þegar við stoppuðum að við værum bara fyrstir,” sagði Jens. „Það er stundum nauðsynlegt að stokka hlutina upp.” Jens sagði að hvað varðaði frystihúsin í kring væri fuil vinnsla á Tálknafirði en hins vegar væri vandamál á Bíldudal þar sem til stendur að togarinn sem þar hefur landað, Sölvi Bjarnason, verði á uppboðihjáFiskveiðasjóði. -Þó.G. Selfoss: Utillsnjór, en mikiö frost Hér hefur verið harður vetur það sem af er þessu nýja ári. Ekki mikill snjór, en gaddur yfir allt. 15 stiga frost var hér kl. 14 á miðviku- dag. Harðfenni er svo mikið að börn sjást ekki á skíöum, sleðum eða skautum, eins og venja er þegar snjórinn kemur. Snjór er ekki mikill, eins og áður segir, en jafn. Smábilar komast allra sinna feröa um bæinn. Bæjarfélagið hefur ekki eytt miklum peningum í snjó- mokstur það sem af er þessum vetri. Regína/Selfossi. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: ■» Mótmælir harölega hugmyndum umsjúkl- ingaskatt „Stjóm BSRB mótmælir eln- dregiö þeim hugmyndum sem heil- brigðisráðherra hefur kynnt um að sjúklingar, sem leggjast þurfa á sjúkrahús, greiði sjúkrahús- kostnað og lyf að hluta. Slíkur skattur á sjúkt fólk má ekki koma tilgreina.” Svo segir m.a. í frétt frá Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja. Þar segir ennfremur aö banda- lagsstjómin telji að með hug- myndum um „sjúklingaskatt” sé verið að stíga alvarlegt skref frá því velferöarþjóðfélagi sem Jslend- ingar hafi verið að byggja upp á síðustu óratugum í samræmi við þróun annars staðar á Norðurlönd- um. Aframhaldandi þróun til sam- hjálpar í íslensku þjóðfélagi telji stjórn BSRB vera grundvallar- atriði en „sjúklingaskatturinn” sé táknrænn um hugmyndir um frá- hvarf frá þeirri samhjálp sem vel- ferðarríkiöbyggiá. -JSS. Ætlar Sambandið sér Austfjarðarækjugróðann? —af 14 rækjuvinnsluumsóknum f ékk Sambandið þrjú leyfi, SH eitt, en hin eruóafgreidd Sjávarútvegsráðuneytið hefur nýlega veitt f jórum aðilum á Aust- fjörðum rækjuvinnsluleyfi en alls hafa 14 austfirskir aöilar sótt um slíkt í ljósi væntanlegrar rækjuveiði fyrir Austurlandi. Af þessum fjórum leyfum, sem veitt hafa verið, hafa þrjú runnið til Sambandsfyrirtækja: Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn, Búlandstinds á Djúpavogi og Hrað- frystihúss Breiödalsvíkur. Aðeins þessir einu aðilar sóttu frá 3 síðast- nefndu stöðunum. Aðeins einn aðili innan SH fékk leyfi, Pólarsíld á Fáskrúðsfirði. Það vekur nokkra eftirtekt að umsókn svo trausts útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækis sem Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað er enn óafgreidd, en það fyrirtæki selur í gegnum SH. Aðrar óafgreiddar umsóknir af Aust- fjörðum eru frá Gylfa Gunnarssyni á Neskaupstað, Utgerðarfélaginu Þór á Eskifiröi, Friðþjófi á Eskifirði, Guðjóni Hjaltasyni á Eskifirði, Hrað- frystihúsi Eskifjarðar, Austfiröingi á Eskifirði, Verktaka á Reyðarfirði og Ama Gunnarssyni á Breiðdals- vík. Að lokum má geta þess aö fyrir- tækið Skinney á Höfn sótti um leyfi án árangurs, en það er í eigu föður og bróður sjávarútvegsráðherra sem hefur leyf isveitingamar í hendi sér. -GS. íslenskar vörur í 1.000 stórmarkaði?: FRAKKARNIR KOMA TIL AÐ SKOÐA Líklega í næsta mánuði eru væntan- legir innkaupafulltrúar franska stór- markaðshringsins Euromarche til þess aö skoða íslenskar vörur. Síðar er einnig von á fulltrúum hringanna Mon- opri og Hypermarche. En alls reka þessir þrír hringir nærri 1.000 stór- markaöi i Frakklandi og viöa i nágrannalöndunum. Eins og DV hefur áður skýrt frá koma fulltrúar stórmarkaðshringanna hingað vegna milligöngu Alberts Guð- mundssonar f jármálaráðherra. Hann sagði fýrstu heimsóknina verða stutta, aðeins vara einn dag. Með einhverjum fyrirvara yrði auglýst hvaða dag og hvenær fulltrúarnir tækju á móti seljendum íslensks vamings með sýnishom sín. Hann kvað markaðshringina senda mennina hingað algerlega á sinn kostnað og enginn hér myndi hafa útgjöld vegna komu þeirra, nema þeir sem áhuga hefðu á að kynna þeim vömr sinar. Ráðherrann kvaðst þegar hafa orðið' var við áhuga manna hér á að kanna þá viðskiptamöguleika sem hér kynnu aö bjóðast. -HERB. FIAT TEKUR FORYSTUNA Áárunum 1965til 1975var FIAT í íorystu í framleiöslu á litl- um bílum til almenningsnota. FIATbílar hlutu titilinn „bíll ársinsíEvrópu"þrisvarsinnum ásexárum. FIAT 124áriö 1967, FIAT 128 áriö 1970 og hinn margrómaöi og sívin- sœli FIAT127 hlaut þennan eftirsótta titil áriö 1972. Nú er FIAT aftur kominn í forystusætiö meö framleiöslu FIAT UNO, sem kjörinn hefurveriö bíll ársins 1984. Óhemjufé, tíma og fyrirhöfn var eytt í undirbúning oghönnun áöur en framleiösla hófst á þessum frábœra bíl. FIAT verk- smiöjurnar lögöu 700 milljónir dollara í þetta verkefni og hafa augljóslega variö þvífé skynsamlega því útkoman, sjálfur UNO bíllinn, er einstaklegavel hannaöur og er af sérfrœöingum talinn verae.t.v. besti smábíll sem nokkru sinni hefur veriö smíöaöur ("possibly the best small car ever made'j. FRABÆRT FIAT-UNO-VERÐ Þó lof og hrós hlaöist á UNO bjóöum viö hann enn á sama frábœra veröinu. UNO er dýr og vandaöur bíll en vegna hagstœörar gengis- þróunar undanfarna mánuöi kostar hann ekki fleiri krónur en raun ber vitni. FIAT UNO 45, 3 DYRA FLAT UNO 45, ES, 3 DYRA FIAT UNO 45, SUPER, 3 DYRA ki. 219.000.- kr. 238.000.- kr. 249.000.- OPIÐ IDAG TIL KL. 19.00 LAUGARDAG 10-17 SUNNUDAG 13-17 1929 EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 1984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.