Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR1984. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLÚN HF. Stjómarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNUSSON. Auglýsingastjó'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Rítstjórn: SIÐUMULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáaugtýsingar, skrifstofa: PVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftaryerð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblaö 25 kr. Kjarabæturán kauphækkana Veruleg hreyfing og raunar órói hefur gripið um sig á vinnumarkaðnum. Starfsmenn álversins og bókagerðar- menn hafa sett fram launakröfur, kennarar hafa hafnað tillögum sem BSRB hefur sett fram vegna þess að þeir telja þær ganga of skammt og fleiri launþegafélög eru komin í viðbragðsstöðu til að setja fram kröfur um launa- hækkanir. Öll er þessi kröfugerð sniðin að því að bæta launafólki upp skertan kaupmátt og sett fram í hefðbundnum stíl. Þar er einblínt á launastigann sem lausn allra mála og vísað til þeirrar kjaraskerðingar, sem bæði er orsök og afleiðing efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar. Engum þarf aö koma á óvart þótt launafólk láti í sér heyra, svo mjög sem lífskjör þess hafa dregist saman undanfarna mánuði. Satt að segja er það aðdáunarvert hversu verkalýðshreyfingin hefur mætt sínum þrenging- um af mikilli þolinmæði og skilningi. Skýringarnar liggja án efa í vilja launþega jafnt sem annarra til að kveða nið- ur verðbólguna og axla sínar skyldur í þeirri viöleitni. Vinnuveitendasambandið hefur reiknað út að ef fullum kaupmætti, eins og hann var hæstur á síðasta ári, verði náð þýði það 175% verðbólgu. Hver heilvita maður sér að kaup og kjör, hversu mikið sem þau veröa bætt, duga skammt, ef verðbólga í slíkum mæli blossar upp að nýju. Þess vegna hefur verkalýðshreyfingin sem slík farið var- lega í alla kröfugerð fram að þessu, þótt einstök stéttarfé- lög láti taka sig á taugum. Kaupkröfur starfsmanna ISAL eru út í hött, bæði óá- byrgar og forkastanlegar í ljósi þessara aðstæðna. Jafn- vel þó álverið geti vegna batnandi rekstrarstöðu greitt stórhækkuð laun, er það óðs manns æði út frá almennum sjónarhóli. Launahækkun, eða kjarabætur sem bæta 40% kaupmáttarskerðingu, sprengdi launamálapólitíkina, skapaði óverjandi mismun og kollvarpaði öllum þeim efnahagsráðstöfunum, sem hafa framkallað kraftaverk í verðbólguslagnum. Þessum kröfum á aö hafna umsvifalaust. Þær eru at- laga gegn efnahag þjóðarinnar og kemur launþegum verst þegar upp er staðið. Þær eru lýsandi dæmi um úrelt vinnubrögð, sem reynslan hefur dæmt úr leik. Einhver athyglisverðasta og um leið markverðasta yfirlýsing, sem gefin hefur ver- ið lengi á þessum vettvangi, er einmitt sú afstaða forystu- manna tveggja stéttarfélaga, Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt- ur hjá Sókn og Bjarna Jakobssonar hjá Iðju, þess efnis að hefðbundnar kaupkröfur í almennum samningum væru vonlausar. Þessum yfirlýsingum ber aö fagna. Ekki vegna þess að þær séu vatn á myllu vinnuveitenda eða ríkisstjórnar, heldur vegna þess að þær eru skynsamlegar út frá sjónar- hóli launþegans og láglaunamannsins. Kjör snúast um fleira en krónur í launaumslag. Vöruverð má lækka, skatta og önnur útgjöld, Afkomuna má verja eftir öðrum leiðum en gagnslausum kauphækkunum. Ef verkalýðshreyfingin viðurkennir sjónarmið Aðal- heiðar og Bjarna Jakobssonar verður samningsstaða hennar miklum mun sterkari, réttlátari og árangursrík- ari, því enginn hefur mótmælt því að kjör hinna lægst launuðu skuli bætt. Vinnuveitendur, með eða án samráös við ríkisstjórn- ina, eiga að teygja sig eins langt og mögulegt er. sýna raunverulegan vilja til að fara nýjar og ótroðnar slóðir til kjarabóta. ebs „Það kom glöggt fram á borgarstjórnarfundinum 15. desember að borgarstjóri telur sig ekki þurfa að hafa stórar áhyggjur af forsvarsmönnum flokksins iheilsugæslumálum." Borgarstjórinn og heilsugæslan Áriö 1973 voru sett heildarlög um heilbrigðisþjónustu i landinu. Eitt meginatriði laganna var að bæta heilbrigöisþjónustu utan sjúkrahúsa með því að koma upp heilsugæslu- stöðvum, þar sem læknar og annað starfslið gætu sinnt störfum sínum og haft til þess tækjabúnað og húsnæði sem hæfðu verkefnunum. Uppbyggingin hófst í strjálbýlinu og sveitarstjórnir ráku fast á eftir ríkis- stjórnum til þess að framkvæmdir gengjusem hraðast. I Reykjavík hefur hinsvegar reynst torsótt að koma hinu nýja skipulagi á, og fjármunir rikisins hafa heldur ekki legið á lausu til bygginga á heilsugæslustöðvum í borginni. Vorið 1982 var þó svo langt komið að fulltrúar heilbrigðis- og fjármálaráöuneyta, sjúkrasamlags, Læknafélags Reykjavíkur og heil- brigðisráðs Reykjavíkurborgar höfðu oröið sammála um hvernig hinni nýju skipan skyldi komiö á. Á verkefnaskrá ríkisins var röðin einnig komin aö þéttbýlinu þannig aö brautin til bættrar heilsugæslu i borginni átti að vera rudd og bein. Nýr meirihluti Það kom nýr meirihluti til valda í borginni vorið 1982, en þar sem tals- menn hans i heilbrigðismálum ætluðu sér að gera betur en hinn fyrri meirihluti og ganga skörulega fram í uppbyggingu heilsugæslustöðvanna í borginni, hefði ekki átt að vera ástæða til svartsýni. Reykjavíkur- borg sá fram á verulegan útgjalda- auka vegna fyrirhugaðra endurbóta á heilsugæslunni og haföi sett það skilyröi aö ríkið bætti borginni kostnaöinn upp aö einhverju leyti. Þetta gerði ríkið í ársbyrjun 1983 með samþykkt laga um málefni aldraðra, en samkvæmt þeim lögum greiðir ríkið hluta af þeirri heimilis- þjónustu, sem borgin sér um að veita öldruöum. Það var nánast siðferðileg skylda borgarinnar að standa nú við sinn hluta samkomulagsins frá árinu áður og koma hinu nýja kerfi á. En þá var komiö að hinum nýja borgar- stjóra, Davíð Oddssyni, að láta máliö til sín taka. Honum fannst greinilega ekki liggja neitt á með umbætur í heilsugæslu borgarbúa. Hann var líka að stofna lóðabanka í Grafar- vogi og vantaði peninga til að mynda höfuðstól þessa nýstárlega banka. Þau undur gerðust síðan í janúar 1983 að borgarstjórinn beygði hina áður skeleggu talsmenn heilsugæslu í röðum sjálfstæðismanna undir vilja sinn, og án þess að mæla æðruorö greiddu þeir allir atkvæði með því að hafast ekki að árið 1983 og fresta kerfisbreytingunni til 1. janúar 1984. Þegar komiö var fram í nóvem- ber 1983, sá þetta sama fólk að því miður gæti ekkert orðið úr breyting- um 1. janúar, og 15. desember lagði það ekki í að styðja tillögu mína um að miöa þá viö 1. apríl í staöinn. Upp- ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ gjöfin var alger. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu sér nægja að samþykkja allir sem einn, að ítreka þann ásetning sinn að tryggja borgarbúum viðunandi heilsugæslu, og lýstu því jafnframt yfir að óraun- hæft væri að miöa umbætur í þessu efni við ákveðna dagsetningu. Það kom glöggt fram á borgar- stjórnarfundinum 15. desember að borgarstjóri telur sig ekki þurfa að hafa stórar áhyggjur af forsvars- mönnum flokksins í heilsugæslu- málum. Við framiagningu fjárhags- áætlunar borgarinnar fýrir 1984 gaf hann yfirlýsingu um að það heilsu- gæslukerfi, sem heilbrigðisráð hefur verið að berjast fyrir að koma á í borginni, sé þannig að „þótt hentaö geti í fámennari byggðarlögum” hljóti hann aö láta uppi efasemdir um að það „eigi að sama skapi við hér í fjölmenninu”. Eftir nokkra hugleiðingu um kostnaðarauka sveitarfélaga vegna nýja kerfisins hnykkir hann á með því að segja. „I þessu máli er því engin ástæða til að ana út í kerfisbreytingu.” Til varnar hugsjón Ekki lögðu heilbrigðisráðsmenn Sjálfstæðisflokksins í það stórræði á fundinum að andmæla þessum gal- vaska forystumanni sínum, en á næsta fundi gat formaður heil- brigðisráðs ekki orða bundist og reis til varnar sinni hugsjón um góða heilsuvernd fyrir alla borgarbúa, unga sem aldna. Hún gat þess, að þeir sem tiðast hefðu samskipti við heilsugæsluna væru böm og gamal- menni og meinið væri sennilega að þarna væri ekki um sterka þrýsti- hópa aö ræða, og því sæti uppbygg- ing þessarar þjónustu á hakanum. Þarna hefur formaðurinn vafalítið rétt fyrir sér. Davíð gerir ekki ráð fyrir að tapa mörgum atkvæðum þótt hann sviki borgarbúa um bætta heilsugæslu, og þess vegna hefur hann ákveðið að láta hana lönd og leið. Þaö vill líka svo vel til fyrir hann að íhaldið í ríkisstjóminni er sama sinnis. Það ákvað að verja mætti eltt hundrað þúsund krónum til að byggja yfir heilsugæsluna í borginni á því herrans árið 1984. Þetta þýðir auðvitað að ekki verður byrjað á neinni heilsugæslustöö í ár, ekki einu sinni dregin strik á blað. Þaö var ekki einungis í þessu til- tekna stórmáli, sem borgarstjóri sýndi fulltrúum flokksins í heil- brigðisráði fullkomna lítilsvirðingu. Heilbrigðisráð hafði farið fram á tvær milljónir króna til þess að þokast eitthvað í áttina að bættri heilsugæslu á árinu, en borgarstjóri og borgarráðsmenn hans höfnuðu því umsvifalaust. Ennfremur ákváöu þeir aö leggja niöur eina deild í Heilsuvemdarstöðinni, atvinnusjúkdómadeildina. Sú deild hefur ekki haft mikið umleikis til þessa vegna þess að ekki hefur verið völ á sérmenntuðum lækni til að starfa við deildina til langframa. Nú er ungur læknir að ljúka sémámi í atvinnusjúkdómum og því allar líkur á að deildin hefði getað farið að sinna hlutverki sínu með myndarbrag, og þá finnst borgarstjóra rétti tíminn kominn til að leggja hana hreinlega niður. Sé það höfuðmarkmið hinna nýju ráðamanna í heilbrigðismálum borgarinnar aö eyða sem allra minnstu, er þessi ákvörðun auðvitað tekin á réttum tíma. Deildin gæti farið að kosta peninga ef fastráöinn maður tæki þar til starfa. Báðar þessar ákvarðanir borgar- ráðs voru teknar án þess að virða formann heilbrigðisráðs eða borgar- lækni viðlits. Borgarstjórinn og nán- ustu samverkamenn hans telja sig greinilega geta annast þennan mála- flokk hjálparlaust. En það er víst lagaskylda að hafa starfandi bæði borgarlækni og heilbrigðisráö og því ekki hægt að gera enn betur í sparnaöinum og losa sig við hvora- tveggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.