Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR1984. 13 Hvað vantar í íslenskt stjómkerfí? Kjallarinn Islenskt nútímaþjóöfélag skiptist i þrjá þætti, löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald, svo sem segir í kennslubókum. Nú er svo komið aö mönnum finnst víöa löggjafarvaldið vera með putt- ana um of í framkvæmdavaldinu, og ekki nóg meö aö löggjafarvaldiö ráöi því hver f er með f ramkvæmdavaldið hver ju sinni, heldur er aö vasast í því meira eöa minna sjálf t. Einnig kemur það oft og einatt fram að bæði framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið virðast mega brjóta landslög, þegar svo sýnist, og án þess að til teljandi hneykslunar eða vandlætingar komi meðal lands- manna. Löngum hefur það verið landlægur óvani á Islandi að hafa þaö lög sem mönnum líkar. Nágrannalönd okkar búa við áþekkt stjórnkerfi, en þó vantar í is- lenskt stjómkerfi marga þá þætti sem þar viðgangast og ætlað er að hafa hemil á lögbrotum stjórn- valda. Einn mikilvægur þáttur er nokk- urskonar embætti lagaeftirlits- manns (lagakanslara í Finnlandi, Riksdagens justitieombudsman í Svíþjóð). Valdamikil embætti Þetta eru valdamikil embætti og gegna því hlutverki að hafa eftirlit með því að þjóðþing landanna og ríkisstjórnir fari að lögum, sömuleiðis eru þetta stofnanir sem geta sett þjóðhöfðingja fyrir rikis- rétt, þó að sjaldan hafi þau stórtíð- indi gerst. Til að skýra nánar með hvaða hætti embættismenn þessara stofn- ana starfa, er ekki úr vegi að taka dæmi af íslenskum atburðum. Fyrir jólaleyfi þingmanna voru samþykkt á Alþingi fjárlög, sem öllum bar saman um að brutu gild- andi lög um úthlutanir til sjóða, byggingarsjóða og sjóða náms- manna, svo dæmi séu tekin. Ef frumvarp þetta heföi verið lagt fram í Svíþjóö eða Finnlandi hefði það ekki fengiö að koma fyrir lög- gjafarsamkundu þessara þjóða, heldur lent aftur, endursent, á borði fjármálaráðherra, þar sem vin- samlega hefði veriö bent á að frum- varpið bryti í bága við gildandi lög. Fjármálaráðherra hefðu verið tveir kostir færir, annars vegar að leggja fram frumvörp um breyting- ar á þeim iögum sem fjárlagafrum- varpiö var í andstöðu viö, eöa breyta fjárlagafrumvarpinu í samræmi við gildandilög. Hefði fjármálaráðherra valið þann kostinn að halda frumvarpinu til streitu óbreyttu og án breytinga á gildandi lögum, hefði hann átt yfir höfði sér ríkisrétt. öll frumvörp Á sama hátt eru öll lagafrumvörp ríkisstjóma og þingmanna i þessum löndum látin ganga inn á þing yfir skrifborð þessa lagaeftirlitsmanns, sem sker úr um það hvort viökom- andi lagafrumvörp brjóti í bága við önnur lög sem í gildi eru, án þess að breyta þeim. Þessi aðferð gerir t.d. allar svonefndar lagahreinsanir óþarfar, lagasafnið helst hreint af sjálfu sér með nefndu fyrirkomulagi. Sömuleiöis bera menn allt aðra virðingu fyrir landslögum, þar sem stjómvöld ríða ekki á vaðið með lög- brot. Sömuleiðis er réttur ríkisstjórna í þessum löndum til að gefa út bráða- birgðalög mjög takmarkaður, og þarf helst að koma til algert neyðar- ástand í þjóðfélaginu til að unnt sé að setja bráðabirgðalög. Lagaeftirlitsmönnum þessum, sem hér hafa verið nefndir, ber, ef þeir geta þvi við komið, að sitja ríkis- stjórnarfundi og án undantekningar ríkisráösfundi. Ef ríkisstjórn tekur athugasemdir lagaeftirlitsmanns ekki til greina, er næsta aögerö hans að færa álit sitt í fundargerö ríkisstjórnar, því næst hefur eftirlitsmaöurinn samband við ríkissaksóknara og hæstarétt, með beiðni um viðeigandi aðgerðir að lögum. Þetta er því ótvírætt valdamikiö embætti, en því verður ekki beitt af geðþótta, það byggist á eftirliti með gildandi lagasetningum og kemur í veg fyrir lögbrot í stjórnsýslu. Auk þessara lagaeftirlitsmanna er svo fjöldi annarra lagaeftirlits- manna, sérstaklega í Svíþjóð, svo sem lagaumboðsmaður neytenda, al- mennings o.fl. Vrturlegrí lausn Það væri mun viturlegri lausn í íslensku þjóðfélagi að koma upp þessu embætti lagaeftirlitsmanns, í stað þeirra uggvænlegu tíðinda að nú hafi opinber nefnd lagt til að leggja niöur embætti ráðuneytisstjóra, slá BORGÞOR KJÆRNESTED FRÉTTAMAÐUR saman ráðuneytum og setja þau undir aðstoðarmann pólitísks ráðherra. Hér er verið að leggja til nánast eitthvaö sem jaðrar við einræðis- hugsunarhátt, þar sem oft á tíöum pólitískir framagosar æðstu ráða- manna þjóðarinnar eiga að fá öll völd yfir ráðuneytum landsins, stundum um fárra mánaða skeið, en allt að fjórum árum. Þá fer nú hugtakið „þingbundið lýðræði” að verða lítils virði í mínum huga. Það er von mín að sem flestir taki. þátt í umræðu um þessi mál, sem líkja má við eitt af fjöreggjum ís- lensks þjóöfélags. Kjallarinn Fáein oró um verk- falloghúsið eiíífa JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Viö sem komin eru á þann aldur að geta hvenær sem er, svo að segja, farið að heyra í hjartabílnum í fjarska, eða getum i versta tilfelli átt von á þeim svarta ambúlansi eilífðarinnar, sem hljóölegar fer, höfum eiginlega lokið, eða lifað sér- stakan kafla i efnahagssögunni; sumsé frá einni heimskreppunni í aðra. Sú fyrri varð að sögn meðal annars vegna þess að þá höfðum við ekki neina hagfræðinga, eða lærða hag- fræði, en sú síðari mun stafa af hinu gagnstæða, að við höfum hag- fræðinga, ef ég les blöðin rétt. Sú listgrein að stjóma efnahagslífi þjóöarinnar með sérstökum íhugunardeildum í bönkum og i stjómarráðinu virðist nefnilega aðeins æsa öldugang og sjávarföll í efnahagskerfinu, fremur en að stilla storma. Alveg sama þótt þetta sé tal- inn nútímalegur lífsstíll og nauðsyn- legur á öld peningafræða. En við greinum þó ekki þennan nýja lífsstíl aðeins i hagfræði, heldur á flestum sviðum. Hið eilífa hús hins fátæka manns hefur þannig orðið að víkja fyrir nýrri þjáningu með tvö- földu gleri og þakleka, þar eð íhugun af betra tagi telur að þök eigi að vera flöt á Islandi, eins og í öðram lönd- um, eins vel þótt úrsynningur sé annar hér og að bænir vorar fari því fremur skáhallt tii himna í austan. Fleira má telja, sem undan hefur orðið að láta. Meira að segja hafið, hefur í lærðri íhugun orðið að læstu fiskabúri, þar sem menn geyma tal- inn og ímyndaðan fisk sinn á skýrsl- um, þótt menn hafi annars frá alda öðli vitað, að það getur orðið upp- skerubrestur í Atlantshafinu, eða í heimshöfunum. Þótt á hinn bóginn heföi það verið ailsherjarregla á Islandi um aldir, að menn skyldu komnir að keipum sínum um kyndil- ■messu, eða daginn fyrir vetrar- vertíð, þá þýddi það samt ekki að fiskurinn í sjónum lyti sömu lög- málum. Fiskigöngur vora þá aðeins væntanlegar — ef þær þá á annað borð komu, sem gat verið undir hæl- inn lagt, allt eins vel þótt engir skut- togarar væru þá á hafinu, eða svo að segja á hverju heimili, eins og núna. Heldur voru hér aöeins svört ára- skip, gerð út úr ruddum vörum, eða sandi, og svo kannske fáeinir erlendir duggarar, sem fóra með lóðir og héldu sig utar. Menn áttu því ekki aðeins von á fiski, þegar þeir gengu í verið, heldur einnig fiskleysi, eða því að uppskeru- brestur hefði orðiö á hinum mikla akri, úthafinu, sem var þrisvar sinn- um stærra en öll lönd jarðarinnar, enda þótti mönnum nóg um, þegar það fréttist að höfin þekja rúmlega sjötiu hundraðshluta af yfirborði jarðar, eins og það heitir í prentaðri landafræði. Og nú virðast þessi fomu sannindi hafa gleymst líka, eins og kyndil- messan, og að þessu sinni á bak viö skrifborð íhugunarinnar, er talar i lágum hljóðum um sóknarþunga í fiskabúrinu sínu, meöan vestan- brimið stynur þungan við eyðilega ströndina. Nær alstaðar virðist eymd hafsins blasa við, að því er virðist. Bátar snapa gams, togarar fá naumast annað en ost og konupunga í vörpuna á eldbjargarmessu og koma svo að landi, þegar best lætur, með blá- gómu, nokkur tonn af lífsleiðum karfa, eða grálúöu, því engan þorsk er auðvitaö að fá við Island á þessum tíma, i landinu þar sem menn voru ekki kallaðir til vetrarvertíðar fyren um kyndilmessu, er fyrst var talin von um fiskigöngur. En það var náttúrlega á þeirri tíð, meöan hafið var höfuöskepna, en ekki aðeins skepna, sem setur alla skrifborðslega íhugun á vonarvöl og bankakerfið úr skorðum. Og við okkur sjálf er þarna að sakast, en ekki bolfiskinn. Við kusum það sjálf að yfirgefa hið eilífa hús til að komast undir hið flata þak hag- fræðilegrar ihugunar, sem þurfti skrifborð. Gott fyrir hjartað Við þessar aðstæður er sérkenni- legt að sitja við skriftir. Húsið á sléttunni er niðri og börnin að horfa á sveitasímann i sjónvarpinu. Komiö er myrkur. Samt er klukkan ekki nema sex. Uti brakar draugalega í frostinu. Jörð er alhvít og svört trén í kirkjugarðinum bæra ekki á sér, og það er eins og þau hafi frosið föst í þessa þjáningarfullu stellingu, eins og efnahagskerfið. Lærður maður var að tala um hjartaö í útvarpinu, en hjartað heyrir nú á dögum meira undir læknisfræði og hjartabila en skáld- skapinn og ástina, eins og i fyrri „Vonandi kemur því ekki tii átaka, eða mikiiia Leninverkfalla i Straumsvik þetta árið, meðan stór hluti íslendinga hugsar um það eitt að eiga fyrir mjólk." kreppunni. Þetta var gott erindi og fróðlegt, en meðal þess sem visindunum var ráðgáta, var það hvers vegna helm- ingur af 30 kaupsýslumönnum (ef ég man rétt) lifði af hjartaáfall, meöan aðeins tveir verkamenn lifðu slíkt af. Kannske vissi fyrirlesarinn ekki, aö þeir sem ekki voru alveg fluttir úr hinu eilífa húsi, sumsé ólærðir verka- menn, fóru yfirleitt ekki að kvarta um hjartaö hér áður fyren þeir vóru dauðir. Duttu þá niöur á orfin, féllu á jörðina, með kalt grjótið í fanginu, eða þeir vöknuðu ekki aftur í sólskini á árbakka, þar sem þeir höfðu áð út af svima. Og hesturinn hélt áfram að bíta og að bíða eftir jarðarförinni. En þetta er liðin tíð, þótt nú sé líka erfitt á Islandi. Erfiðara er að lifa í dag en það var í gær. Allir sjá þetta, líka þeir sem hafa íhugun fyrir stafni, lífróður bak við skrif borð hag- fræðinnar, þvi nú er alvaran sjálf á ferð. Alvara, sem ekki birtist aðeins skreiöarbændum, heldur öllum bændum, sem á sjávarbúskapnum lifa. Og það er kannske einmitt þá sem hið eilífa hús birtist upp á nýtt, með kyndilmessu, soðningu, ýsu- dúfum og kýrhraunum. Við þurfum nefnilega lífsbjörg núna, en ekki ráð. Matvæli og peninga í staðinn fyrir svartar skýrslur og hagtölur mánaðarins. Nær daglega berast okkur fregnir af því aö hundruðum manna hafi verið sagt upp störfum í fiskvinnu og iðnaöi, vegna þess að ekki er komin kyndilmessa með fiskigöngum, þótt búið sé að kalla menn undirkeipaog árar. Og á slíkum stundum vandast málin á Islandi; þegar stór hluti manna á ekki lengur fyrir mjólk eða brennivíni. Hálaunamenn í verkfall? Það hlýtur við þessar aðstæður að vekja furöu aö þegar þúsundir ganga atvinnulausar, eru þeir sem nafa vinnu, og betur borgaða en aðrir vinnandi menn, aö sagt er, aö búa sig til verkfalls. Allt eins vel þótt það geti skaöað þjóöina mikið. Einmitt núna. Er hér átt við starfsmenn í álverinu í Straumsvík, en blöðin segja að þeir heimti nú 40% kaup- hækkun. Að vísu mun það vera allt að því skylda að rangtúlka kaupkröfur launamanna á Islandi, þannig að örðugt er að segja tU um það, hvort þarna er veriö að fara í verkfall sér til skemmtunar eða ekki. Það alvarlega við málið var hitt, að nú stendur yfir nokkurs konar kyndilmessa stóriðjunnar á Islandi, en stóriðja borgar þó eftir allt saman hæstu verkalaun í landinu í dag, þrátt fyrir aðra ógæfu, samanber opinberar skýrslur. Verkfall þetta, ef af verður, mun draga dilk á eftir sér eða getur gert það. Orkuverin munu stöðvast inni á hálendinu, og hugsanlega getur þetta komið í veg fyrir stækkun álversins, í veg fyrir japanska aðild að þjáning- unni hjá jámblendinu í Hvalfirði, og þá virkjun Blöndu. G jört hafði veriö ráö fyrir að keyra orkuverin, sem fullbúin eru, með fullu álagi á þessu ári og álverið á fullu, en þaö gefur peninga, bæði þá aura, sem mældir era í mills og dollurum, og eins í peningaveltu á láglendinu. Þetta eru því ekki átök við Boge- sen, heldur varða þau þá heimspeki, sem stunduð var í hinu eilífa húsi, hins fátæka manns, sumsé að hugsað sé fyrir næstu dögum. Að vera kominn að keipum sínum á kyndil- messu, eða á réttum tíma. Vonandi kemur því ekki til átaka, eða mikilla Leninverkfalla í Straumsvík þetta áriö, meðan stór hluti Islendinga hugsar um það eitt að eigafyrir mjólk. Ennfremur mun það mælast illa fyrir ef hálaunamenn skemmta sér mikið í verkföllum, þegar margir þurfa að draga fram lífið á skóbótum þeim er menn nefna nú atvinnu- leysisbætur, ef þeir þá fá þær. Það skemmir á öörum stöðum líka, þótt það raski ekki stóriðjuplönum rikisstjórnarinnar. Það ber því að sýna aðgát núna, því við lif um á erfiðum tímum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.