Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 26
34 DV. FOSTUDAGUR 20. JANUAR1984. í gærkvöldí______í gærkvöldi Lítið áhugavert Ahugi minn á dagskrá ríkisút- varpsins í gærkvöldi einskorðaöist við kvöldfréttir og skoöanir Erlings Sigurðarsonar á islensku máli. Að vanda gerir ríkisútvarpið ekki mikiö til þess að tjalda sínu besta þá daga sem sjónvarpið sendir ekki út. Að minnsta kosti höfðaði áhugi norð- lenskra leikara á skáldinu frá Fagra- skógi ekki til mín né heldur er ég áhugamaður um ýmsa samleiki í út- varpssal. Þessi naflaskoðun norð- lenska útvarpsins er reyndar orðin til verulegra leiðinda og ég verð stöð- ugt sannfærðari um að Utvarp Akur- eyri ætti að verða staöbundin út- varpsstöð sem aðeins heyrðist til á Eyjafjarðarsvæðinu. Nær allt efni þess fjallar um Akureyri, norðlensk hreppamál og annað það sem vekur takmarkaðan áhuga okkar sem ekki þekkjum til þessara sveitahreppa. Því er ráðið að efla enn frekar Rás 2 og leyfa Norölendingum aö dunda við að útvarpa sínum áhugamálum fyrir sitt fólk með sínum norðlensku mállýtum. Ólafur E. Friðriksson. Andlát Hanna Amlaugsdóttir lést 13. janúar sl. Hún fæddist 29. júlí 1928. Hún sat í stjórn KFUK í 6 ár, lengst af sem rit- ari. Um árabil starfaði hún einnig sem sveitastjóri KFUK. I mörg ár starfaði Hanna við Borgarspítalann, en hún var rönkentæknir að mennt. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Bjarni Olafsson, þeim varð þriggja barna auðið. Utför Hönnu fer fram frá Neskirkju í dag, föstudag, kl. 15. Jón Jónasson frá Efri-Holtum, Lang- holtsvegi 18 Reykjavík, lést á heimili sínumiðvikudaginn 18. janúar. Margrét G. Guðmundsdóttir, Núpa- bakka 25 Reykjavík, andaðist í Land- spítalanum 18. janúar. Lára Kristin Guðjónsdóttir frá Kirkju- landi, Vestmannaeyjum, verður jarösungin frá Landakirkju laugar- daginn 21. janúar kl. 15. Alls 29árekstrar íReykjavíkígær: Tveirfluttir á slysadeild Alls urðu 29 árekstrar í Reykjavík í gær. 1 einum árekstranna urðu meiðsli á fólki. Það var í árekstri sem varð á gatnamótum Skógarhlíðar og Suöur- hlíðar um klukkan hálfátta í gær- kvöldi. Tveir voru fluttir á slysadeild, öku- maður og farþegi, sitt úr hvorum bílnum. DV er ekki kunnugt um hve meiðsli þeirra eru alvarleg. Loðnuskipin öllíhöfn Nú eru öll loðnuskip í höfn og ekki út- lit fyrir að þau fari aftur á veiðar fyrr en í næstu viku eða undir mánaðamót- in. Að sögn Andrésar Finnbogasonar, starfsmanns loðnunefndar, var enginn bátur úti i nótt og útlit fyrir næstu daga er vont. Hann segir menn orðna þreytta á aflaleysi og meiningúi sé að bíða svolítið áður en lagt sé út á ný. ,,Það þýöir ekkert að vera að rass- skella sjóinn,” sagði Andrés ímorgun. Þó.G. I dag er til moldar borin Laufey Markúsdóttir. Hún fæddist í Súðavík 3. ágúst 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Jónsdóttir og Guðjón Markús Kristjánsson. Arið 1945 giftist Laufey Bjarna Hálfdánarsyni og eignuðust þau fjögur börn. Utför hennar fer fram frá Fossvogskapellu kl. 15 í dag. Utför Jóhanns Kristjánssonar frá Bugðustöðum, Efstasundi 14, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudag, kl. 15. Kjartan Júlíusson rafmagnstækni- fræðingur lést 12. janúar. Utför hans fer fram frá Isafjarðarkirkju laugar- daginn21. janúarkl. 14. Sigurður Ólafsson, Hofi Grindavík, verður jarösunginn frá Grindavíkur- kirkju laugardaginn 21. janúar kl. 13.30. Sigurbjörg Björnsdóttlr verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík sama dag. Hjörtur Ólafsson, Furugerði 1, verður jarösunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14. Ferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12. Tilkynningar Sinfóníuhljómsveit l'slands Á morgun, laugardaginn 21. janúar, mun Sinfóníuhljómsveit Islands halda aukatón- leika og verða þeir í Háskólabíói og hef jast kl. 14.00. Á efnisskrá tónleikanna eru fjögur verk.það eru: J.C. Bach: Sinfónía í D-dúr. Mozart: Exultate jubilatemotetta. Bruch: Skosk fantasía fyrir fiðlu og hljómsveit. Brahms: Akademiskiforleikurinn. Þrír voru yfirheyröir hjá Sakadómi Reykjavíkur í Skaftamálinu svo- kallaða í gærdag. Það voru Skafti Jónsson blaöamaður og tveir hinna kærðu lögregluþjóna. Þriöji lögregluþjónninn sem kæröur var verður yfirheyrður hjá Sakadómi í dag. Þá mun sá varðstjóri er var á vakt, er umrætt atvik átti sér stað, Að þessu sinni koma fram með hljðmsveit- inni tveir burtfararprófsnemendur tónlistar- skólans í Reykjavík, þær Sigríður Gröndal og Sigríður Eðvaldsdóttir. Framkoma þeirra með hljómsveitinni er lokaáfangi burtfarar- prófsins. Þær stöllur munu innan skamms halda utan til framhaldsnáms. Stjórnanda tónleikanna, Pál P. Pálsson, er óþarfi að kynna. Hann er fæddur í Austurríki en hefur starfað hér á landi í meira en 30 ár. Páll hefur stjómað Sinfóníuhljómsveit Islands ótal sinnum, bæði innan lands og utan. Þorrablót í þrítugasta sinn Árlegt þorrablót Kvenfélags Lágafellssóknar verður haldiö laugardaginn 28. janúar næstkomandi, eða um aöra helgi. Er þetta í þrítugasta sinn sem þær kvenfélagskonur standa fyrir þorrablóti í Mosfellssveit. Hefst skemmtunin í Hlégarði klukkan átta en húsið verður opnað kl. 19.30. Að loknu borðhaldi spilar hljómsveitin SOS fyrir dansi til klukkan tvö. Inn í dansinn veröur fléttað heima- soðnum skemmtiatriðum að vanda. Miðasala og borðapantanir verða í Hlégarði mánudaginn 23. janúar og fimmtudaginn 27. janúarkl. 20. Á mánudagskvöldið fjölmenna þær kvenfélagskonur i Hlégarð til að baka laufa- brauð fyrir þorrablótið. A myndinni má sjá nokkrar þeirra við laufabrauðsbaksturinn í fyrra. 80 ára afmæli Fríkirkjunnar í Reykjavík 1 tilefni 80 ára afmælis Fríkirkjunnar í Reykjavik hafa verið gefnir út postuhnsvasar með mynd af kirkjunni. Ágóði af sölu þeirra rennur í orgelsjóð kirkjunnar. aöfararnótt 27. nóvember, mæta í dómsyfirheyrslu í dag. Eftir helgi, á mánudag, mun svo fyrsta vitniö fyrir utan Skafta verða yfirheyrt. Hvenær yfirheyrslunum lýkur er ekki vitað en ákveðiö verður jafnóðum, eftir því hvernig mól þróast, hverjir veröa yfirheyrðir. Vasarnir eru til sölu hjá eftirtöldum aðil- um: Islenskum heimilisiðnaði Hafnarstræti 3, Ágústu Sigurjónsdóttur, Safamýri 52, s. 33454, Áshildi Daníelsdóttur, Hjallavegi 28, s. 32872, Bertu Kristinsdóttur, Háaleitisbraut 45, s. 82933. Einnig í kirkjunni á viðtalstíma prests- ’ms. Opiö hús I vetur mun verða opið hús í Golfskálanum í Grafarholti á miðvikudagskvödum fyrir með- limi Golfklúbbs Reykjavíkur. Þar geta menn hist, spilað og teflt, leikið borðtennis eða horft á golfmyndir í video. Veitingar munu vera í boði. Eru allir kylfingar velkomnir. Minningarspjöld Minningarkort Foreldra- og styrktarfélags Tjaldaness- heimilisins „Hjálparhöndin” fást á eftirtöld- tim stööum: Ingu Lillý Bjarnad., sími 35139, Ásu Pálsdóttur, sími 15990, Gyðu Pálsd., sími 42165, Guðrúnu Magnúsd., sími 15204, blómaversluninni Flóru, Hafnarstræti, sími 24025, blómabúðinni Fjólu, Goðatúni 2, Garðabæ, sími 44160. Minningarkort Óháða safnaðarins verða tii sölu í anddyri kirkjunnar nk. föstu- dagkl. 13-15 og 16-17. Minningarkort Sjálfsbjargar fást á eftirtöldum stöðum. Reykjavík: Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16. Garðsapótek, Sogavegi 108. Verslunin Kjötborg, Ásvallagötu 19. Bókabúðin Álfheimum 6. Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v. Bústaðaveg. Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58— 60. Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22. Innrömmun og hannyrðir, Leirubakka 36. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Bókabúðin Olfarsfell, Hagamel 67. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra, Þverholti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu félagsins Hátúni 12, simi 17868. Við vekjum athygli á símaþjónustu í sam- bandi við minningarkort og sendum gíróseðla, ef óskað er. Styrktarfélag vangefinna Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, Bókabúð Braga, Lækjargötu 2, Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4 og 9, Kirkjuhúsinu, Klappar- stíg 27, Stefánsblómi við Barónsstíg og Bóka- verslun Olivers Steins, Strandgötu 31 Hafnar- firði. Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að tekið er á móti minningargjöfumí síma skrifstofunnar, 15941, og minningarkortin síðan innheimt hjá sendanda með gíróseðli. Þá eru einnig til sölu á skrifstofu félagsins minningarkort Barnaheimilissjóðs Skála- túnsheimilisins. Minningarkort Barnaspítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Versl. Geysir hf., Aðalstræti 2. Jóhannes Norðfjörð hf., Hverfisgötu 49. Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31 Hafnarfirði. Bókaversl. Snæbjamar, Hafnarstræti 4 og 9. Bókabúðin Bók, Miklubraut 68. Bókhlaðan Glæsibæ. Versl. ElUngsen hf., Ánanaustum Granda- garði. Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarstíg 16. Kópavogsapótek. Háaleitisapótek. Vesturbæjarapótek. Garðsapótek. LyfjabúðBreiðholts. Heildversl. Júlíusar Sveinbjörnssonar, Garðastræti 6. MosfellsApótek. LandspítaUnn (hjáforstöðukonu). Geðdeild Bamaspítala Hringsins Dalbraut 12. Olöf Pétursdóttir, Smáratúni 4 Keflavík. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. ■ Afmæli 85 ára er í dag Þórhildur B. Jóhannes- dóttir. Hún fæddist aö Víkingavatni Kelduhverfi 20. janúar árið 1899. Arið 1932 kvæntist hún Asmundi Eiríkssyni. Attræður er i dag séra Jakob Jónsson dr. theol. Hann þjónaöi Hallgríms- söfnuðu í Reykjavík í aldarfjórðung. Eiginkona hans er Þóra Einarsdóttir. Séra Jakob er að heiman í dag. -JGH Ráðherra haf nar kröfugerð BSRB —við erum f urðu lostnir, segir Kristján Thorlacius Fjármálaráðherra hafnaði í gær samningstilboði BSRB um 15 þúsund króna lágmarkslaun og 4,7% hækkun launa til að vega á móti minnkun kaupmáttarfrá 1. október síðastliðn- um. BSRB gerði einnig kröfu um að þ&nn kaupmátt skyldi tryggja með grunnkaupshækkunum á þriggja mánaða fresti en því var hafnað í gagntilboði f jármálaráðherra. I gagntilboði ráðherra segir að gera skuli samning er feli í sér 4% meðalhækkun launataxta en þó skuli gert ráð fýrir því að lágmarksdag- vinnutekjur félaga í BSRB veröi í samræmi við það sem um hefur samist milli ASI og VSl en lágmarks- laun í landinu eru nú tæpar 11 þúsund krónur. Tilboð fjármálaráðherra gerir ráð fyrir framlengingu sér- kjarasamninga óbreyttra og að samningurinn skuli gerður til eins árs. „Við erum furðu lostnir á þessum viöbrögðum,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB. „Þetta tilboö fjármálaráðherra er fráleitt og við höfum boðið honum að endur- skoöa afstöðu sina innan viku. Þaö blasir við öllum að kröfugerð okkar er í algjöru lágmarki og er sett fram með tilliti til ástandsins í þjóöfélag- inu, sérstaklega ástandsins í at- vinnumálum. Ef við tökum hana til endurskoðunar þá kemur hún ekki til meðaölækka.” Tilboð fjármálaráðherra um 4% meöalhækkun launataxta nægir ekki til aö hækka lægstu laun í 15 þúsund þótt öll hækkunin yrði notuð til þess. Vegið meðaltal hækkana samkvæmt kröfugerð BSRB mun vera á bilinu 8 ti!9%. ÖEF -------------------------------------------------- t Eiginmaður minn og faðir okkar, Jón Eðwald Kristjónsson, kaupmaður, Barmahlíð 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 1.30 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bentá Slysavarnafélag íslands. Guðlaug Alda Kristjánsdóttir Gísli B. Jónsson Kristrún B. Jónsdóttir Ágústa S. Jónsdóttir. Skaftamálid hjá Sakadómi: YFIRHEYRSLUR ÁFRAM í DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.