Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 18
26 DV. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1984. Við leigjum útglæsilegan veitingasal að Trönuhrauni 8 Hafnarfirði. Hentar við öll tækifæri, s.s. árshátíðir, afmælis- brúðkaups- og fermingarveislur, fundi og hvers kyns aðra mannfagnaði. öll veitingaaðstaða fyrirhendi. Upplýsingar og pantanir í síma 51845. SLIPIROKKUR Rafdrifnir 3stæröir. Þyngd 3-8 kg. Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Einhell vandaðar vörur SKERJAFJÖRÐ I 0G II HÁTÚN TÚNGÖTU • HÖFÐAHVERFI • BERGSTAÐASTRÆTI • GRUNDARSTÍG EINNIG VANTAR OKKUR SENDLA Á AFGREIÐSLU. VINNUTÍMI KL. 12-18 AD FULLU EÐA HLUTA. ATH. ÞARF AÐ HAFA HJÓL. Menning Menning Menning k'ALBAKKAR - ALBAKKAR s,æ,ðum- braudformsf. Simi 43969- 'V Ást, hjónaband, böm, — í þessari röð ing ja Anna er greind, hlaut hæstu eink- unnir í bamaskóla, en einkunnirnar fóru hríölækkandi eftir því sem þörf hennar fyrir aö þekkja sjálfa sig magnaðist meö vaknandi kynhvöt og í ljósi yfirlýsinga hinna stálpaöri skóla- félaga hennar um undarlega feörun. Bundin, líkt og af spennitreyju, af skoðanafestu sveitafólks sem ekki viðurkennir annaö orsakasamhengi en hiö stofnanabundna — og þá ekki þau áhrif sem maður hefur á annan. Erföir hafa séð fyrir þeim málum i eitt skipti fyrir öll, samkvæmt þeirri trú. „Þaö upplýstist aö lausaleiksbörn hættu aö vera lausaleiksböm ef presturinn las giftingarformálann á undan skímar- formálanum.. .” Skyggni er skýring- arheiti slíks fólks yfir innsæisgáfu, önnu þá t.d. sem aldrei nær svo langt að finna því orð sem hún nemur í fari sveitunga sinna og er þeim til vansa. Hún á langt í land meö aö uppfylla metnaö sinn úr bamaskóla, ætlaöi þá að veröa rithöfundur. Anna trúlofast sveitunga sínum og skólabróöur úr barnaskóla, dvelja um hríö á bemskuheimilum sínum eftir aö svo er orðið en þegar Anna veröur ófrísk flytja þau til Reykjavík- ur, setjast aö í leiguhúsnæði og maður- inn, Helgi, hefur iönnám. A því tíma- bili veröur Anna tveggja barna móöir og meðan „Helgi vinnur fyrir meistar- anum” aflar hún heimilinu tekna meö því aö gæta annarra manna barna auk sinna ,,sem ekki er vinna.” Þá er hafin hippa- og kommúnutíö í byggðarsögu borgarinnar, þau kommúnistar en verða „vinstri sinnar” og er lævísleg lýsingin á þeirri uppdráttarsýki sem oft leggst á róttækt hugsjónafólk sem lengi bíður árangurslaust stórtíðinda af vettvangi þjóömála. Virðing fyrir gömlum húsum veröur aöaláhugamál og ekki lengur færaflækja stéttabar- áttu; íhaldssemi auövitaö. Helgi er þröngsýnn vinnuþjarkur upp á gamla íslenska vísu, Anna gestrisin án tillits til efna eins og sveitasiöur var löngum. Þessum venslum bændasiðferðis og róttækni kemur þessi raunsæisskáld- sagaallvel tilskila. Um þaö leyti sem Helgi lýkur námi gerist ótryggt um húsnæðimál þeirra hjóna. Hann kýs þá að flytja í heima- hagana, hún er treg til þess og á þeim árum sem Helgi berst viö að húsa upp föðurarfleifð sína, hann hafði að sjálf- sögöu sitt fram, ríkir ósamlyndi meö þeim en ástríki fram að því. Ofær um aö sporna gegn þeim áhrifum sem umhverfiö hefur á hana, þaösníður henni mynd, persónuleika, sem er henni ekki eiginlegur, sem er henni framandi, nöldrar hún, hefur allt á homum sér og kemst þó ekki lengra en hafa á tilfinningunni aö eitthvað sé öðruvísi en þaö á aö vera. Bóndi henn- ar sér, eftir sex ára fjarveru, fram á mikla vinnu til að koma sér upp véla- kosti er svari til landbúnaðar sem orð- inn er um þær mundir einn hinn vél- væddasti í heimi. Og þrátt fyrir að hann dregur ekki af sér vaxa skuldir hans hjá kaupfélaginu af þessum ástæðum og þeirri að hann ávaxtar greiðslur fyrir afurðir sína hjá því á lægri vöxtum en hann greiðir sama aðila fýrir lán til uppbyggingar bús síns. Þær stundir sem hann hefur af- lögu tekur hann þátt í félagslifi sem enga stjórnmálalega merkingu hefur. Þaö segir ekki orö af höfundarmetn- aði önnu eftir að barnaskólanum sleppir. Þriöja bamið bætist viö þegar um hægist meö hin tvö og eftir tvisýna fæöingu fær hún þaö lifandi í hendum- ar. Og úr því er allt útlit fyrir að hún beygi sig fyrir kjörum sínum. Þeim andlega dauða sem sagan hermir í rauninni af. Akaflega áreitið háðsrit sem stendur fyrir sínu. þa UEM I HVERRI VIKU SÍMI27022 Sagan um önnu. Stefanla Þorgrfmsdóttir. Skóldsaga. 116 bls. Útg. Iðunn. Sveitasaga úr nútímanum. Stíllinn gamaldags. Ogþó. Heimsóknir sumarleyfisfólks um há- sláttinn, ættingjar og vinir em drifnir í heyskapinn. Rjómaskortur um jól sök- um ófæröar, bændur löngu hættir aö skilja heima („niðurinn í skilvindunni lifir hvergi nema í ljóöum”). Kaupfélagiö er orðið einskis manns, eflir sig sjálft á kostnað alls sem mannlegt er. Sveitaskóli undir strangri stjóm þröngsýnnar skóla- stým sem segir aö ekki skipti máli hvaða lifsstarf sé valið, öllu hvemig þaö er leyst af hendi. Það bryddir á mörgum þjóðlífseinkennum í þessari efnismiklu frásögn af umbrotatíð önnu frá Selsmýri, fyrstu áratugunum í ævi hennar, en viö það situr. Stíllinn er sérkennilegur. Dæmigerð athugasemd frásögumanns er þessi: „Þegar leið að jólum sýndi sig að Drottni hafði ekki fipast um stjóm veðurfarsins frá því sem var á hinum góðu gömlu dögum, og samgöngur gerðust erfiðar.” Af klisjukenndum athugasemdum af þessu tagi er svo mikið í sögunni aö stór vandræði em aö þótt hver um sig gefi varla tilefni til ófriðar. Hafi hinir gömlu dagar verið góðir getur markmið Drottins ekki hafa verið að gera mönnum þá sam- göngur erfiðar eins og gefið er í skyn með orðunum. En raðþrautin á ekki að ganga upp, gerir það ekki, höfundur er að hæðast að sljóleika, forheimskun þeirra sem hann lýsir, gerir það með því að slengja sisvona saman marklitl- um talsháttum þess fólks og gagnrýni á þá sem sjálf frásögnin ber með sér. Ádeila. Með undirmálum. Beisklega kaldhæðnum tón. Og þaðer gamla sagan: Varðaða leiö kemst stúlkubarn til manns, leiðin liggur um skóla, ferming er kenni- mark, barneign, gifting og svo sættir hún sig við hlutskipti sitt, húsmóöir og barnakona, og óvíst hvort hún sé lífs úr því þótt líkaminn sé það. Með einföld- um frásöguhætti kerlingabókanna, sem í eina tíð voru deiluefni, lýsir höf- undur í þessari fyrstu skáldsögu sinni heimilisaðstæðum önnu um það leyti sem hún kemur undir í ráðskonutíð móður hennar hjá Könum sem þá höfðu hreiörað um sig á fjalli ekki fjarri heimasveit síðarnefndrar. Og Bókmenntir Þorsteinn Antonsson umsvifalaust týnir hún þeirri reynslu í glitvefnað trúarlegra hillinga, kennir dótturina við föður sinn. Og á Selsmýri elst Anna upp hjá móður sinni og öðru skyldfólki og móðirin endurheimtir á meðan hreinleika sinn ef marka má gamla kenningu um skírlífi; viður- kennir þó ekki fyrir önnu annað en hún sé eingetin. Eg hélt að fólk þyrfti aö vera af kaupmannastétt til að vera lýst sem þvílíkum hræsnurum og gildir um sveitafólk þessarar sögu, A.m.k. af embættismannastétt. Eg veit ekki hvað Gestur Pálsson hefði sagt en broddunum er lætt inn í frásögnina meö likum hætti og sá sárbeitti höfund- ur gerði. Alténd er hér á ferðinni ádeilusaga um þröngsýnt sveitarsamfélag og læst frásögumaöur deila lífsskoöunum með því fólki að því marki að hann nái eyr- um þess. „Það er viðurkennd staö- reynd, að allar stúlkur dreymir um ást, hjónaband og böm — í þessari röð. Af þessu þrennu er, eins og allir vita, hjónabandið mikilsverðast, því að án þess getur hvorugt hitt almennilega blessast.” Þannig hefst sagan. Aum-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.