Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Blaðsíða 16
16 DV,..fVUJGAIWAGUJi lfi. KEBRtJAR J984. Tuttugu s/óöum Fyrir framtíðina Sunnlendingar Almennar umræður. Allir velkomnir. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN. Sjálfstœdisflokkurinn efnir til almenns stjórn- málafundar á Sudurlandi í Selfossbíói sunnu- daginn 19. febrúarkl. 16.00. Ræðumenn verða: Sólrún Jensdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson, alþingismaður — formaður alþingismaður — varafor- Sjálfstæðisflokksins. maður Sjálfstæðisflokksins. Sendibréf lír námsdvöl Elsku mamma! Þegar ég hóf guöfræðinámiö hér í Kaupmannahöfn óraði mig ekki fyrir því að þetta yrði svona kostnaðar- samt. Bækurnar eru bara svo dýrar héma. Ég reyni að stilla öllum matarkaupum í hóf eins og ég get. Kaupi pulsu og pulsu og síöan borða ég brauð og álegg. Bjórinn. Ja, lítið var en lokið er hugsaði ég í dag þegar ég vaknaði. Ég bragða ekki bjórinn aftur heldur drekk bara danska vatnið sem er ágætt ef maður heldur fyrir nefið þegar maður drekkur. Ég er dálítið svekktur út í pabba fyrir þessar dylgjur sem hann var með þegar þið hringduð í síðustu viku, eða var þetta ekki örugglega í síöustu viku sem þið hringduð? Við höldum voða mikið saman hérna nokkrir kátir Islendingar. Stundum mikið líkamsrækt og hlaup. Ég var kominn upp á gott lag með að hjóla en varö að selja hjólið mitt í síðustu viku vegna blankheita. Ég vona bara að námslánið nái hingað á réttum tíma. Ég er orðinn töluvert horaðri en ég var áður. Vertu samt ekkert að hafa miklar áhyggjur af mér. Maður lifir þetta vonandi af —. Strákur hérna er búinn að hóta því að berja mig ef ég borga ekki 1000 kall. Ég fór niður í skóla í síðustu viku. Það var ágætt. Ég skil krakkana ekkert sérstaklega vel ennþá — enda út- lendingur. Við höldum voða mikið saman hérna Islend- ingarnir eins og ég sagði. Jæja, ég er ekkert að hafa þetta lengra að sinni. Þú sendir kannski læri og gamla frímerkjasafnið mitt. P.S. Verið ekkert að hafa áhyggjur af mér. Það er þetta sem ég hata við kapitalismann. ó Við verðum að horfast i augu við það, frú Serensen: Þetta er ekki smávægilegt þyngdarvandamái. Þér eruð akfeitar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.