Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Page 19
DV.lXutíÁRDÁGtJR 18.FÉiÖftUÁR 1984.
lS'
verölaununum fyrir hann, eiginkon-
unni Danutu og Bogdan, 13 ára göml-
umsyni.
Þaö var sannarlega hátíöleg athöfn
sem fór fram þennan desemberdag í
háskólanum í Osló. Meö virðuleika las
Danuta Walesa ræðustúf, sem eigin-
maöurinn haföi samið til aö þakka
heiðurinn, ræðu sem vakti alla er á
hlýddutil umhugsunar:
„Þegar ég þakka fyrir þennan heið-
ur, sem mér er sýndur, vil ég taka það
fram aö ég lít á þetta sem viröingu viö
pólsku þjóðina. Þegar ég lít til baka
hefur nauðung, hatur og lygi oröið oft á
vegi mínum. Það hefur kennt mér að
líkamlegt ofbeldi leysir engan vanda.
Við óskum friðar og þess vegna gríp-
um við ekki til vopna. Viö þráum rétt-
læti og munum berjast tU sigurs án
vopna.. Hatur og blóö leysir engan
vanda.”
Eitthvað á þessa leið hljómaði orð-
sendingin frá Walesa af vörum
Danutu.
Hundruð blaðamanna víös vegar að
voru komnir. til Oslóar til að hylla
þessa hugrökku konu, sem hefur staðið
Danuta ásamt Bogdan, elsta syninum, i Osló við afhendingu fríðarverð-
launanna.
Lech Walesa hefur mikið verið i fjölmiðlum og oft hafa öll lætin i kringum hann tekið á fjölskylduna.
við hlið Lech Walesa gegnum súrt og
sætt. Hvorki fangelsanir, ofsóknir né
hótanir hæstráðenda í Póllandi hafa
náð aö buga þessi hjón.
„Þessi friðarverðlaun snerta ekki
einungis eiginmann minn og pólsku
þjóðina heldur allar þjóðir sem
berjast fyrir réttlæti,” segir Danuta.
„Við höfum ekkert val heima. Við
verðum að berjast til þrautar til að
halda því sem við þegar höfum náð.
Eitt skref aftur á bak getur þýtt að
Eining sé búin að vera. Við verðum því
að gæta að öllu og viðurkenna fyrir
sjálfum okkur að þessi barátta tekur
tíma, langan langan tíma.”
„Vorum ólýsaniega
hamingjusöm"
Danuta hreif alla með látlausri
framkomu sinni. Það má þvi meö
sanni segja að hún hafi komið, séð og
sigrað í Osló á dögunum. Hún þótti
vingjarnleg í framkomu, glaðleg og
ótrúlega róleg þrátt fyrir alla
athyglina sem hún vakti. Hún er
f jörleg þegar hún segir frá, hendurnar
eru á sífelldri hreyfingu til að leggja
áherslu á það sem hún hefur að segja.
Og tilf inningar hennar má lesa i andlit-
inu.
„Orðiö gleði er of vægt til orða tekið
þegar ég reyni að lýsa tilfinningum
okkar er við fréttum að Lech fengi
friðarverðlaunin,” segir hún. „Við
vorum ólýsanlega hamingjusöm. Það
var ekki einungis það að maðurinn
minn uppskæri árangur erfiðis síns,
heldur og hitt að þetta var alþjóðleg
viðurkenning á hugmyndum hans og
öllu sem hann berst fyrir.
En líf okkar breytist ekkert þrátt
fyrir þetta. Okkar lífsmáti og venjur
verða þær sömu eftirleiðis sem hingað
til. En ef ég á endilega að tala um áhrif
þá get ég ekki neitað því að á stundum
hefur allt þetta umstang tekið á fjöl-
skylduna. Áhugi fólks, jafnvel þeirra
sem vilja manni hvað best, getur verið
ofmikill.”
Bóndadóttirin
Danuta er bóndadóttir sem ólst upp í
sveitaþorpi skammt frá Varsjá. 19 ára
gömul kom hún til Gdansk og fékk
vinnu í blómabúð. Dag einn kom hinn
sex árum eldri Lech Walesa inn í
blómabúðina. Það varð þó ekki ást við
fyrstu sýn, eins og þar stendur, að
minnsta kosti ekki hvað Danutu við-
kemur:
„Eg hafði ekki minnsta áhuga á
honum. Eg er heldur ekki þannig gerð
að ég taki því fyrsta sem býðst. En
hvað um það, hann hélt áfram að koma
í búðina og ári seinna vorum við gift.”
Nú búa þau ásamt börnum sinum
sjö, Bogdan, sem er 13 ára og fór með
mömmu sinni til Oslóar, er elstur, í 110
fermetra íbúð í úthverfi Gdansk,
Zaspa.
„Hann lætur mig að mestu um
barnauppeldið, enda segist hann hafa
35 milljónir Pólverja á sínum snærum,
svo ég geti hugsaö um þessa sjö!
Stjómmál ræðum viö h'tið á heimilinu.
Þaö kemur fyrir að Lech spyr mig um
hvað mér finnist um þessa og hina
ákvörðunina. Á þann hátt hef ég
kannski pínulitil áhrif á gang mála en
að öðru leyti vil ég helst vera í eldhús-
inu, þar sem ég ræð ríkjum.”
Stolt á báða bóga
Lech Walesa hefur sagt um Danutu:
„Þó ég sé kannski höfuð fjölskyldunn-
ar er það Danuta sem snýr höfðinu. Eg
er stoltur af henni. Hún er tákn þeirra
pólsku kvenna sem verða að sætta sig
viö að eiginmennirnir sitji bak við lás
og slá. Það hefur verið erfitt hjá
Danutu þegar ég hef setið inni, en hún
hefur staðiö sig eins og hetja og í mín-
um augum verður hún stöðugt fallegri
og fallegri. Auðvitað er Eining líf mitt,
en það eru Danuta og bömin lika. Án
þeirra gæti ég þetta aldrei.”
Andstætt eiginmanninum sparar
Danuta stóru orðin. Hún vill helst vera
á bak við tjöldin. Heimsóknin til Oslóar
og fundirnir með heimspressunni voru
undantekning þar á. Það var greinilegt
að hún óskaöi þess heitast aö komast
sem fyrst heim til bamanna og Lech
sem hún er ekki síður stolt af en hann
afhenni. -KÞþýddl.
Konudagurínn er á morgun
G/æsi/egt úrva/ afskorinna b/óma
SENDINGAR
AF GJAFAVÖRUM
B/óma- og þurr-
skreytingar við
ÖH tækifæri
SJÓMENN Á HAFI ÚTI!
Þið hríngið og við sendum
BREIÐHOLTSBLÓM
Arnarbakka 2. Simi 79060.