Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Qupperneq 40
Samningaviðræður ASI og VSÍ:
Litlar líkur á
samkomulagi
—þrátt fyrir stöðuga f undi í gær
„Þessir fundir í dag hafa ekki auk-
ið bjartsýni mína á að samkomulag
náist,” sagði Björn Þórhallsson,
varaforseti Alþýðusambands ís-
lands, er DV haföi tal af honum eftir
samningafundi ASI og VSI sem stóðu
með hléum í allan gærdag.
Samningafundir munu halda áfram
í dag og samningsgrundvöllur
verður að liggja fyrir á morgun þar
sem formannafundur ASI hefur
verið boðaður til að taka afstöðu til
þeirra tilboöa sem liggja fyrir. Þá
hefur sambandsstjómarfundur
Verkamannasambandsins verið
boðaður i dag og formannafundur
Verkamannasambandsins verður
haldinn í fyrramáliö. Miklar líkur
eru á að Dagsbrún kjósi að standa
utan við þessa samninga.
Samkvæmt heimildum DV munu
vinnuveitendur bjóða sams konar
tilboð og fjármálaráðherra hefur
gert BSRB þannig að lágmarkslaun
verði 12 þúsund krónur og almenn
launahækkun verði 4%. Ríkisvaldinu
verði síðan falið að bæta hag hinna
lægst launuðu með bamabótaauka
og hækkun bamalífeyris. Helst hefur
verið rætt um að samningstími verði
ekki skemmri en 14 mánuðir. Nokkur
ágreiningur er um áfangahækkanir á
samningstímanum en ASI mun sækj-
ast eftir að hækkanir verði tíðari en á
þriggja mánaða fresti.
Innan ASI mun vera lítil samstaða
um að hinir lægst launuðu fái sér-
stakar launahækkanir i kjarasamn-
ingum sem yrði þá á kostnað
annarra, heldur er sjónum beint að
því að þeir fái úrbætur um
tryggingakerfið. Ríkisstjómin hefur
enn ekki samþykkt neinar slíkar að-
gerðir en í þeim dæmum sem sett
hafa verið upp á samningafundum
ASI og VSI hefur kostnaður ríkis-
sjóðs við hækkun barnabótaauka,
bamalífeyris og annarra félagslegra
aðgeröa numiö 300 til 600 milljón-
umkróna.
Heimildarmenn DV innan verka-
lýðshreyfingarinnar töldu aö litlar
likur væru til þess að þau verkalýðs-
félög sem hefðu lægst launaða fólkið
innan sinna raða myndu samþykkja
samninga sem væm á þeim grund-
vellisemnúlægifyrir. ÖEF
Hrafninn f lýgur:
Dræm aðsókn Grjónagrauturínn
hans Steingríms
Dræm aðsókn hefur verið að kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafn-
inn flýgur, rúmiega 6000 manns hafa
þegar séð myndina en 70.000 þarf til að
endarnáisaman.
„Vonandi er þetta færðinni að
kenna,” sagði Hrafn, „aðsókn hefur
verið ágæt þegar fært hefur verið um
bæinn, annars ekki. Hitt er ljóst að ég
held ekki áfram að gera kvikmyndir
nema ég nái bróðurpartinum af
þessum 70.000 áhorfendum í hús. Is-
lenskir kvikmyndageröarmenn eiga
meira undir almenningi komið en
stjórnvöldum.” -EIR.
— þykkuroggóður
LUKKUDAGAR
18. febrúar
1797
FLUGVÉLARMÓDEL FRÁ
I.H. AÐ VERÐMÆTI
KR.650.
Vinningshafar hringi í síma 20068
Eins og alþjóð er kunnugt þykir
Steingrími Hermannssyni grjóna-
grautur ákaflega góður og var hann oft
á borðum á æskuheimili hans.
„Maður verður hraustur og hress af
grjónagraut,” sagði forsætisráðherr-
ann í samtali við DV í gær.
„Grauturinn sem ég borðaði í æsku var
ósköp venjulegur og það sama má
segja um grjónavellinginn sem konan
mín býrtilídag.”
DV sneri sér til eiginkonu forsætis-
ráðherrans, frú Eddu Guðmunds-
dóttur, og falaðist eftir uppskriftinni
sem hún lét góðfúslega í té: „Eg set
hýðishrísrjón, ekki þessi hvítu, í vatn
og sýð í um það bil fimmtán mínútur
Þá helli ég vatninu af að mestu og sý<
grjónin á ný í ríflegri mjólk í aðrai
fimmtán mínútur. Potturinn tekinn al
hellunni, sett á hann lok og hann látinr
standa í klukkutíma. Síðan sýð éf
grautinn í klukkutíma viö lágan hita og
set mjólk í eftir þörfum. Gæta ska
þess að hræra oft og vandlega
grautnum á þessu stigi málsins. Ai
lokum bæti ég svo rúsínum og dálitli
af salti út í og ber grautinn fram heitar
með kanilsykri og mjólk. Þetta éi
þykkur grjónagrautur.”
DV þakkar Eddu fyrir uppskriftina.
-EIR.
Frú Edda Guðmundsdóttir undirbýr grjónagrautinn landsfræga handafor-
sætisráðherra.
DV-myi\d GVA.
LOKI
Á skíði, allir sem vellingi
geta valdið.
Bókaklúbburinn Veröld:
Allar bækur innkallað-
ar og viðskiptum hætt
Aðildarforlög bökaklúbbsins
Veraldar hafa sent öllum bóksölum
landsins orðsendingu þar sem
tilkynnt er að bækur forlaganna
veröi innkallaðar og öll viðskipti
stöðvuö við þær bókaverslanir sem
endursenda bækur þær sem þær hafa
haft i sölu á sama tíma og sömu
bækur hafa verið til sölu hjá bóka-
klúbbnum Veröld með 30% afslætti.
Segir í fréttatUkynningu um þetta
mál að slík sala með afslætti tU
félagsmanna í bókaklúbbum sé
heimU samkvæmt samningi Félags
íslenskra bókaútgefenda og Félags
bókaverslana. Bókaklúbburinn
Veröld hafi því á engan hátt brotið
samkomulagið en tilmæli fundar í
Félagi bókaverslana um endur-
sendingu slikra bóka séu hins vegar
ótvírætt brot á honum. Aðildarforlög
Veraldar sætti sig ekki við að
umræddar bækur verði endursendar
og kjósi frekar að innkalla aUar
bækur sínar frá þeim verslunum sem
vUdu endursenda bækur og hætta við
þærviðskiptum.
-ÖBG.
Samningum lokið
á Grundartanga
Undirritaður hefur verið samningur
mUU framkvæmdastjómar Islenska
jámblendifélagsins hf. og þeirra
verkalýösfélaga sem aðild eiga aö
hinum almenna kjarasamningi í jám-
blendiverksmiðjunni á Grundartanga.
Samningurinn er óbreyttur frá því
sem verið hefur miöað við venjuleg
afköst verksmiðjunnar en hins vegar
er tekið upp ákvæði sem mun færa
starfsmönnum auknar tekjur þá
mánuði sem framleiðslumagn og
framleiðni er meiri. Þá er samið um að
grunnkaupsbreytingar sem verða
kunna á almennum vinnumarkaði á
samningstímanum komi núverandi
launum til hækkunar á þeim tímum
sem þar um semst. Samningurinn
gildir frá 1. janúar síðastliðnum til 1.
mars 1985. -ÖEF.
Frjalst ohaö dagblaö
LAUGARDAGUR 18. FEBRUAR 1984.
27022 AUGLÝSINGAR
SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR
AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
_______ÞVERHOLTI11__
86611 r«tstjórn
UUW 1 I SIÐUMULA 12-14
AKÖREYRI
SKIPAGÖTU 13
AFGREIÐSLA (96)25013
BLAOAMAOUR (96)26613
FASTEIGNASALA BOLHOLTI í
Símar 38877, 687520
og 39424