Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 3
sparneytinn virðulegur sprettharður þægilegur Það hefur löngum þótt gott í okkar harðbýla landi að húsdýr vœru létt á fóðrum. Á bílaöld er mikið lagt uppúr því að þarfasti þjónninn, sjáfur bíllinn, sé léttur á fóðrum. UNO er mjög sparneytinn allt niður í 4.3 lítra á hundraði í venjulegum akstri og er að auki mjög rúmgóður. Þessvegna komast margir langt fyrir lítið á UNO. UNO er afburða vel hannaður ítalskur bíll. Glöggt dæmi um nœmi ítala fyrir formfegurð, þar sem notagildi er haganlega ofið inní listrœna heildarmynd. UNO er fallegur og virðulegur, enda byggður á listaarfi liðinna meistara með háþróaðri tœkni nútímans. Það er góð tilfinning að sitja undir stýri í bíl sem leikur í höndum manns. UNO er einmitt slíkur bíll, fisléttur, spettharður, kraftmikill, framhjóladrifinn og liggur vel á vegi. UNOfékk 9.5 í einkunn fyrir aksturseiginleika hjá Auto Motor und Sport og segir það kannski mest um hvílíkur gœðingur þessi bíll er. í UNO þrengir ekki að höfði og herðum stórra og þrekinna manna hvað þá þeirra sem nettari eru. Rýmið í bí/num er ótrúlega mikið og framsœtið fellur svo vel fram að það er líkast því að þú gangir til sætis í breiðþotu þegar sest er afturí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.