Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984. 21 Viö vissum aö morðinginn hafði gengið frá leigubílnum upp á götuna og hann heföi getaö tekið strætisvagn nokkrum hundruöum metra neðar í götunni. Viö létum kanna hvort hann heföi komiö í verslunina, sem opin var ailan sólarhringinn, en þar haföi enginn séö mann í blóöugum fötum þessa nótt né heldur neinn annan sem gaf tilefni til aö ætla aö þar væri morðingi. A rannsóknarstofunni fundu lög- reglumenn blóðugt fingrafar í leigu- bílnum. Það var gengið úr skugga um aö þaö tilheyrði ekki Chaves. En þaö kom ekki heim og saman viö nein fingraför sem voru á skrá lögregl- unnar. Meö þessa vitneskju settumst við Maloney niöur og mátum stöö- una. Það eina sem viö höföum var fót- spor eftir skó af óvenjulegri gerð og þetta fingrafar sem ekki var til á skrá. Við sáum fram á aö þetta yröi erfitt mál aö leysa með svo litlum vísbendingum. Við skipulögöum hvernig viö ættum aö standa að rann- sókninni. Næsta skrefiö var aö tala við framkvæmdastjóra leigubíla- stöövarinnar til aö komast aö þeim upplýsingum sem hann byggi yfir um Chaves. Hann sagöi okkur aö Chaves væri mikill friösemdar- maöur sem ekki væri líklegur til að afla sér óvina. Hann var fráskilinn, bjó einn og vann mikiö. Þetta kvöld var fríkvöld hans en hann haföi óskaö eftir því að fá að vinna eins og hann haföi oft gert áöur. Fram- kvæmdastjórinn hafði látið kanna hvort einhver annar leigubílstjóri hefði séð farþegann sem Chaves tók síöast upp i bílinn. Einn bilstjóranna hafði sé Chaves taka upp farþega um klukkan 21.30 um kvöldið en ekki haföi hann getaö séö hvernig hann leit út. Hann hélt þó aö þessi farþegi heföi verið karlmaður á miöjum aldri en þaö gaf ekki neina vísbend- ingu. Áherslan lögð á mynd af skósóla Fótsporið var þá tekið fyrir. Viö sendum mynd af því til allra skó- framleiöenda í Bandaríkjunum sem við gátum haft uppi á. Einnig sendum við mynd til allra lögreglu- stöðva og allra fangelsa og óskuðum eftir því aö fangaverðir aögættu fóta- búnaö þeirra fanga sem kæmu í um- sjá þeirra. Síöan höfðum við sam- band viö þá sem önnuðust gæslu landamæranna og óskuðum eftir aö þeir skoöuðu skósóla allra þeirra hundraöa Mexíkana sem voru hand- teknir á hverri nóttu við að laumast yfir landamærin. Eg vissi að allt lög- regluliöiö myndi sýna meiri aögæslu ef þaö heföi vísbendingu um hvaöa skógerð þaö væri aö leita aö. Eg fór því í allar skóverslanir í bænum, 14 talsins, og reyndi að finna skó með samskonar mynstri á sólanum og því sem viö fundum viö leigubílinn. Mér reiknast til aö ég hafi skoðað um 12 þúsund skópör áöur en ég gafst upp, án árangurs. Viö Tom Maloney vorum þreyttir þegar viö fórum aö sofa á sunnu- dagskvöldiö. Við höfðum gert allt sem í okkar valdi stóö til að leita uppi morðingjann og hafa uppi á sönnungargögnum gegn honum, en allt sem við stóöum uppi meö var fingrafariö og mynd af skósóla. Eg var aö hugsa það áður en ég sofnaði aö heppnin ætlaöi ekki aö veröa okkur hliöholl í þessu máli. Nýjar upplýsingar á öðrum vettvangi En ég vissi ekki aö á sama tíma og þessar hugsanir runnu í gegnum huga minn voru tveir lögreglumenn í San Diego aö hefja sína heföbundnu eftirlitsferð um borgina. Þeir höföu aldrei heyrt um Rodrigo Chaves og þeir höföu ekki ennþá fengið í hendurnar upplýsingamar um skó- sóla moröingjans sem viö höfðum ný- veriö sent út. Þeir Alan Hayward og James Chesshir sinntu hefðbundnum störfum fram eftir nóttu. En um klukkan 4 um nóttina, þegar fór að hægjast um, ákváöu þeir aö fara gangandi í eftirlitsferö um Balboa- garðinn ef þaö kynni aö afstýra ein- hverjum glæpum þar. Garður þessi var alræmdur fyrir árásir, rán og nauðganir. Lögreglumennimir höföu ekki lengi gengiö í garöinum er þeir komu auga á mann sem lá á bekk og virtist sofa. Þeir gengu rólega aö honum og ann- ar þeirra spymti lauslega viö honum fæti. Þeir vissu aö maður sem sefur úti í garöi eins og þessum er var um sig og er til allra hluta liklegur ef hann verður hræddur. Þeir hörfuðu því nokkur skref afturábak til aö gefa honum færi á aö átta sig. Maðurinn sneri sér þegar viö þeg- ar spymt var viö honum og horföi með skelfingars^vip á lögreglumenn- Roger Pruett sjóliði. Rannsóknarlögreglumenn töldu að með honum hefðu verið grafnar mikilsverðar upplýsingar. ina tvo. Lögreglumennirnir skipuöu honum aö standa upp og sýna persónuskilríki. Angistin lýsti úr andliti hans. Chesshir var undrandi á þessu og reyndi að vera sérstak- lega vingjamlegur er hann endurtók beiðnina um persónuskilríki. Maöur- inn stakk höndinni varlega inn undir jakkann og Chesshir baö hann aö taka höndina varlega út aftur. Sjálfur greip hann um skammbyssuna þar sem honum leist ekki alls kostar á óttasvipinn á manninum. Maöurinn hikaöi andartak og augu hans flöktu milli lögregluþjón- anna tveggja. Hann stóö varlega upp og færði sig örlítiö afturábak um leiö og hann dró höndina undan jakkan- um. Hayward skipaði honum þá aö stoppa og sjálfur greip hann til skammbyssunnar. A sama auga- bragöi reif maöurinn skammbyssu undan jakkanum og skaut að Hay- ward, en skotiö geigaði rétt framhjá höfði hans. Síöan tók hann á rás út i myrkrið. Lögreglumennirnir skutu báðir á eftir honum og hann komst ekki langt áður en hann féll hel- særðurtil jaröar. Chesshir og Hayward vora undrandi á þessum viöbrögðum. Meðan þeir biöu eftir sjúkrabíl reyndu þeir aö geta sér til um hvaö þeir hefðu gert rangt eöa hvað í fari þeirra heföi getað vakiö þessi hastar- legu viöbrögö. Þeir urðu einskis vís- ari eftir þær vangaveltur. Skórnir k'oma í Ijós Maöurinn var þegar færöur á sjúkrahús. Föt hans og skilríki vora tekin í vörslu lögreglunnar til athugunar. Hann reyndist heita Rog- er Alan Praett, 27 ára gamall sjóliöi frá New Orleans. Hann lést á sjúkrahúsinu 11 klukkustundum eftir skotbardagann án þess aö hafa kom- ist aftur til meðvitundar. Lögreglan var því engu nær um ástæðurnar fyrir því aö hann skaut á lögreglu- mennina. En þegar Ybarrando lögreglufor- ingi ætlaöi aö fara aö skrá þá hluti sem hinn látni hafði meðferöis rak hann augun í skóna sem lágu á borð- inu fyrir framan hann. Þaö voru vandaðir íþróttaskór meö nokkuð óvenjulegu lagi. Hann lét sækja myndina sem við höfðum látið senda út af skófarinu sem fannst við leigu- bílinn. Myndin og skór Pruetts voru eins. Eg komst aö því síðar aö skór þessir voru keyptir á Filippseyjum og voru ekki til sölu í Kalifomíu. Það var því ekki furöa að mér gekk erfið- lega aö finna þessa skó í þeim 12 þúsund skópörum sem ég skoöaði. Viö ókum til San Diego til aö sækja skóna. Við fengum einnig hníf sem fannst í vösum Praetts. Hann var meö 20 sentímetra löngu blaði. A hnífsblaðinu mátti greina örlítinn blóöblett. Viö létum einnig taka fingraför af líki Pruetts þannig aö viö gætum boriö saman allar upplýs- ingar. Skýringar undir grænni torfu Þegar við komum til Chula Vista pössuöu allar upplýsingarnar inn í myndina. Blóöið á hnífnum var af* sama blóðflokki og leigubílstjórinn, hnífsblaöið var af sömu lengd, skó- sólinn var sá sami og viö höföum myndað fyrir utan leigubilinn um nóttina og þaö sem mestu* skipti, fingrafarið sem við tókum í leigu- bílnum var nákvæmlega eins og fingrafar Pruetts. Eg var ánægöur meö aö hafa leyst málið. Bæöi hvað það varöar aö hafa fundið morðingjann og eins aö hafa fundiö skýringu á því fyrir lögreglu- mennina tvo í San Diego hvers vegna maðurinn á bekknum réöst á þá meö svo mikilli heift. Þaö hefði veriö óþægilegt fyrir þá aö fá aldrei á því skýringu. En ég var samt ekki full- komlega ánægður þar sem ég skildi ekki hvernig Pruett haföi dottið í hug aö fremja þetta morö. Hann hafði ekki neina sýnilega ástæðu til þess. Hann haföi aðeins nokkra dollara upp úr krafsinu. En svariö viö því var grafið með Roger Alan Pruett. HÚSBYGGJENDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. rtagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Adrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð- plast/glerull. Borgarnesi simi 93-737011 KvöW$fmi oy helgarsfmi 9$7-73£5 BORGARPLAST HF ÍT VANDINN LEYSTUR Handhœg lausn til ad vardveita bladid. Hálfur árgangur í hverja möppu Fást á afgreidslu Úrvals, Þverholti 11, sími (91) 27022 og hjá Bindagerdinni, Skemmuvegi 22, • símar (91) 77010 og (91) 35468

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.