Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984. 23 Þaö er skrýtiö hve jamaiski reggaetakturinn nœr tökum á fólki um allan hcim. Helfrosnir íbúar noröurfrerans komast meira að segja ekki hjá því að hrífast þegar lokkandi reggaetaktur frá Suður- höfum læöist inn í hlustina. Fáir eru þeir þó hérlendis sem þekkja meira til reggaesins en Bob Marley, Peter Tosh, Robbie Shakcspeare og Sly Dunbar og kannski tvö þrjú nöfn í viöbót. En hljómsveitirnar og lista- mennirnir skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Og áhrif reggaetónlistar eru öllum þeim sem til þekkja næsta kunn. Þeir sem teljast sérfræðingar í reggae eru sammála um aö um Hvert stefnir þaö? Helgarpopp í dag og þaö næsta í minni umsjón (aö tveimur vikum iiðnum) verða iögö undir grein eftir reggaespesiaUsta bandaríska tímaritsins Musician, Roger Steffens, þar sem hann út- málar stööu þess á því herrans ári 1984. Viö gcfum honum orðiö og rétt er að geta þess að frásögn Steffens er stytt og umoröuð. Vonandi að skoðanir hans komist þó sæmilcga til skiia. Þegar rætt er um reggaemúsík er ekki verið að tala um rokk eða popp enda þótt vinsældir reggae séu engu minni. Reggae er sérstök menning, sannfæring, barátta gegn illum öflum Babylons. Af þeim sökum eru reggaetextar uppfuUir af trúar- kenningum, slagorðum og spá- dómum. Þar er enginn skyldleiki meö innihaldslitlu rokki og poppi. I nútíð fæst reggae við dauöann. „Ever-living, ever-loving Jah” sagði Bob Marley. Tveimur og hálfu ári eftir dauða sinn er hann enn leiðtogi reggaetónlistar og -menningar. Hann er ekki guð í hugum rastanna, líklegar spámaður. En burtkaUaður spámaður er ekki í aðstöðu til að leiða heilan menningarheim hérna megin tilverunnar. Reggae hefur enda veriö sem höfuðlaus her hátt á þriðja ár. Enn eru gefin út lög á Jamaica með nöfnum á borð við „Send Another Bob Marley”. En er mögulegt að einhver taki upp merki Marleys og marki brautina? Er annar Elvis þarna einhvers staðar? Eöa annar Lennon? Að líkindum ekki. ,3ob Marley var mikilvægasti svarti maðurinn á þessari jörð. Auðvitað urðu þeir að drepa hann,” er haft eftir gamalU Kingstonkempu. Þegar farið er út á þá hálu braut að velta fyrir sér hvert reggae stefni og hverjir séu líklegastir til að halda merki Marleys á lofti verður að hafa í huga að í raun á enginn skilið að komast þangað með tæmar sem Marley hafði hælana. Og þegar aUt kemur til alls eru það reggaeað- dánedur út um allan heim sem koma til með að velja eftirmann eða -menn hans. Marley söng ekki vegna pening- anna. Hann var á vissan hátt trú- boði, boðaði trúna á Jah hinn mikla og kom boðum hans á framfæri. Og viðtökurnar voru með eindæmum. Tónlistin varð baráttutákn minni- hlutahópa og kúgaðra, hún sam- einaði svarta, brúna, rauða, gula og hvíta, þurrkaði út öll landamæri lit- arhátta. Og tónlistin sem slík, hinn þungi og áleitni reggeataktur féll alls staöar í kramið. Allir sem heyrðu í Bob Marley sáu eitthvað við hann, hann fékk fólk til að hlusta. En hver var árangurinn? Reggae er ekki leikur. Markmiðið er að breyta heiminum. Það er rödd þess sem orðið hefur undir. Og það er einmitt meiningarlaus textagerð sem heist hefur orsakað þá stöðnun sem reggae hefur búiö við um nokkurt skeiö. Eins og rokkið siöustu tíu ár, er reggae í hættu — það er hætt að endurnýja s jálft sig. „Frelsishugsjón 7. áratugarins hér á Jamaica er horfin, gamli rasta- fílingurinn frá síðasta áratug er líka horfinn,” segir Stephen Davies, skrásetjari ævisögu Marleys. „Þaö kemur nýtt sánd með nýrri kynslóö, sem nú er að vaxa úr grasi — við stöndum einmitt á vegamótum — tón- listin hljómar öðruvísi í eyrum bama 9. áratugarins en áður,” er haft eftir öörum Marleypælara, Timothy White. Warren Smith, eigandi lítils reggaefirma i San Francisco segir: „Eg skelli skuldinni á óraunsæja afstöðu ungra listamanna á Jamaica. Peningakröfur þeirra eru of miklar og þeir vilja helst drukkna í hljómleikaferöum. Hvað verður þá af sál tónlistarinnar? ” Raunar er það svo að á sjálfri Jamica er erfiðara en nokkru sinni að lifa af því að vera reggaelista- maður. Aðgangur að tæknilegu hliðinni er mjög takmarkaður. Aðeins eitt stúdíó á eynni stendur hljómsveitum til boða. „Pródúser- ar” telja ódýrara aö fljúga einn eftir- miðdag til Miami og taka upp nokkur lög. A blómatíma reggaesins, á síðustu árum 7. áratugarins, seldist hitlag í 60—70 þúsundum eintaka á svipstundu. I dag telst gott ef örfáar dægurflugur ná yfir 10 þúsund. „Food music” var bransinn eitt sinn nefndur; listamaðurinn sem ekki hafði fengið að éta sæmilega í nokkr- ar vikur, jafnvel laminn í klessu af Babylon (lögreglunni) á leið í stúd- íóið, varð að gera lag sitt svo gott að það skilaöi hagnaði og þar með lífs- björg fyrir hans nánustu. Oft tók það aðeins klukkustund að taka upp 4 lög og er þá innifalinn sá tími sem það tók að kenna bandinu sönginn. „01 miklar vinsældir spilla venjulega tónlistinni. Hafi Jamaica- menn áhuga á slikum vinsældum verða þeir að breyta um stíl. En á móti kemur að þá verður það ekki sama tónlistin og náð hefur þeirri út- breiðslu sem hún þó hefur í dag.” Orð Mel Cheplowitz, útvarpsstjóra reggaerásar í Bandarikjunum. Reggaelistamenn eru með margs- konar þreifingar i gangi og leita nýrra leiða. Þeir hafa blandað reggaeáhrifum frá Suður-Ameríku, og vélrænnar, tilraunakenndrar tónlistar frá Vesturálfu og allt þar á milli. Omögulegt er að vita hvar þetta endar. Við skulum litast um og • virða fyrir okkur það helsta sem er að gerast og kanna hvaða forystu- sauðir eru líklegastir á næstu misserum og árum. Einn hinn athyglisverðasti er gamall í hettunni og venjulega nefndur einn af feðrum reggaesins, Clement „Coxone” Dodd, en Studio One sem er í hans eigu hefur ýtt flestum stjömunum úr vör. Hann er svo virtur að meira að segja móðir hans kallar hann Mr. Dodd. Það var í Spanishtown, Jamiaca, þar sem Dodd hefur sínar höfuðstöðvar, sem móðir hans sagði viö mig: „Mr. Dodd á þúsundir af lögum sem hann hefur enn ekki gefið út.” Þar á meðal munu vera sálmar meö Bob Marley & The Wailers og 9 breiðskífur meö frábærri sveit sem kallast Silver- tones. Það er kannski talandi dæmi um þróunina að Dodd er að flytja allt sitt hafurtask til Brooklyn í New York þar sem verið er að opna nýtt stúdió hans þessa dagana. Það er hálfkaldhæðnislegt að hlut- verki Marleys er ef til vill ekki lokið þar sem enn eru til fjölmargar upptökur með honum sem ekki hafa verið gefnar út á plasti. Væru gefnar út tvær til þrjár smáskífur árlega næstu ár á Marley kannski eftir um áratug. Meðal þess efnis sem er óút- gefiö má nefna aðra og eldri útgáfu af Buffalo Soldier (Confrontation) sem sannir rastar segja að geri þeirri sem þekkt er skömm til. Aðrir öruggir listalogar munu vera „Jungle Fever” og „Like A Wounded Lion In The Jungle”. Þá eru tugir gamalla upptaka með þeim Peter Tosh, Bunny Wailer og Bob Marley, auk óteljandi upptaka frá hljóm- leikum. „The King is dead, long live theKing.” (frh. eftir hálfan mánuð). -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.