Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984.
Þann 13. febrúar sl. var gengið til
atkvæða í franska þinginu og kosið
um nýtt lagafrumvarp varðandi
stöðu blaöa hér íFrakklandi.
Þann dag voru þingmenn búnir að
slá nýtt tímamet í undirbúningi eins
og sama lagafrumvarpsins: 166
klukkustundir á þingi auk 144 stunda
í nefndum utan þingfunda.
Þar með lauk, a.m.k. í bili, löngum
og ströngum fundahöldum um efni
sem líklegast verður seint fyllilega
útkljáö. Að sjálfsögðu fylgdust fjöl-
miðiar hér grannt með umræðu og
afgreiðslu lagafrumvarpsins (og þar
með almenningur) og sýndist sitt
hverjum. Enda var hér á ferðinni
málefni, sem alla snertir, hvort sem
þeim líkar betur eða verr. Jafnvel
þótt kenningin um hið svokallaða
fjórða vald sé að ýmsu leyti úr sér
gengin er því ekki aö neita að
prentaðir fjölmiðlar hafa nokkuð vel
haldið hlut sínum innan heims fjöl-
miðlanna þrátt fyrir stökkbreyt-
ingar á þeim vettvangi undanfarin
ár.
Nokkuð um
frönsk blöð
I Frakklandi eru nú gefin út milli
15 og 16 þúsund blöö og við þau starfa
u.þ.b. 120 þúsund manns beint, auk
ýmissa hliðargreina sem margfalda
þessatölu.
Ef við lítum á nokkur stærstu dag-
blöðin og flokkum þau pólitískt frá
vinstri til hægri má nefna blöð eins
og l’Humanité, Libération, og le
Matin á vinstri vængnum. Le
Monde trónar í miðjunni og á hægri
vængnum eru svo France-Soir, le
Figaro og Minute. Aðumefnd dag-
blöð eru öll gefin út í París en eitt af
sérkennum blaðaheimsins franska
er hin óvenjulega sterka staða
héraösblaöanna. Annaö sérkenni
franskrar blaöaútgáfu er hátt hlut-
fall tímarita af heildarútgáfunni.
Frakkar leggja mun minna upp úr
viðaukum dagblaöanna um helgar
heldur en t.d. Englendingar eða
Bandaríkjamenn. Hins- vegar
blómstra vikufréttaritin og sérrit af
ýmsu tæi. Þessu tii stuðnings má
Traustabrestlr í
frönskum
blaðaheimi
Le Sud (Suðrið) heitir mánaðarrit
sem gefið er út í Marseille. Undirrit-
aöur náði í skottið á einum blaða-
mannanna þar, Stéphane Revel, sem
samþykkti góðfúslega smáspjall um
blaðið, lagabreytingarnar o.fl.
DV: Hvað hefur þú að segja um
tilurð og starfsemi Le Sud?
Stéphane Revel: I^e Sud var
stofnað í maí 1982 af tveimur reynd-
um blaðamönnum og ljósmyndara
sem allir höfðu starfað við blöð í
París og vildu reyna að halda hér úti
vönduðu héraösriti. Þeir stofnuöu
hlutafélag sem síöan hlaut fyrir-
greiðslu frá ríki og borg. Ríkið
greiðir t.d. ákveðna upphæð fyrir
hvert nýtt starf á blaðinu.
DV: Hvemig voru viðtökur?
S.R.: Le Sud er eina fréttatíma-
ritið sem gefið er út utan Parisar
þannig að blaðið var nýnæmi á
markaðnum. Samt sem áður voru
viðbrögö fólks ekkert til að hrópa
húrra fyrir og satt aö segja er fjár-
hagur blaðsins ekki ýkja beysinn
þessa dagana. Ein af ástæöunum er
án efa ógnarsterk markaðsstaða
Parísarblaöanna. Auk þess er
hægara sagt en gert að breyta
lestrarvenjum fólks, þaö snobbar
alltaf jafnmikið fyrir höfuðborginni.
En þetta kemur allt saman.
DV: Hverjir eru helstu kostir og
gallar þess að starfa við héraðsblað?
S.R.: Viðskiptavinir okkar eru
flestir úr suðurhéruðum landsins og
þegar um er að ræða efnisöflun
kemur sér vei að vera heimamaður.
Menn hafa sín sambönd og geta því
skrifaö af meiri þekkingu en starfs-
menn stærri blaöanna. A móti kemur
að ef við þurfum aö komast í vand-
fundin gögn verðum við aö leita til
Parísar. Þar eru upplýsinga-
bankamir. Héraðsblööin ná ekki að
blómstra verulega fyrr en með raun-
verulegri valddreifingu í landinu.
Þangað til verða þau blönk og áhrifa-
litil. Við verðum að losna undan ofur-
veldi Parísar. Þá verða okkur allir
vegirfærir.
DV: Hvemig líst þér á laga-
breytingarnar?
S.R.: Lögin eru í eðli sínu jákvæð
því þeim er ætlað að spyrna gegn ein-
okun og hringamyndun. Tákn alls
hins illa er náttúrlega Hersant
hringurinn. En þaö er víðar pottur
brotinn en þar og mér finnst vafa-
samt að hægt sé að breyta hlutunum
með lagabreytingunni einni saman.
Svona í heildina er þetta mjög
jákvætt, mjög jákvætt. F.R.
nefna að í nýlegri könnun kom í ljós
að útgáfa tímarita er nærri því helm-
ingur af blaðaútgáfunni í landinu.
Það mun vera talsvert hærra hlutfall
en í nágrannalöndunum.
Stærstu fréttaritin eru le Point,
l’Express, le Nouvel Observarteur
og ört vaxandi vikurit sem heitir
Les Nouvelles, en það er aðeins
nokkurra mánaða gamalt í núver-
andi mynd.
Nýju lögin
Það er einkum tvennt sem nú-
verandi vinstri meirihluti hyggst
koma i gegn með setningu þessara
nýju laga. Annars vegar bættu eftir-
liti með fjármögnun og rekstri
blaðanna. Hins vegar er ætlunin með
þessari lagasetningu sú að reyna að
spoma gegn þróun sem að þeirra
dómi telst uggvænleg. Þar er út-
þensla blaðahringa sem raskað gætu
viðkvæmu jafnvægi innan blaða-
heimsins og leitt tii einlitaðs frétta-
fiutnings. Segja má að í lögunum
felist fjórir efniskjarnar: 1) einn og
sami einstaklingurinn eða útgáfu-
fyrirtækið fær ekki að gefa út fleiri
en þrjú landsmálabiöö, þar af eitt
dagblað, 2) útgáfufyrirtæki í héraði
skal eigi ráða yfir nema hluta (15%)
heildarmarkaöarins í landinu, 3) eitt
og sama útgáfufyrirtækið skal
aðeins gefa út eitt landshlutablaö og
eitt landsmálablað, 4) sérhvert dag-
blað skal vera skipaö sinni eigin
sjálfstæðu ritstjórn.
Auk þess verður sett á stofn nefnd
sem gegna mun því hlutverki að
fylgjast meö að fjölhyggju sé gætt í
blaöaútgáfu. Með fjölhyggju er átt
við aö allir skoðanahópar geti fengið
að tjá sig í blöðunum og að upp-
lýsingamiðlunin litist sem allra
minnst.
Meðan umræða á þingi stóö yfir
var ernna mest deilt um téða nefnd.
Vmsir stjórnarandstæðinga töldu
hana beinlínis hættulega og stuön-
ingsmenn stjórnarinnar greindi á
um hlutverk nefndarinnar og vald-
svið.
Tilskipanir de Gaulle
Lagabreytingar þessar má rekja
allt aftur til síðasta heimsstríðs, því
að árið 1944 gaf de Gaulle hers-
höfðingi (og síðar Frakklands-
forseti) út tilskipanir sem kváðu á
um mun hertara eftirlit hins opin-
bera með blaðaútgáfu. Hann var þá í
forsvari fyrir bráðabirgðastjóm,
sem haföi aðsetur sitt í Alsír, og því
var hér fremur um að ræða hug-
myndir en framkvæmdir enn sem
komiö var. En er hann komst til
valda í Frakklandi í stríðslok gerði
hann upptæk þau blöö sem komu út
undir hernámi Þjóðverja og síðar
bannaði hann alla notkun á titlum
En þegar búiö var aö klippa ill-
gresið spruttu hinar jurtirnar enn
betur og á fyrstu árunum eftir stríð
hljóp geysimikil gróska í blaðaút-
gáfu og blöðum fjölgaði ört. Of ört að
því er virðist því að upp úr 1947
kom afturkippur í blaðaútgáfuna.
Þar lágu ýmsar orsakir að baki.
Snaraukinn pappírskostnaður og
fjárfrekar tækninýjungar höfðu í för
með sér aö þeir sem minna máttu sín
urðu aö hætta útgáfunni eða selja sig
hinum stærri. Einkum voru það dag-
blöðin sem hart urðu úti í kapp-
hlaupinu. Þaö sést gleggst á því að
árið 1946 voru hér gefin út alls 203
dagblöð en þeim haföi fækkað í 90
þessara blaða.
Hins vegar var dagblöðum and-
spymuhreyfingarinnar mjög
hampað og um þau sagði de Gaulle
síðar: „Utgáfarismikillablaöahafði
alltaf verið draumur meðlima and-
spymuhreyfingarinnar. Einkum
eftir að hernámsblöðin höföu barma-
fyllt þann bikar skammar sem blöö
millistríösáranna höfðu fyllt að
hálfu.”
Með þessum orðum var de Gaulle
að vísa tii ástandsins sem ríkti milli
stríða, en þá réö hömlulaus
markaðssamkeppnin ríkjum. Þeir
sem urðu ofan á í þeirri samkeppni
gengu undantekningarlítið í lið meö
Þjóðverjum meðan á hernáminu
stóð. Því bannaöi de Gaulle fjölda
blaöa eins og áður sagði.
árið 1978. . . Og ef ekki hefðu komið
til styrktargreiðslur árið 1957 er ljóst
aö samdrátturinn hefði orðið enn
hastarlegri.
Skiptar skoðanir
En hver er ástæðan fyrir því að
stjórnin beitir sér fyrir lagabreyt-
ingu þessari nú? Því er vandsvarað
og fer svarið allt eftir því hver
svarar og hvar hann stendur í stjóm-
málum.
Að sögn forsætisráðherra Pierre
Mauroy er hér í raun aðeins veriö að
hrinda í framkvæmd fertugum fyrir-
ætlunum de Gaulle og andspymu-
stjórnar hans. Að hans sögn eru lögin
að mestu byggö á tilskipununum frá
1944 og eru íviö hófsamari ef eitthvað
er. Mauroy bendir líka á að heilbrigð