Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984.
17
Þessir 13 bflar kepptu um titilinn:
Besti innflutti
bfllinn í
1984
AUDI 5000S TURBO
Bíll ársins í Evrópu áriö 1983, og meö loftmótstöðu aöeins 0,33 gerir
hann aö einum rennilegasta fólksbíl sem fáanlegur er í Bandaríkj-
unum í dag. Framhjóladrifið og slétt yfirbragö gefa bílnum útlit og til-
finningu morgundagsins. Talinn einn besti þjóövegabíll sem er á
markaði í Bandaríkjunum.
AUDI4000S TURBO
Sídrif á öllum fjórum hjólum, 115 hestafla vélin og einstakt stýrikerfi
á læsingu drifa gerir það aö verkum aö bíllinn ræöur vel viö allar
akstursaöstæöur. Þótt bíllinn sé fyrst og fremst ætlaður sem fjöl-
skyldubíll er hann sagður höföa vel til þeirra sem vilja fá meira út úr
bílnum sínum.
BMW 318i
Mikil sigurganga 320 línunnar frá BMW geröi þaö að verkum aö
hönnunardeild verksmiöjanna fór sér hægt í breytingum. Nýi 318i bíll-
inn er líkur fyrirrennara sínum en er meö endurbætur í loftmótstöðu
og fjöörun sem gefur betri aksturseiginleika.
COLTVISTA
I Bandaríkjunum eru þaö Dodge og Plymouth sem selja þennan sjö
farþega bíl frá Mitsubishi sem þar heitir Vista. Bíll sem höföar vel til
fjölskyldufólks. Bíllinn er framhjóladrifinn, meö 2 lítra vél og hægt aö
fá hann meö 5 gíra kassa, 3ja gíra sjálfskiptingu eöa hinni sérstöku
tvöföldu 4 gíra skiptingu sem Mitsubishi býöur upp á í þessum bíl. (í
Evrópu heitir þessi bíll Space Wagon.).
HONDA CIVIC S
. Þriðja útgáfa af þessum vinsæla bíl frá Honda. Nú er bíllinn meö
aukningu í plássi aö innan og lækkun loftmótsstööu niöur í 0,35. Fjölhæf
sætastilling vekur athygli og hægt aö stilla aftursætin sérstaklega.
Hægt er að leggja aftursætin fram og fá flutningsrými. Hægt er aö fá
hann einnig 4 dyra eöa sem skutbíl.
HONDA CIVIC CRX
Hér er tillegg Honda í vaxandi fjölda tveggja sæta smásportbíla.
Þennan bíl er hægt að fá annaðhvort með þriggja ventla 1,5 lítra vél
eða súper-sparneytnu 1,3 lítra vélinni. Þótt bíllinn sé styttri en venju-
legi Civic bíllinn þá er framendinn sá sami. Þessi bíll vakti gífurlega
athygli þegar hann kom fyrst fram á bílasýningunni í Frankfurt á
liðnu hausti.
HONDA PRELUDE
Kynntur á síöasta vori og nú þegar búið er aö endurbæta vélina og er
nú meö þriggja ventla 1,8 lítra vél sem skilar 25 hestöflum aukalega.
Einnig með diskabremsum á öllum hjóium. Stýriö er endurbætt og
gefur þaö meiri mótstöðu eftir því sem hraöinn eykst. Hægt aö fá
stillanlegt stýri. Utlitiö töluvert breytt frá fyrsta Preludinum.
Þessi bíll hefur veriö á Japansmarkaði frá 1982 sem Piazza, en kom
á Bandaríkjamarkaö síöasta sumar. Vélin frammi í. Afturdrif og útlit
kemur nær óbreytt frá bílnum Ace of Clubs sem Giugiaro teiknaöi sem
tilraunabíl. Stjórntæki eru öll í anda 21. aldarinnar í snertifæri frá
stýrinu.
MERCEDES —BENZ 190E
Löng biöin eftir „smábenzinum” var þess viröi, sérstaklega fyrir þá
sem ekki höföu efni á dýrari gerðum MB. Aksturseiginleikar og gæöi
eru hreinræktuö Benzgæöi.
NISSAN 300ZX TURBO
Þriöji ættliöur hins vinsæla Z-bíls frá Nissan er nú meö algjörlega
nýju útliti og splunkunýrri vél, V-6, sem er mesta breytingin frá fyrstu
útgáfunni af 240ZX sem kom 1970. Hægt aö fá sem venjulegan (160
hestöfl) eöa turbo (200 hö.) og þá meöannaðhvort fimm gíra kassa eða
3ja gíra sjálfskiptingu. Höggdeyfa er hægt aö stilla inni í bílnum.
TOYOTA CAMRY
Þótt hér sé á ferðinni minni bíll en Cressida þá gefur þessi
framhjóladrifni 4 dyra fólksbíll ekkert eftir í plássi og þægindum. Bæði
fáanlegur sem venjulegur fólksbíll og einnig sem skutbíll. Val á milli 2
lítra bensínvélar eöa 1,8 lítra turbo-dísil.
TOYOTA COROLLA
Hér er nýjasti meðlimur hinnar sívinsælu Corollu fjölskyldu sem
skilur sig frá meö því aö nú er komið framhjóladrif. (Sport coupe meö
vélina frammi í en afturhjóladrif hefur verið endurhannaður af ’84
árgeröinni.)
TOYOTA VAN
Hér er fulltrúi bíla sem nú er að ryðjast inn á markaðinn. Líkt og T-
bíllinn frá Chrysler þá gefur þessi nýi bíll frá Toyota gott pláss og sjö
sæti í einum handhægum pakka. Langur listi aukabúnaöar er fyrir
hendi svo sem tvær sóllúgur, innbyggöur ísskápur og fljótlosanleg
aftursæti. Þaö hve stutt er á milli hjóla gerir bílinn sérlega lipran í
innanbæjarakstri.
Útkoman: Honda í þremur efstu sætunum
Blaöiö Motor Trend í Bandaríkjunum
velur árlega besta innflutta bílinn. Regl-
urnar fyrir valinu eru einfaldar. Innfluttur
bíll ársins verður aö vera ný árgerö en
ekki einungis fínpússun á eldri gerö.
Einnig veröur bíllinn aö hafa verið fluttur
inn í aö minnsta kosti 5000 eintökum svo aö
tískubólurnar villi ekki fyrir mönnum. Bíl
ársins á sem sagt aö vera hægt aö finna
alstaðar, og hann á aö vera til.
Bílarnir voru prófaðir viö margvíslegar
aöstæöur af ellefu mönnum sem hver um
sig reyndi alla bílana og gaf þeim síðan
sína einkunn.
Ekki röðuöust bíiarnir eins í öllu tilliti.
Hér eru nokkur dæmi: Skemmtilegastur í
akstri: 1. Honda Civic CRX, 2. Audi 4000S
Quattro, 3. BMW 318i, 4. Honda Prelude og
5.HondaCivicS.
Besta útlit: 1. Isuzu Impulse, 2. Audi
5000S turbo, 3. Honda Civic S, 4. Honda
Prelude, 5. Honda Civic CRX.
Best að sitja undir stýri: 1. Audi 5000S
turbo, 2. Mercedes Benz 190E 2,3 3. Honda
Prelude, 4. Audi 4000, 5. Isuzu Impulse.
Bestur í langakstri: 1. Audi 5000, 2.
Mercedez Benz, 3. Audi 4000 Quattro, 4.
Honda Prelude og 5. Nissan 300ZX turbo.
Samanburður á milli einstakra bíla í
þessum 13 bíla hópi er ekki raunhæfur og
var ekki geröur heldur var leitast viö aö
gefa hverjum einstökum bíl sjálfstæöa
einkunn og síöan réö samanlögð stigagjöf
, allra ökumannanna endanlegri röö.
Nissan ZX bíllinn bókstaflega stakk hina
af í viðbragðinu, svo mikill var munurinn.
Audi Quattro bíllinn kom vel út í akstri og
skildi ökumanninn eftir neö mikla
öryggistilfinningu.
Þaö aö Honda nær þremur efstu
sætunum þýöir einfaldlega, að sögn Motor
Trend, aö Honda verksmiðjurnar séu meö
bestu bílaverksmiöja í heiminum í dag.
Hugmyndin að baki bílnum sé vissulega
ekki ný en enginn hefur leyst verkefniö
eins vel af hendi fram að þessu.
GRANDTOTALS
Honda Civic CRX 1.5
■
nntnfii
Audi 4000S Quattro
Mercedes-Benz 190E 2.3
Nissan 300ZX Turbo
Dodge/Plymouth Colt Vista
Toyota Camry LE
Toyota Corolla LE