Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 19
19
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984.
Eitt af meistaraverkum
kvikmyndasögunnar er
Andrei Rublov sem
Tarkovsky leikstýrði.
Líkt og önnur austantjaldslönd á
Rússland langa og merka
kvikmyndasögu að baki. Þegar árið
1896 höfðu tveir Rússar hannað
kvikmyndagerðar- og sýningartæki
eöa nokkru á eftir þeim Lumiére
bræðrum í Frakklandi. Voru það þeir
Alexei Sanarski og Ivan Akimov.
Þeir voru hins vegar ekki eins fram-
sýnir og Lumiére bræðurnir og gerðu
sér því ekki fulla grein fyrir því hve
kvikmyndin átti eftir aö verða mikið
aðdráttarafl fyrir almenning.
Fram að byltingunni virkuöu rúss-
neskar myndir yfirleitt hálfgamal-
dags og fastmótaðar og var fátítt að
leikstjórar sem handritahöfundar
gæfu ímyndunaraflinu lausan taum-
inn. En bolsévíkamir áttuðu sig á
áróöursgildi kvikmyndanna og hlúðu
að efnilegum kvikmyndagerðar-
mönnum. Þannig eignuðust Rússar
fámennan en góömennan hóp leik-
stjóra sem mörkuðu kvikmyndasög-
una á þessum tíma með frjóu
ímyndunarafli og frábærri tækni-
legri útfærslu. Má til þessa hóps telja
Eisenstein með myndir sínar
BATTLESfflP POTEMKIN, OCTO-
BER, ALEXANDER NEVSKY og
IVAN THE TERRIBLE. Einnig til-
heyrðu þessum hópi þeir V.
Pudovkin með myndir sínar
MOTHER, IHE DESERTER,
Alexander Dovzhenko með ARSEN-
AL og EARTH og svo Vladimir
Petrov sem leikstýrði m.a. PETER
THEGREAT.
Kraftleysi
Síöan í seinni heimsstyrjöldinni
hefur ríkt bæöi deyfö og framtaks-
leysi í rússneskri kvikmyndagerð.
Fyrstu árin eftir stríðið eru liklega
ófrjóustu ár rússneskrar
kvikmyndagerðar. Formfesta og
gamlar hefðir voru settar út í kuld-
ann og verk margra eldri meistara
voru fordæmd eöa sett á bannlista.
Um 1956 fór svo að birta til fyrir
sovéska kvikmyndagerðarmenn. Á
þessum tíma geröi Kalatozov
TRÖNURNAR FLJUGA sem sýnd
var á sínum tíma í Hafnarfirði við
dágóðar undirtektir landsmanna. Á
árunum 1960—1970 bar mikið á
Sergei Paradjanov, leikstjóra frá
Georgiu, sem gerði m.a. SHADOW
OF OUR FORGOTTEN ANCEST-
ORS sem sýnd var sem mánudags-
mynd fyrir nokkrum árum í
Háskólabíói. Þannig komu góðar
myndir fram í dagsljósiö við og við.
Fáar sovéskar myndir birtast á
tjaldinu á Vesturlöndum og þegar
þær skjóta upp kollinum er það nær
eingöngu á kvikmyndahátíðum.
Þessar myndir, sem valdar eru af
opinberum aðilum, fjalla oft á tíðum
um sögulega atburöi eða bókmennta-
verk og virka dálítiö þunglamalegar.
Þó er þaö ein og ein mynd sem nær
almennri dreifingu og þar á meöal
var myndin NOSTALGHIA sem
Nokkur orð um
kvikmyndagerðarmanninn
ANDREITARKOVSKY
Það er Erland Josephson sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í
NOSTALGHIA.
Andrei Tarkovsky leikstýrði. Vestur-
heimurinn fékk fyrst að berja þessa
mynd augum á New York
kvikmyndahátíðinni sL ár og hlaut
hún almennt góöar viðtökur og er nú
sýnd á almennum sýningum, m.a. í
Bretlandi.
Andrei Tarkovsky
En hver er þessi Tarkovsky? Hann
er líklega þekktastur núlifandi sov-
éskra kvikmyndagerðarmanna,
a.m.k. utan Rússlands. Þetta er hæg-
virkur en vandvirkur leikstjóri sem
sést vel á því að hann hefur aðeins
gert sex myndir á yfir tuttugu og
einu ári. Aftur á móti hafa flestar
myndir Tarkovsky verið sýndar bæði
l Evrópu og Bandaríkjunum sem er
mjög sjaldgæft með rússneska
kvikmyndagerðarmenn. Tarkovsky
er þvi orðinn virtur leikstjóri meðal
kollega sinna á Vesturlöndum.
Tarkovsky er sonur frægs rúss-
nesks skálds. Hann lærði á sínum
yngri árum tónlist og, þótt furðulegt
megi virðast, arabísku. Eftir að hafa
dundað við málaralist og farið í
ævintýraleit til Síberíu ákvaö
Tarkovsky að setjast að nýju á skóla-
bekk og hóf því nám við „State Insti-
tute for Cinema” árið 1956 þar sem
hann lærði undir stjórn hins virta
leikstjóra Mikhail Romm.
Lokaverkefni Tarkovsky, THE
STE AMROLLE R AND THE VIOLIN
vakti mikla athygli þegar það leit
dagsins ljós 1960 en að þessu verkefni
vann Tarkovsky með félaga sínum
Andrei Konchalovsky sem síöar átti
eftir aö gera garðinn frægan.
Efnileg byrjun
Fyrsta mynd Tarkovsky í fullri
lengd hlaut mjög góðar viðtökur þar
í landi sem erlendis. Þannig vann
IVAN’S CHILDHOOD verðlaun á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1962
sem besta myndin þaö árið. Mynd-
inni var síöan dreift um Bandaríkin
árið eftir sem hluta af „menningar-
samskiptum” ríkjanna. Að vísu var
breytt um heiti þannig að nú gekk
myndin undir heitinu MY NAME IS
IVAN. Fjallaði myndin um atburði í
síðari heimsstyr jöldinni.
Síðan fóru stjómmálin að hafa
áhrif á líf Tarkovsky. IVAN’S
CHILDHOOD var framleidd á þeim
tíma þegar Khmshchev var að reyna
aö slaka á spennunni milli austurs og
vesturs. Næsta mynd Tarkovsky,
sem bar heitið ANDREI RUBLEV
(og var líklega sýnd í Fjalakettinum,
kvikmyndaklúbbi framhaldsskóla-
nema), reyndist eiga erfitt uppdrátt-
ar í því pólitiska moldviðri sem brast
á eftir fráfall Khmshchev. Myndin
fjallaði um ævi samnefnds málara
og haföi aö bakgrunni blóðbaðið sem
fylgdi innrás tartara á fimmtándu
öld og er kvikmyndalegt stórvirki
sem að mörgu leyti má líkja við
IVAN THE TERRIBLE sem Eisen-
stein gerði á sínum tíma.
Of stór biti
í háls
ANDREI RUBLEV reyndist vera
of ofbeldiskennd og of pólitísk til
falla ráðamönnum í geð. Þess vegna
var myndinni komið í geymslu eftir
frumsýninguna í Dom Kino í
Moskvu. Aðspurður neitar
Tarkovsky að ræða nokkuð um hvers
vegna myndin hafi verið bönnuð en
segist hins vegar hafa neitað að gera
neinar þær breytingar á myndinni
sem yfirvöld fóm fram á. Ætlunin
var að sýna ANDREI RUBLEV á
kvikmyndáhátíðinni í Cannes 1968 en
á síðustu stundu ákváðu Rússamir
að afturkalla sýningu myndarinnar.
Næsta ár á eftir var svo myndin sýnd
á sömu hátið en utan þeirrar dag-
skrár þar sem besta myndin er valin.
Það var svo ekki fyrr en farið var að
sýna myndina ólöglega í kvikmynda-
húsi í París að rússnesk yfirvöld gáfu
sig og settu myndina í dreifingu
innanlands. Tveimur ámm seinna,
eða 1973, mátti sjá ANDREI
RUBLEV á kvikmyndahátíðinni í
New York, að vísu stytta um 20
mínútur af Columbia kvikmyndaver-
inu sem hafði tekið að sér dreifingu
myndarinnar. Þessi stytting á mynd-
inni mæltist illa fyrir og neituðu
flestir gagnrýnendur að skrifa um
myndina þess vegna.
2001 og Solaris
Þriðja mynd Tarkovsky var
SOLARIS sem byggð var á metsölu-
bók pólska vísindaskáldsögurithöf-
undarins Stanislaw Lem. Myndin
þótti nokkuö sérstök í sinni röð eins
og þeir íslensku áhorfendur sem sáu
myndina á mánudagsmyndasýning-
um Háskólabíós komust að raun um.
Þótt Tarkovsky telji þessa mynd
sína sísta þá hlaut hún sérstök verö-
laun í Cannes 1972 og var auglýst
sem svar Rússa við framtíðarmynd
Stanley Kubricks 2001: A SPACE
ODYSSEY. Lem virtist þó ekki alveg
sáttur við útfærslu Tarkovsky á bók
menntamanna, yfirvalda og jafnvel
kollega Tarkovsky.
Næsta mynd Tarkovsky var
STALKER, byggö á vísindaskáld-
sögu þeirra Arkady og Boris
Strugatskys sem bar heitið Roadside
Pictures. Þótt sögur segi að original
eintakið hafi brunnið upp til agna þá
hafi Tarkovsky með áræðni og þraut-
seigju tekist að kvikmynda verkið
upp á nýtt að mestu leyti. Tarkovsky
tókst að setja fram í myndinni á hæð-
inn máta för tveggja rússneskra
menntamanna að dularfullri orku-
uppsprettu staðsettri í mengaðri
auðn iðnaðarsvasðis.
Ný mynd
Síðasta og þar með nýjasta mynd
Tarkovsky er NOSTALGHIA. Þetta
er fyrsta myndin sem Tarkovsky
hefur gert utan Sovétrík janna og lik-
lega sú persónulegasta síðan hann
gerði THE MIRROR. Hún var frum-
sýnd í Bandaríkjunum á New York
kvikmyndahátíðinni í október sl.
NOSTALGHIA, sem kvikmynduð
var á Italíu, virkar sem sálrænn
harmleikur. „Myndin,” var haft
eftir Tarkovsky viö ítalskan blaða-
mann, ,,er um sálarástand og
tilfinningar rússnesks menntamanns
á erlendri grund. Það er að segja
mínar eigin tilfinningar á þessari
stundu.”
I eðli sínu er Tarkovsky trúaður
maður og mikill þjóðemissinni. I við-
mm
Myndin Andrei Rublov þótti bæði of blóðug og pólitísk til að hljóta náð
fyrir augum yfirvalda i Rússlandi á sínum tima.
sinni því á tímabili vildi hann slíta
allri samvinnu við hann.
Kunnugir telja að með því að horfa
á Solaris hafi þeir greint fæðingar-
hríöir næstu myndar sem var THE
MIRROR. Sú mynd bar að vísu
miklu meiri keim af framúrstefnu-
kvikmyndagerðarmanninum Stan
Brakhage heldur en sjálfum
Kubrick. Myndin var frumsýnd árið
1974 í Sovétríkjunum og svo næstum
tíu árum síðar í Bandaríkjunum.
Myndin hlaut mjög takmarkaða
dreifingu í Sovétríkjunum en olli
hins vegar miklu umróti meðal
tali við bandarískt tímarit lýsti hann
m.a. yfir að myndir hans STALKER
og MIRROR „hefðu aldrei orðið til
utan Sovétríkjanna. Alla vega ekki á
Italíu eða í mörgum öðrum vest-
rænum ríkjum þar sem aðaláherslan
er aö láta fjarfestinguna borga sig.”
Varðandi stjómmálaleg viðhorf þá
var eitt sinn haft eftir Tarkovsky
„að list ætti ekki að kenna okkur
neitt heldur sýna okkur lifið eins og
það er. List er að bjóða og miöla
þekkingu okkar og láta svo samtíma-
fólk okkar dæma um hvemig hafi
tekisttil.” B.H.