Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 10
10
DV. LAUGARDAGUR17. MARS 1984.
J'tfiE.'K.
aviruft. vcafv
MJZEt SINN HQ
TA-Pt, LO/ÍSA
^ MÍN\ A
Y EN ^ijj
SVA'ft.TUÍL li
GETUft LEIfclD *
H«.ÓtC A 4UWWA
'ATT& J
CbÍLL ftftiMW* iil
Andinn
er
reiðu-
búinn
Frá örófi alda hefur mönnunum
veriö þaö ljóst að til þess að öölast hinn
andlega þroska verða þeir aö fórna
ýmsum veraldlegum verömætum. Eitt
af því sem löngum hefur veriö taliö
æskilegt að fórna er munaður í mat og
drykk og jafnvel ástir kvenna.
Mannkynssagan geymir mörg dæmi
þess aö stórvitrir menn og einbeittir
gerðu upp hug sinn í þessum efnum og
til þess aö aga sitt lostuga hold urðu
þeir aö afsala sér nautnum likamans
og lögðust sumir út og létu jafnvel
fyrirberast í hellum eöa úti á víða-
vangi viö andlegar iðkanir sínar.
Nú á dögum er kannski ekki mikið
um aö menn agi sitt óstýriláta hold á
þennan hátt en þó gætir þess samt
furðulega víöa ef grannt er skoðaö —
tugþúsundir ungra manna ganga i
klaustur á ári hverju eöa vígjast til
prestskapar hjá hinni kaþólsku kirkju
og gangast þar meö undir þá kvöö aö
sneiöa hjá kynmökum og öörum lysti-
semdum sem s jálfsagöar þykja.
Rithöfundum finnst stundum gott aö
draga sig út úr skarkala borganna til
þess að helga sig ritsmíðum og meöal
íþróttamanna er þaö viðtekin venja að
varast freistingar holdsins þegar mót
eru i aösigi.
Vígður maður
Séra Lombardy er einn þeirra fjöl-
mörgu útlendu skákmanna sem koma
hingað til Islands annað veifiö til þess
aö tefla á mótum.
William Lombardy heitir hann fullu
nafni, en í kunningjahópi er hann
aldrei kallaöur annaö en Bill.
Lombardy er mjög sterkur skák-
maður. Hann er stórmeistari og þótt
hann hafi frekar lítiö sinnt skákinni
undanfarin ár hefur hann ennþá rúm-
lega 2500 skákstig og er víst frekar í
sókn en hitt enda er þaö ásetningur
hans að heröa taflmennskuna á
næstunni.
Lombardy skar sig mjög úr flokki
skákmanna hér fyrrum, fyrir þá sök aö
hann var vígður til prests viö hina
kaþólsku kirkju og bjó við þau mein-
læti sem þeirri köllun fylgir.
I fimmtán ár — fimmtán bestu ár
ævi sinnar — f ékkst hann við prestskap
og er þá námstíminn meötalinn, en þar
kom að líf hans tók aöra stefnu.
Nú er hann kvæntur maður, á sér
heillandi konu og gáfaöa aö förunaut
og ber hún undir belti sér efni í nýjan
stórmeistara sem innan tíðar ætlar aö
líta hið langþráða ljós dagsins.
List og bardagi
En það var svo sem fleira en ókvæn-
iö sem gerði mann þennan svo sér-
stakan í hópi stórmeistara heimsins —
mörgum var þaö mikið ihugunarefni
hvernig í ósköpunum það gæti farið
saman hjá einum manni að elska friö-
inn og náunga sinn af öllum mætti og
hvívetna, eins og presta er siöur, en
leggjast svo ööru hvoru í viking, berj-
ast eins og blóðþyrstur farandriddari á
alþjóðlegum skákmótum og þyrma þá
engum né miskunna.
Svo vei bar í veiöi aö Lombardy tók
nýlega þátt í alþjóöaskákmótinu í
Grindavflc og gafst mér þá kostur aö
ræða viö hann þessi eilífu álitamál,
reyndar ýmisleg önnur.
„Þaö er að vísu alveg rétt aö skákin
er í eðli sínu bardagaíþrótt,” segir
Lombardy, ,,en í lífi sérhvers manns
er völ á svo mörgum leiöum til þess að
veita bardagafýsninni útrás. Sumir
leika knattspymu, aörir skák, og ég
valdi skákina vegna þess aö hún er svo
vel til þess fallin aö halda huganum í
þjálfun. Skákin býöur upp á harðvít-
uga keppni og góða afþreyingu en hún
hefur einnig oft í för með sér sársauka-
full vonbrigði — þaö er annaö en
gaman aö leika niður unnum skákum
og jafnvel eðlilegt tap er manni alltaf
til ama. En menn mega ekki líta á
skákina sem baráttu einvörðungu —
viö þaö týnir hún svo miklu af fegurð
sinni og notagildi. Eg hef einmitt lagt
áherslu á gildi skáklistarinnar til þess
að sýna æskulýönum hvernig beita má
huganum á skipulegan máta og hafa
gaman af því. Það væri alrangt aö
horfa um of á baráttuna í skáklistinni
og veita ekki eftirtekt öðrum kostum
hennar.”
Yndi kvenna og
þroski sálarinnar
— En nú er það staöreynd, Bill, aö
menn eru gjarnir til að skipta skák-
meisturum niöur í flokka, allt eftir því
hvort er talið sitja í fyrirrúmi hjá
þeim, baráttan eða hin listræna úr-
vinnsla.
„Rétt er það en góður skákmaður
getur samt ekki aðhyllst annaö viö-
horfið algerlega og hafnaö hinu — hann
verður að hafa hvort tveggja á valdi
sínu. Annars hafa menn sagt svo
margt um skák sem varla stenst nán-
ari skoöun — sumir hafa til dæmis ver-
ið aö slá því fram að skák sé eiginlega
hvorki meira né minna en leitin aö
sannleikanum! Þaö er hægur vandi að
kasta fram svona stórbrotnum staö-
hæfingum, en hvað mig áhrærir þá er
mér tamast að líta á skákina sem leik
— sérlega skemmtilegan leik og
keppni og væri ég í þeim sporum aö
hvetja menn til þess aö læra aö tefla
myndi ég einmitt leggja mest upp úr
því hversu skemmtilegt það er. Og
menn geta teflt skák hvort sem þeir
eru ungir eöa gamlir.”
— Nú voru hinir fomu skörungar
kristninnar vanir því að draga sig
undan glysi heimsins og yndi kvenna
til þess aö einbeita huganum og þroska
andann. Er ekki sniöugt fyrir
metnaöarfulla skákmenn að fara eins
að til þess aö ná því marki sem þeir
hafa sett sér í listinni?
„Það er ekki beinlinis rétt aö oröa
þaö svo aö hinir miklu einsetumenn til
foma hafi lagt niöur kynlif til þess aö
vinna þeim mun stærri afrek á andlega
sviðinu. Hugmynd þeirra var miklu
heldur sú aö meö því að fórna ein-
hverju sem væri þeim kært gætu þeir
öðlast þaö sem var þeim enn dýrmæt-
ara. En það er ekki vandalaust aö af-
sala sér kynlifi um langt skeið, hvaö þá
ævina alla. Þaö hafa margir fengið aö
reyna og suma hefur hreinlega þrotið
styrk til þess aö halda út bindindiö”.