Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984.
5
Zorba
Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur
Hœfilega
Zorba er ekki venjuleg grísk mat-
stofa, heldur dálítið vestræn, enda
heitir staöurinn fullu nafni Zorba
Grill. Þar fást hvorki réttir jóölandi í
olífuoliu, né hveitiréttir úr gríska
deiginu Fillo. Sem dæmi um þetta
hvort tveggja má nefna, aö gríski
einkennisrétturinn Músaka er ekki á
boöstólum viö Hlemmtorg.
Eg skal vera síðastur manna til aö
harma skortinn á Músaka, sem var
lagt á borö fyrir mig bæöi í hádeginu
og á kvöldin forðum daga í Grikk-
landi. Og almennt er matseldin í
Zorba löguð að norövestur-evrópsk-
um smekk og ætti því meira að segja
að geta gengiö í þá, sem hafa íslenzk-
an mat meöferöis til sólarstranda.
Þar meö er ekki sagt, aö Zorba sé
laus viö grískt stolt. Þaö er ekki hægt
aö fá ameríska tómatsósu,
„ketshup”, af því að slikt tíðkast ekki
í Grikklandi. Þaö er alltaf ánægju-
legt, þegar einhver þorir aö elta ekki
uppi ameríska ósiði í veitinga-
mennsku.
Rómanttskar minningar
Zorba er frambærilegt veitingahús
í þjóölegum stíl, vel til þess fallið aö
opna augu íslendinga fyrir fjarlæg-
um matargeröarvenjum og til þess
aö vekja rómantískar minningar hjá
gömlum sólarstrandaförum. Þar
vega þyngst aö tjaldabaki niöur-
soönu bouzouki lögin hans Þeodorak-
is.
Staðurinn er hins vegar tæpast
stofnaður til aö veita útrás innri þörf
í matargerðarlist. Zorba er kaup-
sýsla, þar sem eigandinn er yfirleitt
víös fjarri. Hann hefur þó haft vit á
að fá sér grískan matreiöslumann til
aö sjá um hugsjónina.
Mest áherzla er lögö á útlit staðar-
ins, sem tekiö hefur miklum stakka-
skiptum frá því, er fyrst Kráin og
síðan Mamma Rosa voru þar til
húsa. Gulleitar timburinnréttingar
eru ráðandi. Og gamaldags viftur í
lofti gefa örlítinn keim af Bogart-
Casablanca stíl.
Veggskreytingar eru snyrtilegar,
svo og grískir vasar og styttur í
gluggum. Græni liturinn í glugga-
tjöldum, bólstruðum bekkjum og
stólasessum rennur mildilega saman
viö gulleita veggjalitinn. Massífu
viöarboröin eru dúklaus og falleg. A
gólfinu er korkur. Staöurinn tekur
um 40 í sæti
Fótfesta
íbœnum
Eftir aðsókn að dæma hefur Zorba
þegar náö fótfestu í bæjarlífinu, svo
sem sanngjarnt er. Þjónustan á
staðnum er viöfelldin og örugg eins
og tíökast í heimalandinu og ber auk
þess skynbragö á grískan mat.
Minnst áherzla er lögð á mat-
reiðsluna. Hún er frambærileg, yfir-
leitt ekki misheppnuð og yfirleitt
ekki frábær. Helzti kostur hennar er,
aö hún er meira eða minna grísk og
er því tilbreyting frá annarri mat-
reiöslu á íslenzkum veitingamark-
aði. Og viðskiptamönnum skal bent
á, aö grískur matur á yfirleitt að
vera volgur, en ekki snarpheitur.
Enginn matseöill dagsins er í boði
og fastaseöillinn er ekki langur.
Margir kunnir, grískir réttir eru þar
ekki, til dæmis ekki hinir frægu, dí-
sætu, grísku eftirréttir, Galakto-
bureko og ýmiss konar Baklava. Né
heldur Kaðaifa, Bourekia og
Bougatsa.
Hins vegar eru þar réttir, sem ég
hef ekki séö á grísku veitingahúsi.
Mest fer þar fyrir Gyros, sem er
aöallega kindahakk, grillaö á lóörétt-
um teini, er snýst í hring. I öðrum
löndum fæst þaö helzt í eins konar
pylsuvögnum. Menn kaupa það til aö
seöja sárasta sultinn. Og bragðiö er
svo sem ekki neitt neitt. Ekki heldur
í Zorba.
Meðal forrétta er sæmileg Skorða-
lia, sem í Zorba er ekki gerð úr
brauðmylsnu, heldur kartöflustöppu
blandaöri hvítlauk, olífuolíu og
sítrónusafa.
Annar frískandi forréttur er
Sadziki (skrifað Tzatziki á matseöl-
inum), sem er blanda af söxuðum
gúrkum, hvítlauk, olífuolíu, ediki,
kryddi og svo skyri, sem hér kemur
auövitaö í stað jógúrtar.
Hinn salti
sauðaostur
Gríski osturinn Feta er skemmti-
legur forréttur. Hann er hvítur og
saltur geita- eða sauöaostur meö
hreinu oregano-kryddi í útálát.
Taramosalata olli dálitum von-
brigöum. Þaö eiga aðvera þorsk-
hrogn, blönduö olífuolíu, sítrónusafa
og brauömyslnu. Hrærivél eldhúss-
ins haföi hrist hrognin alveg í mauk.
I matreiöslu má ekki gleyma vélum í
gangi.
Gríska einkennissúpan Avgol-
emono var góð, þótt hún væri
greinilega gerð eftir óvenjulegri upp-
skrift. Venjulega er hún kjúklinga-'
soö með hrísgrjónum hrist saman
viö egg og sítrónusafa.
Souvlaki var mikiö kryddaö,
gegnumsteikt og samt fremur gott
kindakjöt, steikt á viöarteini.
Lambakóteletturnar voru næfur-
þunnt sagaðar, mikið kryddaöar og
grillaðar yfir í bruna, lítiö freistandi
matur.
Saltfiskurinn, hveitihúðaöur og
djúpsteiktur, meö Skoröalia-sósu,
var ágætis matur og dæmi um,
hversu miklu fjölbreyttari en hér er
matreiösla Miðjaröarhafslanda á
þessari íslenzku útflutningsvöru.
Bezti aöalrétturinn reyndist vera
Bisteki, grillaöar, þéttar boUur úr
kinda- og nautahakki, bragögóðar og
hæfilega kryddaðar með oregano.
Meö réttunum fylgdi yfirleitt
sama meölætiö, franskar kartöflur,
dálítiö óvenjulegar á grískum staö;
pita, grískt flatbrauð, þykkt, mjúkt
og gott; hrísgrjón meö ánægjulega
mildu kryddbragði; og hrásalat meö
tómati og osti, olíuvætt og gott.
Fyrir tvo eöa fleiri er kjöriö aö
prófa ýmsar tegundir meö því aö
panta Zorba-fat meö Souvlaki,
Bifteki, kótelettu, Gyros, Sadziki og
fleiru.
Fínt anis-
brennivín
A undan er hægt að fá ekta fínt
Ouzo anis-brennivín. Og meö matn-
um fást grísku víntegundirnar, sem
Rikið býöur upp á. Það eru sæmileg-
ustu vín, er hafa furöanlega náö sér
eftir feröalagiö hingaö norður. Sum
þeirra eru seld í karöflum sem vín
hússins, en önnur í flöskum. Þetta
eru ódýr vín.
Miðjuverð á forrétti eða súpu með
aöalrétti í Zorba er 279 krónur og má
telja það tiltölulega ódýrt á íslenzk-
um veitingamarkaöi.
Nánar sundurliðaö er miöjuverö
forrétta 55 krónur súpa 70 krónur,
fiskrétta 190 krónur, kjötrétta 245
krónur, eftirrétta 90 krónur. Hálf-
flaska af víni hússins kostar 95
krónur og venjulegt kaffi 28 krónur.
Þríréttuð veizla meö kaffi og hálf-
flösku á mann af víni ætti því aö
kosta aö meðaltali um 482 krónur á
mann í Zorba.
Zorba er þeyr frá Grikklandi' sem
býður upp á frambærilegan mat á
sómasamlegu veröi. Hann er nógu
góður til þess, að matgæðingar óski
sér tilbreytingar í fleiri slíkum stöð-
um frá öðrum f jarlægum löndum.
Jónas Kristjánsson
EQ I BYGGINGflWÖRUBl
Hjá okkur færðu allt sem þarf
til breytinga eða nýbygginga.
Staðgreiðsluafsláttur eða ótrúlega
hagstæðir greiðsluskilmálar.
Útborgun allt niður í
20%
og lánstími allt að 6 mánuðum
- „érstaka
Komið og kynnið ykkur vöruúrvalið.
Málning
og málningar
Flisar, blöndunartœki og
hroinlætiatæki i miklu úrvali.
Gólfdúkar —
gólfkorkur
Portúgalskur gólfkorkur
mjög hagstnöu veröi.
Parkot — panill —
spónlagðar þiljur.
Sœnska gæöaparketiö fró
Tarkett
er tilbúið til lagningar
og fulllakkað.
Gólfteppi og stak-
ar mottur i miklu
úrvali
Opið
Mánud. — fimmtud.
Föstudaga
kl. 9-18
kl. 9-19
Laugardaga kl.9 —12
EE9 IBYGGINCAVÖRUR
Hringbraut 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu)
Bygfling?vörur. 28-600 Harðviðarsala.......... 28-604 Sölustjóri. 28-
Góifteppi.....28 - 603 Málningarvörur og verkfæri. 28 - 605 Skrifstofa. 28-62C
■nsFlísar og hreinlætistæki. . . 28-430
693
Tímarit fyrir alla
MEÐAL ÚRVALS-EFNIS:
MARSHEFTIÐ KOMIÐ
FÆST Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
27022