Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984. jufurfaðmlag Vilf °^»asarum9aa^"ataa°'» Klappfaðmlag. og djarfur. Faðmlagið afhjúpar mann- gerð þína Faömlag þitt segir mikið um afstööu þína til annarra manna aö sögn sér- fræðings. „Faðmlag hvers manns er yfirleitt eins og sýnir tengsl hans viö aðra,” segir Herbert Hoffman sem er sálfræö- ingur. Hérna eru höfuöflokkar faömlaganna og hvaö þeir sýna. Öxl við öxl faðmlag. Ef þú hallar þér fram aö hinni manneskjunni og snertir hana aöallega með öxlunum þegar þú faömar hana þá sýnir þaö að þú ert haminn og foröast of náin tengsl. Þú vilt ekki virðast árásar- gjarn eöa uppáþrengjandi. Þú ert mjög vel siðaður og hugsar mjög um þaö að hafa jákvæö áhrif á aðra. Framhlið að bakhlið faðmlag. Ef þér finnst gaman aö koma upp aö baki annars og faöma hann hjartan- lega þá ertu opinn og glaður. Þú hefur gaman af því aö stríöa öörum með smábrellum og koma fólki á óvart. Þér finnst eitthvað geöfellt viö alla og trúir því að góður hlátur slaki mjög á spennu. Lyftifaðmlag. Ef þú rífur fólk af fótunum með faömlagi sem lyftir því á loft þá ertu framtakssamur, dug- legur og framkvæmir fremur en aö tala. Þú telur að verk segi meira en orö og þér fellur vel við fólk sem vill koma hlutunum í verk. Höfuð við höfuð faðmlag. Þú ert skynsöm og rökföst manneskja ef þú lætur höfuðin snertast þegar þú faömar fólk. Þú ert sannfærður um aö flest vandamál má leysa meö skýrri hugsun og rökum. Þú ert mun uppteknari af því sem fólk hefur aö segja heldur en útliti þess. Þú velur þér vini vegna vitsmuna þeirra. Klappfaðmlag. Ef þú slærð í bak þeirra sem þú faðmar eöa klappar á handlegg sýnir þaö að þú hefur auga fyrir leikrænni tjáningu. Þú ert ævintýragjarn og djarfur og vilt gjarnan vekja athygli. Hjúfurfaðmlag. Þú ert viðkvæmur og tilfinninganæmur ef þú hjúfrar þig upp aö þeim sem þú faðmar. Þú ert hlý manneskja og hefur ótakmarkaöa hlýju fyrir aðra og meðaumkun. Þú gerir þær kröfur til annarra aö þeir hugsi um þig en þú hugsar einnig um þá í staðinn. Ekki faðmlag. Ef þú snertir aöeins aöra og bakkar síðan þá ertu feiminn og gætir þess vandlega aö móðga ekki aðra. Þú ræöst ekki upp á aöra og bíður eftir boöi áður en þú ferö og heimsækir vini. Lyftifaðmlag. verkin tala. Pramtakssamur laatur «»«•■*... I faðmlag. Sýnir að viðkomandi kann góða mannasiði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.