Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Qupperneq 1
37.000EINTÖK PRENTUÐ í DAG. RITSTJÓRN SÍMI 866T1 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIЗ VÍSIR 69. TBL. — 74. og 10. ARG. —MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1984. Velfráfjár- mögnun gengið - segirforsætisráðherra um húsnæðismálin „Þaö er yfirlýst og margbókuð stefna ríkisstjómarinnar aö húsnæöis- málin séu forgangsverkefni og þaö er vel frá fjármögnun þeirra gengiö bæði í fjárlögum og lánsfjáráætlun,” sagöi Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra er hann var spuröur hvort sala ríkisskuldabréfanna væri for- senda þess aö fjármagn fengist til Húsnæðisstofnunar ríkisins. Steingrímur sagði aö ekki væri ástæða til að ætla annað en þaö fjár- magn fengist sem gert væri ráð fyrir til húsnæðismála á lánsfjáráætlun. Sagöi hann að í viðræðum við forsvars- menn lífeyrissjóðanna hefði komið fram að lífeyrissjóðimir mundu geta skilaö sínum hluta til Byggingarsjóðs rikisins á þessu ári, eða rúmum 500 milljónum. Einnig sagöi forsætisráð- herra að verið væri að finna ýmsar nýjar leiðir við sölu ríkisskuldabréfa og að hann gerði sér vonir um að áætlað fjármagn næöist með þeim hætti. Sagði Steingrimur að ef þessi fjármögnun húsnæðismálanna tækist ekki tæki riksstjórnin málið upp að nýju. -ÓEF. >Kvikmyndagerðarmenn 20th Century Foxkomnir: Hótel á Suður- landi fullbókuð — f ram á vor Um 40 manna hópur frá kvikmynda- fyrirtækinu 20th Century Fox er nú staddur hérlendis við undirbúning myndatöku myndarinnar Enemy Mine, en hluti þeirrar kvikmyndar verður tckinn á Suðurlandi og í Vest- mannaeyjum í vor. Þeir sem nú eru komnir eru sviðs- menn og smiðir og halda þeir til á hótelum á Hellu og Hvolsvelli. Einnig er vitað til að kvikmyndafyrirtækið hefur þegar tekið eitt einbýlishús á Hvolsvelli á leigu og fleiri munu verða leigð þegar kvikmyndatökur hef jast. Samkvæmt áætiunum eiga þær að hefjast síðari hluta aprilmánaöar og standa fram í maímánuð. Allt í allt hefur 20th Century Fox leigt hótelin á Hellu og Hvolsvelli fram að mánaða- mótunum maí-júní en einnig er hótelið Gestgjafinn i Vestmannaeyjum meira og minna f ullbókað þennan tima. -SþS Embættismenn bendaá 1.300 milljóna sparnað og400 milljóna nýja skattheimtu: Með bandorm upp í gatið Embættismannanefndin sem fjár- málaráöherra skipaði til þess að annast náið eftirlit með framkvæmd fjárlaganna mun nú hafa raðað upp i frumvarpsform eða eins konar bandorm allmörgum hugmyndiun um spamaö, hagræðingu og einnig nýja skattheimtu upp í fjárlagagat- ið. Eftir því sem DV kemst næst þýddi bandormurinn 1.700 milljóna fyliingu í gatið, ef hann yrði sam- þykktur óstyttur. Gatið, eða fyrirsjáanleg gjöld rikis- sjóðs umfram tekjur út árið, að mati embættismanna og fjármálaráð- herra, er taliö 1.845 mill jónir króna. Tillögur embættismannanefndar- innar munu taka til margvislegra spamaðargeröa og þar með til frestunar á framkvæmdum að nokkm marki svo og ýmiss konar hagræðingar- og skerðingar á þjón- ustu. Munu þeir liðir allir geta þýtt um 1.300 mill jónir upp í gatið. Þá munu felast í bandorminum uppástungur um 400 milljóna króna nýja skattheimtu, að einhverju leyti í bensínverði og einnig hækkun sjúkratryggingagjalds. Samkvæmt heimildum DV hefur fjármálaráðherra ekki tekið afstöðu til nema sumra liða bandormsins og mun til dæmis vera mjög andvígur skattahækkununum. Er talið að hann vilji frekar að eitthvað af gatinu standi enn opið í árslok. Hann vildi ekki staðfesta þetta né yfiríeitt nein- ar upplýsingar um bandorminn, þegar DV ræddi við hann. Þær sparnaðarhugmyndir sem bandormurinn tekur til í núverandi mynd munu snerta meöal annars tryggingakerfið, ekki síst tannvið- gerðakostnaö, menntakerfið og vegagerð. Mjög skiptar skoöanir munu vera í ríkisstjórn og stjórnarflokkunum um þennan bandorm embættismann- anna. Er þvi líklegt að hann taki tals- verðum breytingum. HERB Myndin var tekin eftír harðar umrœður um fjáriögin ísjónvarpinu ígær- kvöid. Aibert Guðmundsson fjármáiaráðherra sagði þar að þrjár leiðir væri tíl að mæta fjáriagahalianum: sparnaður, skattahækkanir og eriend og inniendlántaka og yrðiað nota þær allarað einhverju leytí. Þátttakendur i sjónvarpsþættínum i gær voru Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Ragnar Arnalds alþingismaður, Kristín Halldórs- dóttír alþingismaður, Eiður Guðnason alþingismaður, Stefán Bene- diktsson alþingismaður og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra. Umræðunum stýrði Páii Magnússon fréttamaður. O V-m ynd Bjarnleifur. Skoðanakönnun DV um bílbeltin: mm| ■ ■■ ■ ■ ■ - ■■■ ■ jl ® séu beltin ekki spennt Meirihluti landsmanna telur rétt I skoðanakönnun DV reyndust spurningunni. að teknar verði upp sektir ef menn 51,2% af úrtakinu vera fylgjandi Þettaþýöirað57%þeirrasemtóku verða gómaöir án þess að vera meö sektum. 38,7% voruþeimandvíg,6% afstöðu voru fylgjandi sektum en bilbeltin spennt. óákveðnir og 4,2% vildu ekki svara 43%andvíg. -HH s já viðtöl og niðurstöður á bls. 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.