Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Síða 4
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984.
Fræðsluráðin á Norðurlandi:
KRAFA UM SJÁLFSTÆÐI
FRÆÐSLUSKRIFSTOFA
A sameiginlegum fundi fræöslu-
ráöanna í Noröurlandskjördæmun-
um, sem haldinn var á Akureyri um
síðustu helgi, kom fram eindreginn
vilji f undarmanna fyrir því aö í þeim
skipulagsbreytingum sem fyrirhug-
aöar eru í menntamálaráöuneytinu
veröi sjálfstæði fræðsluskrifstofanna
tryggt. Einnig var rætt um þá töf
sem alltaf er á greiðslu ríkisins til
sveitarfélaga vegna kostnaöar viö
rekstur skóla. Er þess skemmst aö
minnast aö í vetur lá viö að þyrfti að
loka skólum vegna peningaskorts.
Síðan hefur ástandið lítiö batnaö.
I ályktun varöandi rekstursvanda
dreifbýlisskólanna kemur fram aö
hann hafi ekki verið leystur og engar
horfur séu á lausn. Hafi fræðsluráðin,
þungar áhyggjur af því og telji að
rikiss jóöi beri aö standa við skýlausa
lagaskyldu sína samkvæmt grunn-
skólalögum og reglugerð um
reksturskostnaö grunnskóla um
skilvísar greiöslur áfallins skóla-
kostnaöar, eins og segir í ályktun-
inni.
Sveitarstjórnarmenn og ráöamenn
fræöslumáia á Norðurlandi líta svo á
aö þær skipulagsbreytingar sem nú
standa fyrir dyrum í ráöuneytinu og
fjárhagsvandinn séu nátengd mál.
Voru fræðsluráðin því kölluö til
fundar til aö ræöa þessi mál
sameiginlega. I tillögunum er gert
ráð fyrir fjármálaskrifstofu innan
menntamálaráðuneytis sem eigi að
hafa öll fjármál í hendi sér. Hins
vegar verði þrengt aö fræðsluskrif-
stofunum varöandi ráðstöfun fjár og
dregiö úr sjálfstæði þeirra. Kom
fram mikill uggur vegna slíkra
breytinga. I ályktun fræðsluráðanna
þar að lútandi er þess vænst að í
skipulagsbreytingunum veröi
fræðsluráðum og fræöslustjórum
tryggt aukiö sjálfræöi til ákvörðunar
og hagræðingar á málefnum grunn-
skóla í kjördæmunum. Telja
f ræösluráöin eölilegt aö fræðslustjór-
ar ásamt fræösluskrifstofu heyri
beint undir menntamálaráöherra.
Á fundi sem skólastjórar og yfir-
kennarar á Norðurlandi eystra héldu
á Húsavík, einnig um síöustu helgi,
var samþykkt afdráttarlaus ályktun
um aö staöa og hlutverk fræðslu-
skrifstofanna veröi tryggö í skipu-
lagsbreytingum menntamála-
ráöuneytisins. -JBH/Akureyri.
7
Hér verður Hótel Oöinsvé við Öðinstorg.
HótelStaðuríSkipholti27. j DV-myndir Einar Olason.j
TVÖ NÝ HÓTEL
í REYKJAVIK
1.584 rúm íhótelum oggistiheimilum borgarinnar
Fyrir sumariö veröa opnuö tvö ný
hótel í Reykjavík, Hótel Oðinsvé við
Oöinstorg meö 45 rúmum og Hótel
Staöur í Skipholti 27, einnig meö 45
rúmum. Meö þeim verða 1.584 rúm í
hótelum og gistiheimilum borgarinnar
isumar.
Hótel Oöinsvé er tengt Brauöbæ sem
á 20 ára afmæli í ár. Þama veröa þvi
hótel og veitingastaöur meö vínveit-
ingum sambyggt.
Hótel Staöur verður í eigu þeirra
sömu sem rekið hafa gistihúsið Fjöl-
skylduheimiliö aö Flókagötu 5.1 Skip-
holti 27, þar sem lyfjafyrirtækið
Pharmaco hf. var áöur, er veriö aö inn-
rétta allt upp á nýtt.
Þá er verið að ljúka miklum endur-
bótum á Hótel Holti þar sem meðal
annars er rýmkaö um gestina. En viö
þaö fækkar rúmum litilsháttar.
I 10 hótelum veröa í sumar 1.308
rúm. Fyrir sumarið 1986 er svo vitaö
um 180 rúma f jölgun á Hótel Sögu.
Þá eru 213 rúm í sex gistiheimUum
og loks eru 63 rúm í farfuglaheimiU.
Nýtt farfuglaheimUi er í byggingu viö
Sundlaugaveg, ofan tjaldstæðisins. Og
Iþróttasamband Islands er aö byggja
gistimiöstöð fyrir íþróttafóUc við skrif-
stofumar vestan LaugardalshaUar.
HERB
Eskifjörður:
50 ÞÚSUND TONN AF LOÐNU
Frá Emil Thorarensen, fréttarit- Togarar Eskfiröinga hafa og aflaö
ara DV á Eskifirði. sæmilega. HóUnatindur kom inn á
Nú er búið að taka á móti rúmum mánudag meö 130 og Hólmsnes
50 þúsund tonnum af loönu á Eski- kemur inn í dag, miðvikudag, með
firði á þessari vertíð og um 90 tonn- lOOtonn.
umafloðnuhrognumtUfrystingar. -gb
Hlutabréf ríkis
ílðnaðarbanka:
Sístaf
öllu oflágt
metin
— segir Sverrir
Hermannsson
iðnaðarráðherra
,,Það er ekki sUkur fjármagns-
markaður hérlendis aö hægt sé aö
tala um „rétt” verö á hlutabréfum
en þau bréf sem hér um ræðir hafa
gengið kaupum og sölum, viö
höfum fengið mat Fjárfestingar-
félagsins á þeim og tel ég aö þau
séu síst af öUu of lágt metin,” sagöi
Sverrir Hermannsson iðnaðarráö-
herra um þau hlutabréf ríkisins í
Iönaöarbankanum sem núverandi
hluthöfum Iönaðarbankans
stendur til boöa aö hafa forkaups-
rétt á. Félag íslenskra iðnrekenda
mun vera stærsti hluthafinn í
Iönaðarbankanum.
Að því er iönaöarráðherra sagði
er nafnverð viðkomandi hlutabréfa
rúmlega tíu mUljónir króna en þau
hafa verið metin á um þaö bil 26
miUjónir. Fyrir helgi var þaö sam-
þykkt í ríkisstjóminni aö heimila
iðnaðarráöherra sölu þessara
bréfa.
HÞ
„Voriðá
Borgsnniverður
dúndurstuð"
„Þetta verður dúndurstuð,”
sögöu þau Kjartan Jónsson og As-
hUdur Jónsdóttir, félagar í Sam-
hygð, um uppákomu Samhygðar á
Hótel Borg í kvöld, miövikudags-
kvöld, sem nefnist Vor á Borginni.
Hátíöin hefst klukkan hálfníu.
„Þetta er hátíö fyrir alla sem
vUja breyta sér og þjóöfélaginu.
Dagskráin er bæði gamansöm og
þrunginalvöru.
Viö ætlum aö ræða um efnahags-
legt misrétti í þjóöfélaginu. Viö
munum koma með þá spumingu
hví þetta misrétti sé og hvernig
hægt sé að leiðrétta þaö. Við kom-
um með okkar hugmyndir.
I skemmtiatriöunum legg jum við
mikið upp úr þátttöku gesta. Miðað
við fyrri samkomur hjá okkur tekst
þaö ömgglegavel.”
-JGH
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Hápólitískur hugmyndabanki
Eins og alþjóð er kunnugt hefur
fjármálaráðuneytið skýrt frá stóru
gati á fjárlögunum sem nemur aö
minnsta kosti 1800 milljónum króna.
Er skemmst frá þvi að segja að
bæði ríklsstjóm og Alþingi hafa
staðið á þessu gati undanfama
daga. Stjóraarandstaöan hefur ekkl
mátt vatni halda af fögnuði yfir
þessari uppgötvun og telur aö
stjóraarstefnan koml loks í ljós í
gatinu. Ráöherrar og stjóraarllðar
leita hins vegar ákaft aö leiðum til
aö stoppa í gatið og era þar góð ráð
dýr.
Almenningur hefur hins vegar
ekki verið uppnæmur fyrir þessum
tíðindum enda vanur þvi að stjóra-
málamenn standi á gati og lætur
sér fátt um finnast. Hefur enda
enginn fundlð til þess að gat á fjár-
lagadæminu komi nokkrum manni
við nema þeim sem bera ábyrgð á
fjárlagageröinni. Er ástæðulaust
með öUu að abbast upp á borgarana
með axarsköft og mlskalkulationir
sem leiða tU þess að debet og kredit
ganga ekki upp. Þeir einir sem
ekki kunna samlagningu og marg-
földunartöflu eiga sjálflr að borga
brúsann.
Þetta er stjóramálamönnunum
smám saman að skUjast. Eftir að
hafa hugleitt fram og aftur hveraig
hægt sé að velta þessum átján
hundruð mUljónum yfir á herðar
blásaklausra manna úti í bæ hafa
þingmenn og ráðherrar gert sér
grein fyrir að gatlð er hápóUtiskt og
verður ekki leyst nema á hápóU-
tísku stlgi. Af þessu tUefni hefur
komið fram tUIaga um stofnun hug-
myndabanka sem yrði hápóUtisk tU-
raun tU að framkvæma þau töfra-
brögð sem stoppa í gatið góða.
Þetta er snjöU hugmynd og raun-
ar furðulegt að þingheimi skuU ekki
hafa dottið hún fyrr í hug.
Hugmyndabanki getur tU að
byrja með svalað hégómagirad
þingmanna, sem ganga með banka-
stjðrastöður í maganum, þannlg að
þeir verðl geröir bankastjórar og
síðan er rúm fyrir eina sjö aðra
þingmenn í bankaráðl þessa sama
banka. Hér mó ekki nota helminga-
skiptaregluna heldur kvótaskipt-
ingu þannlg að aUir fiokkar komist
að. Kaffi og koníak má bera fram
á bankaráðsfundum og gefa
kvennalistakonum kost á að borga
fyrir koníakið og þar sparast fyrstu
krónurnar upp í gatlð. Síðan má
tina sitthvað tU í fjáröflunarskyni
fyrir fátækan rikissjóð. Steingrím-
ur leggur fram Blazerinn, Tómas
Benzlnn og Albert umboöslaunin af
snuffinu og þar með skapast gott
fordæml fyrir aðra stórlaxa tU
frjálsra framlaga. Þá má hafa
samband við Rauða krossinn og
Hjálparstofnun klrkjunnar ef eitt-
hvað er aflögu á þeim vigstöðvum
enda nær að styrkja stórskuldugan
íslenskan rikissjóð heldur en að
senda peninga og mat úr landi tU
einhverra sem enginn í bankaráð-
inu hefur heyrt eða séð.
Þá er upplagt að fá kvenfélög
stjórnmálaflokkanna tU aö halda
basar og kökusölu ttt ágóða fyrir
rikissjóð. Thórvaldsensfélagið get-
ur selt lopapeysur og vettUnga og
efna má tU þjóðarsamstöðu um
grjónagrautsát í einn dag. Spara-
aðurinn af venjulegum matarinn-
kaupum rynni í ríkiskassann.
Omars AU Stars væra áreiðan-
lega tUbúnlr tU að spUa ágóðaleik
gegn þingmannaUðinu og enn má
láta sér detta í hug að Arni John-
sen, Helgi Seljan, Karvel Pálmason
og fleiri góðir skemmtikraftar á
þingl skemmtu á herrakvöldum tU
fjáröflunar fyrir ríkið. Hugmynd-
irnar eru óþrjótandi. Þelm á hug-
myndabankinn að safna saman.
Það er óþarfi að standa lengi á gati.
Dagfari