Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Síða 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984.
IMeytendur Neytendur Neytendur Neytendur
TILRAUNAELDHUS DV:
Létt tilraun meö eplaböku fer fram í
tilraunaeldhúsinu í dag. A meöan viö
bíðum eftir aö kökuilmurinn fylli vitin
má geta þess að baka er íslenska oröiö
yfir hiö erlenda „pie”, vefjist þaö fyrir
einhverjum. Bökur meö alls konar og
ólíkum fyliingum eru jafnan vinsælar
á boröum, hvort sem þær eru bomar
fram í lok máltíöar, sem endapunktur
EPLABAKA
með marens
1. Hráefni í eplabökuna, bæði botn og fylling.
6. Eplin skræld.
7. Skorin í sneiðar og þær látnar .yfir
deigið.
5. Mótið smurt og klætt að innan með deiginu sem er látið vel út fyrir barmana.
3.. . . og flatt út.
4. Skorið eftir mótinu, ríflega eins og sést ú myndinni.
8. Kanilsykri strúð yfir eplasneiöarnar.
9. Vafin lengja úr afgangsdeigi og lögð yfir hringinn sem skrautkantur. Sykur,
hveiti og smjör hrært saman í skúl og lútið yfir eplin ú víð og dreif í litlum
„hnoðrum”.
10. Eftir 45 mínútur í ofninum er bakan tekin út og stífþeyttar eggjahvíturnar
lútnar yfir. Síðan bakað í 15 mínútur.
11. Eplabakan borin fram með þeyttum rjóma.
DV-myndir GVA
góörar múltíöar, eöa með kaffisopa
ásamt öörum hnallþórum.
Eplabaka með marens
Botn
3 3/4 dl hveiti
l/2tesk.salt
120gsmjörlíki
4—5 matsk. kalt vatn
Fylling
4—5 súr epli
11/4 dl sykur
3/4 tesk. kanill
3/4 dl sykur
11/2 dl hveiti
90 g smjör
Hrært saman
Marens
3 eggjahvítur
6 matsk. sykur
Verklýsing
Botn:
1. Hveiti og salt látiö á borð,
smjörlíkið muliö saman við.
2. Vættímeðvatni.
3. Hnoöaö saman. Deigöi kælt í aö
minnsta kosti eina klukkustund.
Hagkvæmt aö taka til í fyllinguna ú
meöan.
4. Deigið flatt út, skorið 2—3 cm
stærra en mótið (sjú mynd)
5. Mótiö smurt og klætt aö innan með
deiginu. Deigið er nokkuö hæfilegt í
mót sem er um 40 cm í þvermál. Ef
notaö er minna mót er hægt aö
hnoða lengur úr afgangsdeigi í kant.
Fylling:
1. Eplin flysjuö, skorin í sneiöar sem
settar eru yfir deigiö í mótinu.
2. Kanilsykrinum stráö yfir eplin,
einnig er gott að strá „apple pie”
kryddi yfir eplasneiðarnar.
3. Hveiti, sykur og smjör hrært saman
í skál og síðan látiö y fir eplin í litlum
„hnoörum”. Ef búinn hefur veriö til
skrautkantur, til dæmis vafinn eöa
fléttaöur, er hann síðan látinn ofan
á.
4. Bakan bökuð neðarlega í ofni í ca 45
mínútur viö 200—250*C hita.
Marens ofan á eplabökuna má
sleppa, en ef viö höldum okkur við
hann þá þeytum viö eggjahvíturnar á
meðan bakan er í ofninum. Þegar
eggjahvítur eru þeyttar veröur aö
gæta þess að hrærivélarskálin sé hrein
og þurr, annars þeytast hvíturnar
ekki. Eftir smástund er sykrinum bætt
út í og þeytt þar til hvíturnar eru
orönar stífþeyttar. Gott er aö setja
nokkra dropa af borðediki út í hræri-
vélarskálina, þá stífna hvítumar
betur.
Eftir að bakan hefur veriö í ofninum
ca 45 mínútur er hún tekin út og
marensinn settur yfir meö skeið. Þá er
ofninn stilltur á 100° C og mótið látiö
aftur í ofninn. Bakað meö marensinum
í ca 15 mínútur eöa þar til marensinn
er oröinn gulbrúnn.
Eplabakan er borðuð volg eöa köld
meö þeyttum rjóma sem eftirréttur
eöa kaffibrauð. I staö elpanna má nota
ýmsar aörar fyllingar í bökuna, til
dæmid rabarbara og bláber. Nýkom-
in eru ú markaöinn kjarnaávaxta-
grautar í fernum sem eru mjög góðir.
Þá er hægt aö nota sem fyllingu, til
dæmis rauðgrautinn, sem er afbragös-
góður. Ef viö notum grauta sem fyll-
ingu þú er botninn bakaöur fyrst og
grauturinn lútinn um leiö og
marensinn.
Ef viö notum lítiö mót fyrir bökuna,
mót sem er ca 20 cm í þvermúl, getum
viö notaö helmmginn af deiginu sem
lok, þekja alveg eplin meö deiginu. En
þá er marensinum sleppt.
Vinnutími viö eplabökuna er um ein
og hálf klukkustund, þar af er bakan
um eina klukkustund í ofni. Og þá er
bakstri dagsins lokið — verðum ú
svæöinu eftir viku. -þg
Neytendur
Umsjón: ArnarPáll
Hauksson ogÞórunn
Gestsdóttir