Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Qupperneq 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984. Spurningin KS, AD, GG í starf skynningu. Hvar mun Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu fara fram í sumar? Ásdis Magnúsdótttr: Hún fer fram í Frakklandi og ég held aö Þjóðverjar vinni. \ ^ j Unnar Elriksson: Eg veit þaö ekki en Frakkarvinna. Ingvi Guðmundsson: Urslitakeppnin fer fram í Frakklandi og Frakkar vinna á heimavelli. Karl Gunnarsson: I Frakklandi og Þjóðverjar vinna. Jóhann Amarsson: Eg hef ekki hug- mynd um það en ætli Frakkar vinni ekki. 2va Öraólfsdóttlr: Eg hef ekki hug- nynd um það. WSj- .? :’J ’ »\ Kvenþingmenn íslenciinga samankomnir á einum stað. Þingmenn Kvennalistans eru lengst til vinstri. Þingveislan: Kvennalistinn stóðst freistinguna Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Kjósandi skrifar: Oft veltir lítil þúfa þungn hlassi. Þessi málsháttur á nú kannski ekki al- veg við um þá sérstöku ákvörðun Sam- taka um kvennalista að mæta ekki til þingveislunnar á Hótel Sögu í sl.viku. Hins vegar getur svona ákvörðun, þótt ekki vegi þungt í augnablikinu, orðiö til þess síðar meir, t.d. í kosning- um, að snúa einhverjum atkvæðum frá öðrum flokkum til þessara samtaka. Það er nefnilega mikið til af óákveðnum kjósendum sem snúast um sjálfa sig á kjördag og láta kylfu ráða kasti um þaö hvern flokk þeir k jósa. Það er einmitt tii þessara kjósenda sem Samtök um kvennalista höfð- ar með ákvörðun sinni um að mæta ekki í þingveislu. — Auðvitaö er þetta pólitísk „taktík” en hún er lunkin og þama sáu þær í kvennalistanum sér leik á borði, vissu sem var aö enginn hinna flokkanna myndi skerast úr leik. Nú er sá er þetta ritar ekki stuðn- ingsmaöur Samtaka um kvennalista en játa verður aö hér er um póli- tíska ákvörðun að ræða sem hefði verið hvaða flokksformanni sem er í lófa lagiöaötaka. Það var lítillega búið að ræða þetta opinberlega og manna á meðal var verið að gamna sér við að geta sér þess til hvort einhver stjórnmálaflokk- urinn myndi taka á sig rögg og skerast úr leik og mæta ekki til þingveislu til að eta og drekka á kostnað galtóms ríkis- sjóðs og skattpíndra þegnanna. Fulltrúi eins þingflokksins, Banda- lags jafnaöarmanna, haföi skrifað fjálglega heila grein um þetta í DV og hneykslast á svona uppákomum á kostnað almennings. Eins konar áskorun til þingflokks Bandalagsins, sem hún er starfsmaður hjá, um að mæta ekki. Nú er það auðvitað orðin hefð aö efna til þingveislu ár hvert þar sem þingmenn skemmta sér og vega hver annan í góðsemi á kostnað skattborg- aranna. Sumir segja sem svo: Er þetta eitthvað verra en annað, t.d. fríð- indi ráðherra og annarra þingmanna, semviðgreiðum? Það er þó sá munur hér að fríðindi ráðherra, t.d. hvað varðar bifreiðar, að þær eru notaöar við störf og fæstir munu í alvöru telja að ráöherrar eigi ekki að hafa bifreið til afnota. Allir ráðherrar hafa neytt þeirra fríðinda og er ósanngjamt aö taka þar einn eða tvo út úr dæminu og rakka niöur af ósann- girni og pólitískum loddaraskap. Hitt, aö hópast saman til að eta og drekka, án nokkurrar nauðsynlegrar ástæðu eins og árleg þingveisla er, þaö er ekki í þágu nokkurs manns, hvaö þá þjóðarinnar allrar. Það hlýtur að vera fátítt meðal menningarþjóða, — tíðkast sennilega ekki heldur hjá villimönnum — að kjörnir fulltrúar efni til starfsmanna- skemmtunar á kostnaö skattgreið- enda. En þetta hafa stjómmálaflokk- ar hér á landi sameinast um, alhr með tölu, þartilnú. Tímamir eru að breytast sem betur fer og það sem áður þótti sjálfsagt að láta viðgangast er nú óðum að leggjast af. Þingveisla á kostnað þjóðarinnar er meðal þess sem hlýtur að leggjast af. Ef til vill verður sumum stjórn- málamönnum nógu bumbult af því einu að vita aö framtak Kvennalista getur riðiö baggamuninn hvort þeir ná kosningu. Þeir óráðnu hafa oft hin skrýtnustu viðhorf og gott minni þegar þeir setja ,,x-ið” sitt á kjörseðil- inn. Afstaöa til þingveislu getur haft þarsittaðsegja. Jóhann Svarf dælingur Sýnum honum hlýhug Þakkir til DV fyrir að moka hjónin út 6234—8798 skrifar: Kæri lesendadálkur DV. Oft hafið þið brugðist fljótt og vel við en dásamlegust fundust mér við- brögöin hjá ykkur þegar þið mokuðuð frá dyrum gömlu hjónanna fyrir nokkm. AlOtaf eru þeir skemmtilegir þætt- irnir hans Jónasar Jónassonar, Kvöld- gestir. Fátt hefir samt komið við mann eins og viðtalið við Jóhann Svarfdæling. Fáir held ég hafi verið jafnþurfandi fyrir hjálp og aðstoð meö sínar sér- þarfir og þessi maöur. En hann er ekki að kvarta eða krefjast eins eða neins. Hann er það hógvær maður og tekur öllu með ró og er þakklátur fyrir þaö sem gert er fyrir hann. Væri ekki tímabært fyrir þjóðina að taka höndum saman og gefa þessum útlaga góða daga loksins þegar hann getur notið ættjarðarinnar. Sýnum hlýhug í verki til þessa vinar okkar og bróður og gefun honum birtu og yl. Snjómokstursgengi D V eftir að það mokaði gömul hjón út sem höfðu verið einangruð frá umheiminum i viku. Jóhann Svarfdælingur loks kominn heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.