Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Page 28
28
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984.
Dagmar Guðrún Arnadóttir lést 10.
mars sl. Hún fæddist í Reykjavík 27.
júní 1915. Hún var dóttir hjónanna
Finnbjargar Kristófersdóttur og Arna
Pálssonar. Að loknu námi við Kvenna-
skólann í Reykjavík 1931 hélt hún utan
og lauk hjúkrunarnámi við Rigs-
hospitalet í Kaupmannahöfn 1939. Hún
starfaði á rannsóknarstofu Borgar-
spítalans frá árinu 1961. Utför hennar
veröur gerð frá Fossvogskirkju í
morgun kl. 10.30.
Margrét Jakobsdóttir frá Asbjarnar-
nesi andaðist 19. mars í Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga. Jarðarförin auglýst
síðar.
Olafía Guðmundsdóttir, Þórufelli 4,
áður til heimilis að Hólmgarði 10, lést í
hjartadeild Landspítalans að morgni
20. mars.
Jónatan Brynjúlfsson rafvirki, Fögru-
kinn 14 Hafnarfiröi, lést af slysförum
laugardaginn 17. mars.
Gunnlaugur Marteinsson pípulagn-
ingamaður, Reykjamörk 10 Hvera-
gerði, andaðist í Borgarspítalanum 20.
mars.
| Áttu: VASADISKÓ _ |
| FERÐAKASSETTUTÆKIY 5
2 FJARSTÝRÐAN BÍL ‘ 3
u. >
J eða annað tœki fyrir rafhlöður sem þú J
^ notarmikið. ®
^ Ef svo er þá eru Sanyo-cadnica o
rafhlöðurnar og hleðslutækið fyrir þig. ^
Meira en
SPARNAÐUR - ÞÆGINDi
PÆST I VERSLUNUM UM LAND ALLT
DIESELVÉLAR HF„
SUÐURLANDSBRAUT 16, SÍMI 35200
SKIPPER
CS112 - LIT-DÝPTARMÆLAR
Hagstætt verð
og greiðsluskilmálar
2ja ára ábyrgð
Friðrik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavík,
Simar 14135 — 14340.
Halldór Isleifsson, Meistaravöllum 21
Reykjavík, andaðist í Landakotsspít-
ala mánudaginn 19. mars.
Hilmar Helgason, fyrrverandi formað-
ur SÁA, veröur jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 22. mars kl.
13.30.
Ragnheiður Jónsdóttir, Sólheimum 35,
erlátin. Utförinhefurfariðfram.
Anna Gunnarsdóttir lést 10. mars sl.
Hún fæddist 26. júlí 1906 á Gíslakoti,
Ásahreppi, Rangárvallasýslu. For-
eldrar hennar voru Gunnar Gunnars-
son og Þuríður Einarsdóttir. Anna út-
skrifaðist búfræðingur frá Bændaskól-
anum á Hvanneyri árið 1929, fyrst ís-
lenskra kvenna. Hún útskrifaðist 1933
frá garðyrkjuskóla í Danmörku, Vil-
vorde. Vann sem garöyrkjukona á
Vífilsstöðum og í Reykholti. Giftist ár-
ið 1939 Kristjáni Eiríkssyni frá Gras-
geira á Melrakkasléttu. Bjuggu þau á
Borgum í Þistiifirði í 34 ár og eignuðust
sex börn. Kristján léstárið 1974. Síð-
ustu æviárin bjó Anna á Sólvallagötu
45 í Reykjavík. Utför hennar verður
gerðfrá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Kvikmyndir
Marlene Jobert.
Kvikmyndaklúbbur
Alliance Francaise
I kvöld og annað kvöld veröur sýnd í Regn-
boganum kl. 20.30 lögreglumyndin Síöasta
þekkta heimilisfang (Dernier domicile
connu). Myndin er gerö 1970 af José Giovanni.
I helstu hlutverkum eru Lino Ventura,
Mariene Jobert og Michel Constantine.
Marceau Léonette er iögreglumaöur sem
ekki hefur hlotiö neina menntun en hefur
komist í stööu aöstoöarfulltrúa eingöngu
vegna eigin veröleika. Dag einn handtekur
hann drukkinn bilstjóra sem reynist vera
sonur þekkts málaflutningsmanns. Sá siöar-
nefndi skerst í leikinn og starfsframi
Marceaus er að engu gerður. Hann er færður
yfir á litla hverfisstöö þar sem hann, ásamt
ungri konu sem einnig starfar i lögreglunni,
annast minni háttar verkefni.
Þangað til einn dag að sérstök deild innan
lögreglunnar felur Marceau og Jeanne, ungu
konunni, aö hafa upp á Roger nokkrum
Martin en vitnisburður hans er nauðsynlegur
til þess aö knésetja moröing ja. En rannsóknin
hefur staöiö yfir í fimm ár og Martin er í
felum því að hann óttast aö verða ráöinn af
dögum af leiguþýi hins ákærða.
Málið á að koma f yrir rétt eftir nokkra daga
og Marceau og Jeanne hafa þvi aðeins tak-
markaðantímatilþessaðfinnaMartin...
Sakamálamynd þar sem söguþráðurinn er
þétt og listilega ofinn og myndin veröur í senn
næ, tilfinningarík, ljóðræn og fínleg, segir í
fréttatilkynningu.
Endursýning á Not a Love
Story í IMorræna húsinu
Ákveðið hefur verið að endursýna kanadísku
heimildarmyndina Not a Love Story — kvik-
IMauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Bolholti 6, þingl. eign Guðna Jónssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Jóhannesar Jóhannes-
sen hdl., Asgeirs Thoroddsen hdl., Páls A. Pálssonar hrl. og Þorsteins
Eggertssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. mars 1984 kl.
11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
í gærkvöldi_____ í gærkvöldi
...en þjóðin veit ýmislegt fleira
Hún var býsna fróöleg fréttamynd-
in breska frá Ungverjalandi.
Kommúnismi með öðru sniöi.
Ungverjar fara sínar eigin leiðir í
efnahags- og atvinnumálum og
margt minnti frekar á vestrænan
lífsmáta en austrænan. Þessu öllu
voru gerð góð skil. Það sáust líka
glefsur frá byltingunni 1956, sem
bætti þáttinn mjög.
Það er farið hálfilla meö Agöthu
sálugu Christie í þessum sögum
hennar eins og þær eru skemmtileg-
ar aflestrar. Skarpsýn skötuhjú eru
alveg mislukkuö. Hún þessi dæma-
lausa tilgeröarrófa, hann litlu skárri.
Hvernig á að fylla upp í gatið?
spurði hinn nýi þingfréttamaður
sjónvarpsins, Páll Magnússon, í
sinni fyrstu þingsjá í gærkvöldi.
Þarna hefur sjónvarpið fengið góðan
liðsmann, áheyrilegan og öruggan,
sem á áreiöanleg eftir að spjara sig,
þótt auðvitað væri stjóm hans ekki
aðfinnslulaus í þessum fyrsta þætti.
öll þjóðin veit að litli maöurinn í
þjóðfélaginu hefur eignast góðan vin
í ríkisstjórninni, sagöi fjármálaráö-
herra.
öll þjóöin veit ýmislegt fleira. Hún
veit að verið er að reisa hús seöla-
bankans, hún veit um nýju flugstöð-
ina sem reisa skal, hún veit um ráð-
herrabílana, veisluhöldin þeirra og
utanlandsreisur og svo miklu, miklu
fleira.
Hún veit líka að nú skal hún spara
og spara. Allt er í athugun, bæði
prívat og óprívat.
Þetta var nú meira orðaplunkiö.
Hefur reyndar verið slikt svo lengi
semégman.
Kristin Þorsteinsdóttir.
mynd um klám — í Norræna húsinu í dag,
miðvikudag 21. mars, kl. 18.00. Myndin var
sýnd sl. sunnudag á vegum kvikmynda-
klúbbsins Norðurljóss og urðu þá margir frá
að hverfa vegna mikillar aðsóknar. Aðgöngu-
miðar verða seldir við innganginn.
— Myndin er stranglega bönnuð börnum —
íþróttir
Firma- og félagakeppni
innanhússknattspyrna
Dagana 24. og 25. mars verður kcppnin haldin
á vegum meistaraflokks U.B.K. í hinu nýja
glæsilega íþróttahúsi Kópavogs við Skála-
heiði.
Sú nýbreytni verður:
1.5 leikmenn í hverju liði.
2. Skorun ekki bundin við punktalínu.
3. Mun stærra vallarsvæði en áður hefur
þekkst.
4. Sjónvarpað verður beint frá leik Liverpool-
Everton.
5. Margvísleg hressing á staðnum.
Þátttökugjald er 2000 kr.
Þátttaka og greiðsla verða að hafa borist
fyrir fimmtudaginn 22. mars. Nánari upp-
lýsingar og þátttökutilkynningar í síma:
Gunnar Þórisson s. 27500, Magnús Jónatans-
son s. 78169, Pétur Omar s. 40082.
Meistaramót 16 ára og yngrf
Reykjavíkurmeistaramót 16 ára og yngri
innanhúss verður haldið 31. mars— 1. apríl
1984. Mótshaldari er frjálsíþróttadeild 1R.
Keppt verður í eftirtöldum greinum: 50 m
hlaup, 50 m grindahlaup, hástökk, langstökk
og langstökk án atrennu. Þátttökutilkynning-
ar skulu hafa borist Jóhanni Björgvinssyni,
frjálsíþróttadeiid IR, á löglegum til-
kynningarspjöldum í seúiasta lagi mánu-
daginn 26. mars. Einnig er hægt að senda
þátttökutilkynningar til Frjálsíþróttaráðs
Reykjavíkur, pósthólf 4284, 124 Reykjavík.
Golf
Æfingatímar
Goifklúbbur Reykjavikur hefur fengið að-
stöðu til inniæfinga í Tranavogi 1. Hefur þar
verið komið fyrir netum til að slá í og sett upp
lítil púttbraut.
Aðgangur verður ókeypis en kylfingar
þurfa sjálfir að koma með bolta og kylfur.
Opið verður þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
16—22, laugardaga kl. 10—16 og sunnudaga kl.
13-19.
FerðalÖg
Ferðafélag íslands
Myndakvöld Ferðafélags íslands
Myndakvöld verður haldið á Hótel Hofi 22.
mars (fimmtudag) kl. 20.30.
Efni: 1. Grétar Eiriksson sýnir myndir frá
Vestur- og Suöurlandi o.fl. 2. Sigurjón Péturs-
son sýnir myndir frá ferð á Öræfa jökul og ferð
yfir Vatnajökul.
ATH: Sýningardagur er fimmtudagur.
Allir velkomnir félagar og aðrir. Veitingar í
hléi.
Helgarferð í Þórsmörk 23.-25. mars:
Hin árlega vetrarferð í Þórsmörk verður
farin ki. 20 föstudaginn 23. mars. I Skagfjörðs-
skála er góö aöstaða fyrir gesti og setustofa
fyrir kvöldvökur. Gönguferðir um nágrennið.
Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstof-
unni,Oidugötu3.
Ferðafélag Islands.
Siglingar
Aætlun Akraborgar
Frá Akranesi Frá Reykjavík
Kl. 8.30
Kl. 11.30
6K1. 14.30
Kl. 17.30
Kl. 10.00
Kl. 13.00
Kl. 16.00
Kl. 19.00
Lestunaráætlun HULL/GOOLE:
Jan ROTTERDAM: . 19/3,2/4,16/4,30/4
Jan. ANTWERPEN: . .20/3,3/4,17/4,1/5.
Jan HAMBURG: . .21/3,4/4,18/4,2/5.
Jan HELSINKI/TURKU: . .23/3,6/4,20/4,4/5.
Mælifell 23/3.
Hvassafell
LARVIK:
Francop GAUTABORG: . 12/3,26/3,9/4 , 23/4.
Francop KAUPMANNAHÖFN: 13/3,27/3,10/4,24/4.
Francop SVENDBORG: 14/3,28/3, 11/4,25/4.
Francop AARHUS: 15/3,29/3, 12/4,26/4.
Francop FALKENBERG: 16/3,30/3, 13/4,27/4.
Helgafell 15/3.
Mæiifell GLOUCESTER, MASS.:
Jökulfell 14/3.
Skaftafell HALIFAX, CANADA: 24/3,25/4.
Skaftafell
IVIinningarspjöld
Minningarkort Slysavarnafé-
lags íslands
Minningarkort SVFI fást á eftirtöldum stöð-
um í Reykjavík.
1 Bókabúð Braga, Amarbakka Reykjavík.
Bókabúð Braga, Lækjargötu, Reykjavík.
Ritfangaverslun VBK, Vesturgötu 4 Reykja-
vík.
Bókaverslun Vesturbæjar, Víðmel 35
Reykjavík.
Bókabúöinni Glæsibæ, Álfheimum 74
Reykjavík.
Blómabúðinni Vor, Austurveri Reykjavík.
Bókabúðinni Grimsbæ, Bústaðavegi Reykja-
vík.
1 Kópavogi:
1 Bókaversluninni Vedu, Hamraborg 5 Kópa-
vogi.
Versluninni Lúnu, Þinghólsbraut 19 Kópa-
vogi.
Tilkynningar
Kaffisala Kvenfélags
Hallgrímskirkju
verður í Domus Medica sunnudaginn 25. mars
og hefst kl. 15.00. Félagar úr Módettukór Hall-
grímskirkju skemmta, einnig verður skyndi-
happdrætti. Félagskonur eru beönar að gefa
kökur og verður tekið á móti þeim í Domus
Medica eftir kl. 13 á sunnudag. Vonumst við
til að velunnarar Hallgrímskirkju fjölmenni.
Kattaeigendur
Merkið ketti ykkar.
Kattavinafélagið.
Skrifstofa Al Anon
Aðstandendur alkóhólista, Traðarkotssundi 6.
Opið alla laugardaga kl. 10—12. Sími 19282.
Fundir alla daga vikunnar.
Opiö hús hjá
Aco h/f
Dagana 22. og 23. mars nk., milli kl. 13 og 18,
verður Aco h/f, Laugavegi 168, með opið hús
fyrir alla þá sem vilja líta inn og kynna sér
það nýjasta sem er að gerast í grafíska fag-
inu. Gefst fólki kostur á að skoða nýjustu
setningartækni frá Linotype, framköllunar-
og myndavélar frá Eskofot ásamt ýmsu
fleira.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
heldur sitt árlega Húnvetningamót í Domus
Medica laugardaginn 24. mars nk. kl. 19.30.
Heiðursgestir mótsins verða sýslumanns-
hjónin á Blönduósi.
Félagið er nú að vinna að innréttingu nýs
félagsheimilis í Skeifunni 17. Hafa margir
félagsmenn sýnt þessari framkvæmd félags-
ins mikinn áhuga og hugsa gott til þess að
flytja félagsstarfið í nýtt og hentugra hús-
næði.
Munið minningarsjóð SÁÁ
Hringið í sima 82399 og við sendum minn-
ingarkortin fyrir yður. Minnúigarkortin eru
einnig seld í versl. Blóm og ávextir, Hafnar-
stræti 3, sími 12717, og skrifstofu SAA, Síöu-
múla 3—5 Reykjavík, sími 82399.
Happdrætti
Landshappdrætti
Körfuknattleikssambands
íslands
Eftirtalin númer hlutu vúining í Landshapp-
drætti Körfuknattleikssambands Islands 1984.
1. Sólarlandaferð með Samvinnu-
feröum/Landsýn kr. 15.000,- nr. 5146 , 3187,
7574,375,3092,2715,2539.
Bfllinn
finnst ekki
Fyrir einni viku eöa á miöviku-
daginn, 14. þ.m., var bifreið stolið á
gatnamótum Oöinsgötu og Þórsgötu í
Reykjavík. Bifreiöin er af gerðinni
Lada Station árgerð 1980, gul að lit,
meö skrásetningamúmerið R-46569.
Þeir sem kunna að geta gefið upplýs-
ingar um bifreiðina eru beðnir að
láta lögregluna vita.
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar:
Samþykkti
samningana
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar hefur samþykkt kjarasamning
sinn við Reykjavíkurborg. Atkvæða-
greiðsla um samninginn fór fram í gær
og fyrradag. Atkvæði félagsmanna
vorutalinígær.
Niðurstaða talningarinnar var sú aö
719 eöa 59,5% samþykktu samningana,
462 eða 38,5% voru þeim andvíg og 29
seðlar voru auðir og ógildir. Um 47%
félagsmanna neyttu atkvæðisréttar
síns eöa 1.210 af þeim 2.588 sem voru á
kjörskrá. -JSS.
Bella
Ég hefði aldrei átt að takmarka
reykingarnar við eina sígarettu
eftir mat —- nú er ég farin að borða
20 sinnum á dag.