Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Qupperneq 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS1984.
Útvarp Sjónvarp
Útvarp
Miðvikudagur
21.mars
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tii-
kynningar. Tónleikar. I
13.30 Islenskir „Blúsar”
14.00 „Eplin í Eden” eftir Öskar
AÖalstein. Guðjón Ingi Sigurðsson
les(3).
14.30 Ur tónkverinu. Þættir eftir
Karl-Robert Danler frá þýska út-
varpinu i Köln.
14.45 Popphólfið. — Jón Gústafsosn.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Kristófer Kólumbus. Jón R.
Hjálmarsson flytur 2. erindi sitt.
16.40 Síðdegistónleikar.
17.30 Síðdegisvakan.
18.00 Snerting. Þáttur Amþórs og
Gísla Helgasona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Viö stokkinn. Stjórnandi:
Heiðdís Norðfjörð (RUVAK).
20.00 Barnalög.
20.10 Ungir pennar. Stjórnandi:
Hildur Hermóðsdóttir.
20.20 Utvarpssaga baraanna:
„Benni og ég”
20.40 Kvöldvaka. a. Kristin fræði
forn. Stefán Karlsson handrita-
fræðingur tekur saman og flytur
fróðleik úr gömlum guðsoröa-
bókum. b. Ætlarðu að rekja úr mér
gamirnar? Þorsteinn Matthíasson
segir frá ferð um Islendingabyggð-
ir vestanhafs og kynnum sínum af
nokkrum Vestur-Islendingum.
Umsjón: Helga Agústsdóttir.
21.10 „Fantasiestiicke” op. 12 eftir
Robert Schumann. Alfred Brendel
leikur á píanó.
21.40 Utvarpssagan: „Könnuður í
fimm heimsáifum” eftir Marie
Hammer. Gísli H. Kolbeins lýkur
lestri þýðingar sinnar (26).-
Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Lestur Passíu-
sáima (27).
22.40 Við. Þáttur um fjölskyldumál.
Umsjón: Helga Agústsdóttir.
23.20 Isiensk tónlist. Sinfóníuhljóm-
sveit Islands ieikur.
23.50 Fréttir. Dagskráriok.
Rás 2
Miðvikudagur
21. mars
10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson, Asgeir
Tómasson og Jón Olafsson.
14.00—16.00 Allrahanda. Stjórnandi:
Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
16.00-17.00 Rythma biús. Stjóra-
Stjórnandi: Jónatan Garðarsson.
17.00—18.00 Kvikmyndatónlist. Um-
sjónarmaður Sigurður Einarsson.
Sjónvarp
Miðvikudagur
21. mars
18.00 Söguhornið. Ljótur leikur.
Gunnhildur Hrólfsdóttir segir frá.
Umsjónarmaður Hrafnhildur
Hreinsdóttir.
18.10 Maddltt. Þriðji þáttur. Sænsk-
ur framhaldsmyndaflokkur í fjór-
um þáttum gerður eftir sögum
Astrid Lindgrens. Þýðandi. Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.35 Fen og flól. NáttúruUfsmynd
um dýralíf við suöurodda. Flórída-
skaga. Þýðandi og þulur Oskar
Ingimarsson.
19.00 Fóik á förnum vegi. Endursýn-
ing — 18. Ráðhúsið. Enskunám-
skeið í 26. þáttum.
19.15 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Velrur og varnir gegn þeim.
Bresk frseðslumynd um veirur og
rannsóknir á þeim en þessar ör-
smáu lífverur eru orsök ýmissa
kvílla og farsótta, sem hrjáð hafa
mannkyniö, allt frá bólusótt til
kvefpestar. Þýðandi og þulur Jón
O. Edwaid.
21.40 Dallas.
22.30 Ur safni Sjónvarpsins. 1 dags-
ins önn. Þættir úr myndaflokki
um gamla búskaparhætti og
vinnubrögð í sveitum.
23.00 Fréttir ídagskrárlok.
Dallas kvedur, Sons
and Lovers heilsar
Þau eru á förum og eftir brosinu hans Joð Err að dæma þá una þau þvi
ekki illa.
Jæja. Þá er síöasti þátturinn frá
Sáþfork í kvöld. ÆstumDallasunnend-
um skal bent á að samkvæmt bestu fá-
anlegu heimildum DV þá verður endir-
inn tiltölulega farsæll og ekki eins op-
inn og siðast.
Þættirnir sem í staðinn koma eru
byggðir á skáldsögu eftir D.H.
Lawrence og eru það s jö þættir alls.
Að sögn Ellerts Sigurbjörnssonar
hjá Sjónvarpinu fjalla þessir þættir um
ungan mann í námahéraöi á Bretlandi.
Pilturinn, Paul Morell, á ruddalegan
og drykkfelldan föður en móðir hans er
þeim mun betri við hann.
Aðalþættirnir gerast þegar að því
kemur að Morrell fer aö kynnast öðr-
um konum og að sögn Ellerts þá er
þemað einskonar togstreita á milli
móðurástar og hinnar einu sönnu ást-
ar.
D.H. Lawrence er höfundur nýju
þáttanna.
Elllert sagöi jafnframt að þótt þessi
saga ætti að heita skáldsaga þá bæri
hún mikinn blæ ævi Lawrence sjálfs.
Sagan er skrifuð árið 1911, rétt eftir lát
móður hans en það fékk mjög á
Lawrence. Sons and Lovers er jafnan
taiið fyrsta stórverk þessa snjalla rit-
höfundar.
Þættirnir eru sjö talsins og allt er
óvíst um hvað sýnt verður að þeim
loknum. Hvort Dallas kemur aftur er
óráðið því að kaup á nýjum „pakka”
hafa ekki enn verið samþykkt.
Með helstu hlutverk í Sons and Lov-
ers fara Karl Johnson og Eileen Atk-
ins. Leikstjóri er Stuart Burge og
handritið gerði Trevor Giffiths sem er
allþekktleikritaskáld. SigA.
Útvarpid, rás 1, kl. 11.30 ífyrramálið:
„Fullar líkkist-
ur af fróðleik"
Heiga Ágústsdóttir.
Útvarpið, rás 1,
ki 22.40:
Hjónabandið
tekið fyrir íþættinum
„Við” íkvöld
Helga Agústsdóttir sér um þáttinn
„Við” í útvarpinu, rás 1, sem hefst kl.
22.40 í kvöld. Þættir Helgu, sem fjaila
um fjölskyldumál, hafa þótt góðir,
enda er þar oft tekið á málum sem al-
mennt er ekki f jallað um í útvarpi.
I þættinum í kvöld verður hjóna-
bandið tekið fyrir, og verður f jallað um
það frá ýmsum sjónarhomum. Gerir
Helga það með því að ræða við nokkra
aöila.
I fyrsta lagi fær hún Guðrúnu Er-
lendsdóttur lögfræðing í heimsókn og
spjalla þær um iagalegu hliöina á
hjónabandinu. Þá ræðir Helga við séra
Karl Sigurbjörnsson, sóknarprest í
Hallgrímssókn, um viöhorf kirkjunnar
til hjúskapar og hvað sé hlutverk
prests í stofnun og sliti hjúskaparins.
Þá ræðir Helga við Alfheiði Steinþórs-
dóttur sálfræðing um vanda sem upp
kemur í sambúö fólks.
-klp-
Bergsteinn Jónsson dósent les í
fyrramálið í útvarpið, rás 1, fyrri hluta
sögulegs erindis sem ber nafnið „Full-
ar líkkistur af fróðleik”. Byrjar hann
lesturinn kl. 11.30 en siöari hlutinn
verður á dagskrá á föstudagsmorgun-
inn kl. 11.15.
Erindi þetta er eftir Leo Deuel og er
í þýðingu Ola Hermannssonar. Oli hef-
ur fengist mikið við þýðingar og mikiö
af því sést á prenti og annað lesið á
ýmsum tímum í útvarp.
Þótt nafniö á erindinu gefi í skyn að
þarna sé spennandi efni á feröinni er
nú ekki víst að öllum þyki það. Málið
Sjónvarp kl. 20.40:
Hvíeru veirurnar
svona
ómótstæðilegar?
Sjálfur vísindaskáldskapurinn gæti
tæplega hafa fundið upp neitt dular-
fyllra en veirurnar. Samt eru þær
raunverulegar, svo raunverulegar, að
flest okkar hafa einhvern tíma orðið
fyrir barðinu á þeim. Veirur geta or-
sakað allt frá bólusótt og hundaæði til
flensu og venjulegs kvefs.
A miðvikudagskvöld verður sýnd
bresk fræðslumynd um rannsóknir á
þessum örsmáu lífverum. Reynt verð-
sem um er fjallaö er uppgröftur á
papírushandritum. Egyptar og fleiri
þjóðir höföu það fyrir reglu að leggja
handrit í kistumar hjá líkum efnaðs
fólks. I mörgum þessara handrita var
að finna mikinn sögulegan fróðleik, en
á öðrum var lítið að græða.
Mörg þessara handrita voru hætt
komin þegar misjafnlega heiðarlegir
menn komust með fingurna í þau, og
öðrum varð ekki bjargað. Höfundur-
inn Leo Deuel setur efnið skemmtilega
upp — eða í einskonar fréttaformi — og
gerir það með því bæði spennandi og
áheyrilegt. -klp-
Svona geta veirurnar leikið mann.
ur að varpa ljósi á hvers vegna þeim er
jafnágengt og raun ber vitni og hvers
vegna svona erfitt er að berjast gegn
þeim. -GB
35
Veðrið
Suðaustanátt, víöa kaldi eöa
stinningskaldi, él um ailt sunnan-
og vestanvert landið en skýjað og
úrkomulítið á Norðausturlandi.
Veðrið
hér og þar
Klukkan 6 í morgun. Akureyri
léttskýjað —2, Bergen léttskýjað —
6, Helsinki þokumóða —16, Kaup-
mannahöfn léttskýjað —3, Osló
léttskýjað —8, Reykjavík snjóél á
síöustu klukkustund —4, Stokk-
hólmur þoka á síðustu klukkustund
—5, Þórshöfn alskýjað 5.
Klukkan 18 i gær. Amsterdam
mistur 4, Aþena skýjað 8, Berlín
léttskýjað 2, Chicago alskýjað 3,
Feneyjar heiðskírt 6, Frankfurt
heiðskírt 7, Las Palmas léttskýjað
20, London mistur 8, Los Angeles
! heiðskírt 23, Luxemborg heiðskírt
17, Malaga rigning 13, Miami háif-
1 skýjaö 26, Mallorca skýjaö 12,
Montreal skýjað 2, New York hálf-
skýjað 12, Nuuk skrafrenningur —
: 18, París heiðskírt 10, Róm al-
skýjað 11, Vín léttskýjað 1, Winni-
pegalskýjaöO.
Gengið
GENGISSKRÁNING
nr. 57-21. mars 1984 kl. 09.15
Eining KAUP SALA
1 Bandarikjadollar 29,130 29,210
1 Sterlingspund 41,838 41,953
1 Kanadadollar 22,829 22,892
1 Dönsk króna 3,0100 3,0183
1 Norsk króna 3,8338 3,8443
1 Sænsk króna 3,7232 3,7334
1 Finnskt mark 5,1114 5,1255
1 Franskur franki 3,5725 3,5823
1 Belgiskur franki 0,5383 0,5398
1 Svissn. franki 13,4147 13,4515
1 Hollensk florina 9,7588 9,7856
1 V-Þýsktmark 11,0053 11,0356
1 ítölsk lira 0,01776 0,01781
1 Austurr. Sch. 1,5632 1,5675
1 Portug. Escudó 0,2186 0,2192
1 Spánskur peseti 0,1916 0,1922
1 Japansktyen 0,12887 0,12922
1 írskt pund 33,674 33,767
SDR (sérstök ' 30,6976 30,7823
dráttarréttindi)
Simsvari vegna gengisskráningar 22190
TOLLGENGI
fyrir mars.
11 Bandarikjadollar 28.950
1 Sterlingspund 43.012
1 Kanadadollar 23.122
1 Dönsk króna 3.0299
1 Norsk króna 3.8554
i 1 Sænsk króna 3.7134
^ 1 Finnsktmark 5.1435
,1 Franskur f ranki 3.6064
1 Belgiskur franki 0.5432
1 Svissn. franki 13.3718
1 Hollensk florina 9.8548
1 V-Þýsktmark 11.1201
1 Itölsk Ifra 0.01788
1 Austurr. Sch. 1.5764
1 Portug. Escudó 0.2206
1 Spénskur peseti 0.1927
1 Japanskt yen 0.12423
, 1 Írsktpund 34.175