Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1984, Side 36
VISA ÍSLAND V/SA í öllum viðskiptum. Austurstræti 7 Sími 29700 » VIÐ HÖFUM KAFFIVAGNINN GRANDAGARÐ110 * | 30 Bakarí vörurnar TEGUNDIR AF KÖKUM 0G SMURÐU BRAUÐI OPNUM ELDSNEMMA - LOKUM SEINT 97099 AUGLÝSINGAR £. f U&Æ. SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR _______ÞVERHOLT111___; QCC11 RITSTJÓRN OUU .I I SÍÐUMÚLA12-14 AKUREYI SKIPAGÖTU13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1984. Bubbi flyt- ur úr landi Bubbi Morthens, hljómlistarmaöur m.m., er á förum af landi brott og ætl- ar að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum. „Mig hefur lengi dreymt um aö vakna í 35 stiga hita, ganga út á næsta götu- hom, kaupa mér vatnsmelónu og fara svo aö semja tónlist,” segir hann m.a. í viötali sem birtast mun í Sviðsljósi DV á morgun. Bubbi er þessa dagana að ljúka viö gerö tveggja hljómskífa, aöra gefur hann út sjálfur en hin er meö Egó og síöasti liður í samningum Bubba og Steinars hf. -EIR. Arnarflug: Óvíst um f lug í Nígeríu, Líbýu og á íslandi ,,Eg get ekki sagt um það hvaöa lík- ur em á því að viö höldum Nígeríuflug- inu áfram,” sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Amarflugs. „Viö höfum verið í viöræðum viö Nígeríumenn, síðast um helgina. Við fáum lokasvar frá þeim í dag eða á morgun.” Agnar upplýsti aö Arnarflug væri þegar búiö að finna annað verkefni fyr- ir Boeing-727 þotuna frá 1. apríl ef ekk- ert yröi frekar úr Nígeríufluginu. Frekara flug í Líbýu er einnig enn á huldu. Amarflugsmenn munu halda utan um næstu helgi til viðræðna viö Líbýumenn um f ramhald. Innanlandsflugiö er sömuleiðis í óvissu. Sérstakur stjómarfundur verður um þaö mál á morgun. Ellefu starfsmenn innanlandsflugs hætta 1. april næstkomandi veröi félagiö ekki búiö að draga uppsagnir til baka fyrir þanntíma. -KMU. „Ríkið” lokað Verslanir ATVR eru lokaöar í dag vegna veröbreytinga. Hækkanir á nokkrum víntegundum eru þessar: Brennivínsflaskan úr 380 kr. í 470 kr., Vodka Smirnoff úr 589 kr. í 610 kr. Whisky Red Label úr 600 kr. í 680 kr. Þá hækkar pakkinn af sígarettum. Winston fer úr 44,10 kr. í 53,50 kr. Þá eru nokkur dæmi þess aö léttvín lækki í verði. -JGH LUKKUDAGAR 21. mars 49304 BANGSI FRÁ I.H. AÐ VERÐMÆTI KR. 750. Vinningshafar hringi í sima 20068 LOKI Væri ekki rótt að gefa ríkisstjórninni ormalyf ? Fyrrverandi f ramkvæmdastjóri Hólaness á Skagaströnd handtekinn í nótt: TALINN HAFA DREGIÐ QFp P U|| | lAMip |#p wELIm IvllLLJwlmllm HmlmH I uppsiglingu er nú rannsókn á ein- hverju mesta fjársvikamáli sem upp hefur komist hér á landi til þessa. Er rannsóknin í sambandi við fjármál Hraðfrystihússins Hólaness hf. á Skagaströnd og beinist hún aö aöild fyrrverandi framkvæmdastjóra Hólaness aöþvL Framkvæmdastjórinn hóf störf viö Hraðfrystihúsið fyrir nokkrum árum og tókst honum á skömmum tíma aö gera það aö mjög arðbæru fyrirtæki. Hann hvarf snögglega úr starfi í vetur og flutti til Reykjavíkur og gaf ekki upp neina ástæðu fyrir brottför sinni. Stjórn Hólaness hf. fór, skömmu eftir að hann hætti, aö kanna reikn- inga fyrirtækisins og kom þá ýmis- legt gruggugt í ljós. Þótti sýnt að framkvæmdastjórinn hefði dregið sér liðlega 4,5 milljónir króna. Bókhaldiö var þá allt sett í endur- skoöun.þaö er aö segja sá hluti þess sem fannst — og mun þá ýmislegt annaö hafa komiö upp á yfirborðið. Er taliö aö upphæðin sem hann hefur dregið sér sé nú komin í milli 5 og 6 mttljónir króna og ýmislegt er þó enn órannsakaö. Allt bókhald fyrirtækisins frá fyrstu starfsárum framkvæmda- stjórans er horfiö og er talið að hann sé valdur að hvarfi þess. Varöar það að sjálfsögðu við lög aö brenna eöa eyðtteggja bókhald sem er ekki eldra en þetta. Ottast menn aö í þeim gögnum hafi mátt finna ýmislegt fleira athyglisvert og sé því upp- hæðin enn hærri en þegar hefur komiðíljós. Stjórn Hólaness mun ekki hafa viljaö kæra framkvæmdastjórann þegar máliö komst upp, enda setti hann tryggingu fyrir hluta upphæðarinnar sem kom í ljós viö fyrstu bókhaldsskoðun. Málið mun þó horfa öðru visi við núna enda upp- hæðin alltaf að hækka eftir því sem reikningamir eru betur skoðaöir. SÍÐUSTU FRETTIR Rannsóknarlögregla ríkisins hand- tók framkvæmdastjórann fyrrver- andi í nótt. Arnar Guömundsson, deildarstjóri RLR, sagði i viötali við DV í morgun að beiöni um aö komið yrði í veg fyrir aö maðurinn yfirgæfi landiö hefði borist frá Skagaströnd i nótt. Mun hann hafa átt pantað flug til útlanda í morgun. -klp- r m MORÐIÐIORÆFUMIHÆSTARETTI Morömálið í öræfasveit, mál ákæruvaldsins gegn Grétari Siguröi Árnasyni, veröur flutt í hæstarétti í dag. Málflutningur hófst klukkan tíu í morgun og verður sennilega fram eftir degi. Grétar Siguröur var í undirrétti dæmdur í sextán ára fangelsi. Hann er ákærður fyrir að hafa í ágústmán- uði 1982 myrt franska stúlku og veitt systur hennar stórfellda líkams- áverka. Af hálfu ákæruvaldsins flytur Þórður Bjömsson ríkissaksóknari máliö. Skipaöur verjandi er Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður. -KMU. Mikill áhugi á Vínarferð DV „Já þaö er oröiö vel bókaö í áskrif- endaferð DV ttt Vínarborgar,” sagði Böðvar Valgeirsson, framkvæmda- stjóri feröaskrifstofunnar Atlantik, í samtali viö blaöið. Eins og fram hefur komið efnir Dagblaðið Vísir ttt Vínar- ferðar fyrir áskrifendur sina dagana 6. til 12. mai í samvinnu við feröaskrif- stofuna Atlantik. Böðvar sagði að auk bókananna væri mikiö hringt og spurst fýrir um ferðina. „Eins og máliö lítur út í dag er rétt að ráðleggja fólki að vera heldur með fyrra fallinu að bóka,” sagði Böðvar. Vínarferðin kostar 18.400 krónur. Innifalið í því verði er flug, gisting á fyrsta flokks hóteli, miöi á óperuna og skoöunarferð um Vínarborg. Fjöl- margar skemmtanir eru svo í Vín á þessum tíma, bæði af léttara og þyngra taginu. Tekiö er við pöntunum hjá ferða- skrifstofunni Atlantik, sími 28384. -óm. Fundi um þyrlu- slysiðfrestað Fundi rannsóknarmanna vegna þyrluslyssins i Jökulfjörðum hefur verið frestað. Fundurinn átti að vera í þessari viku en þar sem allir aðilar eru ekki tilbúnir með gögn sin var ákveðið að fresta fundinum fram í apríl næst- komandi. -KMU. Sjómenn hóta að sigla í land vegna breytinga á f iskmatskerf i: NÝJA punktakerfið komið í gang? —Á ekki að vera, segir sjávarútvegsráðherra „Að beiðni ráðuneytis, samtaka sjómanna og útgerðarmanna, ákvaö Verðlagsráð við verðákvörðun í febrúar, að á næsta verðtímabili skyldi metið eftir eldri matsreglum. Við það veröur staöiö. Jafnframt var ákveðið að framkvæma tilraunamat með nýja puntakerfinu á þann hátt að það ráði ekki úrslitum. Þetta var ákveöið til þess að við gætum séð hvort punktakerfið hefði áhrif á verðlagningu og þar með tekjur sjómanna, því þaö sem slíkt má ekki hafa þess háttar áhrif,” sagði Hall- dór Asgrímsson sjávarútvegsráö- herra í viðtali viö DV í morgun. „Eg mun kanna hvort rangt hefur verið staðið að verki, lagfæra það ef svo er og sætta menn.” Tttefni ’ viðtalsins við Halldór eru þau ummæli Oskars Vigfússonar, formanns Sjómannasambandsins, í Þjóðviljanum í morgun aö ef punktakerfið veröi ekki afnumið nú þegar muni flotinn sigla í land. Ekki náðist í Oskar í morgun. Jónas Bjarnason, framkvæmda- stjóri Framleiðslueftirlits sjávar- afuröa og einn aðalhvatamaöur að punktakerfinu, sagði í viðtali við DV í morgun að við gerð kerflsins hefði verið haft að leiðarljósi að notkun þess leiddi ekki til iækkandi mats á landsvísu. Því væri fyrst og fremst ætlað að samræma matsreglur um allt land og á þessu stigi ættu mats- menn einungis að nota það til saman- burðar við eldra mat. Niöurstöður punktakerfisins ættu aðeins að vera þeirra innanhússplögg til að auövelda samanburðinn. Almennt virtist mat koma betur út nú en í fyrra og þvi vísaöi hann alfar- ið á bug að punktakerfið rýrði á einn eða annan hátt kjör sjómanna nú. -GS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.