Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. Samtökin AFS voru stofnuð áriö 1914 af bandarískum sjálfboðaliðum sem unnu við sjúkraflutninga á víg- völlum Frakklands. Þannig störfuöu samtökin fram til 1947 er þau hófu unglingaskipti milli landa. Hér á Islandi hafa samtökin starfað síðan 1957 og hafa á þeim tíma sent 400 unglinga til ársdvalar á vegum samtakanna en rúmlega 150 unglingar hafa komiö til Islands, flestir til níu vikna sumardvalar. Umsækjendur eru á aldrinum 16— 18 ára og geta tilgreint hvort þeir vilja helst fara til Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, landa Suður- Ameríku, Asíu, Eyjaálfu eða Afríku. Viö náðum tali af tveimur ungum Hafnfirðingum, þeim Sigfríði Gunn- laugsdóttur og Heröi Ragnarssyni. Sigfríður hafði verið í Brasilíu og Hörður í Argentínu. ,,Eg fór í febrúar 1983,” segir Sig- fríður. „Maður getur sótt um heims- álfur og ég sótti um Bandaríkin eöa Suður-Ameríku. Mér var svo boðið upp á Brasilíu og var þar í ellefu mánuði. Eg ætti að vera á 6. önn núna í Flensborg er er á 4. önn vegna þess aö ég missti þennan tíma úr.” — En hvar var hún í Brasilíu? „Eg var á stað sem heitir Ibatinga í Minas Gerais. Eg bjó hjá f jölskyldu sem var nokkuð vel stæð. Eg sótti menntaskóla og var á síðasta ári hans. Eg fæ eitthvað af því sem ég lærði metiö hérna heima en það er ekki mikið.” — Hvaða greinar lærðiröu? „Eg þurfti ekki að taka öll fögin. En ég lærði til dæmis stærðfræði, sögu, landafræði, portúgölsku og ensku.” — Ertu orðin góö í portúgölsku? „Já, ég lærði mikið á þessu ári. Það tók svona mánuð að læra einföld atriði og geta aðeins bablað. Svo var ég orðin altalandi eftir þrjá mán- uöi.” Hestvagnar á götum — Hvernig er lifsmynstur fólksins þama? „Þaö er ekki algengt aö konur vinni úti. Þaö er minna um aöstelpur fari í háskólanám. Þaðþarf að borga skólagjöld og strákar eru látnir ganga fyrir.” — Var eitthvað sem kom sérstak- lega flatt upp á þig í Brasilíu? „Þetta var um 200.000 manna borg sem ég bjó í, iðnaðarborg, um tuttugu ára gömul. Þaö var allt þarna frumstæðara en hér. Eg vaknaði til dæmis við hanagal fyrsta daginn og þaö voru geitur í göröum og hestvagnará aðalgötunum.” — Hvernig var með stjórnarhætti? „Maður frétti svo lítið af því sem er að gerast þama. Maður heyrir jafnvel meira um þaö á Islandi. Fólk er mjög óánægt með forsetann og hefur ekki fengiö að kjósa. Verðbólg- i an þarna er um 200% og hlutirnir hækka í hverri viku. Eg varð aöal- lega vör við það í strætisvagnagjöld- um og póstburöargjöldum,” segir Sigfríður og kímir. Að geta ekki talað — Hvemig varfjölskyldansaman- sett sem þú varst h já ? „Maðurinn var landeigandi og konan heimavinnandi. Þau áttu sex böm á aldrinum frá 30 ára og niöur í 18ára gömul.” — Hvemig varskemmtanalífið? „Það varólíkt því sem hér er út af veðrinu. Þarna voru haldnar grill- veislur í görðum þar sem allar kyn- slóðir komu saman. Það var ekki þetta mikla bil milli kynslóða. Síðan fór fólk út að borða eins og hér.” — Hvemig varfólkið? .Jiljög gott myndi ég segja. Eg eignaðist mikið af vinum þarna. Fólkið er opnara og kemur til manns þegar það sér aö þarna er eitthvert útlentgrey.” — Sástu einhvern tímann eftir að hafa farið út í þetta ferðalag? ,,Eg segi þaö ekki að ég heföi þegið að fara heim fyrsta mánuðinn. Þá var langleiðinlegast að geta ekkert talaðogfleira.” — Hefur þetta ferðalag haft einhver áhrif á framtíðaráætlanir þínar? Frjálsræöi? „Mig langar til að komast aftur til mmm Jku'*' iÍáiP ÉgpfM ■Ægjfo mw.m A Sigfriður: „Sá mikla vesöld þarna og fátækt sem ég hefði varla trúað að væri til. DV-mynd E.Ó. Vaknaði við hanagal Brasilíu, læra portúgölsku. Eg býst við að ég fari í háskóla að loknu stúdentsprófi og fari að læra ensku eða eitthvertmál.” — Hvað teluröu þig aöallega hafa fengið út úr þessu ferðalagi? „Eg hef lært málið sem er stórt atriði. Svo hef ég lært ýmislegt um samskipti við fólk. Ég sá líka mikla vesöld þarna og fátækt sem ég hefði varla trúað að væri til. A hverjum degi hitti maður betlara, allt frá pínulitlum krakkastýrum upp í full- oröiö fólk.” Nú hringir dyrabjallan heima hjá Sigfríði og Hörður félagi hennar er kominn til viðtals. Við dengjum tafarlaust á hann spurningunni um hvað hann telji sig hafa fengið út úr dvölinni í Mendoza í Argentínu þar sem hann dvaldist. Þaö er auövitað reynslan, tungu- málið og það aö læra að bjarga sér sjálfur. Maöur kynntist þama allt ööru umhverfi heldur en áður. ” — Hjá hvernig fjölskyldu varstu ? „Eg var hjá hjónum sem áttu einn 16 ára gamlan son. Þetta var frekar auðugt fólk. Það átti byggingavöru- verslun.” — Hvað lærðirðu í skólanum? „Aöallega tungumál. Eg tók loka- próf í ensku. Annars var ég hálfgerö súkkulaðikleina þarna.” — Hvaö geröirðu í frístundum? „Eg var í íþróttaklúbb og stundaði róður. Svo var ég að læra listmálun þarna og lauk námskeiöi í því. ” Talið berst aö því hvernig hafi veriö að koma á áfangastaðinn mál- laus meðöllu? „Eg þoröi ekkert að fara út fyrst í stað af ótta við aö týnast,” segir Hörður. ,,Eg var bara send í strætó með blað með skýringum og leiðbein- ingumá,”segir Sigfríður. — Var sæmilegt frjálsræöi þarna? „Ekki fyrir stelpur,” segir Sig- fríður. „Eg mátti ekki fara út að skemmta mér á kvöldin nema hafa bróður minn eða systur með mér. Hérna á Islandi get ég gert þaö sama og bróöir minn gerir.” Við spyrjum Hörð hvort dvölin erlendis hafi orðið kveikjan að ein- hverjum ákveönari framtíöaráform- um? „Eg er að hugsa um að læra meira í spænsku,” segir hann. — Komust þau einhvern tímann í hann krappan meðan á dvölinni erlendis stóð? Hitinn Hörður: „Eg villtist einu sinni þegar ég fór að heimsækja vin minn sem var skiptinemi og bjó uppi i sveit. Þetta var tveggja tíma ferð og bóndabæir út um allt. Eg fór út ein- hvers staðar og villtist og var að labba alla nóttina. Loks kom ég á stað þar sem ég fékk að hringja og þar kom í ljós að ég var aðeins þrjá kílómetra frá bænum. Eg þurfti svo að húkka bíl þangað en það er stranglega bannað.” Talið berst í framhaldi af þessu aö sveitinni og Sigfríður segir frá því þegar hún fór á sveitabæ sem „pabbi” hennar í Brasilíu átti: „Það var malarvegur upp að honum og eldaö á hlóðum. Fólkið var algerlega menntunar- snautt og lifði aö því er virtist aðeins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.