Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984.
19
Læknirinn iJudy Parfitt) segir Bob IJohn Hurt) að hann eigi ekki nema átta mánuði ólifaða
neitihann aiiri læknismeðferð.
Bob getur ekki gengið óstuddur þegar hann yfirgefur sjúkrahúsið i hinsta sinn, læknaður
af krabbameini.
Kvikmyndin
um knapann
ósigrandi
Sagan greinir frá manni nokkrum
sem fæst við að sitja hina göfugu
skepnu, veðhlaupahestinn. Allt virð-
ist i iukkunnar velstandi þar til það
uppgötvast að hann er með krabba-
mein. Knapinn fyllist örvæntingu,
síðan baráttuanda, vinnur fullan
sigur á sjúkdómnum og á helstu
kappreiðum heimsins. Hljómar
þetta ekki eins og rétt ein uppdiktuð
vellan til viðbótar? Svo er þó í raun-
inni ekki, því sagan er nefnilega dag-
sönn, byggð á þáttum úr ævi eins
frægasta knapa á Bretlandseyjum,
Bob Champion. Leikstjóriun Johna
Irvin stjórnaði gerð myndarinnar
um sÖgu knapans og hún ber nafnið
Champions. Enginn annar en sá
frægi leikari John Hurt var fenginn
til að fara með hlutverk Bob
Champions.
Sumarið 1979 stóð Bob Champion á
hátindi frægðarferils síns. Hann var
meðal eftirsóttustu knapa í Englandi
og þó víðar væri leitað. I júlí fann
hann sig knúinn til aö leita læknis og
niðurstöður rannsóknanna sem í
kjölfarið fylgdu voru ógnvekjandi:
Bob Champion var með krabbamein
á tveim stöðum í líkamanum.
I fyrstu gafst Champion algerlega
upp fyrir þessum tíðindum og taldi
réttast að láta allar ráðleggingar
lækna, um meöferð við sjúkdómnum,
lönd og leið, og reyna þess í stað að
eyða þeim tíma sem hann ætti ólifað
á sem skynsamlegastan hátt ,
helst á hestbaki. Læknir Champions
sagði honum hins vegar aö hann
þyrfti ekki að búast viö að eiga langt
eftir ef ekkert yrði að gert; átta mán-
uðir hérna megin grafar væri líklega
nærri lagi.
Draumurínn efídi
baráttuandann
Champion, sern er mikill baráttu-
maður, ákvað þá aö hlýða á ráð-
leggingar og gangast undir lyfja-
meðferð til að freista þess að vinna
bug á krabbameininu.
Næstu sex mánuði var Champion
reglulega í förum milli sjúkra-
hússins og heimilis síns fársjúkur
!°' ‘X-iSZlT"
Aidanitis. a
maður, oft ekki síður veikur af lyf ja-
gjöfinni en krabbameininu. Van-
líðanin virtist engan endi ætla að
taka og erfiðleikarnir og vonleysið
voru yfirþyrmandi. Það sem var
Champion öðru fremur hvatning til
að reyna að berjast við sjúkdóminn,
var draumur hans um að vinna sigur
í frægustu veöreiðum heimsins,
Grand National. Champion hafði sér-
stakan hest í huga sem hann vildi
sitja öðrum fremur og knýja fram til
sigurs í Grand National. Hesturinn
bar nafnið Aldaniti og þeir Champion
þekktust ágætlega og höföu unnið
ófáa sigra í sameiningu.
I janúar 1980 fékk Champion síðustu
lyfjagjöfina gegn krabbameininu.
Hann var þá þrjátíu og eins árs gam-
all, bersköllóttur af völdum lyfjanna,
tæplega annað en skinn og bein og
svo máttfarinn að hann gat varla
gengið óstuddur. Hann taldist hins
vegar laus við krabbameinið.
Ótrúleg endurhæfíng
En draumur Champions um að
vinna glæsta sigra á Aldaniti virtist
fjær en nokkru sinni fyrr. Hesturinn
hafði nefnilega orðið fýrir alvarlegum
meiðslum á fæti og hvorki knapi né
reiðskjóti virtust líklegir til aö
komast hraðar en fetiö, hvað þá
vinna sigur í Grand National. Eni
þrátt fyrir þetta virtust báðir tilbún-
ir til að reyna sitt besta.
A næstu mánuöum fóru Champion
og Aldaniti aö hjama við og í ágúst
1980 höföu þeir styrkst svo mjög að
óhætt var að þeir hæfu sameiginlega
þjálfun. Champion tók við sínu fyrra
starfi sem knapi hjá Josh Gilford,
einhverjum ágætasta þjálfara í Eng-
landi. Endurhæfing Champions og
Aldaniti reyndist ótrúlega erfið og
virtist á stundum með öllu vonlaus.
En þar eð hvorugur var tilbúinn til
aö gefast upp fyrir erfiðleikunum
gerðist hið ótrúlega: félagamir, sem
fyrir ári höfðu verið taldir dauðans
matur, unnu glæstan sigur í Grand
National keppninni á Aintree kapp-
reiðavellinum árið 1981, að viðstödd-
um 60.000 áhorfendum.
Sagan af Bob Champion og
Aldaniti er í raun svo ótrúleg að
engum handritshöfundi, ekki einu
sinni í Hollywood, hefði dottiö í hug
aö setja neitt þessu líkt á blað. Allar
líkur mæla gegn því að söguþráður á
borð við þann sem notaður var í kvik-
myndinni Champions geti átt við
nokkur rök að styðjast, en þó er vert
að minnast þess að raunveruleikinn
er iðulega lygilegri en skáldskapur.
John Hurt kom
einn til greina
Bob Champion ritaði sjálfur
bókina Champion’s Story og á henni
er handrit kvikmyndarinnar
Champions byggt. Þegar John Irvin
valdi leikara í aðalhlutverkið fannst
honum enginn annar en John Hurt
koma til greina. Hurt er sjálfur ákaf-
ur hestamaður og tók verkefninu
fegins hendi. Hann virtist líka kæra
sig kollóttan um að vera krúnurakaö-
ur en það var óhjákvæmilegt til að
sýna aukaverkanir krabbameins-
lyfjanna. Raunar var þetta ekki í
fyrsta skiptiö sem Hurt missir hárið
því sama gerðist þegar hann lék fíla-
manninn, John Merrick, í kvikmynd-
inni The Elephant Man. Þá var
ókleift að festa nauðsynlega grímu
og farða á hærðan mann.
John Hurt virðist búa yfir einstök-
um hæfileika til að túlka persónur á
borö við Bob Champion og John
Merrick og hann skilur sársauka og
andlega neyð öörum leikurum betur.
John Hurt hefur líka fengið að þola
ýmsar raunir í eigin lifi og sorgleg-
asti atburðurinn henti án efa aðeins
nokkrum vikum áður en taka
Champions hófst. Þá datt sambýlis-
kona Hurt um fimmtán ára skeið,
franska fyrirsætan Marie-Lise, af
hestbaki og beið bana. Þessi
atburður aftraði Hurt ekki frá því að
takast á við hlutverk knapans og ef
til vill endurspeglast í kvikmyndinni
barátta Hurts við sorgina.
Stórkostlegur leikur John Hurt
forðar Champion frá allri væmni og í
rauninni ætti hún að geta orðið f jölda
fólks mikil hvatning. Bob Champion
fannst hann hafa boðskap aö flytja
heiminum og að loknum kappreiðun-
um Grand National 1981 sagði hann:
„Eg tók þátt í keppninni vegna allra
sjúklinganna sem enn liggja á
sjúkrahúsi og fólksins sem annast
þá. Eg vona bara að sigur minn sýni
þeim að alltaf er von og að allar
orrustur má vinna.”
-SKJ