Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Page 8
8
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
Frjálst, óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstióri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr.
Helgarblaö25 kr.
Smákóngur gabbar þingmenn
Mörg dæmi sýna, aö stjórnmálamenn þjóðarinnar á
Alþingi eiga erfitt með að standast snúning embættis-
mönnum, sem búa til lagafrumvörp fyrir þá. Slík frum-
vörp fela oft í sér aukin völd hinna sömu embættismanna
og stofnana, sem þeir veita forstöðu.
Sem dæmi um ástandið má nefna meðferð allsherjar-
nefndar efri deildar Alþingis á frumvarpi, sem nokkrir
embættismenn sömdu fyrir dómsmálaráðherra. Felur
frumvarpið í sér, að opinberar stofnanir þurfi ekki lengur
að birta gjaldskrár sínar opinberlega.
Allsherjarnefndin leitaði álits Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, Sambands íslenzkra rafveitna og Hafnar-
sambands sveitarfélaga, sem allt eru opinberir aðilar, er
vilja hafa lög sem þægilegust fyrir sig. Enda mælti
allsherjarnefnd með samþykkt frumvarpsins. Einum
rómi!
Þessari nefnd Alþingis datt ekki í hug að leita álits á
hinum vængnum, hjá viðskiptavinum þessara stofnana.
Til dæmis var ekki beðið um álit Neytendasamtakanna,
þótt sumar opinberar stofnanir séu þekktar að fyrirlitn-
ingu á rétti neytenda gagnvart þeim.
Sem dæmi um þessa fyrirlitningu má nefna, að
Rafmagnsveita Reykjavíkur og Hitaveita Reykjavíkur
eru hættar að sýna einingaverð á áætlunarreikningum
þeim, sem þær senda notendum. Þeir dólgslegu reikning-
ar stinga mjög í stúf við hliðstæða bandaríska reikninga,
sem við höfum birt hér í blaðinu.
Formaður Neytendasamtakanna, sem er nýkominn úr
kynnisferð um Bretland, skýrði frá því hér í blaðinu í
fyrradag, að þar í landi væri síminn neytendum þyngstur
í skauti allra opinberra stofnana. Teljaraskref og annar
ófögnuður benda til, að svo sé einnig hér á landi.
Embættismenn símans hafa greinilega haft tögl og
hagldir í nefnd, sem bjó til fjarskiptafrumvarp, er
samgönguráðherra hefur mælt fyrir á Alþingi.
Frumvarpið grunnmúrar einokun símans á fjarskiptum
utanhúss og gerir meðal annars öll kapalkerfi ólögleg.
Til þess að villa um fyrir stjórnmálamönnum
frumvarpsnefndarinnar og Alþingis segir í greinargerð
frumvarpsins, að það taki ekki afstöðu til kapalkerfa,
enda séu á döfinni breytingar á útvarpslögum, sem kunni
síðan að leiða til breytinga á f jarskiptalögum.
Sama grandaleysi kom fram í ræðu samgönguráðherra
um frumvarpið. Hann benti þar á kapalkerfin, sem tekin
hafa verið í notkun víða um land, og hélt því fram, að fjar-
skiptafrumvarpið gengi í sömu frjálsræðisátt og útvarps-
lagafrumvarpið, sem sefur á Alþingi.
Gallinn er sá, að það eru frumvörp, sem verða að
lögum, en ekki góðviljaðar greinargerðir eða framsögu-
ræður, sem fylgja þeim. Og í nýja fjarskiptafrumvarpinu
er hreinlega felld niður heimild, sem ráðherra hefur nú til
að veita öðrum en Símanum leyfi til f jarskipta.
Sigfús Björnsson prófessor sagði nýlega í útvarps-
erindi, að frumvarpið gerði einkarétt símans á fjar-
skiptakerfum og þar á meðal kapalkerfum ótvíræðari en
nokkru sinni fyrr. Lokað yrði smugunni, sem opnast hefði
við nýju útvarpslögin og óskerta ráðherraheimild.
Jón Skúlason símamálastjóri hefur sem sagt gabbað
stjórnmálamennina. Hefði þó mátt ætla, að þeir hefðu
nokkra reynslu af einræðishneigð smákónga í stétt
embættismanna og kynnu að vara sig á henni. Frumvörp-
in um gjaldskrár stofnana og fjarskipti benda til, að svo
sé ekki.
Jónas Kristjánsson.
DV
Fgalla-
umfjöllun
Þaö kom mér á óvart, þegar ég leit
inn á skrifstofuna, aö sjá hann sitja
meö pennann á lofti, kominn úr
jakkanum og meö skyrtuermamar
uppbrettar. Hann var greinilega að
vinna og þaö af nokkrum krafti. Eg
reyndi aö fela undrun mína, því
annað heföi veriö ókurteisi, en gat þó
ekki annaö en spurt hann hvað hann
væri aö gera.
— Minnstu ekki á þaö, félagi!
Ekki ógrátandi að minnsta kosti.
Þaö er allt oröiö vitlaust hérna og viö
sjáum ekki fram úr verkefnunum.
Eg tjáöi honum samúö mina og
spurði hvort þessi snöggu, nánast
heiftarlegu viðbrigði, heföu ekki
farið illa meö heilsu hans.
— Blessaöur vertu, ég er alveg aö
farast! Sef ekki um nætur, hvað þá
ég nái aö blunda hér! Ég hef ekki
komistá kaffihús í marga daga.
Það var einhver undarlegur tónn í
rödd hans, eins og raddböndin væru
þanin til hins ýtrasta og aö því komin
að slitna. Hann var grár í andliti og
augun voru blóöhlaupin. Þegar ég
leit á það sem hann hafði verið að
skrifa sá ég aö skriftin var ólæsileg,
svo titrandi var hún. Þegar hann
Úr ritvélinní
Ólafur B. Guðnason
— Þetta er alveg voöalegt, maöur,
viö höfum svo mikið aö gera. 011
þessi fjöll, og ekkert hægt aö selja!
Eg skal bara segja þér þaö að ég er
að veröa vitlaus á þessu, alveg vit-
laus.
— Fjöll? Hvaö eruð þið eiginlega
við?! Það er komið kjötfjall! Það er
komiö smjörfjall! Og þaö eru komnir
myndarlegustu osthólar! Við getum
engan veginn losnað viö þetta allt
saman, engan veginn!
Nú var hann ekki lengur fölur í
andliti heldur kafrjóöur og þegar
þjónustustúlkan kom með jaröar-
berjatertuna leit hann ekki viö
góðgætinu en hélt áfram og talaði nú
hratt og hátt en ógreinilega.
— Ef viö ekki losnum við þessi
fjöll fljótlega verða þau hæstu fjöll á
landinu. Viö verðum að skrifa landa-
fræðina upp á nýtt og gleyma
Hvannadalshnúki. Hæsti tindur
landsins verður Hryggjatindur.
— Þú þarft ekki aö hafa áhyggjur
af landafræðinni! Mér skilst að þaö
sé búiö að legg ja hana niöur.
— Hvað þá um landkynninguna?
Hvaö um túristana? Við verðum aö
skrifa alla bæklingana upp á nýtt!
Það er einmitt þaö sem ég er aö gera
núna! Hugsaðu þér auglýsinga-
myndir af fuglalífi í Nautahakks-
mýri?
Eg reyndi það, en gat ekki.
— Og hvaö með kynningar á land-
inu fyrir fjallgöngumenn?
o
reyndi aö kveikja sér í sígarettu varð
ég aö koma honum til hjálpar því
hendur hans titruðu svo að endi síga-
rettunnar og loginn voru aldrei á
sama staö.
Ástandið var greinilega oröiö
alvarlegt og ég sá að hér dugöu engin
ráö minni en heillaráö.
— Komum á kaffihús!
— Já, komum... nei, ég kemst
ekki, égverðað...
— Ekkert múður, þú klárar ekkert
nú. Við förum bara á kaffihús og
fáum okkur jaröarberjatertu meö
rjóma og kaffi og vindla og ræöum
umfjárlagagatið.
Hann var dálitiö tvistígandi yfir
þessu í fyrstu en ég nefndi jaröar-
berjatertuna aftur og þá gafst hann
upp. En á leiðinni út læddist hann
með veggjum og lét ógert aö tilkynna
simastúlkunni um f erðir sínar.
Viö komum okkur fyrir viö gott
borö og þjónustustúlkan lofaði aö
koma fljótt með tvær sneiðar af
jaröarberjatertunni góöu. En áöur
en mér tókst aö hefja umræðumar
um fjárlagagatiö var hann kominn af
stað.
að gera þarna i ráðuneytinu? Selja
land?
— Bara viö værum aö því.
Hann áttaöi sig of seint á því hvaö
hann haföi sagt og leit flóttalega til
hinna gestanna ef ske kynni að ein-
hver þeirra heföi verið aö hlusta. Svo
hallaöi hann sér yfir borðiö og hélt
áfram og talaði lágt.
— Þaö er einkennilegur andskoti
að hér má ekki selja þaö sem eftir-
spum er eftir! En það sem menn
ekki vilja sjá, því reynum viö aö
koma út og meö sem allra mestu
tapi!
— Hvaöáttuviö?
— Hér er landslag sem útlending-
ar vilja sjá en viö gerum þeim eins
erfitt fyrir meö þaö og viö mögulega
getum af því okkur er illa við útlend-
inga. Og af því okkur er illa við
útlendinga viljum við aö þeir éti allt
kjötið sem við höfum ekki lyst á. Og
af því útlendingarnir vilja ekki
kaupa það veröur okkur enn verr við
útlendinga....
— Og hvaö kemur þetta landslagi
við?
— Hvaö kemur þetta landslagi
„Fjallgöngumönnum er ráðiö frá
því aðreynaaðgangaáSmjörfjallið
aö degi til vegna hættu sem stafar af
sólbráð!”
— Þú verður nú að viðurkenna að
það er kostur fyrir þá sem fara í
göngutúra um Osthólana. aö þurfa
ekki að hafa með sér álegg! Osta-
skeri ernóg!
— Þú hlærö! Þetta er alvörumál!
Við stöndum hér frammi fyrir
vandamáli sem gæti valdiö því aö
íslensk menning liöi undir lok ef viö
finnum ekki lausn á því, og það fljótt.
Það fór svo aö hann mætti ekki
meir í vinnu þann daginn því það
rifjaðist upp fyrir honum að hann
átti koníak heima. Viö fórum og
sóttum flöskuna og segir ekki meir af
ferðum okkar nema hvað um kvöld-
matarleytið kallaöi hann upp: — Eg
er sko enginn Islandsmann!
Skömmu síöar hittum viö hundeig-
anda sem læddist með besta vin sinn
um öngstræti. Og minn hrjáöi kunn-
ingi hljóp á eftir hundinum,
jarmandi djöfullega og gerði bless-
aöa skepnuna svo hrædda að eigand-
inn varð aö bera hana heim.