Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 22
22
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
Matvörukaupmenn eru nú orðnir mjög uggandi yfir notkun krítarkort anna og eru víst aiveg að gefast upp.
Það hefur líklega ekki farið fram hjá
neinum að nýr gjaldmiðill hefur tekið sér
bólfestu í viðskiptum okkar hér á landi.
Þessi ngi gjaldmiðill er lítið kort úr
plasti, sem gengur undir ýmsum nöfnum.
Þau hafa verið kölluð kreditkort eins og
þau eru gfirleitt kölluð erlendis, en
íslenskumönnum hefur ekki þótt mikið til
þeirrar nafngiftar koma. Önnur nöfn sem
notuð hafa verið eru t.d. krítarkort og
greiðslukort og eru þessi nöfn meira í œtt
við okkar hreinu íslensku. í þessari
umfjöllun œtlum við að notast við nafnið
krítarkort.
Það má með nokkrum sanni segja að
þessi plastkort hafi verið vinsœlt umrœðu-
efni bœði manna í milli og í fjölmiðlum.
Umrœðan náði hámarki umjólin þegar
sýnt þótti að þau grðu til að bjarga kjara-
skertu fólkinu gfir jólin. Allir gátu kegpt
jólagjafir og góðan mat og enginn átti að
fara í jólaköttinn. Flestir töldu að þetta
grði skammgóður vermir og það kœmi að
skuldadögunum, sem œttu eftir að regnast
þungur biti fgrir marga sem hefðu verið
fremur laushentir með kortin. í seinustu
viku glaðnaði aftur gfir umrœðunum um
krítarkortin. Þá voru það nítján matvöru-
kaupmenn á höfuðborgarsvœðinu sem
tóku höndum saman og hótuðu að segja
upp samningum við greiðslukortafgrir-
tœkin ef þóknunin sem þeir þurfa að
greiða grði ekki minnkuð.
Textl: Arnar Páll Hauksson
Myndir: Gunnar V. Andrésson
22 þúsund með kort
Hér á landi eru tvö krítarkortafyrirtæki.
Annaö þeirra heitir Kreditkort sf. og hefur
meö svokölluð Eurocard aö gera; hitt
fyrirtækið er Visa Island og sér um út-
breiðslu á Visa kortum. Þaö eru sem sagt
tvenns konar krítarkort sem eru í notkun
hér innanlands, en hvor tveggju þessi kort
geta korthafar einnig notaö erlendis.
Allir sem orðnir eru fjárráöa geta sótt
um að fá krítarkort. Þeir geta leitað til
sjálfra fyrirtækjanna og fengið þar til gerð
útfyllingareyðublöð eða til þeirra banka-
stofnana sem eru aöilar að þessum fyrir-
tækjum. Krítarkortafyrirtækin geta þó
hafnað umsóknum án þess að tilgreina
hver ástæðan sé fyrir því. Þegar slíkt á sér
stað má ætla að þau telji viökomandi um-
sækjanda ekki vera áreiöanlegan
viðskiptavin. Ekki vitum við þó til þess að
mörgum umsóknum hafi verið hafnað.
Korthafar sem hafa þessi kort undir
höndum eru nú orðnir um 22 þúsund og
virðist sem mjög svipaður fjöldi sé hjá
báöum þessum fyrirtækjum, þ.e. 11
þúsund hjá hvoru. Þetta er að sjálfsögðu
nokkuð mikill hluti þjóöarinnar þegar haft
er í huga aö notkun kortanna er fyrst og
fremst á höfuðborgarsvæðinu, einungis
þeir sem orðnir eru 18 ára geta notaö
kortin og að hvert kort nýtist fyrir fleiri en
einn aðila, s.s. heila fjölskyldu.
Hver sá sem færi leyfi til að nota krítar-
kort hefur síðan leyfi til að taka út á kortið
sitt fyrir ákveðna upphæð. Algengt er að
þessi upphæð sé um 20 þúsund krónur fyrir
hvert úttektartímabil. Uttektartímabilið
er einn mánuður. Ekki er sama úttektar-
tímabil hjá þessum tveimur fyrirtækjum.
Við getum tekiö sem dæmi hvernig þessu
er háttað hjá Visa Island. Þar er úttektar-
tímabilið frá 18. degi hvers mánaðar til 17.
dags næsta mánaðar, að báðum dögum
meðtöldum. Eftir þann tíma fær korthaf-
inn sent heim til sín nákvæmt yfirlit yfir
allar úttektir frá þessu tímabili. Þar er
greint frá því hvar innkaupin hafa farið
fram og hvers konar viðskipti var um að
ræða.
Þá er notandanum einnig gert skylt
að greiða skuld sína í seinasta lagi 2. næsta
mánaðar. Ef hann greiðir ekki fyrir þann
tíma falla á skuldina dráttarvextir, eins og
þeir eru ákveðnir af Seðlabanka Islands á
hverjum tíma. Hjá Kreditkortum sf. er
1 fyrirkomulagið þaö sama nema hvað ekki
er um sama úttektartímabil aö ræða. Þar
er úttektartímabilið frá 21. degi mánaöar
til 21. dags næsta mánaðar og dráttar-
vextir falla á skuldina 5. næsta mánaðar ef
viðkomandi stendur ekki í skilum fyrir
þann tíma.
Hvað þarf korthafinn
að borga?
I fyrsta skipti sem korthafi fær krítar-
kort greiðir hann ákveðið gjald. Þetta
gjald er 800 krónur hjá Visa og 600 krónur
hjá Kreditkortum sf. I þessu gjaldi er inni-
faliö byrjunargjald og ársgjald. Þegar
fram líöa stundir greiðir hann ár hvert
ársgjald sem er helmingurinn af þessum
upphæðum hjá báðum fyrirtækjunum.
Aukalegur kostnaður korthafans er ekki
meiri, svo framarlega sem hann stendur í
skilum og kemst hjá því að greiöa
vanskilavexti. Sá sem notar krítarkort
þarf ekki að greiða neina vexti ofan á þá
upphæð, sem hann fær í raun og veru
lánaða í allt að 45 daga. Ef hann tekur út
fyrir um 20 þúsund krónur í byrjun út-
tektartímabils þarf hann ekki að greiða þá
upphæö fyrr en 2. eða 5. þar næsta
mánaöar eftir því hvaða kort hann er meö
undir höndum. Þannig að segja má að
kostnaður samfara krítarkortanotkun
þess sem hefur kortið undir höndum sé
nánast enginn. En það er einhver sem
borgar brúsann. Að því skulum viö koma
síðar.
Þegar enginn
fór í jólaköttinn
Það má segja aö fyrst komi verulegur
fjörkippur í notkun krítarkorta rétt fyrir
jólin síðustu. Eurocard hafa verið í notkun
hér innanlands allt frá 1980.10. júlí það ár
voru fyrstu kortin tekin í notkun. Mönnum
varð nokkuð tíörætt um þessi kort þá og
þótti þeim mismikiö til þeirra koma. I
fyrstu voru það aöallega sérverslanir sem
voru með krítarkortaþjónustu fyrir
viðskiptavini sína. Þá var einnig hægt að
sækja um kort sem einungis voru ætluð til
notkunar erlendis. En ekki var hægt að
nota sama kortið bæði innanlands og utan.
KREimKOHT • «1
Sumarið 1983 fer að koma skriöur á krítar-
kortamál hérlendis. Visa Isiand er stofnað
og hefur um 70 prósent af bankaveldinu á
bak við sig. I fyrstu var Visa einungis með
kort sem giltu til notkunar erlendis. En 10.
desember fengu þeir leyfi til að vera með
krítarkort á innanlandsmarkaði og þá var
einnig nýtt að eitt og sama kortiö var hægt
| að nota bæði innanlands og utan. Það leið
reyndar ekki á löngu þar til Kreditkort sf.
gátu boöiö upp á sömu kjör hvað þetta
, snerti. Það sem var staðreynd nú var að
I það voru tvö fyrirtæki sem ráku þessa
starfsemi hér á landi og nú var kominn
grundvöllur fyrir samkeppni. Sumir segja
að það hafi ekki verið tUviljun að Visa hóf
starfsemi sína á innanlandsmarkaði rétt
fyrir jól. Jólaösin var að byrja og krítar-
kortin komu sér vel fyrir þá sem ekki sáu
fram á að eiga nægilega mikið af
beinhörðu skotsilfri til að kaupa jólagjaf-
irnar og digru steikurnar. Það kom líka í
ljós að fólk þyrptist tU krítarkortafyrir-
tækjanna og sótti um að fá slík kort áður
enn jólin skuUu á. Kaupmenn voru einnig
uggandi yfir því hvort það yrði nokkuð úr
jólasölunni í ár því almennt var talið að
fólkiö í landinu væri nokkuö févana vegna
kjaraskerðingarinnar. Samkeppni var
mikil á milli kaupmanna og áttu smákaup-
menn í vök að verjast fyrir yfirgangi stór-
markaöanna. Ekki bætti heldur úr skák að
í hóp stærri verslana bættist nú hin stærsta
! hér á landi og líklega sú stærsta þó víða
væri leitað. Risaverslunin Mikligarður
varðað veruleika.
Nokkrir kaupmenn voru meö krítar-
kortaþjónustu á þessum tíma, en nú
gerðist það að nær alUr sem þá voru eftir
hlupu til og komu sér upp slíkri þjón-
ustu. Það var fyrirsjáanlegt að jólainn-
kaupin yröugerðmeðkrítarkortumogþá
var um að gera að tapa ekki þeim viðskipt-
um. Þeir voru nú samt kokhraustir og sáu
sér leik á borði að notfæra sér þaö að sam-
keppni var milli þessara tveggja fyrir-
tækja. Aöur en Visa byrjaði meö kort á
innanlandsmarkaði héldu þeir fund meö
þeim og sömdu um það aö sú þóknun sem
þeir greiða fyrir þessa þjónustu yrði
lækkuö miðaö við það sem hún var hjá
Kreditkortum sf. Visa gekk að því og var
þóknunin örlítið minni hjá þeim en hinum.
En eins og þegar um samkeppni er að
ræða leið ekki á löngu þar til Kreditkort sf.
lækkuðu þessa þóknun einnig hjá sér. Og
enginn fór í jólaköttinn og voru kaupmenn
sammála um að jólasalan heföi verið mjög
góð.
Uggandi yfir
söluskattinum
Strax eftir jólin fór að bera á óánægju-
röddum meðal kaupmanna. Eins og reglur
gera ráð fyrir eiga þeir að greiða sölu-
skattinn fyrir hvern mánuð fyrir 25. næsta
mánaðar. Þeir héldu því fram að krítar-
kortaeigendur hefðu flestir gert innkaup
sín í byrjun úttektartímabilsins, þ.e. rétt
fyrir jólin, og þá peninga fengu kaupmenn
ekki fyrr en í byrjun febrúar eöa eftir aö
þeir áttu að gera skil á söluskattinum.