Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Síða 5
DV.FÖSTODAGUR6. APRIL1984. 5 Yfir 90 skip með engan sleppibúnað — Siglingamálastjórn veitir ekki frekari undanþágur Þessa stundina er ekkert íslenskt þilfarsskip búið sjálfvirkum sleppi- búnaöi með því öryggi sem Siglinga- málastjóm krefst að verði alls staöar komið þann 1. september nk. Það stafar af því að Vélsmiðja 01. Olsen í Njarðvíkum er nýbúin að fá sinn sjálf- virka búnað samþykktan af Siglinga- málastjóm og er hann ekki kominn í neitt skip enn. Þá telur stofnunin plastbelg í Sigmundsbúnaðinum frá Eyjum ófullnægjandi og skal annar betri koma fyrir haustiö. Þetta kom m.a. fram á blaðamanna- fundi íSiglingamálastofnun í gær. Hins vegar telja þeir Magnús Jóhannesson, settur siglingamálastjóri, og Páll Guömundsson, yfirmaður skipaeftir- lits, að handvirki sleppibúnaöurinn frá báðum framleiðendum sé kominn í fuilnægjandi horf eftir ýmsar lag- færingar á þeim báöum fram eftir síöasta ári. Viö úttekt á stöðu þessara mála hinn 20. mars sl. kom í ljós aö 497 skip af 591 þilfarsskipi með haffærisskírteini í lagi, fullnægöu reglugerðinni um hand- virkan búnaö. 94 skip voru sem sagt hvorki með sjálfvirkan né handvirkan búnað. Af heildarskipafjöldanum voru 126 með handvirkan og sjálfvirkan búnaö en sjálfvirka þáttinn þarf að bæta fyrir haustiö eins og áður sagði. Ekkert þeirra 94 skipa, sem hvorugan búnaöinn hafa, fá haffæris- skírteini án endurbóta eftir fyrsta maí og verður ekki um neinar frekari und- anþágur að ræða, að sögn formælenda Siglingamálastofnunar. Þá verða eng- ar undanþágur veittar frá fullnaðar- búnaðinum eftir 1. september. -GS. BLINDA Leiklistardeild — Hljóðvarp: BRUNNUR DÝRLINGANNA eftir John Miiiington Synge Þýðandi: Geir Krístjánsson Loikstjóri: Þorstoinn Gunnarsson A tveim vikum hefur leiklistar- deildin í hljóðvarpinu sent út tvö stórmerkileg írsk leikrit eftir höfuð- skáld tveggja skáldakynslóða: á mánudag í síöustu viku fluttu þeir hljóðvarpsleik Becketts — All that fall eða Allir þeir sem falli eru búnir — og í gærkvöldi mátti heyra Brunn dýrlinganna eftir John Millington Synge, sem reyndar er sviðsverk. Síðustu vikur hefur deildin ráðist í hvert stórvirkið af ööru og er sýnt að þessi litla skrifstofa með lausráðna listamenn getur hæglega ógnað „stóru” leikhúsunum með áræðni og smekk í verkefnavali, þætti í það minnsta saga til næsta bæjar ef líta mætti á tíu daga skeiði leiki hér á sviði eftir þessi tvö ofannefndu skáld. Synge tilheyrir hópi listamanna sem um síðustu aldamót vakti upp bókmennta- og listahreyfingu með menntuðum og frjálslyndum borgurum: hann var stofnandi The Irish Literary Theater ásamt Lady Gregory og W. B. Yeates, sat í stjórn þess og skrifaði fyrir það. Seinna varð úr því Abbey-leikhúsið — þjóð- leikhús Ira. Þetta er sem sagt ár- maður í írsku menningarlífi, víð- menntaður rannsóknarmaöur á hljómlist tungunnar — mannamál — leikir hans skrifaðir á slikum blæ- brigðum írskrar ensku að unun er að heyra af vörum þarlends manns. Fátt hafa leikhúsin hér sýnt eftir Synge: Þjóðleikhúsið lék fyrir mörgum árum söngvagerð af The Playboy of the Western World sem kölluð var Lukkuriddarinn og einnig sýndu þeir þar þáttinn Þeir riðu til sjávar. Kann sumum gestum hússins að vera þetta minnisstætt. Og svo kom sendingin í gærkvöldi, leikur í fullri lengd, býsna vel þýddur af Geir Kristjánssyni, Þorsteinn Gunnars- son hélt um stjórnvölinn. Brunnur dýrlinganna segir sára- einfalda sögu, tákngildi hennar er ljóst, og átti reyndar auðratað á þessum árum í skáldskap fleiri höf- unda, og hefur víða stungiö upp koll- inum síðan: vill maðurinn þrátt fyrir ailt lifa í blindni á sína ágalla og annarra? Þolir hann ekki að horfast í augu við líf sitt, sjálfan sig, vill hann heldur spinna sér blekkingar, búa sér líf í vef þeirra? Blindingjarnir, Doul-hjónin, lifa hamingjusöm þar til Dýrlingurinn sér aumur á þeim og gefur þeim sjónina aftur: þá fyrst sjá þau hvort annaö — og allt um- hverfi sitt. Og heimur þeirra hrynur. Svo daprast þeim sjónin á ný og þegar þeim gefst kostur á nýju kraftaverki vilja þau bæði heldur vera blind og leggja af stað suður, yfir óþekkt land, mýrar og stórfljót — út í opinn dauðann. „Það var þá fallegt,” segir Martin blindi, ,,að sjá vegina, þegar norðan- vindurinn æddi og himinninn var kaldur og miskunnarlaus og hest- Leiklist Páll B. Baldvinsson arnir og asnarnir og jafnvel hund- amir líka stóðu í höm og klemmdu aftur augun.” Kannist þið við þá sjón? Flutningur verksins tókst nokkuð vel: snögg geðbrigði og harkaleg eru í leiknum, Þóra Friðriksdóttir og Helgi Skúlason léku blindu hjónin, bæði ágæta vel, ég hefði samt kosið að Helgi tempraði sig meir, ágangur missir marks ef ekki er lát á. Sig- urður Karlsson og Tinna Gunnlaugs- dóttir voru einnig í stórum og veiga- miklum hlutverkum: hún var ekki síst sá hvati sem hleypti Martin af staö, tælandi, kærulaus, heimsk og illgjörn. Tinna hefur afbragðsgóöa og skýra rödd, henni lætur vel að segja margt með smáu. Maður bíður spenntur að sjá eða heyra hana tak- ast á við verðugt viðfangsefni, henni er mest fyrir litlu trúað og reynist jafnan traustsins verð, svo þess má ekki bíöa of lengi aö á herðar henni verði lögð verkefni sem henni eru skapleg. Ahrifs- og umhverfishljóð í báðum leikjunum sem ég nefndi í upphafi voru oft tómleg, einangruð. Sá þáttur hljóðvarpsleikrita er aö sönnu vandasamur, ekki síður en leikur — mannamál —, enn verð ég að kvarta yfir skorti á samfelldu bakhljóði — úti og inni — öðru en gamla hljómn- um úr Skúlagötustúdíóinu. Annað sæmir vart í þessari deild. AFMÆLIÐ 8. APRÍL TRAB ANT-EIGENDUR: SKRÚÐAKSTURINN Á SUNNUD AGINN DAGSKRÁIN ER ÞANNIG: 1. MENN MÆTI MEÐ TRABANTBlLA SÍNA VIÐ RAUÐAGERÐIKL. 12.30. Bifreiöunum radad upp og ekid til sýningarhall- arinnar á HÖFÐABAKKA þar sem bílasýningin AUTO 1984 verdur heimsótt. 2. Ekid frá Höfdabakka kl. 14.00 niður Ártúns- brekku, Suðurtandsbraut, Laugaveg, Lœkjar- götu, Skólabrú, Póslhússtrœti og nokkrum bil- um verður ckið inn i Austurstrœti til hcegri inn í göngugötuna þar sem þeim verður raðað i skeifu. STUTT AFMÆLISUPPÁKOMA MEÐ ER- LENDUM GESTUM. Um kl. 15.00 verður ekið frá Austurstrccti. Nokkrir lúðraþeytarar og raddmenn góðir halda uppi fjöri alla leiðina. KLÚBBURINN SKYNSEMIN RÆÐUR. □RYÐVARNARd] ABYRGD LADA 1300 er sá ódýrasti í LADA fjölskyld- unni og er hann jafn- framt fyrirrennari allra LADA bíla. m m Hann hefur sýnt ótvíræöa kosti slna hér á landi sem sterkur, traustur, ódýr I rekstri og ekki síst fyrir sparneytni, ekki skemmir endursöluveröið en það hefur frá upphafi veriö meö því besta. Alls hafa veriö seldir um 600 bílar af þessari gerö og sýnir það hversu vinsæll og traustur hann er. Nú er hann afgreiddur meó endurbættu bremsukerfi og 1300 sm3 vél og eyöslan allt niöur í 6 I. á 100 km. við bestu aðstæöur. Þú færð mikiö fyrir peningana þlna í LADA. Verðið er ótrúlegt, aðeins kr. 163.000,- Lán kr. 83.000,- Þér greiðið kr. 80.000,- Skiftiborð Verslun 38600 39230 Verfliisti yfir Lada-bif reiflar fyrir handahafa örorkuleyfa. Lada 1300 kr. 106.600 Lada 1200 station kr. 113.600 Lada 1500 station kr. 124.300 Lada 1500 Safír kr. 118.100 Lada 1600 Canda kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 LadaSport kr. 216.600 Verkstæði Söludeild 39760 31236 Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.