Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Blaðsíða 8
p
8
Sumardvalarheimili
Þeir aöilar sem ætla að starfrækja sumardvalarheimili fyrir
börn sumarið 1984 þurfa aö sækja um rekstrarleyfi fyrir 31.
maínk.
Þar til gerö eyðublöð liggja frammi í Menntamálaráöu-
neytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
4. apríl 1984.
OFFSETL JÓSM YN DUN
OG SKEYTING
Óskum að ráða offsetljósmyndara sem einnig er vanur
skeytingarvinnu.
Upplýsingar gefur Ólafur Brynjólfsson.
FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Siðumúla 12.
UMBOÐSMENN ÓSKAST
HAFNIR
Upplýsingar hjá Magnúsi B. Einarssyni. Simi 92-6958.
ÞÓRSHÖFN
Upplýsingar hjá Jónínu Samúelsdóttur.
Sími 96-81185.
Einnig eru allar upplýsingar á afgreiðslu DV Þver-
holti 11, sími27022.
GAGNLEGAR
UPPLÝSINGAR
UM HELSTU
BÍLATEGUNDIR
í GREINAGÓÐRI
SAMANBURÐAR-
TÖFLU
Á NÆSTA
BLAÐSÖLUSTAÐ!
Neytendur Neytendur Neytendur
ISfií JÍHHA .0 HUÐACHJT8Ö'4 VO
DV. FÖSTUDAGUR 6. APRIL1984.
Matarreikningar febrúarmánaðar eru ákaflega misháir. Þeir sem tH dæmis veita sér það að kaupa mikið
af hátolluðu grænmeti hækka matarreikninga töluvert. Bn erfitt er að neita sér um slikar nauðsynjavörur
sem nýtt grænmeti er. . .
Heimilisbókhald DV:
Sextán þúsund kr.
í mat fyrir f imm
„Mér datt í hug að taka þátt í heim-
ilisbókhaldinu með ykkur þegar ég sá
að ég var undir meðaltali í janúar,”
segir í einu bréfi sem fylgdi febrúar-
upplýsingaseðli.
Þessa rödd látum við heyrast til mót-
vægis við aðrar sem telja niður-
stöðutölur í heimilisbókhaldinu allt of
lágar og að þær séu jafnvel friðarspill-
andi á heimilum.
Eins og greint var frá á Neytenda-
síðunni í gær hækkaði landsmeðaltalið
í febrúar um 8,2 prósent frá í janúar. 1
febrúar er landsmeðaitaiið 2.285
krónur en var í janúar 2.111 krónur.
Meðaltal einstaklinga eftir fjöl-
skyldustærðum er ýmist undir eða yfir
landsmeðaltalinu.
Lægst er meöaltal á einstakling í sjö
manna fjölskyldum, 1.189 krónur, sem
er alveg ótrúlega lág tala. Vel hefur
verið borðað úr frystikistunni þennan
mánuðinn, hugsar einhver, sem berst
við að lækka matarreikninginn.
Einbúinn hæstur
En ekki breytum við tölunum. Sem
oftast áður er dýrt að búa einn, meöal-
tal einbúans er fyrir febrúar 2.862
krónur, hæsta meðaltal mánaöarins.
Nokkuð voru samt tölumar frá ein-
staklingunum misháar, frá einum kom
talan 1.812 krónur og svo öðrum 3.367
krónur.
Meðaltal einstaklinga í tveggja
manna fjölskyldum er 2.202 krónur
sem er þá 4.404 króna matarreikningur
hjá tvíbýlingum.
Matarreikningur þriggja manna
meðaltalsfjölskyldunnar er 7.524
krónur í febrúar, eða 2.508 krónur á
mann.
Lægsta tala á einstakling í þriggja
manna fjölskyldu í febrúar er í bók-
haldinu 1.333 krónur en sú hæsta 4.332
krónur. Yfir þrjátíu seölar bárust frá
þriggja manna fjölskyldum og út-
koman, meöaltalið, er 2.508 krónur.
Mismunur yfir 2 þús. kr.
Hæsta tala frá fjögurra manna fjöl-
skyldu 6r 3.353 krónur fyrir manninn
yfir mánuðinn en sú lægsta 1.144
krónur; mismunurinn á þessum
tveimur tölum er 2.209 krónur. En
meðaltal einstaklings, þegar allir
seðlar frá f jögurra manna fjölskyldum
eru komnir saman í dálk, er 2.140
krónur. Eftir því er þá heildarmatar-
reikningur mánaöarins 8.560 krónur.
Ef við reiknum svo hvað matarreikn-
ingurinn hefur verið hjá fjögurra
manna fjölskyldunni, sem hefur 3.353
krónur á mann, er hann 13.412 krónur.
Matarreikningur febrúarmánaðar
hjá fimm manna fjölskyldunni hefur
verið 11.580 krónur miðað við meöaltal
einstaklings í þeirri fjölskyldustærð,
2.316 krónur.
En miðaö viö hæstu tölu frá fimm
manna fjölskyldu hefur matarreikn-
ingurinn farið í 16.165 krónur og lægsti
matarreikningur frá fimm manna fjöl-
skyldu er 6.950 krónur. Góður mis-
munur það.
Meðaltal einstaklinga í sex, sjö
og níu manna f jölskyldum er hjá öllum
undir tvö þúsund krónum. Hjá sex
manna fjölskyldunni er meöaltalið
1.970 krónur, hjá sjö manna 1.189
krónur og hjá níu manna 1.883 krónur.
Og heildarmatarreikningar hjá þess-
um fjölskyldum því 11.820 krónur (6),
8.323 krónur (7) og 16.947 krónur (9).
Margir eru óánægðir með meðaltals-
tölurnar okkar, telja þær of lágar. Því
höfum við nú bætt við fleiri tölum sem
skráðar eru í bókhald febrúar-
mánaðar.
Svo sem sjá má á þeim tölum er
matarkostnaður hjá hinum ýmsu fjöl-
skyldum ærið mishár en vonandi er að
þeir sem telja meðaltalið of lágt, finni
samsvarandi tölur við sínar hér að
framan. Og svo verður að hafa í huga
að meðaltal er meðaltal.
-ÞG
Kvikmyndahús:
Verð á miðum
Viö höldum áfram að birta neyt-
endamál sem var fjallaö um hjá
neytendadeild Verðlagsstofnunar.
Verð á bíómiðum
— Fyrir nokkru barst fyrirspum
vegna verðs á aögöngumiða að kvik-
myndasýningu, sem kostaði 90
krónur en ekki 75 krónur, eins og
venja var þá. Ekki hafði verið til-
kynnt á auglýsingum um sýninguna,
að um hækkað verð væri að ræða.
Hámarksverö hefur fram að þessu
verið á bíómiðum, en kvikmynda-
húsaeigendur hafa fengið leyfi hjá
Verðlagsstofnun til að hækka að-
gangseyri að sýningum, þegar um
dýrar myndir hefur verið að ræða, en
þá hefur Verðlagsstofnun sett það
skilyrði f yrir leyfinu að tilkynnt væri
í auglýsingum „hækkað verð”.
Vegna þess að nú er nokkuð um
liðiö síðan þetta mál var til um-
fjöllunar höfðum við samband viö
Verðlagsstofnun og spurðumst fyrir
um hvert hámarksverð á venjulegar
kvikmyndir væri nú. Sigríður
Haraldsdóttir, fulltrúi neytenda-
máladeildar, sagði aö nú væri
hámarksverð á venjulegar kvik-
myndir 80 krónur. Ef veröið er hærra
verður aö segja frá því í auglýs-
ingum.
-APH