Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Multipractic-vélinni pakkað i Reykjavik hjá Pfaff. „Allt í einu" vélin hefur þetta tæki verið nefnt. 1fið höfum komið með nafnið „ fjölkvörn ", einn les- andi stingur upp á nafninu „fjöihæfan ", -DV-mynd: E.Ó. ÉG VERSLA HAG- KVÆMAR MED HEIMIUSBÓKHALDI — segir vinningshaf inn í janúar, Erla Ásmundsdóttir á Akureyri Vinningshafi Neytendasíðunnar í janúarmánuöi byrjaöi aö halda heimil- isbókhald síöastliöiö haust. Aö vísu sagðist hún oft hafa byrjað á slíku og hætt jafnan aftur. Astæöur fyrir því heföu meöal annars verið leti og kannski heföi henni heldur ekkert litist á hvaö tölurnar voru háar. Vinningshafinn heitir Erla Ásmundsdóttir og hún býr í Kringlu- mýri 10 á Akureyri. Verðlaunin sem Erla valdi sér voru Multipractic Brown vél. Hún sagðist vera alveg í skýjunum yfir tækinu. „Eg held ég komi ekki til meö að þurfa nokkuð að nota hakka- né hrærivél eöa gömlu grænmetiskvömina. Þessi kemur í staöinn fyrir þetta allt.” Erla var spurð hvort hún áliti að það borgaði sig aö standa i heimilisbók- haldi. „Já, mér finnst það borga sig, ég versla hagkvæmar. Maöur fer frekar í HÚSRÁÐ: Setjið matar- olíu í niðurfallið Það er oft vandamál með niðurföll, sem eru lítið notuö, að vatnslásinn þornar og fnykur gýs upp um þau. Gegn þessu má víst sporna með því að fylla vatnslásinn af matarolíu. Með því helst hann stöðugt rakur og engin hætta á óþægilegri lykt frá holræsum borgarinnar. Þetta sagði okkur gamal- kunnur pípulagningamaður hér í bæ. Hrísalund eða Hagkaup og veltir fyrir sérverðinu.” Notarðu verðkannanir Verðlags- stofnunar þegar þú ert að versla? Maöur fylgist með því sem maður sér í blöðum, auðvitað. Eg held að kannanirnar séu gagnlegar og þær hljóti að halda verðlaginu stöðugra. Annars versla ég held ég mest eftir eigin reynslu.” Hvemig koma stórmarkaðirnir héraa á Akureyri út? „Mér finnst Hrísalundur koma betur út fyrir okkur hérna. Maður kaupir líka kannski meira í Hagkaupi þegar fariðer þangað.” Heldurðu að vöraverðið hér sé eitt- hvað öðruvisi en til dæmis fyrir sunnan? „Eg hef litla reynslu af Reykjavík en ég held að það hafi verið mjög til bóta að Hagkaup kom með þetta stóra verslun hérna. Mér finnst samkeppnin hafa bætt vöruverðið alveg gífur- lega.” Hveraig hagarðu innkaupum á nauð- synjavöranum? „Eg fer einu sinni í viku í svona stærri innkaup. Hins vegar fer ég í verslun sem er hérna nærri til að kaupa mjólk, brauð og það sem ég veit aö er á sama verði alls staðar.” Hveraig finnst þér verðlag á hlutun- um núna, er meiri stöðugleiki en var? „Mér finnst allt dýrt. Það er nokkuð stöðugt verð á matvöru núna. Allt annað finnst mér orðið dýrt.” En hvað um vöruúrvalið á Akureyri? „Það nægir mér,” sagði Erla. Hún sagðist ekki nenna aö standa i þvi aö versla þegar hún færi til Reykjavík- ur. Þaö væri nóg annað meö timann aö gera þar. Vinningurinn kominn i hendur eigandans á Akureyri, Erlu Ásmundsdóttur, vinningshafa janúarmánaðar i hgimilisbókhaldi DV. DV-mynd: JBH/Akureyri. snmymnvt SÖLUBOÐ SYKUR 2KG HVEITI 2 KG SALERNIS PAPPÍR SMJORLIKI KARTÖFLU SKRÚFUR PÁSKAEGG móm NO. 8 ...vðruverÖ í lágmarki JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.