Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Qupperneq 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 6. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Bandaríkjanna á innflutningi kín- verskrar vefnaðarvöru. Ekki er utlit fyrir að viðskipti þjóðanna muni aukast verulega á þessu ári og hæpið er að útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna geti auk- ist mikið ef undan er skilin vefnaðar- varan. Regan fjármálaráðherra gerði samkomulag við Kínverja sem átti að fela í sér hvatningu til banda- riskra kaupsýslumanna um að koma til Kína. Embættismenn Bandaríkjastjórn- ar hafa skýrt frá því að þeir geri sér vonir um að heimsókn Reagans for- seta til Kína muni leiða til nýs kom- sölusamkomulags sem leysi af hólmi fjögurra ára samkomulag um þetta efni sem rennur út í ár. I fýrra keyptu Kínverjar mun minna kom heldur en þeir höfðu heitið að gera í fyrra samkomulaginu eða aðeins 4,67 milljónir tonna í stað 6 milljóna tonna eins og gert var ráð fyrir í samkomulaginu. Astæða þess var bæði góð uppskera hjá Kínver jum og þó einkum deilurnar um útflutning þeirra á vefnaðarvöru til Bandaríkj- anna. Regan fjármálaráðherra sagöi við fréttamenn í Peking er hann var þar á ferð aö Bandarikjastjórn væri mjög hlynnt því aö gera nýtt sam- komulag. Embættismenn Bandaríkjastjórn- ar segja að af öðrum árangri sem menn gera sér vonir um að verði af Kínaheimsókn Reagans forseta mætti nefna aukin samskipti á sviði vísinda- og menningarmála, sam- starf á sviði kjarnorku og aukin sala á bandarískum vopnum (til varnar) til Kína. Reagan forseti og Nancy kona hans eru væntanleg til Peking 26. apríi og er reiknað með að 300 frétta- menn og tæknimenn f jölmiðla muni slást í för með þeim. Þau munu heimsækja Shanghai og skoöa forn- leifafundi í hinni fomu höfuðborg Xian áður en þau fljúga heim á leið þann 1. maí. Reagan Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að feta í fótspor tveggja af fyrirrennurum sínum, þeirra Richard Nixon og Gerald Ford, og halda í Kinaferöalag á kosningaári. Ferðin er fyrirhuguð í lok apríl og er henni ætlað að bæta samskipti Bandaríkjanna og Kína. Nokkur munur er þó á för Reag- ans nú og ferð Nixons í febrúar 1972. Nixon var þá í hlutverki brautryðj- andans eftir áratuga langan fjand- skap Kina og Bandaríkjanna. En nú þegar Reagan hyggst leggja upp í Kínaferð eru þegar fyrir hendi mikil samskipti þessara þjóða á sviöi stjómmálasamskipta, vísinda og menningar. En möguleikarnir á að auka vemlega þessi samskipti em vissulega miklir. Það sem hins vegar hefur ekki breyst frá því að Nixon og Chou En- lai undirrituðu sáttmála í Shanghai fyrir tólf árum er gmndvallarágrein- ingur þjóöanna varðandi Formósu og stjóm kínverskra þjóðernissinna þar. Á fyrstu tveimur árum Reagans í forsetastóli munaði oft minnstu að upp úr syði í samskiptum Kína og Bandaríkjanna vegna Formósu. En frá miðju síöasta ári virðast leiðtog- ar þjóðanna beggja hafa orðið ásátt- ir um að láta ekki Formósu-málið standa í veginum fyrir aukinni efna- hagssamvinnu Kína og Bandaríkj- anna. Vestrænir stjómarerindrekar haída því fram að leiðtogar í Kína hafi ákveðið að láta sér nægja loforð Reagans frá því í ágúst 1982 um að Bandaríkjamenn muni í áföngum skera niður vopnasölu sína til For- mósu. Þetta hafi þeir gert vegna þess að þeir hafi talið mikilvægara að geta gert kínverskt þjóðfélag nú- tímalegra með bandarískri aðstoð. Yfirlýsing Bandaríkjanna um þetta efni var hluti af samkomulagi við Kínverja um að þeir myndu beita sér fyrir sameiningu við Formósu meö friðsamlegum hætti þó ekki hafi þeir gefið út um það opinbert loforð. aö það sé mjög athyglisvert að Kín- verjar skulu hafa boðið Reagan í heimsókn á kosningaári hans og gefi það ótvírætt til kynna að þeir láti sér vel líka að hann sitji áfram í forseta- stóli Bandaríkjanna. Þó Kínverjar hafi látið í ljósi óánægju með stefnu Bandaríkjanna í Rómönsku Ameríku þá hafa þeir gefiö ótvírætt í skyn að harðlínustefna Bandarikjanna gagn- vart Sovétríkjunum falli þeim vel í geö. Þannig hafa ráðamenn í Kina sagt að aukinn vígbúnaður Banda- ríkjanna sé fyrst og fremst svar við ógnun frá Sovétrík junum. Ráðamenn í Kína hafa hins vegar ítrekaö lýst því yfir að þeir muni ekki ganga í hernaöarbandalag með Bandarík junum gegn Sovétríkjunum eins og sumir bandariskir stjórn- málamenn höfðu gert sér vonir um. En stjórnarerindrekar benda á að hagsmunir Kína og Bandaríkjanna fari saman á mörgum sviðum skoðað af sjónarhóli hernaðar. Þannig hafa þjóðimar líka afstööu til hersetu Sov- étmanna í Afganistan, hernáms Víet- nams í Kampútseu og til þess að Sov- étmenn skuli hafa sett upp SS—20 eldflaugar í austurhluta rikisins sem geti hæft skotmörk innan Kína Japan og Suður-Kóreu. Þá benda stjómarerindrekar á að ráðamenn í Peking og Washington hafi nýverið hvorir um sig látið í ljósi vilja sinn til að koma í veg fýrir auknaspennuíKóreu. Enþráttfyrir batnandi samskipti á hinu pólitíska sviði þá hafa erfiðleikar gert vart við sig i efnahagssamskiptum þjóöanna. Þannig varð gagnkvæm verslun þjóðanna á síðasta ári 4,4 milljarðar dollara og hafði minnkað um 15 pró- sent frá árinu áður einkum vegna hinna löngu deilna þjóðanna út af vefnaðarvamingi. Donald Regan, f jármálaráðherra Bandaríkjanna, var brugðið er hann sótti Kína heim í siöasta mánuði og Wang Bingqian, hinn kínverski starfsbróðir hans, gagnrýndi hann fyrir óeðlilega viðskiptahætti Banda- ríkjanna og átti þar viö hömlur Þegar ágreiningurinn varðandi Formósu stóð sem hæst munaði minnstu að afleiðingar hans yrðu mjög afdrifaríkar fyrir samskipti Kína og Bandaríkjanna. Kínverjar stöðvuðu menningarleg samskipti þjóöanna um hríð eftir að ung kín- reiðubúin aö afnema bann sitt við út- flutningi á háþróuðum tækniútbún- aöi til Kína. Þama var um að ræða tækniútbúnaö sem fyrst og fremst var hugsaður til friðsamlegra nota en var þess eðlis að hann gat verið notaöur í hernaðarlegum tiigangi Nancy forsetafrú veröur í för með bónda sínum í Kína svo og um 300 fulltrúar fjölmlðla. versk tennisstjarna haföi leitað hælis í Bandaríkjunum sem pólitiskur flóttamaður. Þá dró úr verslun milli þjóðanna og þær þrefuöu mánuðum saman um samkomulag um inn- flutning Bandaríkjanna á kínverskri vefnaðarvöru. Kínverskir leiðtogar tóku að lýsa Bandaríkjunum með svipuðu orða- lagi og þeir notuðu um Sovétríkin, sögöu að báðar þjóöimar gerðu sér far um að ráða yfir veikari þjóðum. Þáttaskil urðu síðan við Kína- heimsókn Malcolm Baldrige við- skiptaráöherra sem flutti Kínver jum þau tíðindi að Bandaríkin væru einnig. Þama var til dæmis um að ræða tölvur og annan háþróaðan út- búnaö sem ætti að flytja Kínverja nær nútímanum. Yfirlýsing þessi hafði greinilega góð áhrif á Kínverja og fljótlega var undirritað nýtt samkomulag um vefnaðarvaming. Caspar Weinberg- er, vamarmálaráðherra Bandaríkj- anna, kom til Kína og bauð Kínverj- um til sölu vopn er notuð skyldu í vamarskyni og Zhao Ziyang, for- sætisráðherra Kína, og Reagan urðu ásáttir um að heimsækja hvor annan. Stjómarerindrekar í Peking segja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.