Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1984, Side 12
DV. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1984. 12 Frjálst.óháó dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hl„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Þjóðviljinn rassskelltur Eftir aö Alþýðusamband íslands haf öi gert samkomulag viö vinnuveitendur um kaup og kjör, meö fyrirvara um samþykki einstakra verkalýðsfélaga, beitti forysta Alþýðubandalagsins sér mjög ákveöiö gegn þeim samn- ingum. Sú afstaða kom berlega fram á síðum Þjóðvilj- ans, sem stýrði penna sínum dag eftir dag af mikilli hörku gegn samþykki kjarasamninganna. Var þar bæði um að ræöa fréttir og viötöl, sem öll gengu í þá átt að rýra gildi samninganna, sem og leiðaraskrif, þar sem þeim var fundiö flest til foráttu. Forystumenn Alþýðusam- bandsins voru gerðir tortryggilegir meö rangfærslum og óbilgjörnum árásum. Ritstjórnarstefna Þjóðviljans var öllum ljós. Blaðiö var andvígt samningunum. Blaðið hallmælti þeim verkalýðs- foringjum, sem mæltu með samþykki þeirra. Þessi afstaða Þjóðviljans bar hins vegar ekki árangur. Þegar yfir lauk voru kjarasamningarnir, sem ASÍ samdi um, hvarvetna samþykktir með óverulegum breytingum. Þau málalok sýna mikil straumhvörf í samskiptum Alþýðubandalagsins og verkalýðshreyfingarinnar. Jafn- an áður hefur flokkurinn getað ráðiö ferðinni í verkalýðs- pólitíkinni og ekki gengið hnífurinn á milli. Aldrei áður hefur það gerst, að heildarkjarasamningur hafi verið gerðir í blóra við afstöðu Alþýðubandalagsfor- ystunnar. Auðvitaö er þetta mikill sigur fyrir frjálsa verkalýðs- hreyfingu og styrkir mjög stöðu þeirra verkalýðsfor- ingja, sem vilja heyja faglega og félagslega baráttu, án flokkspólitískra afskipta. Og þetta er sigur fólksins, hins óháða launamanns, sem hlýtur að fagna því, þegar hags- munum hans og kjaramálum er ekki lengur fjarstýrt af hentisemi eins tiltekins stjórnmálaflokks. Ásmundur Stefánsson og þeir aðrir verkalýðsforingjar sem ábyrgð bera á nýgerðum kjarasamningum báru flokksforystuna ofurliði og höföu níðáróður Þjóðviljans að engu. Þeir hrósa nú sigri. En Ásmundur og fylgismenn hans láta ekki þar við sitja. Nú láta þeir kné fylgja kviði og hafa af skömmum sínum gert sérstaka samþykkt í verkalýðsráði Alþýðu- bandalagsins þar sem Þjóðviljanum eru veittar vítur; taka hann á hné sér og rassskella bæði blaðið og flokks- forystuna fyrir að skilja ekki einföldustu forsendur verkalýðsbaráttunnar. Aldrei áður hefur blað verkalýðs og sósíalisma fengið aðra eins útreið. Aldrei áður hefur risið á þessum svokall- að verkalýðsflokki verið jafnlágt og sneypulegt. I raun og veru eru þessir atburðir uppgjör og tímamót sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir Alþýðubandalagið. Þegar svo er komið að flokkur- inn verður viðskila við verkalýðshreyfinguna og forystu hennar, hefur hann sáralítið vægi í íslenskri pólitík. I örvæntingu sinni reynir Þjóðviljinn í gær að skýla af- stöðu sinni á bak við frjálsa blaðamennsku og telur sig hafa flutt hlutlausar fréttir, eftir því sem best verður skil- iö. Það hafi verið talsmaður fólksins en ekki foringjanna. Þetta eru mikil öfugmæli eins og allir vita sem fylgst hafa með skrifum Þjóðviljans síðustu vikurnar. Blaðið flutti mál flokksforystunnar. Sá málflutningur varð und- ir. I því hlutverki hefur Þjóðviljinn einangrast og afhjúp- ast. ebs ÞVÍ FLEIRIRABBÍNAR ÞVÍ MEffif HAGSÆLD Eg efast ekki um aö flestum Islendingum hafa þótt nokkuö bros- iegir þeir atburðir aö til landsins kom rabbini aö blessa íslenskar niöursuöu- vörur og gera þær þannig aö mat fyrir rétttrúaöa gyðinga. Er þaö enda kristinn skilningur aö öll fæöa sé góð í sjálfu sér, svín er ekki óhreint dýr eöa óguðlegt aö boröa hrossakjöt. Hrossa- kjötsát var á sinum tíma bannaö vegna þess aö heiðin blót voru um of tengd þessari skepnu. Hins vegar hefur það aldrei veriö trúaratriöi aö banna slíkt kjöt. En nú er sem sagt K. Jónsson farinn aö sjóöa niður síld fyrir rétttrúnaðar- gyöinga. Það er komiö merki á dósirn- ar og fyrir þetta merki eitt munu milljónir manna geta keypt þessa vöru og það sem e.t.v. skiptir meira máli: Þetta fólk er yfirleitt með meiri aura- ráðenaðrir. Sumir kalla þetta fíflagang — aðrir nefna þetta kaupmennsku. Og koma rabbínans er sannarlega kaup- mennska, meira aö segja góð kaup- mennska. Þetta er gott • Ágætur kaupmaöur sagöi mér aö fyrir nokkrum árum hefði hann verið á vörusýningu í Þýskalandi. Komu þá til hans tveir menn og sögöu honum að þeir væru undarlegir menn Is- lendingar. Tvímenningarnir selja kindakjöt í Þýskalandi og komu út til Islands aö kaupa slíkt kjöt. Þeir fóru í búvörudeildina og vildu kaupa kjöt. Sögöust hins vegar ekki vilja kaupa kjötið í heilum skrokkum, heldur vildu þeir höggva þaö strax viö slátrun. Þá hryllti viö þeim íslenska siö aö saga kjöt. Konan í búvörudeildinni sagði þeim að íslenskt lambakjöt væri gott svona og þar meö lauk því máli. Þá brydduöu menn þessir upp á kaupum á rúllupyisu. Þeir sögðu kon- unni að rúllupylsan væri góö, — verðið innan þeirra marka sem þeir réöu viö, — en hins vegar vildu þeir láta krydda rúllupylsuna meö öörum hætti. — Þetta er gott krydd, sagði konan. Þeir svöruöu því aö óskir þeirra stöfuöu ekki af því aö kryddið í rúllu- pylsunni væri vont, hinsvegar væru viöskiptavinir þeirra vanir öðru kryddi. Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆÐINGUR — Okkar rúllupylsa er góð, svaraði þá konan og lauk þar meö Islandsferö kaupmanna. Þurfum fleiri kaupmenn Eg efast um aö rabbíi kæmist inn fyrir dyr búvörudeildarinnar, enda mundu Islendingar ekki kæra sig um sláturaðferðir gyöinga. Þaö breytir hins vegar ekki því aö koma rabbíans táknar viss tímamót. Islendingar eru að skilja betur en áður nauösyn kaupmennskunnar, aö þaö er ekki framleiöslan sem skiptir höfuömáli heldur að til sé maður sem kann aö selj a vöruna. Sagan kennir okkur aö þær þjóöir hafa verið ríkar sem stunduöu kaup- mennsku. Þær þjóöir, sem lögöu slíkt af, uröu fátækar því aö hagnaður kaup- mannsins er gróöi samfélagsins svo að vitnað sé til oröa Tegners. I ágætu viðtali í Vikunni segir Ingjaldur Hannibalsson aö vanda skipasmíðastöðvanna eigi ekki aö leysa meö því aö smíöa skip. Þessar stöövar séu alhliða málmsmiöjur og þær eigi vitanlega að smíöa allt þaö sem kaupandi fáist aö. Þess vegna sé allt eins gott aö smiöjurnar geri eld- flaugar eins og skip. Og hann bætir því við aö menn eigi ekki aö líta til framleiðslunnar heldur sölunnar. Hún skipti alltaf mestu máli. Eg tek undir þaö hjá Ingjald' Hanni- balssyni aö iðnþróun á Islandi er kom- in undir því aö viö eignumst fleiri kaupmenn. Útflutningsfrelsi Þegar viðreisnarstjómin afnam innflutningshöft ætluöu ýmsir forsjár- menn aö ærast. Þaö birtust greinar dag eftir dag í Tímanum um nauösyn þess aö viðhalda jólaeplum og skömmtunarseðlum. Nú dettur ekki nokkrum manni í hug aö óska innflutn- ingshafta á ný. En þótt allir viöurkenni þann hagn- aö sem landið fékk af því aö gefa inn- flutningsverslunina frjálsa þá hefur mönnum reynst erfitt aö skilja að sömu rök hníga að því aö útflutnings- verslunin sé frjáls. Þaö er því mikið fagnaðarefni að Matthías A. Mathiesen hefur unnið markvisst aö því í ráðherratíð sinni að auka frelsi í verslunarmálunum — og einmitt þar sem þaö skiptir máli nú, í útflutningsversluninni. Þaö er ekki aö efa aö afturhalds- menn munu flytja langhunda um nauö- syn þess að samræma útflutninginn. Það veröa fluttar ræöur um atlögu Jóhönnu Tryggvadóttur aö SIF, óþjóö- hollum tilraunum manna viö aö selja kjöt fram hjá Sambandinu. Jafnvel munu einhverjir vekja upp gamla hug- mynd um einkasölu á grásleppuhrogn- um. En ráðherrann á að láta þessar ræöur eins og vind um eyru þjóta. Minnugur þess aö í Hafnarfirði hófst til virðingar einn fyrsti íslenski kaupmað- urinn á hann, aö treysta íslenskum kaupmönnum til þess aö selja íslenskar vörur á hæsta fáanlegu verði. Og þá mun renna upp sú tíð aö rabbínar veröi tíðir gestir í eina landi veraldarinnar sem gyöingar sjálfir telja aö aldrei hafi hýst mann af þeirri þjóö. Og Islendingar munu taka rabbínum kurteislega, — skeyta lítt um trúarlærdóma þeirra, en vita aö hverri heimsókn fylgir aukin sala á islenskum vörum og meira hagsæld fyrir fólkið í landinu. Kjallarahöf undar, athugið: Hafið greinamar stuttar Kjallarahöfundar eru beðnir að athuga að greinar þeirra séu ekki lengri en 600—700 orð eða sem svarar um tveimur vélrituðum A4 blöðum. DV áskilur sér rétt til að stytta eða hafna lengri greinum. -HH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.