Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Side 2
DV. PÖSTÖÓAGUR i&'Á'PHtListó. Forseti Íslands, Vigdis Finnbogadóttir, með finnsku forsetahjónunum, Mauno Koivisto og Teiiervo Koivisto, i kvöldverðarboði sem þau héldu tíl heiðurs forsetanum á miðviku- dagskvöld. DV-símamynd Loftur.. Forsetinn kannar hér heiðursvörð á f/ugve/linum í Helsinki í upphafi heimsóknarinnar. DV-mynd Loftur. Finnlandsheimsókn forsetans: Hver er rauðhærða konan sem fylgir forsetanum um allt? Frá Lofti Asgeirssyni, fréttamanni DV í Finnlandi: „Hver er þessi rauöhærða kona sem fylgir forsetanum ykknr um allt?” hafa nær allir finnsku frétta- mennimir spurt hér í opinberri heimsókn forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, í Finnlandi. Og óhætt er aö segja aö þeir hafi orðið örlítiö hissa þegar þeim hefur veriö sagt að þetta sé hárgreiðslu- hafa f innskir f réttamenn spurt kona forsetans. Heimsókn forsetans hefur vakiö óhemju athygli hér í Finnlandi. Fjöl- miölar hafa sagt mjög mikiö frá heimsókninni. Þegar í gærmorgun, á öörum degi heimsóknarinnar, var Vigdís á forsíöum allra blaöa hér. Það er líka altalaö aö Vigdís veki miklu meiri athygli en gengur og gerist er erlendir þjóöhöföingjar sækja Finnland heim. Dagskrá forsetans er þéttsetin. Vigdís skoöaöi þinghúsiö í Helsinki, Tempelplatskirkjuna, finnska þjóö- minjasafniö og Finlandiahúsið í gær- morgun. Hádegisverö sat hún síðan í boöi Helsinkiborgar. Síödegis opnaöi forsetinn meöal annars sýninguna „FORM ISLAND”. Og í gærkvöldi fór hún á leikritiö „Haxskogen” í Svenska Teatem í boöi finnsku forsetahjón- anna. Og þaö er í nógu aö snúast hjá for- setanum í dag. Vigdís flaug í morgun til Abo. Þar heimsótti hún dóm- kirkjuna og hádegisverö sat hún í boöi borgarstjórnarinnar í Abo. Eftir hádegiö flýgur hún til Álands- eyja. Þar skoðar hún meðal annars sjóminjasafn og safn um sögu Álandseyja. Til Helsinki verður áftur komiö síödegis. Forsetinn heldur svo í kvöld kvöld- veröarboö til heiöurs finnsku forseta- hjónunum í Hótel Fisartorpet þar sem forsetinn og fylgdarliö dvelur á meðan á heimsókninni stendur. Fjöldi frumvarpa óskast afgreiddur fyrir þinglok I dag er síöasti starfsdagur Alþingis fyrir páskaleyfi þingmanna sem væntanlega mun standa fram til 26. apríl. Þá veröa eftir þrjár vikur eða mánuður af þinghaldi fram aö þingslit- um. Stjórnarflokkarnir veröa því aö halda vel á spööunum ef takast á aö af- greiöa þau mál sem ríkisstjórnin vill aö nái fram að ganga. Af þessum sökum eru ráöherrar nú aö raða í forgangsröð þeim málum sem þeir vilja helst aö nái fram aö ganga. Þar er bæði um að ræða frum- vörp sem þegar hafa verið lögö fram og eru komin langt í afgreiöslu og eins frumvörp sem eru nú í smíðum og lögö veröa fram eftir páskaleyfi. Stjómarskrárfrumvarpiö um breyt- ingu á kjördæmaskipuninni veröur aö samþykkja óbreytt á yfirstandandi þingi ef þaö á aö ná fram aö ganga. Þar sem hér er um stjórnarskrár- breytingu að ræöa þarf frumvarpið aö samþykkjast á tveimur þingum í röð óbreytt. Samhliöa þessu frumvarpi verður samþykkt breyting á kosninga- lögum í samræmi viö þaö samkomulag sem náöist milli flokkanna í stjórnar-- skráraefnd á síðasta ári. Viöskiptaráöherra mun innan skamms leggja fram frumvaörp um Seðlabanka, viöskiptabanka og spari- sjóði sem hann óskar aö veröi sam- þykkt á þessu þingi. Einnig eru væntanleg frá hans hendi frumvörp um vexti og greiðslukort. Sjávarútvegsráöherra leggur áherslu á aö afgreidd veröi frumvörp um rikismat sjávarafuröa og Hafrann- Þrjár konur sitja nú á Alþingi sem varaþingmenn og eru því tólf konur á þingi. Mun kvenþjóðin ekki áður hafa haft jafnmarga fulltrúa á lög- gjafarsamkunduiuii. Af því tilefni fékk DV þennan fimmta hluta af þingheimi til aö stilla sér upp fyrir myndatöku. I aftari röö á myndinni eru, taliö frá vinstri: Kristín Kvaran, Banda- lagi jafnaðarmanna, Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, Jóhanna Sigurðardóttir, Alþýðuflokki, Kristín H. Tryggvadóttir, varaþingmaður Alþýðuflokksins, Valgeröur Sverris- dóttir, varaþingmaöur Framsóknar- flokksins, Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráöherra, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kvennalista og Salome Þorkelsdóttir, Sjálfstæöis- flokki. I fremri röð eru, taliö frá vinstri: Guörún Helgadóttir, Alþýöubandalagi, Svanfríöur Jónas- dóttir, varaþingmaður Alþýðubandalagsins, Kristín Hall- dórsdóttir, Kvennalista og Kolbrún Jónsdóttir, Bandalagi jafnaðar- manna. DV-mynd EO — mörgstjórnar- frumvörp munu komafram eftirpáskaleyfi sóknastofnun og einnig frumvarp um selveiöar sem er nýkomið fram. Iönaöarráöherra leggur áherslu á aö heimild til sölu hlutabréfa ríkisins í Iönaðarbankanum veröi samþykkt á yfirstandandi þingi. Frumvarp þess efnis er tilbúiö og er í skoöun hjá þing- flokkun stjórnarflokkanna. Þá leggur hann áherslu á að frumvarp um sölu Siglósíldar verði afgreitt og svo frum- vörp um einkaleyfi og vörumerki, Hitaveitu Suðurnesja, Iönlánasjóö og jöfnun húshitunarkostnaöar og orku- sparnaö. Þá mun hann væntanlega leggja fram á þessu þingi frumvarp umSementsverksmiðju ríkisins. Félagsmálaráöherra vill aö sam- þykkt veröi fyrir þinglok frumvörp um Húsnæöisstofnun ríkisins, um tekju- stofna sveitarfélaga, um húsaleigu- samninga, um rikisábyrgö á launum og um erföaf járskatt sem öll eru kom- in nokkuð á veg. Þá mun hann innan skamms leggja fram frumvarp um vinnumiölun sem felur í sér að tölvu- væöa allar upplýsingar um atvinnu- horfur og vinnutækifæri ásamt at- vinnuleysi á landinu öllu. Menntamálaráðherra setur forgangsröðun á útvarpslagafrum- varpið og samhliöa því frumvarp um höfundarréttarlög. Einnig leggur hún áherslu á aö ný grunnskólalög, breyt- ing á lögum um fjölbrautaskóla, sem lögfesta tilvist öldungadeilda, og frum- varp um skemmtanaskatt verði staö- fest á þessu þingi. OEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.