Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Blaðsíða 10
.{■861 JIíMA .fil HUOAOUTaö'í VO 10 DV. FÖSTUDAGUR13. APRtL 1984., Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Pólverjar eru byrjaðir að greiða af lánunum — en batinnerhægur og ástandið mjög viðkvæmt Texti: Gunnlaugur A. Jónsson Örlítið batamerki á efnahag Pólverja: Bann pólskra yfirvalda við því að krossar væru í opinberum skólum leiddi þegar í stað til mikilla mótmæla í landinu og er til marks um hve ástandið er viðkvæmt. geröu Pólverjar í staðinn viðskipti á Vesturlöndum og greiddu fýrir út í hönd með þeim erlenda gjaldeyri sem þeir áttu (og á því töpuðu þeir vissulega peningum). En nú hafa Pólverjar sem sé byrjaö að greiða vexti sína til banka á Vesturlöndum þar sem þeir vilja ekki tapa láns- traustinu. Gagnvart bönkum í London reyna því Pólverjar nú af öllum mætti að virka traustari viöskiptavinir en áður. En sókndjarfari stefnumörkun ríkisst jómarinnar þarf aö koma til ef takast á aö koma lagi á efnahag landsins. Vesturlöndin hafa hag af þvi að stöðugleiki komist á pólskt efnahagslíf en þau geta tæpast lofað að styðja við bakið á stjórn Jaru- zelskis ef hann innleiðir verðhækk- anir sem myndu stuðla að nýjum átökum heima fyrir. Stendur ekki á sama um almenningsálitiö Pólska stjómin hefur sýnt að henni stendur ekki alveg á sama um al- menningsálitiö. Fram að þessu hefur henni tekist að koma í veg fyrir mjög alvariega árekstra. Hún hækkaði verð ekki eins mikiö og réttlætanlegt var efnahagslega heldur lét staðar numiö við um það bil sex prósent. Sú staðreynd að ekki hefur enn orðið af neinum hinna stærri réttar- halda sem boöuð hafa verið gegn KOR og Einingu bendir til þess að stjómin vilji reyna að komast hjá enn frekari klofningi þjóðarinnar. En stundum koma andstæðurnar þó upp á yfirborðið. Það gerðist til dæmis nýverið í hinu svokallaöa krossastríði er yfirvöldin neituðu aö leyfa krossa í skólum og byggingum hins opinbera. Þaö leiddi fljótt til margvíslegra aðgerða gagnvart valdhöfunum. Hversu langt á kirkjan að ganga? Pólska kirkjan þarf líka að taka af- stöðu til flókins vandamáls. Hversu langt er rétt að ganga í mála- miðlunum gagnvart yfirvöldum í þeirri von að halda styrkleika kirkj- unnar sem gæti verið brotinn algjör- lega á bak aftur ef kæmi til beinna átaka? Sjálfur reynir Jaruzelski að feta vandrataöa millileið. Þannig leitast hann við að fjariægja þá sem eru mjög frjálslyndir eins og til dæmis Tadeusz Fiszbach sem áöur var flokksmaður í Gdansk en hefur nú verið settur í útlegð í eitthvert sendi- ráöanna. En jafnframt reynir Jaru- zelski aö koma í veg fýrir of mikil átök harðlínumannanna. Þó komið hafi fram nokkur innri gagnrýni á landsþinginu meöal annars frá Jaruzelski sjálfum þar sem hann varaði við því að menn yrðu „ölvun valdsins” að bráð, þá er ljóst að stjórn hans hefur bak við tjöldin leitast við að styrkja stöðu sína og bæla niöur alla andstööu. Lögreglan hefur framkvæmt fjöl- margar húsrannsóknir upp á síðkastiö og fengið til þess aukin völd. Skipuð var ný nefnd á vegum ríkisins í lok síðasta árs. Um þessar mundir eru gefin út um 400 neöanjaröarrit í Póllandi og þau eiga ekki bara rætur sínar að rekja til Einingar heldur fjölmargra flokka og fylkinga annarra. Þá hefur og verið skorin upp herör gegn ýmsum rithöfundum sem áöur voru látnir afskiptalausir. Má þar nefna gamansagnahöfundinn Marek Nowakowski sem skrifaö hafði skáldsagnasafn um ástandið á upp- gangstímum Einingar. Hann var handtekinn fyrir skömmu. Rithöfundar eins og Tadeusz Roze- wicz, Tadeusz Konwincki, Kazimierz Brandys, Zbigniew Herbert, Wiktor Worosylski og fleiri sem fram að þessu hafa getað lifað af tekjum af endurútgáfu gamalla verka sinna kunna að verða sviptir þeim möguleika. Pólverjar eru teknir að greiða <- vexti af bankalánum sem þeir hafa fengið á Vesturiöndum og aðeins bjartara er yfir efnahag landsins en áður. En stjórnvöld eiga nú við annað vandamál aö stríða. Það er flótti verkamanna úr Kommúnista- flokknum. Þeir eru þar þegar í minnihluta samtímis því sem herinn verður þar sífellt meira áberandi. Talið er að 90 prósent pólskra liðsfor- ingja séu félagar í flokknum. „Leysa efnahagskreppu landsins. Knýta aftur böndin við verkamanna- stéttina.” Þannig hljóðuðu tveir fyrstu liðirn- ir í átta liða stefnuskrá sem Jaruzelski hershöfðingi lagði fram á landsþingi pólska Kommúnista- flokksins í Varsjá 16.-18. mars síöastliöinn. Flótti verkamanna úr flokknum Fréttaskýrendur telja að annar liðurinn í stefnuskrá Jaruzelskis hafi verið settur fram af hreinni neyð. Þriðjungur flokksfélaganna er á bak og burt. Þeir hafa annaðhvort yfir- gefið flokkinn sjálfir eða verið útilok- aðir. Verkamenn eru nú í minnihluta í flokknum eða aðeins 39 prósent. Hins vegar hafa ítök hersins mjög aukistíflokknum. Fyrsti liöurinn, sem fól í sér það markmið að leysa efnahags- kreppuna í landinu, er allt annað en létt markmið jafnvel þótt stjórn nyti trausts fólksins í landinu. I fyrsta skipti í þrjú ár sýna framleiðslutölumar þó plús í staöinn fyrir mínus. En batinn er ekki mikill og verður að skoðast í því ljósi’ hversu hörmulega var komið fyrir pólsku efnahagslífi. Hrun varð eftir 1981 og núverandi staða er enn lengra undir því ástandi sem var 1975. Bandaríkin hafa látiö af bannaðgerðum sínum gegn Póllandi og Pólverjar eru á nýjan leik teknir aö greiða vexti af lánum þeim sem þeir hafa fengið á Vesturlöndum en um hríð greiddu Pólverjar ekki þessa vexti eins og kunnugt er. Bann Bandaríkjanna bitnaði á neytendunum Pólverjar segja að bann Banda- ríkjanna gagnvart Póllandi hafi ekki haft þau áhrif sem Bandaríkin hafi gert sér vonir um, þ.e. að skaða! pólska ríkið en ekki pólsku þjóðina. Raunin hafi nefnilega orðið sú aö það hafi fyrst og fremst verið pólskir neytendur sem hafi orðið fyrir barðinu á banni Bandaríkjanna, meöal annars vegna þess að framleiösla á matvörum dróst saman vegna þess að varahlutir i vélamar voru ekki til. Samkvæmt pólskum útreikningum varð Pólland fyrir 10,5 milljón dollara tapi vegna bannsins en þar er! því gjaman bætt við að Banda- ríkjunum hafi ekki tekist að brjóta pólsku stjómina pólitískt. Minna má á að Lech Walesa hvatti Bandaríkinj til að láta af þessari stefnu sinni. i Lánardrottnar Pólverja töpuðu Aörir sem töpuöu á þessum aðgerðum Bandaríkjanna vom lánardrottnar Pólverja á Vestur- löndum þar sem Pólverjar hættu bæði að greiða vexti og af borganir af lánum sínum árið 1982. Skuldir þeirra náðu árið 1983 samtals 27 milljörðum dollara. Á þessum árum Jaruzelski hershöföingi leitast við að feta vandrataðan meðalveg og ýtir þeim til hliðar sem eru annaðhvort of frjálslyndir eða of miklir harðlínu- menn. Lech Walesa hvatti Bandarikjamenn til að afnema bannið gegn Póllandi og Pólverjar telja að það hafi fyrst og fremst bitnað á pólskum neyt- endum og því ekki haft þau áhrif sem Bandarikjamenn gerðu sér vonir um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.