Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR13. APRlL 1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur MERCEDES BENZ UNIMOG, Finnsku kartöf lurnar: Ekki hætta á sýkingu Borið hefur á óánægju neytenda með finnsku kartöflurnar sem nú eru á neyt- endamarkaði. Á sumum þeirra sjást engar skemmdir þegar þær koma hingað til lands en skemmdirnar geta komið fram síðar — og þá kannski á díski neyt- andans. „Mér er sagt að þessi sjúkdómur fylgi hýðinu eða sjálfri kartöflunni alla tíð ef hann hefur á annað borð komist í hana. Af þessum sýktu finnsku kartöflum hafa ekki neinar kartöflur verið settar hér á neyslu- markað. Aðalatriðið tií að forðast sýkingu er að fólk setji ekki þessar og yfirleitt ekki erlendar kartöflur niöur. Best er að setja íslenskar ósýktar kartöflur niður,” sagði Gunnlaugur Bjömsson, forstjóri Grænmetisverslunarinnar, þegar DV spuröi hann hvort einhver hætta væri á sýkingu í kartöflum. Nýlega þurfti að kasta nokkru magni af finnskum kartöflum vegna þess að vart varð við bakteríusjúkdóm í þeim. 1 vetur hafa verið keyptar hingað til lands finnskar kartöflur og við hér á Neytendasíðunni höfum orðið vör við að neytendur hafa ekki verið fýllilega ánægðir með gæði þessara kartaflna. Guölaugur sagði að það væri yfir- leitt eitthvað um skemmdir í kartöfl- um á þessum tíma. Þær væru viökvæmar og þyldu illa geymslu og langa flutninga. Finnsku kartöflurnar, sem koma frá um rúmlega 170 framleiðendum, eru teknar úr vetrargeymslum þar og frá því líður um einn mánuður þar til þær eru komnar á disk neytenda hér á landi. Kartöflurnar eru teknar úr geymslunum í Finniandi og þegar þær koma hingað til landsins sjást engar skemmdir á þeim. En skemmdimar geta auðveldlega komið fram seinna vegna þess hversu viðkvæmar þær em. Gunnlaugur sagði einnig aö gert væri ráð fyrir aö finnsku kartöfl- urnar dygðu út næsta mánuö. Eftir, þann tíma kæmu líklega nýjar kartöflur á markaöinn hér frá Suður- Evrópu. Nú væri unnið að þvi að kanna hugsanleg kaup á kartöflum en ekki væri ákveðið enn hvaðan þær yrðu. -APH SPARIÐ 70% RAFORKU MEÐ BEKA HRAÐSUÐUPOTTI Gufusuða tryggir lágmarksfjörefna- tap. Minni kryddnotkun. Tvöfalt yfirþrýstingsöryggi. Lok læst undir þrýstingi. Vestur-þýsk gæðavara. 10 daga skilaréttur. Póstsendum. Verð: 3 I kr. 2830,- 6 I kr. 3655,- 4,51 kr. 3225,- 81 kr. 3940,- ASTRA SÍÐUMÚLA 32. - SÍMI 86544. Afmælistilboð í tilefni af 10 ára afmæli okkar blás- um viö á verðlagið og bjóðum nú vildarkjör á Rul-let heimilisfilmu. Þú færð 20 m en borgar fyrir 15 m, þú færð 40 m en borga fyrir 30 m. ATH. Rul-let heimilisfilma er viðurkennd til geymslu matvæla af heilbrigðiseftirliti eftirfarandi landa: Bandaríkin V-Þýskaland Noregur Svíþjóð Veljið það besta. PI.'isLos lií S* 8 26 55 ALLAR STÆRÐIR, TIL SÖLU. U-416 U-403 Til afgreiðslu á 2-3 vikum. U 416 72 90 hö. dísil, 6 cyl. U 403 7 0 54 hö. dísil, 4 cyl. Fleiri gerðir til afgreiðslu á um það bil mánuði. Nýr innflytjandi. Mjög gott verð. Upplýsingar í síma 687120 fyrir hádegi. KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR BYRJENDANÁMSKEIÐ eru að hefjast hjá Karatefélaginu Þórshamri. Kennt verður shotokan karate. Kennsla fer fram að Brautarholti 18, 4. hæð. Karate er alhliða líkamsrækt fyrir alla aldurshópa, kvenfólk jafnt og karla. Innritun og upplýsingar í símum 22225 og 16037. KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR. »> Mynstraðar teppaf lísar Ný tækni ESCO hefur þróað nýja, byltingarkennda tækni til að mynstra teppaflísar: Esco MicronR djúpþrykk- ingu. Fjöldi möguleika Esco MicronR tækninni má beita á grunnliti sex fiísategunda: . Escorima® , - Escomenda® - Escodara® - Escolon®- - Escolita® - Escorubi-28® Sérhver flís er fáanleg í minnst átta litum og fimmtán mynstrum. Ef þér hafið eitthvað sérstakt á prjónunum getur ESCO aukið við sköpunarmöguleikana og sérhannað yðar eigið mynstur. Allar Esco MicronR flísarnar standast ströngustu kröfur um endingu í atvinnuhúsnæði. BUFONG Simi 77220 kl. 10-12 og 16-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.