Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Side 12
12 DV. PÖSTUDÁGUR 13.APR1L1984. Útgáfulélag: FRJÁLS FÚÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLF.SSON. Af sláturgróða Framkvæmdastjóri og litgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B, SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. , Fréttastjdrar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglysingastjórar: PÁLL Sf EFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. v Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 1». Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Verð i lausasölu 22 kr. HelgarblaÖ25kr. 77/ háborinnarskammar Þrefiö um hið margfræga fjárlagagat er komið út í hreinar öfgar. Það er ekki einu sinni fyndið lengur. Enda- lausar yfirlýsingar fram og aftur, tillögur hér og tillögur þar, eru löngu farnar að ganga fram af fólki, sem hvorki skilur upp né niður í þessum farsa, sem nú hefur staöið látlaust yfir frá því í febrúar. Embættismenn leggja fram hugmyndir, sem þingflokkarnir fá ekki að kynna sér. Fjármálaráðherra leggur fram tillögur, sem fram- sóknarmenn geta ekki samþykkt. Forsætisráðherra reifar skoðanir sínar, sem hinir ráðherrarnir vísa á bug. Ýmist er sagt að eigi að spara, leggja nýja skatta á almenning eða fylla upp í f járlagagatið meö auknum er- lendum lántökum. En í hvert skipti sem tillaga kemur fram er henni jafnharðan hafnað. Þessi hringavitleysa er satt að segja hæstvirtri ríkis- stjórn til háborinnar skammar. I fyrstu var það hlægi- legt. Nú er það hneykslanlegt. Ef fjárlagagatið er jafnalvarlegt í efnahagslegum skilningi og af er látið, þá eiga ráðherrarnir og stjórnar- flokkarnir að manna sig upp í ákvarðanatöku í stað þess að velkjast með þennan vanda, kasta honum á milli sín og gefa þá mynd af ríkisstjóminni að hún viti ekki sitt rjúk- andi ráð. Það er ekkert einsdæmi á íslandi að menn uppgötvi að fjárlög standist ekki allar þær áætlanir, sem gerðar eru við afgreiðslu þeirra í þinginu. Gat upp á einn og hálfan milljarð króna er vanáætlun, sem ekki er meiri en marg- oft áður hefur komið í ljós. Munurinn er sá að núverandi f jármálaráðherra gerði það heyrumkunnugt í stað þess að fela það og ýta því á undan sér eins og fyrirrennarar hans hafa iðulega gert. Sú hreinskilni er virðingarverð. Hún gaf stjórnarandstöðunni tilefni til gagnrýni á f jár- lagaafgreiðslu þingsins, en var engu að síður heiðarleg viðleitni til að segja hlutina eins og þeir voru. Og það í tæka tíð. Undir eðlilegum kringumstæðum hefðu ráðherrar sest niður og fyllt upp í gatið eins og efni standa til. Há- stemmdar yfirlýsingar hafa verið gefnar út, bæði fyrir og eftir fjárlagaafgreiðsluna í desember, að nýir eða hækk- aðir skattar verði ekki lagðir á almenning. Nýgerðir kjarasamningar voru meðal annars undirskrifaðir á þeim forsendum. Jafn háttstemmdar heitstrengingar hafa verið gerðar um að ekki megi auka erlendar lántökur eða yfirdrátt í Seðlabanka. Slíkar lausnir eru gálgafrestir, sem kynda undir aukna verðbólgu. Þá var ekki nema eitt ráð eftir, og það var og er aö spara í útgjöldum. Eyða gatinu á fjárlögum með því að draga saman seglin, sem nemur því sem út af stendur á fjárlögum. Þessi leið er og í fullkomnu samræmi við loforð stjórn- arflokkanna um að draga úr ríkisrekstri. Þeir hafa sjálfir vísað veginn með orðum sínum og ummælum fyrir og eftir kosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar. Undansláttur frá þeirri stefnu er ekki traustvekjandi. Og þvælingur og þras fram og aftur í fjölmiðlum, þar sem hver talar upp í annan, er til þess eins að grafa enn frekar undan trausti og tilliti sem ríkisstjórnin þarf á að halda. Með vandræðagangi sínum á fjárlagagatinu er ríkis- stjórnin orðin að athlægi. Það er eins gott hún viti það. Ekkert nema hressilegur sparnaður í ríkisrekstrinum getur bjargað andliti hennar úr þessu. Það er enn hægt. ebs Nú aö undanförnu hefur farið fram nokkur umræöa um útflutning á lambakjöti, meöal annars á bænda- fundinum í Ydölum og svo auövitað í blööunum, því svo viröist sem annaö veifiö séu þúsundir tonna af óseldu sauöaketi til i landinu. En ef einhver vill selja kjöt, fyrir þokkalegt verð, miðað viö þá útflutningsprísa, er til þessa hafa þótt góðir, þá ber svo viö, aö skyndilega verður ekkert kjöt til í landinu. Því miður. Og þannig var þaö a.m.k. um daginn, þegar fyrir- tækið Ismat vildi selja kjöt til út- landa fyrir doilara, hundruð tonna. Reyndar má segja þaö sama um mjólkina. Það þekki ég af eigin reynslu, því hæðst var aö mér í blöð- unum, þegar ég sagöi að offram- leiösla væri á mjólk í Eyjafiröl Ekki dropi afgangs, sögöu þeir, en nú segir formaður Framleiðsluráðs landbúnaöarins hins vegarað um 4— 500 tonn af óseldum osti séu fyrir noröan, þannig aö svokallað ísmat viröist einnig vera lagt á mjólk, ef það hentar kerfinu. Launakostnaður og ket Meðal þeirra, sem rifist hafa um ket eru Starri í Garði, bóndi fyrir noröan, og Ingi Tryggvason, form. Stéttarsambands bænda. Þessi skrif hafa verið áhugaverö fyrir neytendur, eins hitt aö formaður Stéttarsambandsins skuli nú rita grein undir nafni, því yfirleitt skrif- ar Stéttarsambandiö, Búnaöarfélag Islands og Framleiösluráöiö í blööin undir dulnefninu Agnar Guönason. Þaö má margt af þessum skrifum ráöa, meðal annars, að þaö viröist ekki andskotalaust verk að selja út- lendingum lambaket, þó aö krónu- verð sem þeir greiöa á kíló virðist ekki vera hátt, eða kr. 34,90 (sbr. Tímann 4.-5. febr. 1984), kemur í ljós aö í raun og veru fæst ekkert fyrir þetta kjöt í alvörunni. Og þetta skeður á sama tíma og við sjáum lambakjöt, úrbeinaö, á kr. 340 til kr. 500 í stórmörkuðum á höfuöborgar- svæðinu, en súpuket kostar um 140 krónurkílóiö. Þaö verður því naumast annaö sagt, en aö þaö sé hagstæðara aö selja Islendingum ket, þar sem þeir borga fyrir þaö og boröa þaö, en þeg- ar flutt er út, þá borgar ríkissjóöur, en útlendingar boröa. Það sem annars kom mér til aö stinga niður penna er sú fullyröing Inga Tryggvasonar í Þjóöviljanum5. SÖLUFÉLAG AUSTUR-HÚNVETNINGA BLÖNDUÓSI FRYSTIHÚS 1979 Afurftir 1978 Afurftir 1979 GJÖLD: Vinnulaun viö vélagæslu . . . Ö.(W 1.675 4.800.180 Vinnulaun við annað 7.827.660 1.727.993 Rafmagn 15.824.033 7.470.418 Fatnaður 73.296 Ymiss kostnaður 806.567 237.213 Ammóníak 145.398 Samtals kr 32.563.231 14.381.202 TEKJUR: Frysting 30.069.954 42.613.921 Frysting, ýmsir 2.999.000 Geymsla, sauðfó 14.446.537 13.268.143 Gevmsla, hólf o.fl 2.496.847 Geymsla, stórgr. (áætlað).... 2.000.000 3.300.000 Samtals kr 46.516.491 64.677.911 Mtsmunur 64.249.969 kr. Kjallarinn JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÚFUNDUR apríl sl., aö ástæöan fyrir hinu hrika- lega verði á sauöaketi sé „slátur- og heildsölukostnaður” sem „aö lang- stærstum hluta (er) laun sem greidd eru samkvæmt gildandi kjara- samningum hverju sinni... ” „geymslugjald á aö standa undir kostnaöi vegna óseldra slátur- birgða.” I búnaöarritinu Frey 1980 er liðurinn „Laun og launatengd gjöld” þó aðeins talinn vera 27,6% af slátur- kostnaði dilkakjöts, sbr. ákvöröun sexmannanefndarinnar. Þetta þarf þvíaðskoðanánar. Svo viil til aö ég veit að þessi reikningur stenst nokkumveginn hér á suðurláglendinu, því sláturhús, sem ég hefi reikninga fyrir frá 1980 sýna aö launakostnaöur viö slátrun á 10.000 fjár varð þaö ár 80 milljónir króna (g.kr.), en annar rekstrar- kostnaður, er sexmannanefndin tekur meö nam 72 milljónum króna og er þó frágangur á gærum innifalinn. Hreinn ágóði af þessu sláturhúsi varö þaö áriö 150 milljónir króna. Og ef viö leggjum saman slát- urgróðann, launin og kostnaðinn, kemur í ljós aö laun og launatengd gjöldnema 26,5%. Hvaö geymslukostnaöinn varöar, þá er tal Inga Tryggvasonar um hann ekki beinlínis svaravert. Læt ég því nægja að sýna hvernig Sölufélag Austur-Húnvetninga fer að því aö græða 64 mflljónir á þvi að geyma ket sbr. hjálagðan reikning frá árinu 1979. (sjámynd) Sláturgróði 1983 Þótt viö Ingi Tryggvason séum tryggir framsóknarmenn báöir, hefir hann auövitaö betri aöstööu til ismats og til að sjá bókhald en ég. Þó reyndi ég aö afla mér sambærilegra talna fýrir áriö í ár (slátrun 1983), en tókst þaö því miöur ekki nema aö takmörkuöu leyti. Sölufélag A-Hún- vetninga tók þann kostinn áriö eftir (ólöglega), 1981, aö eiga ekkert frystihús á sérstökum reikningi. Bókhaldskúnst var þá komin í staöinn fyrir gróöa. En með orðinu „ólöglega” er hér átt við, að sex- mannanefndin á kröfu á sérreikningi fyrir frystihús. En hvaö þá um sláturhúsiö á suöurláglendinu? Það slátraði í ár 12—13 þúsund f jár. Laun og launa- tengd gjöld uröu þá um 1,9 milljónir króna. Kostnaöur ca 1,7 milljónir króna, en sláturgróði, eöa nettóhagnaöur nam 3,5 milljónum króna 1983, en þaö gjörir launa- kostnaðinn 26,7% Sláturkostnaöur hefur þvi oröiö um 288 krónur á hverja kind, en ég man nú ekki betur en aö stéttarsambandið hafi reiknað aö opinber sláturkostnaöur á kind á Islandi sé nú 600 krónur, rúmar, en þá er auðvitað reiknað meö fullum sláturgróöa. Betra að hugsa en fjárfesta Viö hljótum því að hafna kenningu inga Tryggvasonar um að laun samkvæmt gildandi kjarasamning- um hafi veruleg áhrif á búvöruverö til bænda, neytenda og þeirra sem fá kjöt gefins í útlöndum. Ástæðan er staönað kerfi, sem kann sér ekkert hóf í heimtufrekju og eyðslu. Og þaö eru ekki þeir neytendur heldur, sem eru aö skrifa i blööin, sem eru óvinir bænda. Bændur hafa nefnilega sjálfir kosið sér sina óvini, valiö sér þá í forystu og það skipulag sem þeir búa við. Og þaö er hættulegra framtíö bænda en greinar sem skrifaðar eru í blöðin og sagðar byggöará hatri. Bændur eiga á hinn bóginn ýmsa góöa leiki. Islenska lambakjötiö er til dæmis frábær afurð (yfirleitt) og íslenskar mjólkurvörur eru meö þeim bestu er ég þekki og hefi þó farið meira en um heiminn hálfan. Eini ókosturinn, umtalsverður, er þó kannske sá, aö öröugt virðist að halda smjöri hæfiiega mjúku, en það hefur nú tekist að bæta meö „smjörva”, en þá er 20% af jurtaolíu bætt í rjómann fyrir strokkun. Þannig eru af- urðimar frábærar — nema veröið. Þaö erdella. Á sama máta greinir hver maöur augljósa vankanta á fjárfestingu í vinnslustöðvum. Ef við tökum til dæmis slátrunina. Þá hafa aðeins þrjú ísl. sláturhús vinnsluleyf i á k jöti fyrir Bandaríkjamarkað. Sláturhús í Borgamesi, á Sauöárkróki og á Húsavík. | Olafur Sverrisson, kaupfélags- : stjóri í Borgamesi, hefur tjáð mér, | aö vandalaust væri aö slátra öflu fé á ' Vesturiandi í Borgamesi, með því aö lengja sláturtímann eitthvað. Dilkar . yröu aö vísu léttari fyrst á haustin og seinast, en meö reikningi má jafna þaö milli bænda — og stórhækkað skiiaverö fengist fyrir afuröirnar því hagkvæmninyrði meiri og söluhorfur betri. Eflaust má gjöra svipað á Sauðárkróki og á Húsavík. Það þarf því ekki aö fjárfesta, heldur hugsa; svoeinfalternú þaö. Um sláturgróöa ræöi ég ekki frekar hér. Þess þarf ekki. Hann er : úr sögunni, því hann hefur verið af- i hjúpaður og þjóöin hefur ekki ráð á að borga fyrir dellu, eftir að hún tók upp á því aö fara aö vinna fyrir sér sjálf. Það er því ekki spurningin um hvort, heldur hvenær. Allir sem vilja, vita aö þaö er örðugra aö rækta fé á freðmýrum og vondulandi en góöu landi, sólríku og grösugu, en á Islandi er þaö ekkert idýrara aö skera fé, eöa frysta, vinnuafl er ódýrt og orkuverðið lika. Landbúnaðurinn á því framtíð fyrir sér, þótt forystumenn bænda séu dáfltið lausir í hnakknum núum stundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.