Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1984, Síða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR13. APRtL 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur HEIMILISBÓKHALD DV SVEIFLUR A TÖLUNUM Sveiflur eru í bókhaldstölum febrúarménaðar hringinn í kringum landiö. Meðaltal í heimilisbókhaldinu hefur ýmist hækkað eða lækkaö á hin- um ýmsu stöðum samkvæmt niður- stööum innsendra upplýsingaseðla. Ef við förum einn hring i huganum og byrjum á Akranesi þá er meðaltal matarkostnaðar í febrúar 6,8% hærra þar en í janúar. í Stykkishólmi er það 23% hærra og á Hellissandi 14,4% hærra en í janúar. Á Isafirði er heldur betur hækkun eða 57,4% á mUli mán- aða. Tæplega 20% hækkun er á meðal- talinu á Blönduósi en um 14% lækkun á Hvammstanga. Meðaltal matarkostnaðar er um 10% hærra á Akureyri í febrúar en það var í janúar. Á Húsavík var lækkun en hún er innan við 1%. Á Egilsstöðum nemur hækkunin rúmlega 12% á milli tveggja síöustu uppgjörsmánaöa og rúmlega 4% á Eskifiröi. Á Neskaupstað er meöaltalið um 34% hærra í febrúar en það var í janúar. Meðaltalið á Nes- kaupstaö var ótrúlega lágt í janúar eöa 1.179 krónur á einstakling, í febrúar er þaö enn lágt eöa 1.587 krónur þó aö pró- sentuhækkunin sé há. Hærra meðaltal í Reykjavík Og við höldum áfram hringinn og staðnæmumst á Höfn í Homafirði þá hefur meöaltaliö þar svo til staðiö í stað. Við gerumst nú stórstíg og stað- næmumst næst á Hvolsvelli, þar er meöaltaliö 8,3% hærra í febrúar en það var í janúar. Á Hellu lækkaöi meðaltaliö örlítiö eöa innan viö eitt prósent. Á Self ossi er það um 4% hærra nú en mánuðinn á undan. 1 Grindavík, Sandgerði og Keflavík er meðaltalið lægra í febrúar en í janú- ar, á öllum þremur stöðunum, í Sand- gerði er lækkunin mest um 34%. Þá er komið að höfuðborgarsvæðinu. I Hafnarfirði er meðaltaliö 37% hærra í febrúar en í janúar, í Garöabæ 48,7% hærra, í Kópavogi 42,9% hærra og í Reykjavík 9,6% hærra. Skýringar óljósar Það eru greinilega sveiflur í bók- haldstölum febrúarmánaöar. Heildar- hækkun á landsmeðaltali á milli mán- aöa er 8,25% sem áður hefur veriö greint frá. Hvort fólk hefur dregið við sig í matarkaupum í janúar eftir jóla-, hátíðina og síðan bætt það upp í febrú- ar vitum viö ekki. En staðreynd er að færri dagar voru í febrúar en í janúar. I marsbyrjun kom búvöruhækkun sem kunnugt er svo reikna má meö tölu- verðri hækkun á heimilisbókhaldi í mars. En það furöa sig eflaust margir á hækkun á mat- og hreinlætisvörum, sérstaklega á höfuöborgarsvæðinu þar sem fyrir liggur að mörg hagstæð til- boð voru í verslunum og „verðstríö” hefur geisaö á milli sumra verslana. Skýringamar eru eflaust margar, ein til dæmis einfaldlega sú að meira hafi verið keypt til heimilanna í febrúar en í janúar. Úr bréfum En fátt virðist vera óskeikult í þessu máli og erfitt að finna skýringar. Þær verða bókhaldarar sem sundurliöa bókhald að finna hver hjá sér en fróð- legt væri aö fá frekari sundurliöun á matarinnkaupum með marsseðlunum. I einu bréfi sem kom með febrúarseðli segir: „Matarkostnaðurinn í febrúar var nokkru hærri en í janúar. Þó var enginn kjötmatur keyptur, bara gengiö á forða frystikistunnar.” Og í öðru en flestar hækka bréfi kemur fram að matariiðnum hafi verið reynt að halda niöri. . . „en ég býst við aö í mars veröi talan þó nokk- uö hærri. Þá þarf ég að kaupa sekkja- vörur og kjöt og það er alltaf keypt í stónun einingum.” -ÞG MEÐALTAL VIÐS VEGAR UM LANDIÐ Við birtum hér með töflu yfir meðaltalstölur frá nokkrum stöðum á landinu. Talan í fremri dálkinum er meðaltal febrúar og til samanburðar meðaltal í janúar. Á flestum stöðum á landinu hækkaði meðaltalið í febrúar, hvar skýringanna er að leita vitum við ekki. Það finnur hver bókhaldari við sundurliðun á sínu heimilisbókhaldi og hvort meira hefur verið keypt eða verðlagið hækkað þrátt fyrir tilboð og „verðstríð”. Staðir: Febrúar Janúar Kr. Kr. Akranes 2.277,- 1 2.133,- Akureyri 2.331,- 2.118,- Blönduós 2.499,- 2.090,- Djúpivogur 2.004,- 1.745,- Egilsstaðir 2.124,- 1.887,- Eyrarbakki 2.067,- 1.937,- Garðabær 2.552,- 1.716,- Grindavík 1.551,- 1.794,- Hafnarfjörður 2.713,- 1.980,- Hellissandur 2.933,- 2.564,- Húsavík 2.099,- 2.107,- Hvammstangi 2.470,- 2.876,- Hveragerði 1.784,- 1.955,- Höfn 1.738,- 1.795,- ísafjörður 3.870,- 2.458,- Keflavík 2.240,- 2.595,- Kópavogur 2.879,- 2.015,- Mosfellssv. 2.581,- 2.166,- Reykjavík 2.353,- 2.146,- Sandgerði 1.366,- 2.032,- Sauðárkrókur 2.134,- 2.564,- Selfoss 1.950,- 1.867,- Siglufjörður 1.826,- 1.353,- Skagaströnd 2.072,- 1.785,- Stokkseyri 2.656,- 2.506,- Stykkishólmur 3.288,- 2.673,- Vestmannaeyjar 2.104,- 2.242,- Vopnafjörður 2.450,- 2.271,- Þorlákshöfn 2,854,- 1.829,- UÓSIN k ALLAN SÓLARHRINGINN A Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til laga þar sem kveðið er á um að skylda ökumenn til þess að nota öku- ljós allan sólarhringinn. I fréttatilkynningu frá Umferðar- ráði segir að það sé margsannað að bilarsemaka meöfullum ljósumsjá- ist mún fyrr þó aö um hábjartan dag sé ekið. Að þessu geti ökumenn sjálf- ir komist með því að líta í baksýnis- spegilinn og sjá hversu vel bílar sjást, sem ekið er með fullum ljósum um bjartan dag. Þetta skiptir einnig miklu máli þegar ekið er framúr. Þaö kemur einnig að miklum not- um fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn að bílar séu meö full Ijós á öllum tímum sólarhringsins. Sérstaklega kemur það að gagni fyr- ir börn sem ekki hafa náð fullum sjónþroska, aldraða, sjónskerta og heymardaufa. Fyrir þessa hópa eru ljósin tákn þess að ökutæki nálgist. Frændur okkar Svíar hafa tekið upp skyldunotkun ökuljósa allan sólar- hringinn. Eftir að því var komið á þar í landi hafa rannsóknir leitt í ljós að slysum hef ur fækkaö verulega. I fréttatilkynningu Umferðarráös segir ennfremur að ef 85% bíla væri ekiö að staöaldri með f ullum ökuljós-. um allan sólarhringinn væri líklegt að slysum myndi fækka um 80—90 á ári og þar af gætu verið eitt til tvö banaslys. Áhrifaríkasta aðferðin til að fækka slysum er talin vera almenn notkun á bílbeltum og notkun ökuljósa hvernig sem viðrar eða hvemig sem birtuskilyrði eru. -APH Raddirneytenda: HÆTTUM NIÐURGREIÐSLUM OG AUKUM VERÐSKYNIÐ Kaupandi skrifar: Margt hefur veriö ritað og rætt um verðlagningu landbúnaðarafurða, niðurgreiöslur og styrki til þeirra og sýnist þar sitt hver jum. Nú hafa verðlagsyfirvöld lýst því yfir aö nauðsyn sé að efla verðskyn kaupenda á vörum í verslunum og þar á meðal á landbúnaðarafurðum. 1 þessu sambandi hafa verölagsyfirvöld gert og gefið út margar verökannanir í verslunum. Við samanburð á þeim, sem mjög er fróðlegur, kemur í ljós að verð á landbúnaöarafurðum er alls staðar svo til þaö sama. Astæðan fyrir því er föst verðlagning þeirra sam- kvæmt opinberum fyrirmælum. Inni í verðlagningunni er ákveöinn hluti niðurgreiðslur og uppbætur úr ríkis- sjóöi. A þessari verðlagningu er ekki að sjá að nokkurt tillit sé tekið til hag- kvæmni í verslun, verðið er það sama jafnt hjá stórri sem smárri verslun, sama hversu langt eða stutt þarf að flytja vöruna til seljanda. Þessi fasta verðlagning land- búnaðarafurða stríðir á móti yfirlýs- ingu verðlagsyfirvalda um eflingu verðskyns kaupanda, því hún falsar raunverulegt verð þessara vara. Kaupandinn greiðir í raun mun hærra verð fyrir þessar vörur en þaö sem hann greiöir við búöarborðið því hann greiöir í sköttum sínum til ríkis- sjóðs niðurgreiöslur á framleiðslu- vörum landbúnaöarins og síðan út- flutningsbætur. Ef raunverulega á að gefa kaupand- anum kost á að efla verðskyn sitt þá verður að hætta öllum niöurgreiðslum úr ríkissjóði til landbúnaöarfram- leiðslunnar. Þá fyrst geta kaupendur gert sér ljóst raunverulegt verð þess- ara afurða og haldið áfram aö kaupa þær ef það er hagkvæmt en annars leitaö annaö. Að hætta þessu myndi auk þess lækka skatta þegnanna og þar sem skattaherrarnir segja aö sköttum sé réttlátlega niður deilt þá mun skatta- lækkunin meö sömu ráttlátu niður- dreifingu koma landbúnaðinum einnig tilgóöa. V í R N JL. -12. MAÍ ÁSKRIFEN DAFERÐ OG (1TCO<VTIK Fjölskylduhótel kr. 15.900,- Lúxushótel kr. 18.400,- Innifalið: Beint flug og gisting — íslensk fararstjórn skoðunarferð um Vín og óperumiði. (TTCOVTI* FERÐASKRIFSTOFA. Iönaöarhúsinu Hallveigarstigl.Símar 28388 og 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.