Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRlL 1984. 13 Colgata? Garðgrafh ýsið. Hauskúpustaður við Garðgrafhýsið Frá einu horni garðsins getur að líta hæð sem í útliti minnir einna helst á hauskúpu. Af því telja menn hugsan- legt að nafnið „Golgata” þ.e. haus- kúpustaöur eða hausaskeljastaður sé dregið. Líkur benda til að fyrir neðan hæðina sé staðurinn þar sem Gyðingar grýttu þá sem brotlegir gerðust við lög þeirra. Krossfesting var rómverskur aftökumáti. Ekki er ósennilegt að til slikra athafna hafi Rómverjar valið staðinn þar sem Gyðingar líflétu saka- menn. Staður þessi var einnig hentugur til slíkra hluta, segja menn, þar eð hann var í alfaraleiö. Vegurinn til Jerikó lá þama um og. krossfestir sakamenn blöstu við vegfarendum sem víti til varnaðar. „Fyrirbyggjandi löggæsla” er það víst kallað í dag. Þegar litið er yfir þennan stað, sem einnig er sagöur vera Golgata, bregður manni vissulega í brún. Hér er aö sönnu ennþá nöturlegt um að litast og ennþá á margt fólk leið um ekki síður en um veginn til Jeríkó forð- um daga. Héma er nefnilega aðal- strætisvagnastöð austurbæjarins í Jerúsalem. Garðurinn En Gordon gamli og samverkamenn hans færðu fleira fram til að styðja kenningu sína að þessi staður geymi gröf Krists. Þess er getið í guðspjöllun- um að nálægt aftökustaönum hafi veriö garður. Hér hafa fundist stórir geymar neðanjaröar sem sýna að héma hefur verið olívugarður á dögum Krists og einnig hafa hér fundist leifar af vín- pressu sem sýnir að hér hafa verið ræktaðar vínberjaplöntur og víngerð veriöhérstunduð. Gröfin Gröfin, sem hér f annst, hef ur af fom- leifafræðingum verið talin gröf aðals- manns frá 1. öld e.Kr. Guðspjöllin gefa okkur nokkrar vís- bendingar um gröf Krists og er af mörgum talið að þær komi heim og saman við „Garðgrafhýsiö”. 1. Hún var nærri aftökustaðnum. (Jóh. 19:42) 2. Hún var í garði, var höggvin í klett og gröf ríks manns. (Matt. 27:60) 3. Lærisveinarnir gátu séð inn í gröf- inaaðutan. (Jóh.20:5) 4. Gröfinni var lokað með rennisteini. (Matt. 27:60) 5. Fyrir framan var herbergi þar sem nokkrar manneskjur gátu staöið. (Lúk. 24:1-4) 6. Þetta var ný gröf, en siður var að nota grafimar aftur eftir vissan árafjölda. (Jóh. 19:41) Kristnar minjar Nokkrar fornar, kristnar minjar eru við gröfina í garðinum og sýna þær að þetta hefur fyrr á öldum veriö helgur staður. Inni í grafhýsinu er kross á vegg og framan á gröfina er meitluö mynd af akkeri sem er fornt merki kristni. Fyrir framan gröfina eru leifar af byggingu, hugsanlega kirkju, og á steingólfinu sést far sem taliö er eftir skirnarlaug. „Heilagir blettir" Þótt kirkja hinar heilögu grafar hafi um aldaraðir verið talin standa þar sem gröf Krists var er því augljóslega annar staður sem e.t.v. hefur að geyma gröfina. Hér fer eins og svo oft erviðfetumá söguslóðir Biblíunnar í landinu helga. Einungis er hægt að vitna til þess. sem kirkjuhefðir segja en ekki er hægt að benda á ákveðinn blett og segja með fullrivissu: „Hérgeröistþað.” Ef svo væri þá vofði sú hætta líka ávallt yfir að viö færum að vegsama staöina en ekki Krist sjálfan og boð- skap hans. „Hann er ekki hér, — Hann er upprisinn" Og þegar rætt er um gröf Krists þá má ekki það mikilvægasta gleymast. Það er ekki hvar hún var heldur að gröfin varTOM!! Sá atburður, sem gerðist í garði Jósefs frá Arímaþeu, var að sönnu stórbrotinn. Fréttin, sem þaðan barst um gjörvalla plánetuna, var fagnaöar- • boðskapur til mannkyns. Það var boð- skapur páskanna: „Hann er ekki hér, — hann er upprisinn.” Jerúsalem — apríl 1984. Steinunn A. Björnsdóttir stundar nám í grísku á Kýpur. Grein þessa skrifaöi húu á fcrðalagi i tsrael. ilCaita súkkulaðikexið hefur kitlað bragðlauka íslenskra súkkulaðikexunnenda áratugum saman. En Malta hefur uaxið með árunum og nú er suo komið að harðir Maltaaðdáendur þurfa ekki að láta sér nægja uenjulegt Malta. Það er sem sagt komið á markaðinn stórt og stæðilegt Malta. Os þá hlaut líka að koma að þuí að Maltafjölgaði sér. Litli Maltabitinn er yngsti meðlimur fjölskyldunnar. Hann hefur erft alla góðu eiginleikana frá foreldrum sínum og stendur þeim huergi að baki, nema huað hann er ósköp lítill. Hann er meira að segja suo lítill að honum er pakkað ípoka með 19 öðrum systkinum sínum og seldur fyrir slikk. Maltafjölskyldan er ættuð frá Síríus og náskyld Nóa! \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.