Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Síða 14
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.
Í3VIKMI 'aC
í FARARBRODDI If .
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
(9D-27022
Og fyrir þá sem helst vilja
vera heima og skoða sitt
eigið land bjóðum við upp á
úrvalsbílinn Toyota
Tercel 4WD.
Þeir sem senda seðlana núna
eru líka með þegar dregið
verður um hann, ef þeir eru
skuldlausir áskrifendur.
SUMIR HAFA HEPPIMIIMA
MEÐ SÉR.
HVERS VEGNA EKKI ÞÚ?
MISSTU EKKI AF TÆKIFÆRINU!
I Myndi
deyja
fullu
Sem Edward fíyder i Brideshead fíevisited.
„Hver einasti maöur sem ég þekki er
annaöhvort oröinn heymarlaus, blind-
ur eöa klikkaður,” sagöi sör John Giel-
gud er hann hugsaði til áttræðis-
afmælisins sem var á laugardag, 14.
apríl.
Hann er beinn í baki, r jóöur í kinnum
og hvorki heyrnarlaus, blindur né
klikkaður.
Eftir næstum því sextíu ár á toppn-
um sem frægasti Hamlet aldarinnar og
hafandi nýlega unniö óskar fyrir hlut-
verk sitt í kvikmyndinni Arthur er
þessi aölaöi breski leikari i prýöisþjálf-
un. Hann vinnur reglulega í kvikmynd-
um og sjónvarpi og vonast til aö snúa
aftur á sviöið eftir sex ára hlé.
,Jín ég held aö þaö sé ekki til neins
aö fara nema það sé eitthvað sem mér
finnist ég geti gert verulega betur en
nokkur annar,” segir hann. Þjóðleik-
húsið bauö mér Beðið eftir Godot en
mér hefur aldrei tekist að komast í
samband viö Beckett. Eg gleymi því
aldrei þegar ég sá þetta verk í
Criterion leikhúsinu. Það var svo
niðurdrepandi. Fólk gekk um í hléinu
eins og þaö hefði verið iostiö af plág-
unni.”
Gielgud réö sör Alec Guinnes og sör
Ralph Richardson 1952 frá því aö leika
í þessu verki sem er eftir nóbelskáldið
Samuel Beckett og er hyllt af mörgum
sem meistaraverk nútímaleikritunar.
Leiklist í blóðinu
John Gielgud fæddist 1904 og það má
segja aö hann hafi leiklistina i blóöinu.
Langamma hans í föðurætt var fræg
leikkona í Póllandi og Ellen Terry sem
er frænka hans í móöurætt var lengi
aðalkvenleikari á móti hinum fræga
Henry Irving á Viktoríutímabilinu.
Gielgud viðurkennir að hann hafi
gamaldags viöhorf til leikhússins.
„Eg býst viö því að ég sé mjög gam-
all, rómantískur og aöhyllist lífsflótta.
Mér líkar góö saga og góður leikur og
einhver dramatísk átök,” sagöi hann í
viötali.
,,Eg skil ekki hvers vegna stefnan í
dag er sú aö losa sig viö þá hluti sem
mér viröast aðlaöandi eins og sviös-
tjöldin, ljósin og tækifæriö til aö
komast inn í líf annarra.
Hann hefur alltaf langaö til aö vinna
viö leikhús. Fyrst langaöi hann þó til
að veröa leikmyndahönnuður. „En ég
haföi nokkra hæfileika sem leikari og
svo varð ég mjög einbeittur því mig
langaði til aö slá í gegn. Mig langaði til
að verða stjama. Hugmyndin að vera
með nafnið sitt ritaö ljósastöfum á
Shaftesbury Avenue varö alger þrá-
hyggja.
Hann var 21 árs gamall þegar hann
sló í gegn sem höfundur í leikriti Noel
Cowards sem heitir The Vortex. Síðan
þá hefur hann verið í fremstu röö um
allan heim. Hann lék Hamlet fyrst 1929
í Old Vic og fór aö geta sér gott orð
sem Shakespeare leikari. Hann deildi
hlutverkum Mercutio og Romeo meö
Laurence Olivier í eigin uppfærslu á
Rómeó og Júlíu og um 1939 hafði hann
leikiö öll helstu Shakespeare hlutverk
sem hann haföi haft hug á. Margir
álíta hann vera besta túlkanda texta
Shakespeares í sögu bresks leikhúss.
Hann lýsir tækni sinni samt sem mjög
hirðuleysislegri.
,,Eg les leikrit þrisvar eöa fjórum
sinnum og reyni aö finna andrúmsloft-
iö eins vel og ég get. Eg reyni alltaf aö
vinna út frá tilfinningunni og sjá hvaö
ég get unnið út frá sjálfum mér,” segir
hann.
Gielgud var aölaður 1953. En á miöj-
um þeim áratug, meö tilkomu reiöu,
ungu mannanna, rithöfunda úr verka-
lýðsstétt, eins og John Osbome og
Arnold Wesker, fannst mörgum hann
vera gamaldags.
Reiðu, ungu mennirnir
„Leikhúsheföin vakti svo mikinn
áhuga minn aö ég lét frekar undan. Eg
.nní.i'. ugjftt \sena unaii .-niuísA timiDíiv.inAjvs i IJbixA