Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1984, Side 19
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984. Jessica Lange átti stjörnuleik í hlutverki Frances Farmer, stúlkunnar sem vildi vera sjálfstæö en var úrskurðuð geðveik. Amy Irving og Barbra Streisand leika hjón í kvikmyndinni Yentl sem síðarnefnda leikkonan leikstýrði og framleiddi. DÍS | DRÆSA hringinn meö þvi að sækja námskeið í bókmenntum hjá nokkuð drykk- felldum háskólakennara. Og þó kennslan sc bæði upp ug ofan að gæð- um opnast augun á Ritu. Þess má ileta að Walters fékk tilnefningu ti! óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í hlutverki hárgreiðsludömunn- ar. Lena (IsabelleHuppert) og Hadeleine (Miou-Miou) snyrta sig í kvikmynd Diane Kury, CoupdeFoudre. Aldagamlar hugmyndir um konur ganga aftur í kvikmyndum þó nú megi finna fleiri dæmi en áður um myndir sem fjalla um kvenfólk af skyn- samlegu viti Er konan dýrlingur eða dræsa eða jafnvel sitt lítið af hvorri tegundinni? Einhver kynni nú að ætla að menn væru orðnir leið- ir á þessari aldagömlu spurningu og hugmynda- fræðinni, sem að baki býr, en sú virðist hreint ekki raunin þegar litið er á titla ýmissa nýrra kvik- mynda báðum megin Atlantshafsins. Og nú er ég ekki að tala um þriðja flokks bláleitar myndir sem löngum hafa byggt efnisþráð sinn á þeirri hugmynd að sakleysisleg- ustu húsmæður geti á skammri stundu hent frá sér skúringatuskunni, svipt frá sér Hagkaups- sloppnum, afhjúpað bik- svört nærklæðin og tekið að tæla til sín mjólkur- pósta og pípulagninga- menn jöfnum höndum. Vestur í Ameríku er nýlega tekið að sýna kvikmynd sem ber titilinn Angel. Aðalpersónan er ósköp sæt menntaskólastúlka, dúx í öðru hverju fagi, en eins og það sé ekki nóg, þá eyðir hún sínum Örfáu en þónokkuö góðu frístundum sem mella í Hollywood. Nýjastá mynd þýska kvikmyndagerðarmannsins Roberts Van Ackeren, sem á íslensku gæti heitið Kona á glóðum, fjallar um undurfagra stúlku sem stundar háskólanám, en finnur að það á ekki alls kostar við hana, og snýr sér því að vændi. Og viti menn, það er einmitt hennar fag. Snákurinn sneri á veika kynið Hugmyndir um viðsjárvert eðli kvenna eru hreint ekki nýtilkomnar og þaö ætlar ekki að verða auðveldur leikur aö kveöa þær niður. Mestrar hylli nutu þær á 16. og 17. öld þegar andlegir jafnt sem veraldlegir höfðingjar töldu galdraeðlið krauma í öðrum hverjum kvenmanni. Konan var auövitað veikara kynið, ófull- komin í andanum, jarðbundin og holdlega sinnuð og mun líklegri en nokkur karl til að leggjast með djöfl- inum. Og auðvitað var þess aö minn- ast að það var hún sem snákurinn gat platað, sem aftur leiddi til þess aö Adam heitnum varð hált á epla- átinu. Forsenda þess aö kvenmaður héldi Sig á strikinu og brygði ekki út af réttri braut hefur löngum verið álitin sú að hún fylgdi karlmanni, sem hefði á henni nokkurt taumhald. Ungar konur, ógiftar og sjálfstæðar, voru því líklegar til ailskonar lymskuverka og þó ekki síður gaml- ar kerlingar, sem ekki hirtu of mikið um samfélag við náungann, heldur kusu að búa einar. Meintar nornir áttu auðvitað að búa yfir verstu hvötum manna og gjörspillt kynlif var þeirra sérgrein. Þetta gilti fyrir fjórum öldum og virðist gera það enn, taki menn mið af ýmsum kvik- myndum. Ungar menntakonur eru í raun örgustu dræsur og húsmæð- urnar, sem líta má á sem einsetukon- ur að deginum, leggjast í hvers kyns ólifnað um leið og eiginmaðurinn er genginn út úr dyrunum. (Næsta skrefið væri auðvitað að þær létu púka sjá um heimilisverkin svona líkt og Sæmundur forðum, á meðan þær táldraga fyrsta rafvirkjann sem kemurísjónmál.) Misvel heppnaður myndir um konur Það sem gerir fyrmefndar kvik- myndir svo ógn gamaldags og hjá- kátlegar eru ekki bara elliærar hug- myndirnar á bak við söguþráðinn, heldur einnig sú staðreynd að æ fleiri kvikmyndir fjalla um konur af skyn- samlegu viti. Rétt er að minna á snilldarverk á borð við Systumar eftir Margarete Von Trotta og kvik- myndir eins og An Unmarried Woman, Julia og Frances. Af nýjum athyglisverðum kvik- myndum með konur í aðalhlutverk- um má nefna Terms of Endearment og Silkwood, en um báðar þessar myndir hefur þegar verið fjallaö á kvikmyndasíðu DV. Nýjasta kvik- mynd Börbru Streisand, Yentl, segir frá ungri gyðingastúlku sem sættir sig ekki við hlutverk sitt í stirðnuðu samfélagi í Austur-Evrópu kringum síðustu aldamót. Því miður virðist sú mynd einkum fjalla um ágæti stór- stjörnunnar Streisand sem bæði leik- stýrir og leikur aðalhlutverkið í myndinni. Höfundur bókarinnar Yentl, sem myndin byggir á, Isaac Bashevis Singer, hefur lika skrifað grein um meðferðina á hugverki sínu og fer háöulegum orðum um framtak Streisands. Betur heppnuð en Yentl er kvik- myndin Educating Rita, með Julie Walters og Michael Cain í aðalhlut- verkum. Julie leikur hárgreiðslu- konu sem hyggst víkka sjóndeildar- Frískleg mynd um þreytt þema Um’nokkurra ára skeiö hafa hellst yfir heiminn svo margar bækur og kvikmyndir um frelsisbaráttu kvenna undan oki karlmannsins að mörgum, líklega þó einkum Norður- Evrópubúum, hrýs nú orðið hugur við enn einu verki um þetta efni. Þó hefur franska kvikmyndaleik- stjóranum Diane Kurys tekist að gera athyglisverða kvikmynd með þessu þvælda þema og ber hún heitið Coup de Foudre. Isabelle Huppert og Miou-Miou fara meö aðalhlutverkin, leika ungar konur sem á fimmta og sjötta áratugnum láta hvorki eigin- menn né böm hafa áhrif á nána vináttu sína. Slík vinátta er líklega miklu fátíðari en sú sem helst á sam- eiginlegum vinnustað eða á skólaár- unum. Lena (Isabelle Huppert) er belgískur gyðingur. Hún giftist til- finningalitlum sóða sem bjargaði henni úr útrýmingarbúðum nasista á stríðsárunum. Madeleine (Miou- Miou) leikur á hinn bóginn laglega listakonu sem býr við myndarlegan leikara i ástlausu hjónabandi. Eigin- mennirnir eru á alla kanta litlausari persónur en eiginkonur þeirra en þó á engan hátt ógeðfelldir menn. Myndin fjallar svo um samhjálp kvennanna í örðuleikum sem þær mæta á tólf ára tímabili og einnig um það hvernig franskt þjóðfélag tekur breytingum sem náðu hámarki sínu í uppreisnunum 1968, sextán árum eftir að síðustu atburðir Coup de Foudre gerast. Með síðustu mynd sinni þykir Diane Kury hafa sannað að hún er komin í hóp fremstu kvik- myndaleikstjóra í heiminum í dag. -SKJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.