Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1984, Page 4
4
DV: FIMMTUD'AGUK 3C'MATI984.'’
HÚLLUMHÆ
HJÁ HEKLU
—50 ára afmælishóf á morgun
ogsýningumhelgina
Hátt á sjöunda hundrað manna
afmælisveisla verður haldin í húsa-
kynnum Heklu hf. við Laugaveg á
morgun, 4. maí. Það er fyrirtækið
sjálft sem á afmæli, er oröiö fimmtíu
ára. Um helgina verður fyrirtækið svo
kynnt almenningi.
Veislan á morgun hefst klukkan
fimm síðdegis. Þetta er opinbert
afmælishóf fyrirtækisins og hefst það
meö lúðrablæstri Hornaflokks Kópa-
vogs. I afmælið mæta fulltrúar Heklu
frá flestum umbjóðendum fyrirtækis-
ins erlendis, auk margra innlendra
viðskiptamanna fyrirtækisins.
Afmælisdagskráin um helgina hefst
síöan klukkan tíu á laugardag er fyrir-
tækið verður sýnt almenningi. Stendur
sú sýning yfir til klukkan fimm
síðdegis. Það sama verður uppi á
teningnum á sunnudag.
Þaö eru ekki aðeins húsakynnin sem
verða sýnd. Þær vörur og tæki, sem
Hekla selur, verða einnig kynnt. Þá
veröa gamlir gripir til sýnis, Volks-
wagen bjalla frá árinu 1948 og Land
Bover frá 1948, en það ár var fyrsti
Land Roverinn framleiddur.
Ymis skemmtiatriöi verða einnig á
dagskrá, svosembreakdans, Steiniog
Olli, lögreglukórinn syngur og ýmis-
legt fleira ber fyrir augu gesta.
Starfsmenn Heklu hf. munu kynna
fyrirtækiö og hafa þeir ákveðið að gefa
alla vinnu sína þessa afmælishelgi.
Hjá Heklu starfa 115 manns og er
meðalstarfsaldur hvers starfsmanns
tæplega tíu ár. Forstjóri er Ingimund-
urSigfússon.
-JGH
Bílastæðin við Egilsstaðaf lugvöll ótrygg:
BENSÍNÞJÓFNAÐIR
MJÖG ALGENGIR
,,Það er hægt að segja að bensín-
þjófnaöir séu algengir á bílastæðinu,
ég hef fengið spurnir af þó nokkrum
tiivikum og örugglega ekki öllum,”
sagði Bjöm Halldórsson lögregluvarð-
stjóri á Egilsstööum í samtali við DV
er við spuröum hann um bensín-
þjófnaði af bílastæðinu við Egils-
staðaflugvöll en þar geyma menn oft
bíla sína er þeii' þurfa aö fljúga til
• Reykjavíkur. I mörgum tilfellum eru
bílamir svo bensínlausir er eigendur
þeirra koma aftur og ætla að aka í
burtu.
Björn sagði aö þetta væri plága þar
um slóðir, þjófnaðir af þessu tagi væru
einnig stundaöir inni í bænum en ekki
bara á flugvaliarstæðinu og einnig
væri nokkuð um aö dekkjum og vara-
dekkjum væri stoliö.
Hvað varðaöi aðgeröir lögreglunnar
á Egilsstööum gegn þessu sagöi Björn
að viðkomandi bílastæði væri hvorki
upplýst né vaktað og hefði hann gert
athugasemdir vegna þess við forráöa-
menn flugvallarins. „Við höfum alltaf
fylgst með allri umferð á svæðinu og ef
við sjáum bíla þar á ferli eftir aö flug-
vellinum hefur verið lokaö á kvöldin
athugum við það en það mundi hjálpa
okkur ef svæðiö væri upplýst,” sagði
hann og bætti því við aö við núverandi
aöstæður væri veriö að bjóða upp á
þetta vandamál.
Rúnar Pálsson, umdæmisstjóri
Flugleiða á Egilsstöðum, sagði í sam-
tali við DV ekki telja vandann meiri en
gengur og gerist annars staðar en hvað
varðaði lýsingu á bílastæðinu sagöi
hann að þaö mál væri á könnu Flug-
málastjórnar og mundi hann ræöa um
það viö Flugmálastjóm að lýsingunni
yrðikomiðupp.
-FRI
Fiugustönginni sveiflað, en silungurinn var trcgur að taka, sama hvaöa fluga var í boði.
Elliðavatn opnað:
Vabiiö kalt ennþá
— lítil f luga og f áir f iskar veiddust, en margir renndu
Veiöimenn á öllum aldri voru við
vatnið.
DV-myndirG. Bender.
Það er viss spenna þegar
Elliðavatniö er opnað fyrir stanga-
veiði á hverju vori, enda hópast
veiðimenn upp eftir til að renna. Þeir
eru í tugum og á öllum aldri. Menn
ræddu veiðihorfur og var að heyra á
mönnum aö vatnið væri of kalt og
líka vantaði alveg fluguna. En margt
var samt prófað til aö ginna fiskana,
sem komnir voru aö, svo sem
maðkar, flugur, spúnar og laxa-
hrogn. En það hlýnar vonandi næstu
daga og fiskurinn kemur
væntanlega. Veðurfar var mjög gott
fyrsta daginn sem vatniö var opið,
en sólina vantaði, en stanga-
veiðimenn undu glaðir við sitt í von
um að sá stóri kæmi. Einn urriði
VEIÐIVON
GunnarBender
hafði fengist er við yf irgáfum vatnið.
Veiðiieyfi eru seld á Vatnsenda,
Elliðavatni og Gunnarshólma. A
sömu stöðum geta unglingar, 12—16
ára, og ellilífeyrisþegar úr Reykja-
vík og Kópavogi fengiö afhent
veiðileyfi án greiðslu. Veiöileyfi fyrir
aðra kosta 250 kr., allur dagurinn, og
150 kr., hálfur. Hægt er að kaupa
sumarkort, sem gildir fyrir sumarið,
og kostar það 2000 kr. Má þá renna
hvenærsemer. -G.Bender.
Tvær DC-8 þotur Flugleiöa seldar
Stjórn Flugleiða ákvað á fundi sín-
um í gær að selja bandarísku flug-
félagi tvær DC-8 þotur, TF-FLB og
TF-FLE. Söluverðiö hefur ekki feng-
ist uppgefið en samkvæmt heimild-
um DV mun það nema um fimm
milljónum Bandaríkjadala fyrir
hvora véL
Kaupandinn er fraktflugfélag,
American Parcel Service. TF—FLE.
sem undanfarin ár hefur verið í
fraktflugi í Saudi-Arabiu, veröur
afhent í byrjun ágústmánaöar næst-
komandi. TF-FLB, sem er í
áætlunarflugi á Norður-Atlantshafs-
leiöinni, verðurafhent í október.
Flugleiðir hafa á leigu tvær DC-8
þotur sem áður voru í rekstri hjá hol-
ienska félaginu KLM. Flugleiðir
hafa forkaupsrétt að þessum þotum.
Liklegt er aö félagiö nýti sér hann og
kaupi hvora þotu fyrir 2,5 milljónír
dala eöa alls fimm milljónir dala.
Mismunur af þessum flugvélaviö-
skiptum myndi þá nema fimm
milijónum dala, eða um 150 milljón-
um íslenskra króna, Flugleiöum í
hag.
Þoturnar, sem seldar verða,
henta betur tO fraktflutninga en
KLM-þoturnar. Mismunur er einnig
á afkastagetu þotnanna. Hámarks-
lendingarþungi TF-FLB og FLE er
til dæmis 275 þúsund pund meöan
hámarkslendingarþungi KLM-þotn-
anna er 258 þúsund pund.
Aö sögn Sæmundar Guðvinssonar
blaðafulltrúa hefur eftirspurn eftir
notuðum þotum verið mikil aö
undanförnu. Verðið hefur því fariö
hækkandi.
KMU.
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Eftir því sem velmegun manna
hefur aukist og hver kynslóöin af
annarri fellur fyrir þeirri freistingu
að éta á sig gat hefur aukakilóunum
á mannkyninu fjölgað jafnt og þétt.
Sumir éta kvölds og morgna og milli
mála og kalla það matarlyst. Aðrir
éta af einfaldri græðgi og svo er
þriðji hópurinn sem étur af því aö
hann er svangur. Af honum þarf að
hafa minnstar áhyggjur enda verða
menn ekki feitir af svengd né heldur
af þvi að metta hana. Aukakilóin
hlaðast á þá sem kunna sér ekki hóf
og hefur margur mathákurinn orðið
fyrir þeirri lífsreynslu að standa á
blístri löngu áður en diskurinn er
tæmdur. En hann hefur étið samt og
tæmt sinn skammt. Ef til vill stafar
slík matargræðgi af uppeldi sem
gekk út á það að troða i mann
matnum með áminningu um fátæku
börnin i Kina og þeim landskunna
borðsið: einn fyrir pabba, eina fyrir
mömmu. Sú kynslóð sem ólst upp við
það að öll börn í Kina syltu heilu
hungri má auðvitað ekki til þess vita
að leifa mat. Svo getur önnur skýring
verið sú að dýr og kostnaðarsamur
matur hafi kennt mönnum aö éta það
sem á borð er boriö. Þeir tima sem*
sagt ekki að henda mat sem á annaö
borð hefur verið keyptur og eldaður.
Sú hagsýni er góö og gUd ef ekki væri;
fyrir þá sök aö sá hinn sami drepst*
venjulega fyrir aldur fram af því aði
hann er búinn að éta matarskammt-l
inn á miðjum aldri sem eUa heföi;
dugaö honum fram á eUiár. i
öll hefur sú offita, sem hrjáðir
menn hafa safnaö á sig, ýmist af
tillitssemi við fátæku börnin í Kína
eða matarlaukana í sjálfum sér,
orðið til þess að læknavísindin hafa
gengið í þjónustu fituhlunkanna.
Auglýstir hafa verið matarkúrar og
megrunarfæða að læknisráði og
heUar vísindagreinar eru skrifaðar
feita fólkinu til aðstoðar.
Megrunarklúbbar hafa sprottið
upp og ævintýralegar sögur eru
sagðar af frábærum árangri meðlima
sem breyst hafa úr risastórum kjöt-
fjöUum í tágranna horgemlinga.
Einhvern veginn er það þó svo að
megrunartilraunir þessar vUja end-
ast illa, enda er léttara að losa sig viö
aukakUó heldur en matarlyst.
ÁtvögUn eru ekki fyrr sloppin úr
matarkúrnum en þau taka sig til að
nýju og belgja sig út af svínfeitu
dUkakjöti og öUum þeim forboðna Niðurstaðan hefur orðið sú að
osóma sem borinn er á borð á mat- læknar hafa staðið ráðþrota frammi
málstímum. fyrir þessu nýstárlega böU sem ofát
hefur í för með sér. Verður að segja
þeim til vorkunnar að sjúkdómurinn
hefur verið óþekktur til skamms
tíma, enda vandamáUð fyrr á öldum
snúist um það að verða sér úti um
fæöu en ekki hitt að bægja henni frá
sér. Þætti forfeðrum okkar eflaust
kyndugt tU þess að vita að nútíma-
kynslóðin væri aö drepa sig úr ofáti í
stað þess að drepast við að hafa í sig
ogá.
Nú hafa aftur á móti veriö fluttar
af því fréttir aö læknavisindin hafi
loks fundiö upp óbrigðult ráð. Það er
einfaldlega í því fólgið að binda kjaft
og skolt aftur með vír. Þessi snjalla
lausn er í rauninni afar einföld og má
furðu gegna að engum hafi dottið það
fyrr í hug. Meðan maðurinn notar
munninn til að matast er auðvitaö
hreinlegast að loka honum fyrir futlt
og aUt. Á mestu átvögUn dugar ekki
minna en vírbinding, nokkurs konar
járnabinding, sem er nú aö ryðja sér
tU rúms með framangreindum hætti.
Verður ekki annað sagt en að hér
með sé hinu nýja velmegunarvanda-
málið komið fyrir kattarnef á
snyrtilegasta hátt. Ekki síst ef át-
vagUðfylgir með!
Dagfari.